Tíminn - 20.04.1975, Qupperneq 20
20
TÍMINN
Sunnudagur 20. aprfl 1975.
Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum?
Landið
mótar
manninn
og það hefur varanleg áhrif á
fegurðarskyn hans
ófullgert málverk, sem Siguröur vinnur að f tómstundum sfnum. Kveikjan að þvf er frásögn Landnámu
af ferð fngólfs Arnarsonar niður yfir heiði.
var ekki að ræða. Ég gekk samt
ekki beint að hefilbekknum um
leið og ég hafði lokið trésmiða-
námi, heldur fór á sjóinn og var
stýrimaður á sildarbát tvær ver-
tfðir. Að þeim tima loknum fór ég
að vinna á Teiknistofu Sambands
Islenzkra samvinnufélaga og var
þar næstu þrjú árin. Þar lærði ég
margt, ekki aðeins við teikniborð-
iö, heldur engu siður við að fylgj-
ast með þeim byggingum sem þá
voru á döfinni hjá Sambandinu.
Brauðstritið kæfði ekki
lönguniua til listsköpun-
ar
Um það leyti,sem ég hafði verið
I þrjú ár hjá Sambandinu, var
hafizt handa um byggingu Hótel
Sögu. Segja má, að ég yrði sam-
ferða fyrstu spýtunni, sem látin
var i grunn þess húss, og að ég
slepþti ekki hendi af verkinu fyrr
en húsið var fullbúið og hótelið
tekiö til starfa. Ég var verkstjóri
og yfirsmiður allan timann sem
bygging hússins stóð yfir, og það
var mikill náms- og reynslutimi.
En á sama tima og þetta mikla
hús var að risa, notaði ég hverja
stund til þess að mála, og um það
leyti sem þessu starfi var að
ljúka, hélt ég málverkasýningu i
Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Þegar vinnunni við Hótel Sögu
var lokið, tók ég að mér að bjóða i
verk, meðal annars fyrir Hita-
veitu Reykjavikur, ásamt öðrum
manni. Við byggðum dælustöðina
við Fornhaga fyrir hitaveituna,
stækkuðum Varastöðina við
Listmálun og steinasöfnun hafa lengi fangað huga Sigurðar Kr. Arnasonar. Hér eru penslli, krukka og
steinn á einu og sama borðinu og kemur prýðilega saman.að þvf er bezt verður séö.
ÞAÐ ORÐ hefur mjög legið á hér
á landi á undan förnum árum og
áratugum jafnvel, að iðnaðar-
menn séu mjög önnum kafnir, og
aö ekki þurfi skemur að biða
eftir þjónustu þeirra en annarra
sérfræðinga. Það kann þvi að
sýnast aulalegt að ganga á fund
trésmíðameistara og spyrja
hann, hvað hann geri i tómstund-
um slnum. Og þó. Til eru þeir
menn, sem hafa eitthvert undra-
vert lag á þvi að skapa sér tóm-
stundir og blátt áfram láta ekki
hina daglegu önn komastupp með
að gleypa allan tima þeirra svo að
ekkert sé eftir. Einn slikur maður
er Sigurður Kr. Arnason, húsa-
smiðameistari. Hann var svo vin-
samlegur að leyfa blaðamanni
frá Timanum að spjalla við sig
ekki alls fyrir löngu, og fer árang-
ur þeirrar viðræðu hér á eftir. Og
þá er bezt að byrja á þvi að spyrja
eins og til stendur:
— Hvað hefur þú einkum gcrt i
tómstundum þinum, Sigurður?
— Ég hef frá upphafi haft mik-
inn áhuga á landinu og fegurð
þess, sem kemur fram i mörgum
myndum, sem svo hafa orðið mér
fyrirmyndir og yrkisefni i litum.
A ferðum minum um landið hef
ég ekki komizt hjá þvi að taka eft-
ir sérkennilegum bergmyndunum
og steinum, og þannig varð til
fyrsti visirinn að steinasafni
minu, sem að visu er ekki oröið
neitt sérlega stórt I sniðum enn-
þá.
Þessa mynd málaði Sigurður af heimsmeistaraeinvfginu I skák, sem
haldið var I Reykjavlk sumarið 1972, eins og flestum mun enn f fersku
minni.
Þótt löngum sé til þess vitnað,
að steinninn sé mállaus, þá segja
þessir ævafornu steinar okkur þó
langa sögu um land okkar. Þeir
sýna okkur, hvernig Vestfirðir og
Austfirðir tengjast saman I
timanum, en að landið á milli
þeirra er tiltölulega ungt.
,,...og þegar pensillinn
biður á borðinu og mál-
verkið á trönunum....”
— Hér að framan var drepið á
„yrkisefni i litum”. Ert þú mynd-
listarmaöur jafnframt þvf að
vera náttúruskoðari?
— Frá þvi ég fyrst man eftir
hefur hvers konar myndlist verið
mér mjög rik i huga. Þegar ég
var barn, var ég alltaf að teikna
og aö velta fyrir mér alls konar
myndum og myndefni.
Móðir min var frá Gamla-
Hrauni við Stokkseyri, en faðir
minn frá Steinum undir Austur-
inn lengra að austan, einn af niðj-
um séra Jóns Steingrimssonar,
Siðuklerks, sem lika hefur verið
kallaöur eldprestur. Foreldrar
minir kynntust I Vestmannaeyj-
um, bjuggu þar lengi og þar fædd-
ist ég og ólst upp fram undir
fermingaraldur. — Allir vita, hvi-
Eyjafjöllum, en í ættir fram kom-
likri fegurð Vestmannaeyjar búa
yfir, og ég er ekki frá þvi að
náttúran þar hafi átt sinn þátt I
þvi að móta smekk minn á mynd-
list. Enginn veit, hversu mikið
fegurðin I Borgarfirði eystra hef-
ur átt i mótun Jóhannesar Kjar-
vals, — án þess ég sé að líkja mér
við þann mikla snilling. Frá
Hornafirði hafa lfka margir ágæt-
ir myndlistarmenn komið, og
nægir þar að nefna Höskuld
Björnsson frá Dilksnesi. Þetta
held ég að styrki þá skoðun mina,
að sérkennilegt og fagurt lands-
lag geti haft varanleg áhrif á
smekk manna, sem alast upp við
þaö, ef þeir á annað borð veita þvi
athygli sem i kringum þá er.
Það var vist árið 1945, sem ég
fór að læra húsasmiði, og þá tók
églika upp á þvi að fá mér efni til
málverkagerðar. Ég keypti mér
liti, pensla og dúk. Um þetta leyti
tóku nokkrir menn hér i Reykja-
vik sig saman og stofnuðu skóla
fyrir fristundamálara. Ég komst
inn i þennan hóp og læröi mikið á
þvi að taka þátt i þessu. Einkum
varö mér notadrjúg kennsla
skozks manns, sem kenndi þar.
Mörg næstu ár stundaði ég nám i
myndlist jafnframt vinnu minni,
og meðal annars var ég um tima i
Handlðaskólanum.
— En gefast ekki fáar stundir til
þess að sinna slfkum hlutum I önn
dagsins, — núoröið?
— Jú, vist má segja að þær séu
fáar, en þegar viljinn er fyrir
hendi, eru þær notaðar út I æsar,
og þegar pensillinn biður á borð-
inu og málverkiö á trönunum,
liggur við að gripið sé i verkefnið
um leið og gengið er hjá.
— Þú hefur auðvitað alltaf unn-
ið fulia vinnu á borgariegan
mælikvaröa, þrátt fyrir þinar
listrænu tiihneigingar?
— Já, mikil ósköp, um annað
-
Rætt við Sigurð Kr. Árnason,
en áhugamál hans eru óvenju fjölþætt
Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greina