Fréttablaðið - 27.01.2005, Side 31

Fréttablaðið - 27.01.2005, Side 31
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 7 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 126 stk. Keypt & selt 25 stk. Þjónusta 34 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 8 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 12 stk. Atvinna 29 stk. Tilkynningar 2 stk. Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 27. janúar, 27. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 10.22 13.41 17.00 AKUREYRI 10.22 13.25 16.30 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Það sem mér finnst ómissandi í fataskápn- um mínum eru gullskórnir mínir. Þetta eru balletskór sem ég fékk í afmælisgjöf frá foreldrum mínum en þau keyptu þá í Kron á Laugaveginum. Mig var búið að langa í þessa skó mjög lengi og ég fékk þá rétt áður en ég ferðaðist til Belgíu. Síðan er svo skemmtileg að ég hef notað þessa skó í fullt af listaverkum sem ég hef unnið. Þetta eru því meira en skór, en ég geng líka mikið í þeim. Þeir búa yfir fjöldamörgum góðum minningum,“ segir Ásdís. Ásdís opnaði sýningu sína í Gallerí Humar og Frægð föstudaginn 21. janúar en sýningin stendur til 18. febrúar. Þar koma skórnir góðu við sögu. „Ég er aðal- lega með vídeóverk en á sýningunni eru fimm vídeó sem ég hef verið að gera síð- astliðið ár. Það eru nokkur þemu í verkun- um og þetta eru eins og fimm kaflar af sama verkinu. Gullskórnir eru einmitt í einu verkinu,“ segir Ásdís og greinilegt að þessi afmælisgjöf er henni afskaplega kær. ■ Meira en skór ferdir@frettabladid.is Ferðafiðringurinn eykst í réttu hlutfalli við sólina sem hækkar á lofti. Hjá Ferðaskrif- stofu stúdenta hafa Interrail- lestarkort aldrei verið vinsælli en þau gilda fyrir alla sem hafa búið á Íslandi síðustu sex mánuði. Evrópu er skipt í átta ferðasvæði og hægt er að velja um kort sem gildir fyrir eitt svæði, tvö eða öll svæðin. Kortið gildir í 22 daga. Útivist stendur fyrir jeppaferð í Kerlingarfjöll um helgina. Hald- ið er af stað á föstudagskvöldi og ekið í Hrauneyjar. Á laugar- daginn er ekið um Sóleyjar- höfðavað, inn í Setur og áfram í Kerlingarfjöll. Ferðatilhögun á heimleiðinni fer eftir færð og veðri. Þetta er ferð fyrir mikið breytta jeppa og þátttaka háð samþykki fararstjóra. Í jeppa- ferðum Útivistar þurfa þátttak- endur að vera með VHF tal- stöð, en hægt er að leigja þær á skrifstofu Útivistar um helgina fyrir 3.700 krónur. Kúba er spennandi áfangastað- ur og nú er hægt að komast þangað í beinu flugi með Heimsferðum 6. mars. Gamla Havana er fögur borg og lífs- gleði eyjaskeggja er einstök. Þrír valkostir í gistingu eru í boði. Octopustravel býður nú í sam- starfi við Úrval Útsýn upp á að bóka gististaði og skoðunar- ferðir um allan heim, en þjón- ustan er greidd í íslenskum krónum. Octopustravel er ferðaþjónustufyrirtæki með skrifstofur í London, New York, Sydney, Osaka og Hong Kong. Fyrirtækið hefur látið skrifa ferðahandbækur um 260 vin- sælustu áfangastaðina og vef- svæðið þeirra, sem er allt á ensku, hef- ur verið hannað með það fyrir augum að vera einfalt og þægilegt fyrir hvern sem er og auðvelt er að finna og bóka gistingu við hæfi. Greinargóðar lýsingar eru á öllum gististöð- um, auk þess sem flestir eru myndskreyttir. Jafnframt er staðsetning gististaða á vinsæl- ustu áfangastöðunum sýnd á korti. Golfpakkarnir frá GB Ferðum og Iceland Express eru komnir í sölu. Boðið er upp á þriggja og fimm daga golfferðir til London en verð er frá 41.700 krónum. Innifalið er flug til Stansted, helgargisting, golf og aðgengi að heilsulind hótelsins. Nánar á vef GB Ferða, www.gbferdir.is Ásdís heldur mikið upp á skóna sem hún fékk frá for- eldrum sínum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA TÍSKA TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Þegar systir mín situr hinum megin við borðið er hún þá af gagnstæðu kyni? Flott föt í skíðaferðina BLS. 5 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Ásdís Sif Gunnarsdóttir er 28 ára listakona sem flutti heim til Íslands í vor og er ekki í vafa um hvað hún heldur mest upp á í fataskápnum. Lituð tæki lífga upp Víða leynast litskrúðug heimilistæki. Heimilistæki geta verið hin mesta prýði. Þótt sumir vilji einungis hafa hvít, svört eða krómuð tæki í eldhúsinu þá eru þeir líka til sem aðhyllast litskrúðugri hluti og finnst þeir lífga upp á heimilið. Við litum inn í nokkrar raftækja- verslanir og könnuðum lauslega úrval litaðra tækja og þótt þau hvítu og krómuðu séu í miklum meiri- hluta á markaðinum þá fyrir- finnast líka heimilistæki bæði í sterkum, glaðlegum litum og daufum pastellitum. Myndir af fleiri tækjum er að finna á blaðsíðu 3. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.