Tíminn - 20.04.1975, Síða 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 20. aprí! 1975.
Menn og máUfni
Hann, sem mennir
mannafæstu þjóð"
u
Unga fólkiö streymir fram og aftur um Austurstræti á góöviörisdegi. Hversu margt af þvf sækir fram á ævibrautinni tíl þess þorska er þaö
hefur hæfiieika til, sjálfu sér til hamingju og þjóö og fósturjörö til gagnsmuna? Hve margir eru þarna á myndinni, sem gætu jafnvel
komizt I fremstu röð á sinu sviöi, ef rétt er valiö I tæka tlö og viljinn nógu staðfastur?
Hugleiðingar við
glugga
Viö skulum hugsa okkur, að við
sitjum við stofuglugga i ein-
hverjum bæ eða kaupstað,
kannski í námunda við skóla. Það
er vorblær i lofti, þvi að sól fer
sunnan, og um götuna streyma
börn og unglingar á ýmsum aldri,
sum með galsa og sköllum, eins
og fylgir þeim aldri, önnur kyrr-
lát og hæg i fasi. Við horfum yfir
hópinn, og ósjálfrátt spyrjum við
okkur: Hvað biður þessara ungu
kynslóða — hvað veitir lifið þeim,
og hvað sækja þær lifinu i
greipar?
Við virðum unglingana fyrir
okkur hvern af öðrum um leið og
þá ber hjá. En um svör er tregt.
Við erum ekki jafngetspök Njáli.
Við höfum ekkert hugboð um
óorðin atvik. Og þegar að er gætt,
er það lika svo margt, sem ræður
örlögum manna. Við getum gert
okkur sumt af þvi i hugarlund,
annað ekki.
Vist er það, að lif og saga
mannsins fléttast mörgum
þráðum. Erfðir eru sterkur
þáttur og margslunginn. Um
uppe'ldið segir gamall málshátt-
ur, að fjórðungi bregði til fósturs.
Umhverfið og áhrif þess fella fólk
i sitt mót, bæði þegar i frum-
bernsku og fram eftir allri ævi,
óteljandi tilviljanir leggja lóð á
vogarskálina til góðs eða ills eftir
atvikum og valda jafnvel straum-
hvörfum eða timamótum á ævi-
brautinni. Þvi að tilviljanirnar
renna biint i sjóinn og torráðið,
hvað upp kemur úr djúpinu á
öngli þeirra. Enginn maður veit,
hvenær hann gengur til móts við
tilviljun. sem hefur hann eða
lægir, markar honum braut eða
ryður honum úr götu.
Tæpt á dálitlum
fagnaðar-
boðskap
Við höldum áfram að horfa á
ungviðið á götunni. Og nýrri
hugsun skýtur upp: Leiðum við
hugann að þvi hversdagslega, hve
miklir og margþættir hæfileikar
kunna að búa (og oftast blunda) i
huga og sinni, likama og höndum
piltsins eða stúlkunnar, sem
verður á vegi okkar? Er það svo,
að margt af þessu fólki, jafnvel
þorri Jjess, hafi upprunalega
hæfileika til þess að ná miklu
lengra i lifi sinu og starfi en að
jafnaði verður raun á, ef réttir
eiginleikar væru ræktaðir og
þroskaðir á réttum tima, hvort
heldur þeir eru til likama eða
sálar, og viljinn . i brjósti
unglingsins sjálfs er nógu
einbeittur, nógu afdráttarlaus?
Það væri likt og boðun 'dálitils
fagnaðarerindis, ef sliku mætti
halda fram með gildum rökum.
Og þegar við skoðum hug okkar
vandlega, vegum og metum, leit-
um raka og mótraka, getum við
tæplega komizt aö annarri niður-
stöðu en þeirri, að traustum
stoðum megi renna undir
skoðanir, sem hniga i þessa átt.
Sé þetta rétt á sú ályktun brýnt
erindi við þá, sem ekki hafa
gengið svo lengi undir reiðingi
hversdagsleikans i lestaferðinni
miklu,aðþeir hafi þegar afrækt,
svæft og kistulagt upprunalegu
getu sina til þroska og færni,
heldur tjalda enn þeim lifsblóma,
sem býr yfir óskertum vaxtar-
mætti. Sé þetta rétt, jafngildir
það þvi, að fjöldi ungs fólks, sem
lætur fremur berast i bylgjum
timans, i stað þess að stýra þvi,
hvert þær bera það, hefur i raun-
inni I höndum lykil að hliðum
framtiðarinnar, ef það kann rétt
að velja, i samræmi við eðli sitt
og eigindir, erfðar og áunnar, og
vill siðan af lifi og sál ljúka upp
þvi mannlffshliðinu, sem opna þvi
vfddir þess starfsvettvangs, þar
sem það fær notið sin eins og þvi
sjálfu er framast áskapað og þjóð
og fósturjörðinni verður mest til
ávinnings.
Háar eikur
og kyrkingskjarr
Við Islendingar höfum eignazt
mikla hugsuði, sem markaðhafa
djúp og varanleg spor okkar á
meðal. Listamenn hafa fært
okkur á silfurbakka þá fegurð og
andagift, að við hin stöndum
andspænis henni i lotningu og
tilbeiðslukenndri andakt. Skáld
og ritsnillingar hafa grafið okkur
gull úr þeirri jörðu, er þeir höfðu
undir fótum. Visindamenn hafa
kafað djúp torræðra fræða og
jafnvel sumir leyst þær gátur,
sem ekki hafa verið ráðnar af
öðrum i veröldinni. Félagsmála-
frömuðir, sivekjandi fræðarar og
eljumiklir forvigismenn hafa rutt
þær brautir, sem greitt hafa
okkurleiðá það mannlifsþrep, er
við höfum þó náð. Hagleiksmenn
vinna i kyrrþey allar stundir við
að þjálfa hönd og huga til full-
komnunar. Garpar hins daglega
lifs á sjó og landi vinna afrek,
sem við gefum þó ef til vill ekki
gaum nema endrum og sinnum,
þegar atvik falla svo, að geisli at-
hyglinnar beinist að þeim af sér-
stökum orsökum.
Þú, sem þetta lest, hugsar lik-
lega sem svo: Hvað er um að tala
— þetta eru mennirnir, sem fædd-
ir eru til þess að vera háar
eikur, sem gnæfa yfir kjarr og
lággróður mannfélagsins. Og vist
hafa þeir verið fæddir til mikillar
reisnar. En það eru bara miklu
fleiri, sem gætu verið fæddir til
viðlika vaxtar, ef það nýttist til
nokkurrar hlítar, er i þeim býr.
Og ekki siður hitt: Kjarrið gæti
rétt betur úr sér. Ekki hafa allir,
sem aðhyllast undirmálsverk, af-
kárahátt og hrottaskap i rituðu
máli og sýndum myndum, svo
litið til brunns að bera i önd-
verðu, að það geti verið ör-
lagadómurá þeim að tileinka sér
ekki betri næringu. Liklega er
fæstum óhagganlega áskapað að
hafa peninginn, pyttluna og lifs-
leiöann að helzta veganesti, of-
gera sér i kapphlaupi um gervi-
verðmæti viðskiptaþjóðfélagsins
og staðna á stigi lágkúru, hé-
gómaskapar eða tómlætis um
flesta hluti, er máli skipta. Þar
er annað að verki en náttúruleg
öfl, sem ekki verður neitt við
ráðið. Ofl eru það þó eigi að siður,
þjóðfélagsleg smið mannsins
sjálfs. En galdurinn er að takast á
við þau, og þau átök hljóta að
hefjast I brjósti hvers
einstaklings, og færast þaðan út á
viðari vettvang. Allar mann-
félagsbætur hafa skotið fyrstu rót
i brjósti mannsins, og með þeim
hætti hafa risið allar þær hrær-
ingar, sem fært hafa mannkynið
spor af spori fram á veginn.
„Vilji er allt,
sem þarf"
Viljinn er hið mikla hreyfiafl
mannfélgsins. Og við skulum enn
halda okkur við vilja unglingsins
sem tekinn er að skynja lögmál
og eðli þess lifs, sem hann er
fæddur til, hvort heldur er karl
eða kona. Það er afl, þróttur og
seigla þessa vilja, sem stjórnar,
þvi, ekki siður en aðrir þættir
upplagsins, heldur kannski miklu
fremur, hvort hver og einn nær
þeirri brún, sem honum er i reynd
fyrirbúin, ef hæfileikarnir nýtast,
eða reisir tjaldbúð sina við hlíðar-
fót eða á neðsta hjalla. „Þeim,
sem eina lifið er bjarta brúðar-
myndin, þeir brjótast upp á fjallið
og upp á hæsta tindinn”, sagði
Þorsteinn Erlingsson. Að átta sig
á stefnunni á lffssiglingunni og
brýning viljans til þess að halda
réttum kóssi, hvað sem liður
öldugjálpi og ágjöf — það eru þeir
leiðarsteinar, sem mestu varða.
Sjáir þú miklar sýnir á ein-
verustundum — reisulegan
bóndabæ, þar sem hvoru tveggja
er þjónað i senn, gagnsemi og
prýði f öllum áttum, viðar lendur
skóga, þar sem áður var ber-
angur, skriðfagurt fiskiskip á
miði, fagra muni eða önnur lofleg
verk af hendi hins natna manns —
þá hefur þú eignazt nokkuð, þótt
þú sért örsnauður á mælikvarða
skattstofunnar. Og vit: Hafir þú
kannað hug þinn og komizt að
raun um, að i þessari sýn mætist
vegir óska þinna og hæfileika, þá
mun þér þetta veitast, ef ekki
bregzt lif eða heilsa. Ef þú raun-
verulega vilt. Dreymi þig þann
draum, og sé sá draumur ekki
einungis hylling eða órar, heldur
sannur og samur þér sjálfum eða
þér sjálfri, að gerast hönnuður,
hjálparhella og leiösögumaður
kynslóða, sem eru þér yngri, á
leið til fullkomnara og betra lifs
og meiri hamingju, þá eru
mestar lfkur til þess, að þú getir
látið hann koma fram.
Ef til vill hnigur hugur þinn i
átt að verða skáld, iþróttagarpur,
visindamaður, tónsnillingur,
félagsmálafrömuður. Þekkir þú
þig sjálfan rétt, að vilja og færni,
hvað er þá til fyrirstöðu? Ef þú
ert sjálfur með þér, heill og sterk-
ur, hver er þá á móti, sem gæti
hnekkt þér? Það má jafnvel
sigrast á hinum ótrúlegustu erfið-
leikum á furðulegasta hátt.
Maður, sem var niðurbrotinn að
likamsþreki af völdum sjúkdóms
herti sjálfan sig til þeirrar
þrautar að synda Drangeyjar-
sund að dæmi Grettis. Fátækur,
siþrælandi bóndi, viðs fjarri ætt-
landi sinu og uppsprettulindum
þess, varð eitt mesta skáld og
husuður íslendinga fyrr og siðar,
öllum heilsteyptari i lifi og boð-
skap. Pervisinn daladrengur úr
torfbæ varð félagsmálafræðari
heils héraðs. Þetta segir — með
ofurlitlum afföllum kannski:
„Reistu i verki viljans merki,
vilji er allt, sem þarf.” En það
þarf að reisa merkið áður en fót-
urinn fer að þyngjast og hugarafl-
ið að dofna.
Og þó að ekki sé sótt fram til
hinnar fremstu viglínu, má fyrr
skipa sitt rúm til heilla.
Auður og gifta
Viðhöfumrætt margtummátt
viljans, og þær leyndu götur,
sem unga fólkið á framundan. Við
höfum drepið á gildi þess að átta
sig álifinu og setja sér mark. En
við skulum ekki dylja okkur hins,
aðsamfélagðsjálft ermeðmörg-
um vanköntum. Þar er margt,
sem spyrnir gegn vilja ungs fólks
til þess að ná torsóttu marki, og
þó miklu fleira, sem svæfir og
deyfir og sefjar manndáðina —
sljóvgar viljann og kæfir hann oft
með öllu. Við höfum gnægð allra
gæða til likamlegs þroska, en
andlegur kyrkingur og jafnvel
vanskapnaður er ömurlegt hlut-
skipti margra. Torséð er lika, að
nokkurn tima verði myndað það
samfélag, þar sem allir ná þeim
þroska og geta tekið út þann vöxt
sem skyldi. Léttfenginn sigur
fórnar lika of sjálfum sér.
Hæpið er, að meiri auður, hæg-
ara lif og það, sem yfirleitt er
táknaömeð orðinu hagsæld, leiði
til meiri farsældar og lifs-
hamingju eða aukins þroska and-
lega. Innviðir islenzku þjóðar-
innar eru traustir frá fornu fari.
En gnægð allra hluta af þvi tagi,
sem fémunir og völd veita, hafa
sjaldnast gefizt vel til langframa i
islenzkum ættum. Við getum
brugðið okkur sjö hundruö ár
aftur i timann og litið inri á hinu
veglega setri, Reykholti, þar sem
höfðinginn Snorri Sturluson
samdi bækur, er höfðu i sér falinn
lifskveik handa tveim þjóðum. En
börn þessa auðuga sagnritara,
sem við hneigjum okkur fyrir i
lotningu, vígðust ógæfunni undir
merki auðsins, fóstruð af honum
til slysa og lánleysis i samfélagi
sinu, bæði dætur og synir.
Við getum svo litið nær okkur.
Hver einasti maður, sem eitthvað
þekkir til i kring um sig, getur
bent á hrópandi dæmi um
ungviði, sem i krafti auðs eða
valda sinnar ættar taldi sig borið
til þess að éta af lífsins tré án
þess að vinna þar neitt til. En á
meðan letruðu bleikir fingur dóm
á vegginn yfir þeim, sem allt
höfðu þegið úr annarra hendi án
fyrirhafnar og takmarkana.
Mörgum unglingnum, sem ekki
er borinn til fjár og stórra erfða,
erikrónum verða taldar, kann að
þykja ójafnt á komið með sér og
jafnöldrum sinum, er hafa fullar
hendur. En þess er að gæta, að
ekki er sýnt, hvaða fingur verður
drýgstur þegar ilófann kemur, og
i þessu tilviki er ekki einu sinni
vist nema langatöng mikils fjár-
afla verði að litlafingri, er á
reynir. Langflestir farsældar-
menn þjóðarinnar eru annað
tveggja aldir upp við litinn kost
eða það, sem hét að hafa til hnifs
og skeiðar. Óeðlilega margir af
þeim,sem velt hafa sér i pening-
um frá bernsku, hafa dregizt
aftur úr. Þar er komið að
uppeldismáli, ekki hæfileikaprófi,
og þessi reynsludómur talar
sinu máli um gildi þess að brýna
viljann, takast á við sjálfan sig
og umheiminn, og aftur fánýti og
jafnvel skaðsemi þess, að hreppa
of mikið án strits og baráttu.
Hugsjón, studd þreki, er stórum
méira innlegg á banka ungs
manns.heldur enhitt, sem mælist
I mörgum tölustöfum.
AAannfæð
og manndáð
Við Islendingar erum fámennir
En við skyldum ekki setja fá-
mennið fyrir okkur eða láta það
valda okkur minnimáttarkennd i
neinni mynd. Fámennt samfélag
getur verið mannlegra og
mannslegra heldur en þau, sem
einstaklingarnir, að örfáum
undanskildum, drukkna i mann-
hafinu. Við finnum betur til hvert
með öðru, þegar á bjátar. og
fögnum sameiginlega, þegar
byrlega blæs. Dæmin sanna, bæði
hérlendis og erlendis, að þeir
menn er til mests hlutskiptis eru
bornir, koma eins oft úr fámenni
sem fjölmenni, og hversu fá sem
við erum metin á mælikvarða
veraldar, þá er þó menning
okkar strengur á hörpu
þjóðanna, svo framarlega sem
hún er islenzk að mynd og megin-
karnan.
Ungt fólk, sem stendur með
hönd á enni og hugsar um
framtiðina og hlutverk sitt á
ókominni tið, getur minnzt orða
spekingsins við Klettafjöllin:
„Hann, sem mennir mann fæstu
þjóð, menning heimsins þokar
fram á slóð, sparar hræ og hrösun
stærri landa.”.
Mannfæð og manndáð eru ekki
neinar andstæður. Með þeim
orðum er við hæfi að kveðja.
-JH.