Tíminn - 23.02.1975, Side 11

Tíminn - 23.02.1975, Side 11
Litiö lit aö morgni dags: Ekki ber á ööru en vel viðri: Komiö á járnbrautarstöðina I Hjörring. móöur sina. En hann var i fóstri úti I sveit og gekk sjö ár i skóla. Hann átti að verða bakari, en eftir hálft ár hvarf hann frá þvi námi. Kannski var það hin frjálsa náttúra, sem þá þegar var tekin að seiða hann til sin. Fyrst um sinn hjólaði hann þó á milli þorpa, safnaði málmhlutum og seldi. Að lokinni hverri sölu hvildi hann sig á meðan aurarnir entust. Nú er gamla reiðhjólið dottið i sundur, og hann hefur ekki efni á þvi að láta gera við það. Ef það þá tæki þvi. Hann harmar það ekki svo mjög, þvi að i hverri viku getur hann sótt aurana i bæjar- skrifstofurnar. Þvi að hann er tryggður eins og aðrir þegnar Danaveldis. Það eru á milli þrjú og fjögur hundruð krónur. sem hann fær, og það er kappnóg. Reyndar er ekki nema eitt ár siðan hann fór að fá þessa aura, en þeim mun betur finnur hann muninn. Nú sveltur hann ekki einn einasta dag. Það gæti jafnvel hugsazat, að hann kæmist frá þvi að borga húsaleigu. En hann kýs fremur skóginn. Hver fjárann hefur hann lika með herbergi að gera, þegar aleiga hans er jakki, peysa, gamlar buxur og gúmstig- vél? Kaffi-Erikur fékk nafn sitt fyrir nokkrum árum, og það var dregið af þvi, að fólki fannst hann vera að drekka kaffi allan daginn. Hann gat alltaf bætt við sig einum eða tveimur kaffibollum. En siðan hann fór að fá framfærslu- peninga i bæjarskrifstofunum getur hann jafnvel fengið sér ofurlitið i staupinu — eitt eða tvö glös. Og tóbak, ef honum dettur það i hug. Þetta er lika eini munaðurinn, sem hann leyfir sér. Járnbrautarstöðin i Hjörring er sá staður, þar sem hann heldur sig einkum á daginn. Þegar hann kemur inn I veitingastofuna, biður hans kaffi, hveitibrauð með rúllupylsu og eitt brennivins- staup. Tólf krónur borgar hann morgun hvern, og hann sér ekki eftir þeim peningum. Fremur en peningum yfirleitt. Hann spaðjarkar siðan kringum stöðina, það sem eftir er dags, skraflar við menn og læðist inn i salernið, þegar hann sér færi á, þvi aö hann á það til að þvo sér um hendurnar. Þaö verða þeir að gera, sem eru I fæði á veitinga- stöðum. Einu sinni hafði hann með höndum matseld úti I skóginum. Það var áður en tryggingarnar sáu aumur á honum. Þessi matargerð laðaði mýs að greni hans, og stundum brá þar fyrir rottum. Um þær kærði hann sig ekki. Nú býr hann I hæsta lagi til kaffi I skóginum, og þá kveikir hann eld á milli múrsteina og setur þar yfir gamla niðursuðu- dós. Kaffi-Erikur fer mjög gætilega með eld. Og aðgæzla hans jókst um allan helming á annan I pásk- um. Þá lá sem sé við, að köstur- inn brynni ofan af honum. Það var þó ekki honum að kenna. Tveir drengir voru á flakki i skófinum, og þeir voru að bera sig að þvi að reykja. Þeir fleygðu logandi eldspýtu frá sér, og samstundis læsti eldurinn sig i skraufþurran mosann. Eldurinn var kominn rétt að kesti Kaffi- Eriks, þegar hann kulnaði út. En um það vissi kastarbúinn ekki fyrr en morguninn eftir, er hann sá ummerkin. Kaffi-Eirikur rambar heim til sin, þegar tekur að skyggja. Heim I skóginn, heim i grenið undir kestinum, sem honum þykir vænna um en alla aðra staði. Bráðum þarf hann að fara að safna greinum og kvistum, þvi að ekki kemst hann hjá þvi að hressa ofurlitið upp á köstinn sinn, áður en haustar að. En að þvi loknu verður þetta ágætt vetrarskýli. Nógu gott handa Kaffi-Eríki. Nógu gott handa þeim, sem ekki gerir óhóflegar kröfur til lifsins. Haldiö i átt til bæjarins, Hjörrings Deginum lokiö, og skógarmaöurinn skrlöur I greni sitt undir vlöarkestinum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.