Tíminn - 23.02.1975, Síða 3

Tíminn - 23.02.1975, Síða 3
Sunnudagur 23. febrúar 1975 TIMINN 3 Kona Allan Boucher heilir i kaffibolla fyrir Howard Lang. Capt. Baines á gébé—Reykjavik. Hinn kunni brezki leikari Howard Lang er nú staddur hér á landi i boði brezk—Islenzka félagsins Angliu, og verður hann heiðursgestur í hófi félagsins, sem haldið verður nú um helgina. Islenzkir sjón- varpsáhorfendur þekkja Howard Lang frekar sem Capt. Baines i þáttunum um Onedin skipa- félagið. Við' hittum Lang að máli, á heimili Allans Bouchers for- manns Angliu. Við spurðum hvernig honum hefði likað að leika i Onedin-þáttunum. Og hann svaraði, það var yndislegt, og þótt þetta hefði verið erfið vinna, hefði verið mjög gaman að vinna að þáttunum. Hann sagðist hafa kunnað mjög vel við hlut- verk sitt sem Baines, og einnig hefði verið mjög gott að vinna með hinum leikurunum. Hið fræga skip Charlotte Rodes á sér skemmtilega sögu sagði Lang. Það var smiðað i Dan- mörku árið 1905 og var lengi i alls konar flutningum, flutti salt kol og timbur. Núverandi eigandi er fyrrverandi flugmaður, McCrew, að nafni, en hann keypti skipið ár- ið 1969 og gaf þvi nafn konu sinnar Charlotte Rodes. Þá sagði Lang, að öll atriðin, sem gerðust um borð i skipinu hefðu verið tekin úti á sjó. Leikar- arnir höfðu aðsetur i gömlum kastala i Devon, þar sem drauga- gangur var ekki ótíður. Frá Devon var svo haldið út á hverj- um morgni kl. 8 og kvikmyndað fram i myrkur. 1 allt fóru um 10 vikur I aö kvikmynda atriðin, sem fram fóru á sjó, og oft va'r siglt (Tlmamynd Gunnar). íslandi um 20 milur út á haf. Onedin hafa verið seldir til 29 landa, og hafa hlotið geysilegar vinsældir. Upprunalega var þetta leikrit, sem sýnt var i brezka sjónvarp- inu, og haltu það mikið umtal og vinsældir, og ákvað brezka sjón- varpið þá að gera framhaldsþætti um þetta efni. 1 júni mun verða byrjað á nýjum þáttum um Onedin, en nú þegar eru þeir orðnir 43, en byrjað var að taka þá upp 1971. Unnið hefur veriö á hverju ári, frá þvi i april og til jóla, nema i fyrra. Nýju þættirnir verða með álika sniði og verið hefur, og Lang sagði að leikararnir yrðu flestir þeirsömu. Einhverjar breytingar yrðu þó gerðar. Ekki vildi Lang segja frá þeim, þær kæmu fram á sinum tima. í góðum Bjarni Th. Rögnvalds- son: VERS OG VÍSUR. Höfundur gefur út, 57 bls. Reykjavik 1974. LITIÐ KVER með ljóöasmá- munum gefur ekki tilefni til mikilla skrifa eða býður heim mörgum vangaveltum. Þó er ekki þvi að neita, að alltaf sætir það nokkrum tiðindum, þegar höfundur sendir frá sér sina fyrstu bók, og lesandinn er ekki alveg laus við forvitni, þegar hann opnar kverið og byrjar að lesa. Er hér nýtt skáld að kveðja sér hljóðs? tilgangi Þessari spurningu verður ekki reynt að svara i eftirfar- andi linum. Það verður að biða, þangað til meira liggur eftir höfundinn. Hitt er hægt að segja strax, að Bjarni Th. Rögn- valdsson hefur eitt til brunns að bera, sem að visu er hverju skáldi nauðsynlegt. Hann þorir að segja það sem honum býr i brjósti og nennir meira að segja að leggja fé og fyrirhöfn i að koma hugsunum sinum á fram- færi i fjölrituðu bókarkorni. Meginuppistaðan i ljóðum Bjarna Th. Rögnvaldssonar, er — eins og nafn bókarinnar gefur reyndar til kynna, — trúartil- finning og bænarandi. Þó væri ranglátt að bera honum á brýn helgislepju, og það er óneitan- lega mikill kostur. Ljóð, sem heitir Bæn, hefst á þessu erindi: i auðmýkt krýp ég viljans fótstall við. Ég vildi geta launaö fyrir mig og gengið með þér, þyrnuin stráða veginn. Þetta erindi er hér tekið vegna þess, að það er gott dæmi bæði um kosti og galla Bjarna sem ljóðasmiðs. Kostirnir eru einlægni og skýr framsetning, en gallarnir birtast i hinni ytri gerð. 1 siðari hluta visunnar er stuðlasetningin röng (,,...þér, þyrnum stráða....”), en auk þess á ekki að vera nein komma á eftir orðinu „þér”. A þessu flaskar Bjarni furðuoft. Hann spillir erindum iðulega með þvi að slengja kommum (og jafnvel punktum lika) inn i miðjar setn- ingar, þar sem engin ástæða er til þess að setja neitt greinar- merki. Nú má að visu segja, að slikt séu smámunir, og rétt er það að enginn skáldskapur verður vondur eða góður af greinar- merkjum einum saman, en hinu má ekki heldur gleyma, að kvæði, sem eru lýrisk og fínlega unnin eru ákaflega næm fyrir BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Þjóðfélagið séð í gegn- um smækk- unargler Sven Wernström Ævintýraleg útilega. Hólmfriður Gunnars- dóttir þýddi. Iðunn, 1974 SVEN Wernström er sænskur rithöfundur, fæddur 1925, og er nú meðal bezt þekktu barna- bókarithöfunda þar I landi. Hann notar skemmtisagna- formið til þess að ræða við ungt fólk um ýmis þjóöfélagsieg vandamál, og jafnvel hápólitisk mál eins og sósialisma og kapftalisma, vandamál vanþró- aðra landa og kynþáttavanda- mál. Hann lætur söguþráðinn skýra það sem hann vill segja um þjóðfélagsleg viðfangsefni, og oftast tekst honum að halda sig innan marka sögunnar, án þess að tefla um of fram sinni eigin skoðun. Wernström er mjög vandvirkur höfundur, og sem dæmi um vandvirkni hans má nefna, að áður en hann skrifaði bók sina Mexikanen (1963), fór hann til Mexikó og ferðaðist um landið þvert og endilangt með bakpokann sinn, sem i var ritvélin hans og smávegis af fötum. Þannig kynntist hann þjóðinni og öllum staðháttum af eigin raun til þess að geta byggt sögu sina á eigin reynslu en ekki afspurn. Bókin Ævintýraleg útilega (De hemligas ö) var fyrst gefin út áriö 1966, og fjallar hún um tvo skátaflokka, sem stranda á eyðiey, einhvers staðar i Sviþjóð, og lifa sinu útilegu- mannalifi þar i meira en heilt ár, á hálfgerðu steinaldar menningarstigi. Siðan er lýst hvernig tveir höfðingjar bera sig til við stjórnina. Annar dregur sig i hlé og byggir sinn kofa einn og sér og giröir hann vandlega. Hann dregur að sér og safnar miklum birgðum matar og fatnaðar og skiptir á og kaupir alla þá hluti, sem ekki er hægt að endurnýja, eða búa til, t.d. öngla, skeiðarhnifa og öxina einustu, sem til er á eyj- unni. Fyrir þetta lætur hann mat og haglega tilskorið trésverö og trébyssur. Hinn höföinginn, sem valinn var til forystu af félögum sinum, skipt- ir daglegri veiði jafnt á milli allra, og hjálpar öllum jafnt til aö koma þaki yfir höfuðiö. Brátt kemur að þvi að Hákon, sá er safnaði, er búinn að ná til sin öllu þvi, sem til gagns má verða við fæöuöflunina, og þvi getur hann leigt hinum eigur sinar. Leigan fyrir önglana er helmingur veiðinnar, o.s.frv. Þannig hefur hann náð efna- hagslegum völdum i steinaldar- samfélagi eyjarskeggja. Hann veröur tákn kapitalismans, og er valdamikill vegna auöæva sinna. Hann hefur nú yfir að ráða öllu þvi, sem hinir þurfa á að halda til að halda lifi, þótt þeir hafi i raun glatað hlutunum vegna andvaraleysis sins. Þegar hungrið sverfur að og ekki eru lengur til öryggisnælur til að gera úr öngla, er Benka, sá sem öllum miðlaði jafnt, rek- inn i útlegð og Hákon vinnur svanga liðsmenn Benka til fylgis við sig með þvi að bera þeim mat. En matarsending- arnar frá Hákoni endast ekki til lengdar, og ofan á hungriö bætist nú stéttaskipting og ófrelsi. Endurminningin um gömlu, góðu dagana, meðan Benka var foringi þeirra, knýr þá loks til byltingar, og Benka er tekinn til foringja á ný. Þótt umgjörð sögunnar sé mjög óraunveruleg, notar Sven Wernström hana fyllilega til þess aö gera flókin þjóð- félagsleg vandamál auðskilin. Þjóðfélagsþróunin, sem sýnd er I bókinni,er að sjálfsögðu mjög einföld skýring á ýmsum staöreyndum, sem við þekkjum úr sambýli þjóða og samskiptum innan þjóðfélags- ins milli einstakra hópa. Þjóö- félagsþróun i hnotskurn, eins og Sven Wernerström fléttar hér saman við spennandi söguþráð, er auðskilin hverjum unglingi, enda er það tilgangur höfundar- ins. Ævintýraleg útilega er ekki kennslubók i þjóðfélagsfræði, en þó má af henni læra, hvernig þjóðfélag verður til, þróast, hvernig mistökin eiga sér staö og hvernig allt kemst i lag á ný. Bókin er skemmtileg, hvort sem hún er lesin sem þjóðfélags- studium eða skemmtisaga. Þýðing Hólmfriðar er lipur, en ýmislegt fer forgörðum i þýðingunni, sem hefur nokkurt vægi i sögunni sem heild, t.d. heiti bókarinnar, sem er á sænskunni ,,De hemligas ö”, en hlýtur heitið Ævintýraleg útilega, e.t.v. til þess aö örva sölumöguleika bókarinnar. Annar atriði,sem ég vildi nefna, eru nöfnin á skátaflokkunum, sem heita á sænskunni Knaparna og Knoparna. A islenzkunni fá þeir heitin Pollar og Hnútar, sem er að sjálfsögðu bein þýðing, en mér hefði fund- izt betra, ef hægt heföi verið að finna heiti, sem voru hljómlik eins og þau sænsku eru. Einnig vantar að geta um, hver teiknaði kápusiðu. Þessi nýjung hjá bókaforlag- inu Iðunni að gefa út úr- valsbækur fyrir þetta aldurs- skeið er ákaflega þarft framtak og allra góðra gjalda vert. Val fyrstu þiggja bókanna lofar lika góðu um áframhaldið. öllum ytra búningi, þótt stór- skorinn og mikilfenglegur skáldskapur þoli betur hnökra yfirborðsins. Þetta þarf Bjarni Th. Rögnvaldsson að hafa vel i huga, þegar hann fer að snurfusa sin ókveðnu ljóð. Hugsunin i Versum og visum er falleg. Höfundurinn segir á einum stað: ,,Ég trúi á hin góðu verk”. Gott er það og blessað, enda segir I fornri bók, að trúin sé dauð án verkanna. En mér kæmi ekki á óvart, þótt Bjarni Th. Rögnvaldsson tryði lika á fegurðina. Annars hefði hann varla skrifað linurnar, sem standa neðst á bls. 33 i bókinni hans: Alda i sæbláma sefur. Sofnar þcyr á túni. —VS.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.