Tíminn - 23.02.1975, Page 9

Tíminn - 23.02.1975, Page 9
Sunnudagur 23. febrúar 1975 TÍMINN 9 ýrin okkar heimilisdyrin okkar heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar sem fengizt hafa hér I verzlunum aB undanförnu, hafa verið u.þ.b. fjórir sm i þvermál, en þær munu geta orðið allt að 15 til 20 sm i þvermál, og þá segir sig sjálft, að ekki nægir neitt smábúr undir þær, hvort sem þær eru einar sér eða fleiri saman. Fullri stærð geta þær náð á 12-15 mánuðum. Á meðan skjaldbökurnar eru litlar, geta þær verið saman I búri, en þær þurfa að hafa nægi- legt svigrúm til þess að veltast um og synda að vild, sjálfum sér og eigendum sinum til hinnar mestu gleði, þvi það er sérstak- lega skemmtilegt að virða litlu skjaldbökurnar fyrir sér, þegar þær eru að synda. Nokkuð hefur þó borið á þvi, að séu skjaldbökur tvær saman i búri, vaxi önnur á kostnað hinnar, en þetta er þó ekki einhlitt. Hiti er skjaldbökum nauðsyn- legur. Venjulega er stofuhiti nægilegur, ekki sizt hér á landi, þar sem varla er kaldara en 22 stig i Ibúðum, en 22-24 stig er kjörhiti þessara dýra. Hins vegar getur hitinn farið niður fyrir þetta I ibúöum um nætur, og þá kólnar um of I skjaldbökubúrinu, og er þvi æskilegt að hafa hitara i búr- inu til þess að hitastigið haldist sem jafnast allan sólarhringinn. Það eykur á velliðan dýranna og gerir þau liflegri og skemmti- legri. Af ónógum hita getur skjaldbakan orðið veik, en við komum siðar að veikindum henn- ar. Skjaldbakan vill sóla sig 1 framhaldi af hitanum er rétt að geta þess, að skjaldbökunum er mjög nauðsynlegt að geta skriðið á þurrt og bakað sig I sól- inni. Þær eru vanar sliku i upp- runalegum heimkynnum sinum. Þess vegna er mjög gott, og eigin- lega algjörlega nauðsynlegt, að hafa logandi ljós yfir búrinu, þar sem platan er, sem áður var drepið á, eða steinn, ef valinn er sá kosturinn að hafa stein fyrir skjaldbökuna til þess að skriða upp á. Þá skriður skjaldbakan upp á plötuna eða steininn og bak- ar sig I „sólarljósinu”, þegar hún finnur sig knúða til þess, en skrið- ur svo niður i vatnið aftur og fær sér sundsprett á milli. Hæfilegt er að hafa 15 til 25 watta peru yfir búrinu, og þarf hún að vera I u.þ.b. 10 sm hæð yfir þeim stað, þar sem skjaldbakan hvilir sig. Skjaldbökur eru með kalt blóð, og fyrir slik dýr er mjög nauðsynlegt að geta hitað sig upp, annað hvort I sólarljósinu eða þá viö gervisól, og ná þannig réttu hitastigi, til þess að melting þeirra verði eðli- leg. Kjöt og fiskur hollasta fæðan Vatnaskjaldbökurnar eru, and- stætt landskjaldbökunum, nær eingöngu kjöt- og fiskætur. Þær borða lika alls konar skordýr, en nærast ekki nema að mjög litlu leyti á grænmeti. Ef fólk er með skjaldböku, verður það að reyna sem bezt að líkja eftir réttu fæði hennar, og gefa henni það, sem henni er holl- ast, ef hún á að halda heilsu. Það er til dæmis alveg úr i hött að gefa skjaldbökum lifrarkæfu, kjötboll- ur eða bjúgu, eða einhvérn annan álika mannamat, þrátt fyrir það að hann sé framleiddur úr kjöti eða fiski, sem skjaldbakan getur út af fyrir sig nærzt á. Bezt er að gefa skjaldbökunum hráan fisk, saxað hrossa-, nauta- eða kálfakjöt, þó ekki sinar og fitu, þvi þær geta ekki melt slikt. Þær hafa gott af niðurskornum ánamöðkum og sniglum (vatna- kuðungum). Af og til er hægt að bragðbæta matinn með salatblöð- um eða fiflablöðum, þvi að skjaldbökunum þykir oft gott að fá dálitið grænmeti, sér i lagi á meðan þær eru litlar. Að lokum má nefna, að þær éta lika fiska- fóður, t.d. svokallað TABI-MIN- töflufóður. Til þess að tryggja heilsu dýr- anna og vöxt er rétt að gefa þeim bæði vitamin og kalk. Til er bæti- efni fyrir skjaldbökur, sem heitir REPTOVIT. Það er duft, sem á að strá yfir matinn þeirra. Ann- ars á að vera auðvelt að sjá þeim fyrir nægilegu vitamini með þvi að gefa þeim annað slagið hráa sild, en að sjálfsögðu er algjör- lega bannað að gefa þeim hvers konar kryddsfld, og gildir þar hið sama og áður var sagt um aðrar unnar matvörur. Kalkið má fá með þvi að hafa skeljasand hjá skjaldbökunum, þvi þær narta gjarna i hann. Skeljasand ætti að vera tiltölulega auðvelt að fá hér á landi. Fyrstu dagana eftir að skjald- bakan hefur verið keypt er rétt að gefa henni ekki, heldur láta hana fá tækifæri til þess að venjast um- hverfinu. Siðan má byrja að gefa' henni, en aðeins lítið I hvert sinn, þar til sést, að meltingin er i eðli- legu lagi. Astæðan fyrir þessu er sú, að venjulega hafa dýrin ekki fengið mikinn mat I lengri tima, og kröftug fæða getur orðið þess valdandi, að skjaldbökurnar drepast af meltingartregðu. Rétt er að gefa þeim tvö þrjú munnfylli af fiski á dag, þar til sést, að þær láta álika mikið frá sér, en eftir það má gefa þeim meira, ef þær vilja borða meira. Skjaldbökur í fiskabúrum Stundum vil brenna við, að ný- keyptur skjaldbökuungi er ekki fær um að kafa. Þá verður að gæta þess fyrstu dagana að hafa vatnið ekki of mikið i búrinu, svo að unginn nái til botns, en siðan er smátt og smátt hægt að auka við vatnið, þar til skjaldbakan er orð- in fær um að synda. Hægt mun vera að hafa skjald- bökur I fiskabúrum með fiskum, þó að þvi tilskyldu, að aðbúnaöur þeirra sé eins og áður hefur veriö lýst, og þær geti komizt á þurrt annað veifið. Þær eiga þó til að tæta i sporð- ana á hægfara fiskum, og annað vandamál fylgir þeim, en það er að þær sjálfar og matarvenjur þeirra valda þvi, að vatnið fúlnar mjög fljótt. Skipta verður um vatn á skjaldbökum mjög oft, jafnvel á hverjum degi, en gæta verður þess að sama hitastig sé á hreina vatninu og þvi, sem skjaldbökurnar voru áður I. Fiskleifar og kjötagnir fúlna mjög fljótt i vatninu, og skiturinn úr skjaldbökunum mengar vatnið einnig mikið. Þetta þola fiskarnir illa, ef þeir eru i sama búri. Ef skjaldbökur og fiskar eru saman i búri, verður að hafa i þvi öflugan hreinsara, og búrið verður að vera vel stórt, en þrátt fyrir það má alltaf reikna með einhverjum skakkaföllum og vandræðum, þvi þær róta upp botninum og eyði- leggja allan gróður. Sumir segja, að hægt sé að koma töluvert i veg fyrir mengun vatnsins hjá skjaldbökunum með þvi að gefa þeim fisk og kjötagnir á tannstöngli. Þegar fólk fari svo að sjá, hversu mikið þær borða, sé hægt að gefa þeim hæfilegt magn, og minna verði um meng- un. Aðrir hafa hinsvegar þá trú, að lengi vel komi ekki til greina að reyna að mata skjaldbökurnar á þennan hátt, þvi þær séu allt of varar um sig og styggar. Einnig kæmi til greina, ef skjaldbakan er ekki stygg, að taka hana úr búr- inu og gefa henni annars staðar, en þess ber að minnast, að skjald- bakan borðar alltaf i vatni og aldrei á þurru landi, svo að ekki þýðir að ætla að gefa henni á þurru, og komast þannig hjá þvi að vatnið fúlni af matarleifunum. En hvað sem öðru liður, þá verður að sjá til þess að skjald- bakan sé alltaf i sem hreinustu og beztu vatni, þvi henni liður illa i fúlu, daunillu vatni, og það er heldur ekkert skemmtilegt að fylgjast með dýrunum i þess kon- ar umhverfi. Vatnið getur verið skaðlegt, bæði fyrir skjaldbökuna sjálda og eiganda hennar, ef það er oröið fúlt og mengað. Sjúkdómar og aðbúnaður Að lokum er rétt að fara nokkrum orðum um sjúkdóma, sem geta herjað á skjaldbökurn- ar, og eru sennilega stærsta vandamál skjaldbökueigandans, ef dýrið sýkist. Algengasta veikin meðal skjaldbaka er augnabólga. Hún lýsir sér i þvi að ský eða þunn húð vex yfir augu þeirra, og dýrið verður blint. Bezta ráðið er að bregða skjótt við og reyna að þvo augun með saltupplausn. Ein til tvær teskeiðar af fínu salti i 1 glas af vatni, er heppileg blanda, en einnig má nota bórvatn. Annað sjúkdómseinkenni er lin skel, og er það verra en augna- bólgan. Sennilega stafar þetta af kalkskorti. en fái dýrið reglulega vitamin og ef vatnið er i lagi, passlega heitt og hreint, á aö vera hægt að komast hjá þessum sjúk- dómi. Upphafið að flestum sjúkdóm- unum er að vatniö er of kalt i búr- inu. Þá hættir dýrið aö taka til sin fæðuna og fær meltingatruflanir, eins og nefnt hefur verið i sam- bandi við hitastigið hér áður. Siðan linast skelin og dýrið deyr. Vatnaskjaldbökur geta lagzt I dvala. Yfirleitt vakna þær þá ekki aftur, en þó er það ekki einhlitt. Erfitt getur verið að sjá, hvort skjaldbakan liggur I dvala eða er dauð, ef hún hefur dregið sig inn i skelina en ef haus og limir lafa lausir út úr skelinni, er hún dauð. Dauð skjaldbaka segir til sin af lyktinni, eins og flestir aðrir dauðir hlutir, sem fara að úldna. Eitt er það svo, sem leggja verður rika áherzlu á. Skjaldbök- ur eru ekki til þess ætlaðar að hlaupa um á gólfteppinu eða á borðum. Þær geta orðið beztu leikfélagar barnanna, en það má alls ekki lita á þær sem leikföng, þvi þær eru lifandi dýr, og engum ætti að liðast að kvelja dýrin. Gæta verður þess vel, að skjald- bakan komist ekki upp úr búrinu, eða gleymist, ef einhver hefur tekiðhana upp úr augnablik. Geri hún það, þornar' hún upp og drepst innan tiðar. FB Tvær skjaldbökur I skjaldbökubúri, eins og fengizt hafa hér aö undanförnu. (Timamyndir Róbert)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.