Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 54
Orrusta undirbúin Spenna ríkir á markaðnum um hvert muni stefna í löngun Landsbankans til að ná völdum í Íslands- banka. Björgólfsfeðgar hafa sterka stöðu í Straumi og nú hefur Straumur fengið leyfi til að eiga virkan eignarhlut í Íslandsbanka. Það leyfi er þó háð ströngum skilyrðum Fjármálaeftirlitsins. Ljóst er að núverandi staða varir ekki að ei- lífu, en til þess að Landsbanka- menn nái tökum á Íslands- banka þarf að rjúfa samstöðu núverandi meirihluta. Margir veðja á að til tíðinda muni draga fyrir aðalfund bankans í febrúar. Samsæriskenningar fengu byr undir báða vængi þegar fréttist af fundi Björgólfs Guðmundssonar með yfirmanni verð- bréfasviðs Landsbankans. Samsæriskenningar- menn telja að Björgólfsfeðgar beini sjónum að Karli Wernerssyni og hlut hans og systkina hans í Íslandsbanka. Ýmsir telja að Karl muni selja fyrir rétt verð og telja sig hafa fundið það verð, sem er 15 krónur á hlut í bankanum. Samskip veðja á ESB Samskip hafa komið sér upp umfangsmikilli stars- femi í Rotterdam en þar er ein stærsta farskipa- höfn heims. Frá höfninni í Rotterdam er hægt að senda vörur hvort sem er með flutningaskipum, fljótabátum, járnbrautalestum eða vöruflutningabíl- um á áfangastaði um alla Evrópu. Evrópusam- bandið hefur hrundið af stað áætlun sem miðar að því að draga úr umferð vöruflutningabíla um hrað- brautir Evrópu. Þetta telja skipafélögin, þar á með- al Samskip, að komi til með að auka skipaflutn- inga verulega. Samskip stefna að því að vera tilbú- in að taka við þeirri auknu traffík sem búast má við vegna stefnu Evrópusambandsins. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.632 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 418 Velta: 3.428 milljónir +0,97% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Kevin Stanford stofnandi Karen Millen verslunarkeðjunnar hefur aukið hlut sinn í Mulberry keðj- unni. KB banki hefur keypt hluti í keðjunni fyrir hönd Stanfords. FTSE-vísitalan hækkaði um 0,08 prósent í Lundúnum í gær en í Þýsklandi féll Dax um 0,47 prósent. Bréf í Flugleiðum hækkuðu hressilega í gær. Þau eru nú ríf- lega 28 prósent hærri en þau voru um áramót. Markaðsvirði Flugleiða er nú 32 milljarðar og er félagið því orðið verðmætara en SÍF. Fram kom í fréttabréfi KB banka í gær að kauphöllin í New York íhugi að lengja opnunartíma sinn um eina til tvær klukkustundir á dag. 22 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Flugleiðir gerðu í gær stærsta fluvélakaupa- samning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa tíu þotur fyrir 40 milljarða króna. Dulin eign upp á 6,5 millj- arða myndast við kaupin. Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem ís- lenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðsl- an upp á ellefu milljarða króna. Samningnum við Boeing fylgir kaupréttur á fimm vélum til við- bótar og yrði heildarkaupverðið því 60 milljarðar verði hann nýtt- ur. Hannes Smárason, stjórnar- formaður Flugleiða, segir það hversu hratt menn unnu hafa ráð- ið úrslitum um að Flugleiðir keyptu vélarnar. Verðið er hag- stætt að hans mati og viðskiptin þannig til komin að flugfélag af- pantaði vélarnar og Flugleiðum ásamt fleirum bauðst að kaupa. „Það réði úrslitum hversu fljótt við gátum brugðist við og hversu hratt við og KB banki gátum unnið.“ Við kaupin myndast þegar aukin verðmæti í Flugleiðum þar sem verðið er hagstætt og vélarn- ar eftirsóttar á eftirmarkaði. Þær eru uppseldar fram í tímann og meta stjórnendur Flugleiða að dulin verðmæti vegna samnings- ins nemi 6,5 milljörðum króna. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri KB banka, sagði samning- inn einkar ánægjulegan. „Flug- leiðir og KB banki eiga það sam- eiginlegt að vera alþjóðleg fyrir- tæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Samningurinn er skýrt dæmi um hvernig alþjóðavæðing bankans skilar sér í virðisauka leiðandi íslenskra fyrirtækja á alþjóða- vettvangi.“ Fleiri bitust um bankaviðskipt- in, meðal annars erlendir bankar. Valið í lokin stóð á milli Lands- bankans og KB banka sem höfðu fram yfir erlenda banka að geta gengið hraðar frá viðskiptunum. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að óhugsandi hefði verið fyrir íslenskan banka að ráða við samning af þessari stærð. Mark Norris, fulltrúi Boeing, sagði Flugleiðir og Boeing-verk- smiðjurnar eiga langa og farsæla sögu í viðskiptum og hann teldi kaupin hárrétt tímasett fyrir Flugleiðir og að þau myndu skila félaginu góðum árangri. Samhliða þessu stofna Flug- leiðir nýtt dótturfélag sem sinnir flugvélaviðskiptum. Vélarnar verða leigðar áfram og á félagið í samningaviðræðum við flugvéla- leigufyrirtækið Sunrock um markaðssetningu vélanna. Hann- es Smárason segir mikla eftir- spurn eftir þessum vélum. Flug- leiðir hafa að undanförnu keypt einir eða í félagi við aðra sextán flugvélar, en til samanburðar eru tólf vélar sem sinna millilanda- flugi félagsins. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 42,90 -0,23% ... Atorka 5,76 – ... Bakkavör 25,00 +0,40% ... Burðarás 12,80 +2,40% ... Flugleiðir 12,65 +4,55% ... Íslandsbanki 11,30 -0,44% ... KB banki 500,00 +1,94% ... Kögun 46,70 -0,64% ... Landsbankinn 13,00 +2,36% ... Marel 53,20 - 0,75% ... Medcare 5,85 – ... Og fjarskipti 3,35 -0,59% ... Samherji 11,30 – ... Straumur 9,90 -1,49% ... Össur 81,50 - Risasamningur hjá Flugleiðum Flugleiðir 4,55% Burðarás 2,40% Landsbankinn 2,36% Straumur -1,49% Marel -0,75% Kögun -0,64% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Fyrir þorrablótið og árshátíðina Dúkar, servíettur og kerti í miklu úrvali Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: R V 20 27 Lotus TexStyle dúkarúlla 1,2 x 50 m 5.696.- Bosíus kerti 24,5 cm, 30 stk. 598.- Lotus NexxStyle servíettur 39 x 39 cm, 80 stk. 276.- Verð frá NR. 4 - 20 05 • Verð kr. 599 27.jan.-2.feb. Stormasamt samband! MEÐ AU PA IR STÚLKU! Ásdís Rá n og Garðar G unnlaugs : Skauta r á skjá inn! Eva María Jónsdóttir: EIGA VON Á BARNI SA MAN! Fitukeppirn ir Bjarni Hafþór og M agnús: Björgól fur Takefus a: LAUS OG LI ÐUGUR! 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 FÉKK 10 MILL JÓNA KRÓNA FÖTIN FRÁ AFA! FM-hnakkin n Svali skilinn :SPIK IÐ RENNUR AF ÞEIM ALSÆL 01 S&H F ORSÍ‹A0 305 TBL -2 24.1 .2005 1 5:14 Pa ge 2 Gerir lífið skemmtilegra! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Sjáiðmyndirnar SAMNINGUR Í HÖFN Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Hannes Smárason stjórnarformaður og Mark Norris frá Boeing-verksmiðj- unum undirrita stærsta flugvélakaupasamning Flugleiða hingað til. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Bakkavör birtir í dag tölur um afkomu á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og heildarniðurstöðu rekstrarins. Greiningardeildir bankanna spá því að hagnaður Bakkavarar í fyrra hafi verið á bilinu 12,4 til 13,4 milljónir punda en hagnaður árið 2003 var 13,5 milljarðar. Á fjórða ársfjórðungi 2003 var hagnaðurinn 3,1 milljón punda. - þk Uppgjör Bakkavarar í dag SPÁR UM AFKOMU BAKKAVARAR* 4. fjórðungur 2004 Ársuppgjör 2004 KB banki 3.681 12.406 Íslandsbanki 4.700 13.400 Íslandsbanki 4.290 13.000 *Bókhald Bakkavarar er fært í sterlingspundum og eru tölurnar þúsundir sterlingspunda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.