Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 27. janúar 2005 31 Saliva: Survival of the Sickest „Þessi diskur er búinn að fá að malla fram og aftur í spilaranum og er mér skapi næst að mölva hann í frumeindir. Söngvarinn færi létt með að drepa heilan her úr leiðindum. Ætti maður kannski að búast við einhverju öðru frá hljómsveit sem kallar sig Munnvatn?“ SJ Devendra Banhart: Nino Rojo „Sálarfull og róandi plata sem virkar vel sem undirspil fyrir frosna janúardaga. Birtan yfir þessari plötu er svipuð og fyrstu sólargeislarnir sem teygja sig til okkar yfir fjallstindana á morgnana.“ BÖS The Futureheads: The Futureheads „Frumraun The Futureheads er góð. Hljómur sveitar- innar er ekki mjög ferskur en sveitin bætir upp fyrir það með beittum önglum og góðum flutningi.“ BÖS Converge: You Fail Me „Vilji menn kraft, útsjónarsaman hljóðfæraleik, við- brigði, kafla beint-í-andlitið, melódíur, niðurbrot og uppþot, þá er Converge skyldueign. Algjört meist- araverk frá Íslandsvinunum.“ SJ Hoffman: Bad Seed „Big Brother er að mínu mati langbesta lag plöt- unnar og gefur góða von um að Hoffman sé fær um að geta af sér breiðskífu af bestu gerð.“ SJ Cex: Maryland Mansions „Þetta er áttunda breiðskífa raftónlistarmannsins Cex á fimm árum en hann er rétt rúmlega tvítugur. Hann er frumlegur, hugmyndaríkur og beittur textahöfundur.“ BÖS Pinback: Summer in Abbadon „Sætt nýbylgjupopp sem ætti ekki að geta gengið fram af neinum. Pinback tekst hið ótrú- lega, að brúa bilið á milli Slint og Jimmy Eat World.“ BÖS Þórir: I Believe in This „Þórir fer gjörsamlega á kostum í upphafslaginu, So is this... og Canada oh Canada, sem eru bestu lög plötunnar. Honum tekst frábærlega til með frumraun sinni og verður spennandi að fylgjast með drengnum á komandi tíð.“ KH Antlew/Maximum: Antlew/Maximum „Þó svo að tónlistin sé ekki það frumlegasta sem er í boði í dag þá eru kapparnir fagmennskan uppmáluð og hæfileikarnir fara ekki á milli mála. Færni Anthony á rappsviðinu kemst vel til skila og snertir hann á mörgum viðkvæmum viðfangsefn- um í textasmíðinni.“ SJ Búdrýgindi: Juxtapose „Skemmtileg plata eins og forveri hennar. Sveitin er orðin þéttari en áður og óhrædd við að þróa sig áfram.“ FB The Polyphonic Spree: Together We Are Heavy „Önnur plata The Polyphonic Spree kemur manni í gott skap. Svolítið einsleit á köflum en rennur þó ágætlega í gegn.“ BÖS Dizzee Rascal: Showtime „Dizzee Rascal er breskari en te, djúpsteiktur fiskur og franskar kartöflur í pappír. Hann er líka alinn upp í gettóinu í London. Flugbeittur og gallharður. Frábært afrek, ein af áhugaverðari plötum frá Bret- landi í ár.“ BÖS Nancy Sinatra: Nancy Sinatra „Nancy Sinatra heldur kúlinu og gerir plötu með Bono, The Edge, Jarvis Cocker, Morrissey, Calexico og Thurston Moore. Frábær plata, þó að Geir Ólafs eigi ekki eftir að samþykkja þetta.“ BÖS Tenderfoot: Without Gravity „Ótrúlega þægileg og góð plata frá Tenderfoot. Þessir drengir gætu svo sannarlega orðið næsta „hittið“.“ FB Birgir Örn Steinarsson Freyr Bjarnason Kristján Hjálmarsson Smári Jósepsson [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Clinic: Winchester Cathedral „Á þriðju plötu Clinic er að finna nokkur góð lög, en útsetningar eru of kæruleysislegar. Ekki slæmt, en ekkert sérstaklega gott heldur.“ BÖS PLATA VIKUNNAR Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is Tískurokksveitin The Strokes vinnur nú hörðum höndum að sinni þriðju breiðskífu, en með- limir sveitarinnar hafa verið læst- ir inni í hljóðveri frá miðju síðasta ári. Þrátt fyrir allan þann tíma segir umboðsmaður þeirra að að- eins fimm lög séu tilbúin. Að þessu sinni vinnur sveitin með nýjum upptökustjóra, David Kahne. Plötufyrirtæki The Strokes hefur ekki getað ákveðið útgáfu- dag þar sem sveitin neitar að láta ýta á eftir sér. Á heimasíðu sveit- arinnar lofar þó umboðsmaðurinn því að platan muni skila sér í búð- ir á þessu ári. Upptökustjórinn David Kahne hefur hingað til ekki unnið mikið með framsæknum listamönnum en hann er þekktastur fyrir vinnu sína með Paul McCartney, The Presidents of the United States of America og Sugar Ray. Sveitin hefur einnig ákveðið að veita bandarískum aðdáendum sín- um frían aðgang að aðdáenda- klúbbi sínum. Hingað til hefur hún verið dugleg að skaffa aðdáendum sínum frítt efni í gegnum netið, svo sem tónleikaupptökur á DVD. ■ Lofa plötu á árinu THE STROKES Vinnur með nýjum upptökustjóra, David Kahne. Rannsókn alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum á tengslum eiturlyfjaheimsins og rapptón- listariðnaðarins hefur leitt til handtöku Irv „Gotti“ Lorenzo, yfirmanns plötufyrirtækisins The Inc. Fyrirtækið er m.a. með Ashanti og Ja Rule á sínum snærum. Félagi hans Kenneth „Supreme“ McGriff er talinn samsekur. Þeir verða að öllum líkindum ákærðir fyrir aðild að morðtilræði og fyrir peninga- þvott en þeim er gefið að sök að hafa notað fyrirtækið til þess að koma eiturlyfjagróða aftur í umferð. Báðum er einnig gefið að sök að hafa stofnað fyrirtæki sitt fyrir gróða af heróín- og kókaínsölu. Báðir neita allri sök, en McGriff situr nú bak við lás og slá fyrir að bera á sér ólögleg skotvopn. ■ IRV „GOTTI“ LORENZO Rappmógúllinn hefur verið handtekinn grunaður um morð- tilræði og peningaþvott. Rappmógúll handtekinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.