Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 20.04.1975, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 20. apríl 1975. Hvað gera þau í tómstundum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundum? heimsstyrjaldarárunum fyrri. Utan i Stigahliðinni, i sex hundruð metra hæð, er sylla ein, sem Breiðsylla nefnist. Þar hafa fundizt leifar af risafuru, sömu tegundar og nú vex vestur i Klettafjöllum. En hið merkileg- asta við risafuruna i Breiðsyll- unni er það, að hún er ekki enn orðin að steingervingi. Það hafa meira að segja verið unnir úr henni gripir. 1 Jökulfjörðum hafa útlending- ar safnað steinum, og mér hefur verið sagt, að erlendir stúdentar hafi farið þaðan með poka af grjóti, — án þess að nokkur mað- ur hafi æmt eða skræmt við slfku hátterni. Er ísland í tvennu lagi, jarðfræðilega séð? Á Hornströndum finnast viða fallegir steinar, sérstaklega Jaspis, Sama er að segja um Munaðarnes og Krossnesfjall við Norðurfjörð á Ströndum, en þá fer lika að nálgast þann hluta Is- lands, þar sem fornra steina eða steingervinga er ekki að vænta. Sé Tindastóll undan skilinn, er mjög litið aðhafafyrir steinasafn- ara, fyrr en kemur austur á Landið mótar manninn Borgarfjörð eystra, og þaðan af lengra austur. Þegar komið er suður fyrir Hornafjörð, fer ,,unga landið” senn að taka við, og þá gerist aftur fátt um forna stein- gervinga og það sérkennilega grjót, sem eins og tengir Vestfirði og Austfirði jarðsögulegum bönd- um. — Er island þá I tvennu lagi, jarðsögulega séð? — Ég er ekki jarðfræðingur að mennt, og tala hér aðeins sem leikmaður. En þær steinategund- ir, sem einungis finnast á Vestur- landi og Austfjörðum, benda óneitanlega til bess að landið hafi Fegurö I grjóti. Þótt flestum beri saman um að steinninn sé máliaus þá getur hann sagt mikla sögu og langa, — á sinn þögula hátt. ^GNAV^ & AXELS EYJOLFSSONAR Smiöjuvegi 9 Kópavogi sími 43577 Klæðaskápur frá okkur er lausnin... ... og vandfundnir eru hentugri klæðaskápar hvað samsetningu og aðra góða eiginleika varðar. Litmyndabæklingur um flestar gerðir klæðaskápa, samsetningu, stærðir, efni og verð ásamt öðrum upplýsingum. Allar gerðir klæðaskápa eru til í teak, gullálmi og eik. j Vinsamlegast sendið mér nýja litmyndabæklinginn j I um klæðaskápana. ! Nafn:_________________________________________— I SkrifiS me5 prentstöfum í Heimilisfang: j Húsgagnaverslun Axels Eyjóltssonar, Smigjuvegi 9, Kópavogi. | í upphafi verið eitt land eða ein eyja, sem Atlantshafssprungan skipti i tvennt. Leifarnar af þessu „gamla landi” væru þá Austfirðir og Vestfirðir, en landið þar á milli tiltölulega ungt, eða að minnsta kosti miklu yngra. Kvikmyndaði Heklugos og Heimaeyjarelda — Hefur þú ekki tekið ljós- myndir á þinum mörgu og iöngu ferðum um iandið? — Eftir að ég fór að ferðast, leið ekki á löngu, þangað til mynda- vélin var orðin einn minn fylgi- spakasti förunautur. Og rétt er það: marga myndina hefég tekið, sumar af ærnu tilefni, aðrar litlu. Oftast hafa myndir minar verið svo margar i hverri ferð, að ég hef seinna getað lesið út úr þeim ferðasöguna alla frá upphafi til enda. Þær,sem mér þykja beztar, læt ég stækka og geymi þær siðan sérstaklega. Margar þeirra hafa orðið mér sérlega kærir minja- gripir. — En hefur þú aldrei tekið kvikin yndir? — Ojú, reyndar er ég ekki alveg saklaus af þvi heldur. Fyrir nokkrum árum áskotnaðist mér kvikmyndatökuvél, 16 mm. Þá gerði ég mér ferð inn i Stóru- Laxárgljúfur og æfði mig þar allt hvað af tók. Laxárgljúfur eru langtinniá öræfum, þar sem ekki koma aðrir en gangnamenn og svo einstaka laxveiðimaður, sem þreytir gönguna svo langt. Að öðru leyti eru þessar slóðir litt kunnar öðrum en gæsum og sauð- kindum. En það var kvikmyndatökuvél- in. Ég get ekki sagt, að ég hafi notað hana mikið, siðan ég eignaðisthana, en þó hefég gripið til hennar. Þegar Hekla gaus siðast, vorið 1970, gerði ég mér ferð að gos- stöðvunum, og hafði auðvitað myndavélina með. Við vorum tveir saman og fórum i Trippa- fjöll til þess að hafa gott útsýni yf- ir gosið i suð-vesturgig Heklu gömlu. Við fórum um gos- stöðvarnar og meðfram hraun- inu, og ég myndaði allmikið. Hluta af þessum myndum lánaði ég siðar Ósvaldi heitnum Knud- sen og hann notaði þær i sina á- gætu Heklumynd. Þegar Heimaeyjargosið hófst, fékk ég strax geysimikinn áhuga á þvi, enda ekki að undra, þar sém ég er sjálfur fæddur og upp- alinn Vestmannaeyingur. Ég var svo—heppinn að komast með fyrstu flugvélinni, sem fór á veg- um Björns heitins Pálssonar til Vestmannaeyja á fyrsta morgni gossins. Flugmaðurinn var svo vinsamlegur að lenda, svo að ég gæti farið að spigspora um vett- vanginn, þar sem tiðindin voru að gerast,og égvarfarinn að mynda um klukkan tíu. Það var stórfeng- leg sjón og jafnframt ægileg að sjá sprunguna, sem heita mátti að væri öll virk i einu. Og undra- vert var að sjá þá jörð, sem mað- ur hafði gengið um sem barn, brenna og hverfa svo undir hraun og gjall. Ég gekk meðfram sprungunni, allt til sjávar, en þegar ég kom aftur úr þeirri ferð, hafði stór gigur opnazt á túninu, réttfyriraustanKirkjubæ.Þar sá i bergkvikuna, þar sem hún bylt- ist f eldgröfinni og sprakk marg- víslega. Þarna tók ég margar myndirog „var við eldana ”,eins og stendur í Njálu, allt til kvölds. En þetta var ekki min eina ferð til Eyja á meðan jarðeldurinn geisaði þar. Ég fór fjórar ferðir þangað og kvikmyndaði nokkur hundruð fet af filmum i hvert skipti. Þetta er mjög mikið ' myndaefni, og miklu meira en svo að mér hafi gefizt timi til þess að vinna úr þvi, enn sem komið er. Hins vegar lánaði ég Ósvaldi Knudsen nokkuð af þessum film- um minum, sem hann svo notaði i Heimaeyjarmynd sfna. Stefnur og straumar i listum eru tízkufyrir- bæri, sem koma og fara. — Mig langar að spyrja þig meira um málaralistina. Er þaö ekki rétt munað, að þú hafir hald- ið sýningar á verkum þinum? — Jú, rétt er það. Ég hef haldið fjórar sjálfstæðar málverkasýn- ingar, auk þátttöku i samsýning- um. Fyrsta sýning min var i Málaraglugganum 1960, næst i Bogasal Þjóðminjasafnsins í lok ágústmánaðar 1961, og svo aftur i Bogasalnum 1966. Að lokum hélt ég sýningu í íþróttahúsi Sel- tjamarness á siðast liðnu sumri. — Svo hefur þú lika tekið þátt i samsýningum? — Já. Ég var einn þeirra, sem stofnuðu Myndlistarfélagið. Við héldum þar fyrstu samsýninguna árið 1962, og siðan á hverju vori, þangað til núna tvö-þrjú siðustu árin, að ek;ki hefur verið nein sýn- ing haldin. Auk þessa hef ég svo tekið þátt i samsýningum er- lendis. — Þú ert þá enn f fulium gangi hvað þetta tómstundaverk snert- ir, fyrst þú hélzt sýningu nú I sumar? — Já, það er alveg rétt. Málaralistin er fyrir löngu orðin hluti af mér, sem aldrei verður frá mér tekinn, né heldur verður aftur snúið. Undanfarin ár hef ég verið að bera við að kenna áhuga- fólki á Seltjarnarnesi að fara með pensil og liti. Það er ákaflega heillandi verk, og nemendur min- ir hafa verið frá tvitugsaldri til sjötugs, Að fást við málaralist er einhver unaðslegasta tómstunda- vinna sem hægt er að hugsa sér,' og ég er að vona, að afskipti min af þessu áhugasama fólki á Sel- tjarnarnesi verði þvi fremur til góðs en ills. Ef mér hefur tekizt að vekja áhuga eða glæða fegurðartilfinningu einhvers, þá er tilgangi minum náð. Um sjálfan mig er það að segja, að ég vildi gjarna mega þroskast og öðlast meiri reynslu á þessu sviði. Ég hef lengi haldið þvi fram, að i rauninni standi öll listaverk og falli með persónu- leika höfunda sinna, og þvi, sem þeim auðnast að leggja i þau af sjálfum sér. Stefnur og straumar I listum eru tizkufyrirbæri, sem koma og fara, þau geta eflt þær eða skaðaðeftir atvikum, en þeg- ar á herðir, er það höfundurinn sjálfur, sem allt veltur á. Sé hann nógu mikill listamaður, lifir verk hans, hvert sem yrkisefni hans er, en vanti hann hina listrænu hæfileika, getur engin tizka bjargað honum. — VS. Hér er annað ófullgert málverk. Þaö sýnir Torfuna frægu, séöa frá Lækjartorgi. Stúlkan á myndinni gæti minnt okkur á, hversu gamali tlmi og nýr mætast á þessum stað. Hvað gera þau í tómstundum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.