Tíminn - 20.04.1975, Page 19
Sunnudagur 20. apríl 1975.
TÍMINN
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason. Rit-
stjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar
Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, sfmi 26500 — af-
greiðslusfmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa-
sölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi.
Blaðaprent h.f.
V___________________________________________J
Bók og manndóð
Einhvers staðar finnast þau orð mikils hugsuð-
ar, að Gutenberg hafi verið mestur óþurftarmað-
ur menningar i heiminum. Nú er það auðvitað
dagsatt, að i gegnum prentvélar þjóðanna flæða
ótrúleg kynstur blaða og bóka, sem dengt er á
mannskepnuna i gróðaskyni einu, ef ekki af enn-
þá verri hvötum, og leiða beint og óbeint til for-
heimskunar, mannlifsspjalla og haturs á hnetti
okkar, sem alltaf er að skreppa saman og þarfn-
ast meira samlyndis og umburðarlyndis en
nokkru sinni fyrr. Ekki er heldur fyrir það að
synja, að ýmsir þættir fornrar menningar hafi
farið forgörðum, þegar hin prentaða bók varð til-
kvæm öllum, er hana girntust. Að einhverju hlið-
stæðu höfum við orðið vitni á þessari öld, er tækni
og viðskipti hafa þokað gömlum háttum inn i
rökkrið á baksviði timans — þar á meðal vissu-
lega mörgu, sem heyrði til sannri, djúprættri
menningu og veitti lifi fyrri kynslóða fyllingu og
hamingju.
Þetta eru boðaföll hins þunga straums tilver-
unnar, er ekkert veitir viðnám. Visubroti skýtur
upp að þessum orðum skrifuðum: „Það vitir eng-
inn veginn, þótt villist fárátt barn”. Sérhverju
nýju geta fylgt miklir vankantar, en það er
manndómsverk kynslóðanna, sem veita nýjung-
unum viðtöku, að fella þær að lifi sinu og þörfum,
eða lif sitt að þeim á þann veg, að þær verði til
mannfélagsbóta.
Gutenberg hefur orðið mestur skaðræðismaður
menningar, sagði hugsuðurinn. Við skulum orða
þetta á annan veg: Hin prentaða bók hefur á liðn-
um öldum lokið öllum þjóðum og alþýðu allra
landa upp nýjum heimi og veitt gömlum og nýj-
um hugsunum i farvegi, sem kvislast um alla
heimsbyggðina. Galdurinn er að láta grön sia —
skilja rjómann frá undanrennunni eins og þú, les-
andi góður, gerðir kannski i æsku i búri eða
mjólkurhúsi foreldra þinna heima á sveitabæn-
um, þar sem þú ólst upp.
Þessar þenkingar um hið prentaða mál, bók-
ina, eru hér festar á blað vegna þess, að Vil-
hjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra hef-
ur borið fram frumvarp um almenningsbókasöfn,
þar sem gert er ráð fyrir auknu rekstrarfé þeirra,
er nemur riflega sjötiu milljónum króna á ári.
Þarna er að þvi stefnt, að almenningsbókasöfn,
sem öll hafa verið næsta getulitil, nema þar sem
forráðamenn sveitarfélaga hafa tekið þau upp á
arma sér af sérstökum myndarskap, hljóti þá
búbót, er nokkru nemur. Þegar hún verður af
hendi reidd, kemur til kasta bókavarða og ann-
arra forsjármanna bókasafna að láta hana verða
stofnun sinni og þeim, sem hennar eiga að njóta,
þann búhnykk, sem til er stofnað. Láta hana
þjóna andlegri grósku, þroska og manndáð.
Þar má i minni hafa þau dæmi, sem gefizt hafa
i landinu, að með vönduðu og skipulegu vali á
bókum til lestrar handa fólki hafa bókasöfn orðið
gildur þáttur i uppeldi og menningarsókn i heil-
um héruðum og þau siðan aftur markað djúp spor
i heildarsögu þjóðarinnar. Þar sem þeim fjár-
munum, sem almenningsbókasöfnunum kunna
nú að bætast fyrir tilstilli menntamálaráðherr-
ans, verður veitt viðtaka með sliku hugarfari, má
vænta, að sáningu fylgi uppskera.
The Times:
Veðurhernaður kann
að verða mögulegur
Afleiðingarnar eru ófyrirsjáanlegar og
gætu orðið ógnvekjandi
VEÐURSTJÓRN sem nýtt
vopn f hernaöi er ef til vill senn
f sjónmáli og afleiðingarnar
gætu orðið ógnvekjandi fyrir
alla heimsbyggðina. Visinda-
menn á vegum herstjórna
hafa fengizt við þetta verkefni
alllengi. Þessi hernaðaraðferð
er nýjasta skerfið á þeirri leið,
sem hafin var með notkun eit-
urefna til gróðureyðingar i
Vfetnam.
Aö sögn hafa hernaðarlegar
áætlanir I þessu efni verið
samdar i beinum tengslum við
rannsóknir borgaralegra vis-
indamanna og tilraunir þeirra
með aðferöir viö þokudreif-
ingu, myndanir skýja og
þrumuveðurs, áhrif á hvirfil-
byli og framköllun regns og
snjókomu.
Edith Brown Weiss prófess
or, sem er lektor i stjórnmál-
um og tækni við Princeton-há-
skóla, ritar um þetta efni i
nýjasta hefti tímaritsins Sur-
vival, sem Alþjóðastofnun um
herfræðilegar rannsóknir gef-
ur út. Fjallar hún þar einkum
um möguleikana á notkun
þessara aðferða i þágu hern-
aðar.
PRÓFESSORINN segir frá
þvi I grein sinni, að rann-
sóknastofnun undir stjórn
varnamálaráðuneytis Banda-
rikjanna sé farin að vinna að
framkvæmd rannsóknaáætl-
unar, sem nái nálega til allrar
jarðarinnar. Ætlunin sé að
„reyna veðurbreytingar” i þvi
augnamiöi að stjórna veður-
fari og loftslagi, og reyna að
komast að niðurstöðu um
sennilegar afleiðingar. Enn-
fremur segir hún, að reynt
hafi verið að reikna fyrirfram
út áhrifin af tilfærslu mengun-
arefna I gufuhvolfinu og fjar-
lægingu ozonlagsins.
Tiðast yrði þessum aöferð-
um sennilega beitt sem eins
konar hliðarráðstöfunum til
stuðnings árásum á óvinaher.
Unnt ætti að vera aö leyna
herflutningum með tilbúinni
þoku eða skýjaþykkni. Dreif-
ing þoku eða skýjaþykknis
ætti einnig aö geta orðið til
þess að auðvelda loftárásir,
árásir herskipa og ekki hvað
sizt til að hjálpa kafbátum að
hæfa mark sitt.
Auövitaö kemur til greina
margs konar önnur nýting
veðurbreytinga i hernaöar-
þágu. Nota má þokudreifingu
eða mögnun hvassviðris til
hindrunar umferð um
strandhéruð óvina eins og bent
hefur verið á, og einnig ætti að
mega tefja siglingar óvina-
flota með þessu móti.
VERULEGA aukin- úrkoma
ætti að geta valdiö erfiðleikum
viö flutning herliös eða að-
flutning vista og vopna, til
dæmis með spillingu eða eyöi-
leggingu vega um frumskóga
og votlendi. Eins getur
„skýjasáning” til fannkomu
tafið og jafnvel hindrað hvers
konar samgöngur i fjalllendi.
Kunnar eru aðferðir til hindr-
unar haglmyndun og ætti
eins að mega fara öfugt að til
þess að eyöileggja uppskeru á
óvinasvæði.
„Viðleitnin til að ná valdi á
fellibyljum og hamla gegn
þeim gætileitttil þess, að unnt '
yröi aö auka úrkomu eða vind-
hraöa slikra veðra. Ef sú.yrði
raunin væri unnt að valda
flóðum I strandhéruðum, og
eins ætti ef til vill að mega
takast að breyta stefnu stór- -
viðrisins,” segir prófessor
Weiss.
Hún segir ennfremur að
áhugi á beitingu veður- og
loftslagsbreytinga beininis I
hernaði sé tiltölulega nýr.
Grunur hafi leikið á nýtingar-
möguleikum slfkra breytinga i
langdregnum styrjöldum,
enda þarf óhjákvæmilega
nokkurn tima til að áhrifanna
gæti, gagnstætt þvi, sem gildir
til dæmis um kjarnorkuvopn-
in.
EINSTÖK riki kynnu að geta
notfært sér veðurbreytingar
til þess að spilla veðurlagi hjá
óvinunum og auka þeim van-
liðan. Þannig geta leiðtogar
tiltekins rikis látið dreifa skýj-
um yfir eigið land I öruggri
vissu um, að það dragi úr eða
auki úrkomu handan landa-
mæranna.
Eins ætti að vera unnt að
láta flugvélar dreifa loftbelgj-
um, sem springa eftir tiltekinn
tima. Reikna má út I hvaða átt
og hve hratt loftbelgina rekur,
og þegar þeir springa eftir
hinn tiltekna tima losna ryk-
agnir, sem i þeim eru, ef til
vill i mörg hundruð kílómetra
fjarlægð. Þannig má breyta
úrkomu og ef til vill valda
fannkomu.
Prófessorinn bendir á, að
loftslagshernaður gefi mögu-
leika á að herja I laumi, þar
sem þjóðirnar, sem fyrir slik-
um árásum verði, muni kenna
náttúruöflunum um óveðurs
tjónið, sem þær verða fyrir.
Eins megi notfæra sér veður-
lagið i pólitiskum tilgangi,
með þvi að ala á gruninum
um, að óvinariki valdi spill-
ingu tiðarfars, hvort sem sú er
raunin eða ekki. „Þetta gæti
stóraukið spennu og árekstra,
sem náttúruhamfarir geta
valdið, til dæmis með upp-
skerubresti vegna þurrka eða
flóöa.”
HERNAÐARSÉRFRÆÐING-
AR benda þó á ýmsa ann-
marka i þessu sambandi. Til
dæmis liggur sá möguleiki i
augum uppi, aö aðferöirnar
eöa afleiöingar þeirra geta
ekki gertgreinarmun á vini og
óvini og því bitnað á veitand-
anum, og auk þess geta þær
valdið almennum borgurum
erfiðleikum ekki siður en
hernum. Aðferðunum er held-
ur ekki unnt að beita með til-
ætluðum árangri nema þegar
veðurfarið uppfyllir viss skil-
yrði, en hin réttu skilyrði er
ef til vill ekki að finna nema i
vissum hlutum heims á viss-
um árstima.
Þess er einnig að geta, aö
þessar aðferðir eru alls ekki
sérlega kostnaðarsamar. Af
þvi leiðir aftur, að árásarriki
má búast við gagnárás þess,
sem það ræöst á.
Athuganir frá gervihnött-
um, jarðeðlisrannsóknir og
nýting likana til rannsókna
gera sérhverju riki kleift að
komast að raun um öll veruleg
brot á hugsanlegum alþjóða-
samningum um bann við
veðurfarsbreytingum. En hitt
er ákaflega erfitt, að komast
að raun um og sanna minni-
háttar breytingar af þessu
tagi.
PRÓFESSOR Weiss vekur at-
hygli á þvi, að undangengin ár
hafi oröið vart eindreginnar
viðleitni til að koma I veg fyrir
veðurfarsbreytingar i hernað-
artilgangi eða efna til eftirlits
með þeim. Sovétmenn og
Bandarikjamenn hafi til dæm-
is gengið frá samkomulagi um
þetta efni i júli i fyrra.
t september i haust báru Sov
étmenn fram uppkast að
samþykkt um þetta efni á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna. Þar var að þvi stefnt,
„að banna allar athafnir, sem
ætlað er að breyta umhverfi
eða veöurfari, hvort heldur er
i hernaðartilgangi eða ekki, ef
þær eru ósamræmanlegar
varðveizlu alþjóðlegs öryggis,
velferð og hollustuháttum.”,
Fyrsta nefnd allsherjar-
þingsins samþykkti þetta upp-
kast samhljóða, en sjö sátu
hjá (þar á meðal fulltrúi
Bandarikjanna). Ætlunin er,
aö uppkastið verði tekið til
meðferöar að nýju I vor á af-
vopnunarráðstefnunni I Genf.
Weiss prófessor bendir á, að
þetta fylgi viö uppkastiö gæti
þýtt, „að hjá okkur sé aö hefj-
ast nýtt timabil samningavið-
ræðna og samþykkta um betri
stjórn en áður á nýtingu löfts-
lags og veðurfars I þágu
mannkynsins”.
Hægt verður að láta
fellibyl....
....herja á strönd
óvinarfkis
— JH