Tíminn - 23.02.1975, Side 24

Tíminn - 23.02.1975, Side 24
24 TÍMINN Sunnudagur 23. febrúar 1975 Saga frá Alandseyjum Sally Salminen KATRIN „Vesalings Burri", hvíslaöi hún. „Vesalings fátæk- lingarnir''. Og hundurinn leit vinalega til hennar, og það var engu líkara en hann heföi skilið allt, sem hún sagði. Einkum var það þó skósmiður nokkur, sem lagði ótrú- legt hatur á hundinn. Hann sat oft fyrir utan gluggan við vinnu sína og gaf nánar gætur að því, hvort hundur rölti f ramhjá. Ef hann sá einhvers staðar til ferða hans, rauk hann óðar upp með hamar og sýl á lofti og blótaði og ragnaði af hræðilegri orðgnótt. Einu sinni kom Katrín að honum, er hann var að misþyrma hundinum. Hann haf ði ginnt hann til sín með fölskum vinahótum og handsamað hann. Han klemmdi hálsinn á kvikindinu milli fótanna og lét síðan höggin dynja á honum eftir því sem hann var maður til, og hætti ekki fyrr en hundinum tókst að rífa sig lausan.'Með rófuna milli lappanna hljóp Burri heim og skreið eins langt inn undir bekkinn og hann komst. Katrin kallaði á hann eins blíðlega og hún gat, en samt þorði hann ekki að láta á sér kræla fyrr en eftir langa stund. Hann var að byrja að bragða á matnum, sem hún hafði laðaðhann með, þegar Larsson yngri snaraðist inn með alblóðugan kjúkling í hendinni. „Þetta er sá f immti, sem drepinn hefur verið hjá okk- ur á skömmum tíma, og við vitum, hver þarna hef ur ver ið að verki. Ef þið drepið ekki þennna varg, þá kemur ti kasta dómstólanna að f riða landið. Það er bezt að þið vit ið það", sagði hann ógnandi. Katrín anzaði engu, og maðurinn fór sína leið. Hún fór fram í ganginn og tók þar stóran og sterkan poka og snærishönk. Síðan kallaði hún á hundinn og hélt niður að Bátvíkinni. Hún tíndi fáeina steina i f læðarmálinu og lét þá í pokann. Síðan tók hún kænu, sem bundin var við bryggjuna, og reri út á víkina. Hundurinn hafði strax stokkið út i bátinn og setzt í stafninn eins og vani hans var, þegar hann var á sjó með Gústaf. Þar sat hann og skimaði sitt á hvað. Þegar báturinn var kominn spölkorn frá bryggjunni, þar sem dýpið var meira, reis Katrín upp, þreif í hnakkadrambið á hundinum og opnaði pokann. Hundur- inn streittist á móti og var svo sterkur, að hún átti f ullt í fangi með að yfirbuga hann, en loks gat hún þó komið honum á höfuðið niður í pokann ofan á steinana. Hún batt rækilega fyrir opið, dró pokann fram í stafninn og stjakaði honum út í sjóinn. Með samanbitnar varir horfði hún á pokann sökkva. Vatnið skaut fáeinum loftbólum, og nokkrir hringir mynduðust og þöndust út, unz þeir hurfu með öllu, og vatnsf löturinn lá lygn og sléttur eins og ekkert hefði gerzt. Hún þreif árarnar og reri til lands, en leit þó skelfdum augum um öxl, eins og hún byggist við, að einhver elti sig. Nú varð aftur kyrlátt og friðsælt í þurrabúðunum á ásnum, og engum datt hundur Gústaf s f ramar í hug. Þegar Gústaf kom heim um haustið, spurði hann fyrst af öllu um hundinn sinn. Katrín fór undan í flæmingi og reyndi að leiða talið að öðru. En hann æddi um og skim- aði og spurði hvað ef tir annað: „ Hvar er Burri?" „Ég veit það ekki. Hann hvarf fyrir stuttu. Ég hugsa, að einhver hafi skotið hann. Það voru margir búnir að hóta því að drepa hann", sagði Katrin og leit undan. „Skotið'ann!" öskraði Gústaf. „Hver djöfullinn hefur gert það?" ,, Ekki veit ég það, en ég hef hugboð um það. En það er aðeins hugboð. Þeir sögðu, að hann stæli eggjum og kjúklingum". „Það er andskotans haugalygi. En þó að hann haf i gert það, þá hafði enginn rétt til þess að skjóta hann. And- skotinn! Ég skal svei mér hafa upp á þeim, sem hafa gert það, og þá skulu þeir f á þaðóþvegið". „Þú gefur ekki haft upp á þeim". ,,0-jú. Ég skal finna þá, þessa djöfla. Að skjóta hund annars manns! Og það svona vitran hund, og bezta veiði- hundinn á öllum Álandseyjum. — Maður fær aldrei að hafa í f riði neitt, sem manni þykir vænt um". Gústaf var bæði hryggur og reiður og leiddi getum að því, hvort þessi eða hinn myndi ekki vera sekur um hundsmorðið. Katrín sá brátt fram á, að þetta mundi ekki liða honum fljótt úr minni. Hann talaði sífellt um hundinn og ragnaði og formælti með grátstafinn í kverkunum. „Það var ég, sem lógaði Burra, Gústaf. Ég drekkti honum, það var eins og ég hefði myrt varnarlausa manneskju", sagði Katrín einn daginn. Hún var ofur- lágmælt og leit ekki upp f rá rokknum. Hann starði spyrj- andi á hana. „Þú?" æpti hann. „ Já". í marga daga var Gústaf eins og ókunnugur maður. Hann rétt tyllti sér við matborðið, gleypti fáeina munn- bita og f lýtti sér svo út aftur. Hvorugt yrti á hitt, móðir eða sonur. Einn daginn kom hann heim alveg óvænt og 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntönleikar. (10.10 Veöurfregnir). a. Orgelverk eftir Dietrich Buxtehude og Domenico Zipoli. Jiri Ropek leikur. b. Concerto grosso i a-moll op. 6 nr. 4 eftir Georg Friedrich Há'ndel. Boyd Neel strengjasveitin leikur. c. Kvartett i Es-dúr fyrir klárinettu og sterngjahljóð- færi eftir Johann Nepomuk Hummel. The Music Party leikur. d. „Kinderszenen” op. 15, „Arabeska” op. 18 og þættir úr „Waldszenen” og „Bunte Blatter” eftir Robert Schumann. Wilhelm Kempff leikur á pianó. 11.00 Messa. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15'Hugsun og veruleiki, — brot úr hugmyndasögu. Dr. Páll Skúlason lektor flytur annað hádegiserindi sitt: Frelsi og fullvissa. 14.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. Svavar Gests hljómlistarmaður ræður dagskránni. 15.00 Miðdegistónleikar: Barokktónlist frá fiæmsku tónlistarhátfðinni s.I. haust. Flytjendur: Brezki baritón- söngvarinn John Shirley- Quirk, Paul De. Winter flautuleikari, Maurice Van Gysel óbóleikari og, Belgiska kammersveitin. Stjórnendur: Georges Octors og Georges Mees. a. „Ich habe genug”, kantata nr. 82eftir Bach. b. Konsert 1 H-dúr op. 7 nr. 3 fyrir óbó oghlómsveitireftir Tomaso Albinioni. c. Konsert i C-dúr fyrir flautu og hljómsveit eftir Vivaldi. d. Branden- borgarkonsert nr. 6 i B-dúr eftir Bach. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Bein lina. Eggert Steinsen verkfræðingur, formaður FIB, og Sveinn Oddgeirsson framkvæmda- stjóri félagsins svara spurningum hlustenda um starf FIB og rekstur bif- reiða á Islandi. Umsjónar- menn: Arni Gunnarsson og Vilhelm G. Kristinsson. 17.00 Létt lög Arne Domnerus og Rune Gustafsson leika á saxófón og gitar. 17.40 tJtvarpssaga barnanna: „í föður stað” eftir Kerstin Thorvall Faik.Olga Guðrún Árnadóttir les þýðingu sina (7). 18.00 Stundarkorn meö rúss- neska selióleikaranum Mstisiav Rostropovitsj. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurningaþætti um lönd og lýði. Dómari: Olafur Hans- son prófessor. Þátttakend- ur: Pétur Gaukur Kristjánsson og Guðjón Skarphéðinsson. 19.45 Lög úr „Vetrarferðinni” eftir Franz Schubert. Guð- mundur Jónsson syngur: Fritz Weisshappel leikur á pianó. Þórður Kristleifsson Islenzkaði ljóðin. 20.35 Ferðir séra Egils Þór- hallssonar á Grænlandi. Séra Kolbeinn Þorleifsson flytur annað erindi sitt. 21.00 Tríó I H-dúr op. 8 eftir Johannes Brahms. Julius Katchen leikur á pianó. Josef Suk á fiðlu og Janos Starker á selló. 21.35 Spurt og svaraöErlingur Sigurðarson leitar svara við spurningum hlustenda. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.