Tíminn - 20.04.1975, Qupperneq 13

Tíminn - 20.04.1975, Qupperneq 13
Sunnudagur 20. apríl 1975. TÍMINN 13 Manstu gamla daga? AAanstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla iö fyrsta bassa, ekki með nokkra rödd, blessaður vertu. En það var söngmót hérna fyrir sunnan 1934, þeir keyptu á mig kjól og allt, og svo fékk ég fria ferð suður til að heimsækja pabba og mömmu. Þá datt allt i dúnalogn — En spilaðir þú þá ekkert fyrir norðan? — Það var nú nefnilega það. Ég lendi þarna í minni fyrstu hljóm- sveit, eiginlega strax við komuna, fyrsta skipti sem ég spila dans- músik fyrir peninga. Það vantaði pfanista á Brúarfoss, og ég var búinn að dúlla svona hér heima, og ég tek djobbið. Við vorum tveir, sem spiluðum þarna. Það voru mörg danshús starfandi þá, en það var alltaf fullt hjá okkur, á hverju kvöldi. Þetta hét Brú- arfoss, og það er vist búið að rifa það núna. — Það hefur ekki verið mikið um fri hjá ykkur? — Ég man, að við fengum einu sinni fri i tvo daga. Það var alveg rosaleg landlega þá, og Vest- mannaeyingarnir búnir að fylla húsið með sinum dömum. Kefl- vikingarnir komustekki inn.Þetta var timburhús, á einni hæð, kjall- ari undir, sem var eldhús og þess háttar. Það voru tveir inngangar á hæðina og tröppur, en það voru ekki notaðar nema aðrar dyrnar. Keflvikingarnir rifu bara tröpp- umar frá og réðust inn. Það var ekki ein einasta rúða heil i öllu húsinu og allt brotið inni. Það endaði með ósköpum. Þetta var i september og stór kakkelofn i salnum, hann var kyntur, af þvi að það var hráslagaveður. Nú, það er allt orðið brjálað, slagsmál og djöfulskapur, og allir slógust. Þá er það, að einn pissar i ofninn, lagsmaður, i glóðina, og það gýs upp þessi rosalega pest. Það datt bara allt i dúnalogn. Þá fengum Karlakórinn Vlsir á Siglufirði. Myndin er tekin fyrir söngförina suður árið 1934. Viðmælandi vor er annar frá vinstri i öftustu röð. — Já, við héldum klúbbböll, slógum okkur saman tvær hljóm- sveitir. Voða fint. Settum upp klúbb til að þéna extra pening. Þá spilaði ég með Stebba Baldvins. Hann var Siglfirðingur, fluttist seinna til Svi'þjóðar. Ég heyrði frá honum fyrstu árin, en það er langt siðan ég hef heyrt nokkuð af honum. Þetta er Stebbinn, sem ort var um: „Hvað getur hann Stebbi gert að þvi, þótt hann sé sætur?” Það var hann Bjarni Guðmundsson, sem orti þennan brag. Hann var óskaplegur sjarmör, og sérstök týpa, mál- glaður og hress. Seinna var bragnum snúið upp á Stefán ís- landi i reviu. búnir að impróvisera eitthvert spor, slaufu eða hnykk, sem þeir bara biðu eftir til að geta impó- nerað dömuna. Ekki kynnzt betra fólki — Voru miklar mannabreyt- ingar i hljómsveitunum? — Jájá, við vorum bara tveir fyrsta árið, næsta árið bættist sá þriðji við, Bjarni heitinn Guðjóns, bróðir hans Vilhjálms. Hann var með fiðlu og blés i fón og svo lék hann lika á trommurnar. Hann lærði lika á banjó, fór út til Eng- lands að læra á banjó. Við vorum með alls konar „fiff”, við fórum i úniform og við spiluðum alls kon- kynnzt betra fólki en þarna á Siglufirði. Þarna er búsett fólk af öllum stöðum á landinu. Þarna voru allir jafnir, ekki til kliku- skapur eða merkilegheit, hvort sem var forseti bæjarstjórnar eða hver sem var. Hvergi harðari pólitik. Það rauðasta i verkalýðs- hreyfingunni á þessum árum, það var að finna á Siglufirði, og Sjálf- stæðisflokkurinn að hinu leytinu ekki siður sterkur — en þetta voru allt vinir og kunningjar. Trektin þarna hjá nikkunni — Svo að við vikjum aftur að böllunum, hversu lengi stóðu þau? ansanum á Sigló við fri i tvo daga. meðan verið var að klambra saman borðum og stólum, Það var allt svo frumlegt .þarna „Pissúar”niðri,eins og við kölluðum það, bara kamar, þröskuldarfullur. Þess vegna var það, sem aumingja maðurinn sagði: „Hvar er djöfulsins piss- úarið”? og opnaði bara ofninn. Nei, hann var ekki að hugsa um að stilla til friðar, bara þjóna sin- um likama. Hvað getur hann Stebbi gert að þvi...? — En þú hefur spilað viðar en þarna á þessum árum? Erling ólafsson. — Var hann Bjarni Guðmunds- son þá fyrir norðan i sildinni? — Já, það var ábyggilegt.Sjáðu til, á þessum árum var Siglu- fjörður Mekka fyrir námsmenn og músikanta og auðvitað aðra. Restórasjónirnar voru að mestu leyti lokaðar hér, og þá var að leita til Siglufjarðar til að fá sumarvinnuna. Meira að segja Einar Kristjánsson, óperusöngv- ari, var trommuleikari i Biókaffi eitt sumar. Hinn rétti hnykkur i dansi — Hverjir voru i klúbDúljóm- sveitinni með þér? — Þetta voru indælis drengir. Trommuleikarinn okkar var Svavar Björnsson. Hann er dáinn. Svo var Tómas Hallgrimsson, af- ar músikalsur, eins og það fólk er allt saman mjög listhrieigt. Svo kemur Sæmundur Jónsson, hann er afi tónskáldsins okkar, hans Gylfa Ægissonar, ættaður úr Fljótunum, bjó á Siglufirði. Afi þessa Sæma hét Kristján, hann bjó i Fljótunum, og var að verða áttræður, þegar ég heimsótti hann. Hann spilaði á fiðlu, alveg eldfjörugur. Hafði fiðluna við öxl- ina eins og Harðangarnir og tæknin alveg ótrúleg. Hann spil- aði á böllum, gömlu dansana með viðeigandi slaufum. — Er það ekki þannig, sem á að spila gömlu dansana? — Einmitt, og það er það, sem spilararnir verða að gera sér ljóst. Það verður að spila gömlu dansana á sinn hátt, það er dans- að bæði eftir hljómfallinu og lag- inu. Ef þessir gömlu klassísku gömlu dansarar fengu ekki sina slaufu á réttum stað, þá eyðilagði það hinn rétta hnykk. Dansinn ar bara ónýtur. Þeir voru sjálfir ar músik þarna. Við vorum með stromphatta, þegar við spiluðum sjómannalög og spænska hatta, þegar við spiluðum suður-ame- risk lög. Við vorum svona að reyna að lifga upp á hijómsveit- ina. Annars spilaði maður alltaf i dökkum fötum. Maður formaði ekki annað. Það þýddi ekkert að koma á lopapeysu. — Það hefur verið viss menn- ingarbragur á þessu, þrátt fyrir ýmsa útúrdúra? — Blessaður vertu, yfirleitt fóru böllin fram i mesta bróðerni. Það var bar viðburður, ef eitt- hvað bátaði á, svipað þvi, sem ég sagði frá áðan. Ég hef bara ekki — Fyrstvoru restórasjónirnar. Þær stóðu frá niu til hálftólf. Þá var svona kvöldmúsik, en auðvit- að dansað, ef menn vildu. Svo var sópað það mesta af gólfinu, og siðan hófst ballið og stóð til tvö. Það voru einhver lög um þetta. Þau gátu staðið lengur, ef það var privat eða klúbbúr. Það var alveg það sama hérna i Reykjavik á þessum árum. Þú hefur spilað viðar en á siglufirði á þessum árum? — Já, það var til dæmis árið 1936, sem við vorum fengnir til Akureyrar. Fjögurra manna band. Við áttum upphaflega að spila á gamlárskvöld á Hótel Akureyri, en það varð bara úr, að við spiluðum þarna i fjóra mán- uði. Þá var nefnilega engin hljómsveit á Akureyri. Ég veit, hvað þú ert að furða þig á. Trekt- in sem stendur þarna hjá nikk- unni, var mikið notuð. Við sung- um i þetta. Það voru engir mikró- fónar þá. Við fylltum restórasjón- imar hjá henni Gigi kvöld eftir kvöld. — Hversu mörg danshús voru eiginlega á Siglufirði á þessu blómaskeiði sildaráranna? — Þau voru yfirleitt opin fjögur eða fimm. Árið 1937 var dansað i sex húsum, sem ég held, að þau hafi ekki orðið fleiri. — Þú hefur starfað með ýms- um hljóðfæraleikurum þarna á þessum árum? — Já, ég eignaðist marga góða félaga, sem gaman var að finna með. Þarna byrjaði ég að vinna með Óskari Cortes, þeim indælis dreng, og Polli Bernburg var á trommunum. Það var i Alþýðu- húsinu. Fint band. Svo er hérna afskaplega gott band. Við spiluð- um á Hótel Siglunesi i þrjá mán- uði, og við æfðum alltaf saman tvotima á dag. Við gátum að visu ekki spilað músikina, sem við æfðum, þvi að við urðum að vera með sölumúsik, þurftum að spila fyrir fóikið. Þorvaldur Stein- grimsson, hann Daddi, útsetti allt fyrir okkur, svo var hann Polli með trommurnar, og hann Gisli Einars, og maður varð að reyna að vera kúltiveraður lika til að fylgjast með þeim. Þegar pásukaffið var tekið af Bjarna — Svakalegar trommur eru þetta! — Það var móðins að hafa trommurnar svona stórar, blokk- Hljómsveitin, sem fór til Akureyrar 1936; myndin er tekin á Hótel Akureyri. Sæmundur Jónsson, Jóna- tan,Petersen, norskur hljóðfæraleikari, kokkur núna,og Sigtryggur Helgason, nú gullsmiður á Akureyri. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.