Tíminn - 23.02.1975, Side 31

Tíminn - 23.02.1975, Side 31
Sunnudagur 23. febrúar 1975 TÍMINN 31 Dr. Richard Beck: Maður gróandans í Iffsstarfi og Ijóðum 1 TILEFNI af þvi, aö fornvinur minn Armann Dalmannsson varö áttræður á siðastliönu hausti, kom Ut á vegum Bóka- forlags Odds Björnssonar á Akureyri ný ljóöabók eftir hann. Ber hún hið látlausa heiti Fræ, og hittir það ágætlega i mark, er táknrænt bæði hvaö snertir ævi- starf Armanns og ljóð hans, þvi að hann hefir á langri leið verið gróandans maöur á báðum þeim sviðum. En áður en ég feí fleiri orðum um þessa nýju ljóðabók hans, vil ég leyfa mér aö draga at- hygli aö hinu mikla ritverki, Byggðir Eyjafjaröar, sem út kom I tveim bindum 1973 og ég hefi nýlega lesið mér til mikils fróðleiks og sambærilegrar ánægju. Búnaðarsamband Eyjafjaröar stóð að útgáfunni, en formaður þess var Armann hátt á annan áratug. Hann var einnig formaður ritnefndar um- rædds merkisrits, og má þvi réttilega teljast ritstjóri þess. Ekki er ég fær um að fella neinn dóm á einstök atriði þessa um- fangsmikla ritverks, en hitt er mér óhætt að fullyrða, að þaö hefir geysimikinn og staðgóðan fróðleik að flytja um byggðir Eyjafjarðar, á breiðum grund- velli, og er þvi jafnframt mikill og merkilegur skerfur til þjóðarsögunnar. Sé þeim öllum heiöur og þökk, sem þar eiga hlut að máli! Hverf ég þá aftur að hinni nýju ljóðabók Armanns Dalmannssonar, sem er stærö- arrit, 160 bls., og kvæðin yfir 60 talsins, að allmörgum lausavis- um ótöldum. Þetta er önnur kvæðabók höfundar, hin fyrri, Ljóö af lausum blöðum, kom út á Akureyri, hjá sama útgáfu- félagi, 1959. En það ber vitni frjósemi Armanns i ljóða- gerðinni, að flest ljóðin i þessari fbók eru ort siðan fyrra safn ljóða hans koih út. Hin nýja ljóðabók hans hefst á nokkrum „Formálsljóðum”, ha.rla athyglisverðum, og skipar þar öndvegi kvæðið „Fræ”, sem bókin dregur heiti af, og sæmir ágætlega, eins og vikið var að I byrjun þessa máls. Kvæðið „Ljóðadisin” sýnir það eftir- minnilega, hve ásækin hún hefir verið höfundinum og hve djúp Itök hún hefir átt og á I huga hans og hjarta, eins og fram kemur fagurlega i lokaerindi kvæðisins, sem einnig bregöur birtu á lifsskoðun hans og um- bótahug: Til hinstu stundar vil ég með þér syngja um sól og vor, syngja inn i framtiöina bæði hug og þor, syngja um lifsins unað, þó að fölni fjóla og rós, fæla burtu skuggana, svo veröi meira Ljós. Næst er langur kafli, „Ætt- jarðar- og árstföaljóð”. Kennir þar margra grasa og góðra, enda eru þar, að minum dómi, mörg af beztu kvæöum höfundar, svo sem „Mosi”, „Fjóla” og „Landnemi”, falleg og vekjandi til umhugsunar, og auðvelt að finna, að þau eru sprottin undan hjartarótum skáldsins, hinni djúpstæöu ást hans á gróðri jaröar, blómum sem trjám. „Landnemi” fjallar um erlent fræ, sem gróðursett hefir verið I islenzkri mold, og er vexti þess lýst á áhrifamikinn hátt, eins og niðurlagserindi kvæðisins bera glöggt vitni: Já, landneminn okkar — hið litla fræ — er litill og vaxtarsmár. Þó teygir hann úr sér með tlmanum, og tekst loks að verða hár. Við skulum honum gefa gaum, þvi gott er að fá hans lið. Og svo er hann oröinn Islendingur, eins og björkin og við. Og skógurinn vex, hann •safnar I sjóð, þó sýnist þér biðin löng. Hann auðgar þitt land aö fegurö,friði, fuglakliöi og söng. En þú færð ekki á morgun hans góða gull, Þó þú gróðursetjir I kvöld. Hann leggur það fyrst I lófa þess manns, sem lifir á næstu öld. í kaflanum „Ljóð um menn og málefni” eru góð kvæði og at- hyglisverð, og sama máli gegnir um kaflana „Afmælisljóð” og „Erfiljóð”. Hann yrkir hjartnæm erfiljóð um foreldra sina, og kveður vel og drengilega starfsbræður sina i skógræktarmálum og aðra góð- vini. I kaflanum „Ljóö um daginn og veginn”, er eins og fyrir- sögnin bendir til, slegið á ýmsa strengi, margt vel kveðið, svo sem hið hreimmikla kvæði um Hólastað! Léttstigt er kvæðið „Syngi, syngi svanir minir”, þrungið gróðurást og framsókn- arhug. Fagurt og innilegt er ljóðið „Bæn”, I þvi er bæði rikur tilbeiðsluandi og einlæg aðdáun á dásemdarverkum skaparans. Sögulega kvæðiö „Bóndans nafn vil ég bera” þykir mér hitta prýðilega i mark, bæði um anda og málfar. I flokknum „Endurminninga- og ástaljóð” rennir höfundur sjónum yfir farinn veg og slær þar á strengi minninga, og kann ég þar margt vel að meta, svo sem virðingar- og þökkum- þrungna kveðju hans til Bænda- skólans á Hvanneyri, kvæöið „Fjallkonuþankar 1974”, með heitum undirstraum ættjarðar- ástar, og ljóðið „Viödvöl”, þar sem höfundur rekur I megin- dráttum, æviferil sinn, og lýsa lokaerindin vel lifshorfi hans, hug hans til ættlandsins og sam- ferðasveitarinnar. Lokakvæði bókarinnar „Á afmælisdaginn” er af skyldum toga spunniö, og um allt hið athyglisverðasta. Nokkur þýdd ljóð, úr dönsku, sænsku og ensku, eru i bókinni. Ekki hefi ég átt þess kost.aö bera þau saman við frumkvæð- in, en virðist islenzki búningur- inn fara þeim vel. Ég benti á það i byrjun þess- arar umgetningar, að viðhorf Armanns Dalmannssonar i lifs- starfi hans og ljóðum, falli I sama farveg, hvort tveggja ber þvi vitni, að hann hefir ávallt átt samleið með gróandanum, ver- iösáðmaður á akri þjóðarinnar. Eftirfarandi einkunnarorð þess- arar ljóðabókar hans eru I fullu samræmi við það: Finnst þér ekki framhalds- lifiðfræin sanna, er þau vermd af vori hlýju vakna endurfædd að nýju? Heitum huga tek ég undir þau viturlegu orð tryggðavinar mlns og sendi honum áttræðum inni- legar kveðjur frá konu minni og mér yfir hið breiða djúp. Húsbyggjendur — EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-' Keykjavikursvæöiö meö stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstaö. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldsimi 93-7355 KAUPFÉLAG ^ Borgfirðinga minnir á verzlanir sínar d: Borgarnesi Hellissandi Ólafsvík Fjölbreytt vöruúrval í matvörum og öðrum nauðsynjavörum Vegamótum A Akranesi HAGKVÆMU VERÐI kaupfélag Borgfirðinga

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.