Tíminn - 20.04.1975, Side 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 20. april 1975,
Manstu gamla daga? AAanstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla
A Hótel Siglunes 1939: Polli, Gisli Einarsson, Þorvaldur Steingrlmsson
og Jónatan.
irnar miklar og gong-gongið á
slnum stað. Það var danskur
trommuleikari, sem innleiddi
þetta, Kragh Steinhauer. Hann
var með likamslýti, en með
reglulega fallegt andlit, og lýtin
sáust ekki bak við svona stórar
trommur. Hann setti fyrstur
manna upp auglýsingaskrifstofu
héma I borginni, og svo spilaði
hann í Halta bandinu á Borginni,
en það var hljómsveit, sem minn
ágæti vinur, Bjarni Bö setti
saman, meðan Borgin var að biða
eftir Jack Quinnett. Það var
meiriparturinn haltur, Naaby,
danskur, á pianóið, Rudi, þýzkur,
á trompet, harmoniku og fiðlu,
Kragh Steinhauer á trommurnar,
og svo Guðlaugur gullsmiður.
Það var þá, sem var tekið af þeim
pásukaffið. Allt i lagi. Bjarni kom
þá bara með sinn hitabrúsa og
matarpakka og drakk frammi i
restórasjóninni, við peningakass-
ann, hellti i málið og gæddi sér á
rúgbrauði og kæfu. Þeir fengu
kaffipásuna aftur. Bjarni var
hetja. Við ættum ekki félag i dag,
ef hans hefði ekki notið við.
*
Þetta eru allt
sómakarlar
— Þú hefur sungið með Karla-
kómum Visi á þessum árum?
— Við skulum nú ekki gera
mikið úr þvi, en mikið eignaðist
maður góða vini þarna. Það er
unun að lita á þessa gömlu mynd,
frá 1934, og rifja upp andlit gömlu
vinanna. Þormóður Eyjólfsson
stjórnaði kórnum, bróðir Sigurð-
ar Birkis, og þessa mynd skaltu
virða fyrir þér. Þarna sérðu Aage
Schiöth, einsöngvara, Daniel
Þórhallsson, einsöngvara, Þor-
stein Hannesson, núverandi tón-
listarstjóra, Sófus Blöndal, feiki-
lega góður bassi, bróðir Gunn-
laugs málara, svo er hérna
heiðursmaður, hvar er hann nú,
Konkúrrantarnir, sem spiluðu þá á Hótel Siglunes. Þeir eru Jakob
Lárusson, Kristján Þorkelsson og Þórður Kristinsson, sem nú er ein-
söngvari hjá VIsi.
Funtlundur 9 GarÖahreppi dregið i april '76
Túngata 12 Alftanesi dregið i desember '75
Sala hafin. Miðar öfáanlegir frá skrífstofu
en lausir rniöar fáanlegir i nokkrum umboðum
út um land og i Reykjavik.
100 bilavinningar
a halfa millión
og eina milljön.
150 utanlands
feröir á lOOog
250 þús. hver:
Auk ótal
húsbúnaöar
vinninga á 50-25
og lOþús. kr. hver.
blessaður kallinn, já, Jósep Blön-
dal, ljómandi bassi, Bjarni
Kjartansson, sem hafði vinbúð-
ina. Hérna er hann Stebbi Bald-
vins, hrókur alls fagnaðar. Allt
saman andskoti góðar raddir.
Kristján Möller, yfirlögreglu-
þjónn, góður barytónn, Páll
Stefánsson, Alli Jónatans, alveg
hörku bassi, og hann Haraldur,
hann var úr Svarfaðardalnum, en
fenginn að láni i söngferðina, svo
er hann Aðalsteinn Jóhannsson,
skipstjóri, var lengi með Hrönn,
feiknarlegur aflamaður, fórst á
Faxaskeri. Nú, Gústi Þórðar,
bróðir Jóns og þeirra, finn tenór,
Pétur Helga frá Tungu, Magnús
Nordal, ég held hann sé leigubil-
stjóri ennþá, og Guðmundur
Blöndal, húsvörður hjá Morgun-
blaðinu. Þetta eru allt sómakarl-
ar. Þegar Visir hefur komið hing-
að á seinni árum, hef ég æft
gamla Vfsisfélaga til að syngja á
móti þeim i veizlunni. Við Geir-
harður vorum einu sinni sæmdir
lárvirðarsveigum.
Lagði mest upp
úr ánægjunni
— Kenndirðu ekki fyrir norð-
an?
— Jú, seinustu fjögur-fimm ár-
in, sem ég var fyrir norðan
kenndi ég i Gagnfræðaskólanum
þama. Ég kenndi söng og það var
reglulega gaman að kenna þess-
um krökkum. Ég reyndi alltaf að
ná sambandi við þau og láta þau
hafa ánægju af söngnáminu. Ég
hef kennt krökkum á hljóðfæri
siöan, og börn eru heiðarlegustu
og samvizkusömustu manneskj-
ur, sem völ er á. En það má ekki
leggja of mikið á þau. Það er svo
hættulegt að setja þeim of mikið
fyrir, þau eru svo kappsöm, að
það getur haft hroðalegar afleið-
ingar. Kennurum hættir blátt
áfram til að drepa músikáhuga
hjá börnum með þvi að ætlast til
of mikils af þeim. Sumir ganga
með það i maganum að gera ein-
hverja virtúósa úr þeim. Þetta er
mesti misskilningur. Ef krakkinn
hefur það i sér að vera snillingur,
kemur það fram sjálfkrata. Ég
lagöi mest upp úr þvi að þau
hefðu ánægju af söngnum, og
siðar hljóðfæraleiknum. Það voru
tveir timar I söng i einu, og ef það
var skiðaveður, þá fórum við á
skfði. Ég á skiði, guð minn al-
máttugur, inn i fjörð, og þar
sungum við. Voða gaman.Við
héldum konsert á vorin, Ég lét
þau syngja Schubert og hvaðeina.
Þetta voru elskulegir krakkar, og
margir þeirra hafa náð langt á
ýmsum sviðum. Bráðmúsikalsk-
ir. Þarna voru feiknalegar söng-
konur. Það geta allir Siglfirðing-
ar sungið. Þetta er alveg sér-
stakt. Það var alveg dásamlegur
timi þarna fyrir norðan, i allri fá-
tæktinni.
Þáttaskilin i lifi minu
— Þú talar um fátækt. Hrukku
ekki sumartekjurnar nokkuð?
— Jú, það er kannski ekki rétt
að segja, að þetta hafi verið fá-
tækt, en þetta var leiðindaat-
vinnuástand. Algjör dauði að
heita mátti yfir veturinn, og svo
þrælaði öll fjölskyldan, meðan
sildin var. Vitanlega þurfti fólk að
slappa af eftir þrældóminn. En
þetta var engu likt. Maður fékk
ýmsa sérsamninga fyrir Imynduð
gæði, — húsnæði, fritt rafmagn,
kol og svoleiðis. Svo fór maður
náttúrlega i síldina á sumrin,
skrapp á plönin.
— Hvenær lýkur Siglufjarðar-
dvöl þinni?
— Henni lýkur 1941, ég var
þarna i 7 ár. Þá fer ég suður, og
þá verða þáttaskil í lifi minu. Ég
byrja að spila á Birninum i Hafn-
arfiröi . . .
★ ★ ★
Og hér verða þáttaskii i frásögn
Jónatans ólafssonar. Siðari hiuti
viðtalsins við hann verður að biða
siðari tima, og vonandi veröur
ekki langt þangaö til við kom-
umst aftur að til þess að segja frá
þvl, sem gerðist cftir að hann
kom suður, en þá hafði landið
verið hernumið, og Jónatan fór að
spila I kantinunum hjá Bretanum
t Alþýöuhúsinu á Siglufirði 1937: Jónatan, Óskar Cortes,
Stefán Þorleifsson og Poul Bernburg.