Tíminn - 23.02.1975, Page 10

Tíminn - 23.02.1975, Page 10
i<r TÍMINN; 5roi pO nfM.cirft Sunnudagur 23. febrúar 1975 Skógarmaðurinn, sem Hátlðleg stund I veitingastofunni meö staup á boröi á sér greni undir viðarkesti KANNSKI er mánudagur, þriöju- dagur eöa þá sunnudagur. Kannski er klukkan sex, átta eöa ellefu. Timinn skiptir Kaffi-Eirik litlu máli. Og hefur aldrei gert. Hann skriöur seinlega út úr greni sinu I skóginum — reyndar aöeins gjótu, sem hann hefur yfir viöar- kcsti. Hann deplar augunum á móti ljósinu, þegar hann réttir sig upp o , klórar sér i höföinu Nýr dagur er hafinn. Þessi maður heitir fullu nafni Eirikur Jens Jensen, fjörutiu og fimm ára gamall. Hann hreykir ekki neinu nafnspjaidi viö greni sitt I skóginum viö Hjörring, þar sem hann hefur hafzt við I fjögur eöa fimm ár, aöeins fáa kiló- metra 'frá miöbænum. Ennþá hefur engum tekizt aö fá hann til þess aö setjast að i þeim vistar- verum, sein honum hafa verið boönar. Og þaö er ekki liklegt, að hann þe'ikist nein boð af sliku tagi fyrst um sinn — sizt af öllu af hálfu bæjarstjórnarinnar. Fyrir nokkrum árum hreiðraði hann um sig i kolaklefa i húsi við eina af götum bæjarins. En þegar honum var visað þaðan burt, flutti hann sig út i skóg, svo að hann væri ekki fyrir neinum. Þar getur hann haft sina hentisemi, og þar krefur hann enginn um húsaleigu. Rigni til muna, kastar hann meira af kvistum ofan á köstinn, og þá lekur minna ofan á hann, svo aö hann getur verið ánægður. Fuglar og dýr eru honum vingjarnlegir nágrannar, sem ekkiláta þaöangra sig, þó að jakkinn hans sé kannnski orðinn daunillur. Og hann gerir þá ekki heldur neitt á hluta þessara nábúa sinna. í Hjörring kallar það hann Kaffi-Erlk og telur hann sér- vitrung. Hann lætur það sér það lynda. Honum koma aðrir ekki við. Að vlsu getur hvarflað að honum að óska sér annars bústaöar, þar sem veggir og þak veittu honum skjól. Ep þá kemur honum lika annað fljótt I hug: Náttúran, sem umlykur hann i skóginum — fuglar, lyngið, blómin. Og þá finnur hann, að hann vill ekki skipta. Jafnvel þótt til boða stæði gæsasteik á jól- unum. Og þar myndu fáir sitja til borðs með honum á stórhátiðum. Hann á enga vandamenn, engin náin skyldmenni. Hvergi neitt athvarf. Þessu var þó öðru visi farið einu sinni. Aö sönnu man hann ekki UTGERÐARMENN Ef ykkur er einhvers vant til útgerðarinnar þá athugið hvort við getum ekki bætt úr því. Höfum á lager flestar útgerðarvörur. Kaupfélag Suðurnesja KEFLAVI'K - NJARÐVÍK - GRINDAVÍK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.