Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 39

Tíminn - 23.02.1975, Blaðsíða 39
Sunnudagur 23. febrúar 1975 TÍMINN 39 Frarríhaldssaga FYRIR • • Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla gamla frænka okkar lika, en þær voru svo æstar, skelfdar og ut- an við sig, vesaling- arnir að þær vissu varla hvað þær gerðu. sannkallað reiðar- slag, og hann var al- veg yfirbugaður af þeirri hugsun, að fyrir hans tilverknað hefði frændi hans nú ráfað i þúsund sinnum verri ógæfu en þá sem hann áður var i, og það hefði kannski aldrei komið fyrir, ef hann hefði ekki verið svona metnaðargjarn, og þráð svo mikið að verða frægur heldur látið likið liggja i friði, þar sem það var kom- ið, eins og hinir höfðu gert. En fljótlega hafði hann náð sér aftur, og hann sagði: „Silas frændi má ekki tala svona. Hann á ekki heldur neina sök á þessu”. Þær Sallý og Benný voru þakklátar hon- um fyrir að hinn skyldi segja þetta, og þær voru alveg á sama máli og hann, en Silas frændi hristi bara höfuðið mæðu- lega og vonleysislega og tárin hrundu niður kinnar hans, er hann sagði: „Jú, það var ég sem gerði það. Vesalings Júpiter, það var ég sem gerði það”. Það var óhugnan- legt að heyra hann tala vona. Siðan hélt hann áfram og tók að segja frá þvi, hvernig allt hafði atvikast frá upphafi, og hann O Dr. Jakob miklu meira viröi en að hlusta. Maður lærir miklu meira á þvi að reyna sjálfur, jafnvel þótt maður verði aldrei á neinn hátt sérfróður i listinni, eða nái að skila verkinu eins og á að gera. Algeng leynilög- reglusaga lesin á tveim timum — Hvaða lesning heldur þú aö þér þyki kræsilegust nú, þá sjald- an þú átt tómstundir til þess að iesa þér til gamans, en ert ekki bundinn við að iesa næstum hvað sem að höndum berst vegna oröa- bókarstarfsins? — 0, ég veit ekki, þaö er með ýmsu móti. Þetta, sem ég nefndi hér að framan, aö ég hefði veriö alæta á lestur, næstum alla mina ævi, hefur haft þaö i för með sér,að mér er ótamt að lesa nokk- urn hlut kerfisbundið. Ég hef þvi lesið næstum hvað sem borizt hef- ur upp i hendurnar á mér, oft af forvitni eöa mér til afþreyingar, þegar ég er þreyttur og treysti mér ekki til þess að sinna neinum lestri af alvöru. Ég á þá til aö lesa það, sem margir telja lökustu tegundir bókmennta, eins og leynilögreglusögur og annað þess háttar. Ég hef lesið mikiö af leynilögreglusögum á ensku, en ég er svo heppinn að gleyma þeim alveg jafnharöan, svo að ég get jafnvel lesið sömu söguna aftur eftir hálfan mánuð eða svo, án þess að hafa hugmynd um aö ég hafi lesið hana áður. — Þú lest þessa tegund bók- mennta þá heldur óvandlega? — Biddu sannan fyrir þér! Þetta er ekki nokkur lestur. Ég hef vanizt þvi, ósjálfrátt, en ekki aö yfirlögðu ráði, að geta lesiö bækur ótrúlega fljótt. Ég get lesið leynilögreglusögu af algengri stærð, svona eitt til tvö hundruð blaðsiður— ég get lesið hana á einum til tveimur klukkutimum, þegar mér býður svo við að horfa, en ég man hana ekki á eftir, það er af og frá. Þessi ávani er að sumu leyti vondur og að sumu leyti góður. Hann er vondur að þvi leyti, aö mar.ni hættir við að lesa illa yfir- leitt, en hann er góður að hinu leytinu, að maður getur oft þurft að glugga i ákaflega margar bæk- ur (og það hef ég löngum þurft vegna starfa minna), til þess aö sjá, hvort i þeim er eitthvað, sem maður þarf að lesa almennilega. Það er gott, og meira að segja nauðsynlegt, að geta hlaupið i gegnum bók með miklum hraða til þess að fá hugmynd um efni Vaka eða víma ,,Orð mér af orði orðs leitaði” Þaö var smáskritin grein um áfengismál i Visi 10. febrúar. Konan sem skrifaði hana fjasar dálltið um það, að fátt sé sagt af viti um þau efni hér, enda séu þaö helzt bindindismenn, sem þar séu að verki. Eftir aö hafa hreytt i þá ónotum og m.a. sagt að pað séu ,,engin vandkvæði fyrir stúkufólk að súpa á flösku i laumi” varar hún mjög við dómhörku. Telur hún, að þeir sem aldrei hafi neytt áfengis, séu engan veginn dómbærir um áfengismál, enda engin von til þess. Menn skilja ekki þaö, sem þeir hafa ekki reynt. — Og svo er veriö að kalla karlmenn sér- fræðinga i kvensjúkdómum. — Frúin segir i grein sinni: ,,Það þarf ekki nema meöal- greind til að sjá að enginn, sem er hamingjusamur leggst i óreglu — það getur engum gæfusömum manni dottið i hug að eyðileggja vitandi vits sjálfan sig, heimili sitt og framtið barna sinna”. Hér er á ferðinni undarlegur misskilningur. Menn byrja ekki áfengisneyzlu i þeim tilgangi að eyðileggja. Þeir eru yfirleitt hamingjusamir þegar þeir byrja. Flestir munu drekka fyrstu staupin á gleðistundum og fagnaöar. Þeir byrja þetta i trausti þess að þeir hver um sig verði ekki i þeim fimmta hlutanun, sem drekkur sér til skaöa og skammar áður en lýkur. Það gerir fimmti hluti þeirra, sem ekki eru bindindis- menn. Það er enginn ágreining- hennar, þvi að þá sér maður, hvort nokkur þörf er aö lesa bók- ina betur. Og komi það i ljós, aö bókin búi yfir einhverju sem nauðsynlegt er að kynna sér, legg ég auövitað miklu meiri vinnu i lesturinn. Þetta vinnulag hefur oft komiö sér vel fyrir mig, og ég held þaö sé áreiðanlega afleiöing þeirrar miklu lestrargræðgi, sem ég var haldinn á minum barns- og ung- lingsárum. Skaðinn af þessu felst að sjálfsögðu helzt i þvi, aö ég hef oft lesið góðar bækur of illla, og má þvi segjá, að ég hafi bæði haft skömm og gaman af þessu hátta- lagi. Hinu verð ég að hnýta við, mér til réttlætingar, að góðar bækur les ég oft og mörgum sinn- um, enda njóta menn tæpast verulegra góðra bóka með þvi að lesa þær einusinni eða tvisvar. „Þess vegna hefur mig aldrei skort viðfangsefni....” — Telur þú ekki rétt, að menn eigi sér einhverja sérstaka tóm- stundavinnu, þótt hjá sjálfum þér hafi tómstundir og skylduverk oft verið litt aðgreinanieg? • — Satt að segja hef ég ekki myndað mér neina fastmótaða skoðun á tómstundum og tóm- stundavinnu. Kannski er þaö vegna þess, að ég hef ekki haft neitt of mikið af þeim sjálfur. Hins vegar er ég alveg sannfærö- ur um að það er hverjum manni hollt að hafa eitthvert tómstunda- dútl, sem hann getur gripiö til, þegar hann er ekki bundinn af skylduverkum. Ég hef oft kennt i brjósti um þá menn, sem ekki eiga sér neitt slikt og vita ekki hvaö þeir eiga við timann aö gera, þegar þeim veitast ein- hverjar fristundir. Fyrir mér hefur þetta aldrei verið neitt vandamál og þaö á ég forvitninni að þakka. Það hefur alltaf verið svo margt, sem mig hefur langað til að lesa um, kynn- ast og sýsla við. Þess vegna hefur mig aldrei skort viðfangsefni, þegar ég hef átt tima aflögu. — Nú hætta margir menn opin- berum störfum löngu áöur en starfskraftar þeirra eru á þrot- um. Hvað heldur þú aö þú myndir helzt vilja gera, ef þér gæfust mörg og góð ár, eftir aö hinum opinberu störfum væri lokiö? — Þetta er vandamál, sem bráðum mun koma yfir mig, þvi að það eru ekki nema tæp þrjú ár, þangað til ég verð að hætta starfi minu hér. Ég hef nú að visu ekki gert neinar sérstakar áætlanir, en ég veit, aö það er nóg til handa mér að gera, sem mér væri ljúft ur um að þannig fer, það vitum viö — en allir þessir byrjendur treysta þvi aö þeir hver um sig tilheyri hinum fjórum — enginn færi i fimmta hlutann. Svona er þetta. Ég vil ekki þrefa hér um greindarstig. Meti þaö hver sem vill. En ég þarf eitthvað áhrifameira en þessa Visis- grein til að hvika frá þeirri sannfæringu að helzta og bezta ráðið til að minnka áfengisbölið sé aö minnka drykkjuskapinn og það gerum viö bezt með þvi að fjölga bindindisfólkinu. Gefum bindindissamt for- dæmi. Sköpum áfengislaust um- hverfi. Látum sjást hvar sem viö kom- um að fyrir okkur er áfengi óþarfi. Allir vita, að áfengi getur ver- iðskaðlegt, stundum veröur það banvænt á kvalafullan hátt. Reynum að láta félaga okkar og samferðamenn skilja að áfengi er óþarfi- og þaö er félagsleg, borgaraleg dyggð aö láta þann óþarfa vera. Reynum aö losa þetta fólk við þær grillur aö menn geri það að gamni sinu eða vitandi vits að eyðileggja framtið sina og sinna. Þeir halda I fyrstu að það sé óhætt að gera það að gamni sinu að neyta áfengis, en reyndin verður sú, aö þeir hætta að hafa vald á drykkjunni. Eftir þaö kemur þeim betur að áfengis- laust umhverfi sé sem viöast. Hvernig stendur á þvi að fólk með meira en meðalgreind V. Reykjaneskjördæmi Ráðstefna um sveitarstjórnarmál verður haldin aö veitingahús- inu Skiphóli, Hafnarf. laugardaginn 1. marz kl. 2 e.h. Eftirfar- andi mál verða tekin til meðferðar.: 1. Fjármögnun sveitarfélaga. 2. Atvinnuuppbygging i Reykjaneskjördæmi. 3. Umhverfismál. Sveitarstjórnarmenn Framsóknarflokksins i kjördæminu og fulltrúaráðsmenn kjördæmissambandsins eru boðaöir á fundinn. Allt áhugafólk velkomiö. Stjórn K.F.R. Kópavogur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Kópavogi heldur fund um húsnæðismál fimmtudagnn 27. febrúar kl. 20,30 i félagsheimili Kópavogs. Frummælendur: Jón Skaftason alþingismaður og Jó- hann H. Jónsson bæjarfulltrúi. Stjórnin. Framsóknarvist ó Hótel Sögu Þriggja kvölda framsóknarvistin að Hótel Sögu, Súlnasal hefst miðvikudaginn 26. febrúar kl. 20:30. Heildarverðlaun fyrir þrjú kvöld er Spánarferð. Góö kvöld- verðlaun. Stjórnandi Baldur Hólmgeirsson, Dansað til kl. 1. „ „ Nánar auglýst siðar.Framsóknarfélag Reykjavikur. Hveragerði — Aðalfundur Framsóknarfélags Hverageröis og ölfus verður haldinn i Hótel Hveragerði föstudaginn 28. febrúar n.k. kl. 20,30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Halldór Asgrimsson alþingismaður kemur á fundinn. — Stjórnin. aö fást við. Hins vegar veit ég alveg með vissu hvað mér verður fyrst fyrir að sinna. Það er minn gamli kærleikur, filólógian. Þar er margt ógert og margt sem hægt er að gera. Hver veit, nema ég geti unnið þarna eitthvert gagn eftir að ég verð sjötugur. Ég veit þaö ekki, en ég vona það. —VS IRSKUR MATUR AÐ HÓTEL LQFTLEIÐUM skilur þetta ekki? li.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.