Tíminn - 20.04.1975, Side 35
Sunnudagur 20. april 1975.
TÍMINN
35
Agnar Guðnason:
MARGTER
KYNLEGT í
KÝRHAUSNUM
Vfðast hvar i heiminum hefur
verð á matvælum ákvarðast á
framboði og eftirspurn hverju
sinni. Veruleg breyting hefur átt
sér stað á seinni árum i trúlega
flestum löndum. Ef framboðið
er takmarkað, þá hefur verið
sett á verðstöðvun eða há-
marksverð, ef framboðið er
meira en eftirspurnin, þá er
framleiðendum tryggt lág-
marksverð fyrir afurðirnar,
þótt svo að markaðsverðið færi
niður fyrir framleiðslu — og
dreifingarkostnað. Það er talið
varða hagsmuni þjóðarheildar-
innar, að framleiðendum sé
tryggð örugg lifsafkoma og að
aukið framboð bitni ekki á þeim
og rýri þar með fjárhagsafkomu
þeirra. Eflaust eru skiptar
skoðanir i flestum löndum, um
hve viðtæk afskipti hins opin-
bera eiga að vera. Um þetta er
deilt hér á iandi og ekkert við
þvi að segja, enda væri óeðli-
legt, ef allir væru sammála.
Verulegt vandamál hefur
skapazt i mörgum löndum sið-
ustu tvö árin vegna mikillar
framleiðslu á nautakjöti.
Birgðasöfnun veldur ráðamönn-
um Efnahagsbandalagsins
þungum áhyggjum og sama
hefur átt sér stað i Kanada og
Bandarikjunum. Einnig hér á
landi höfum við átt i erfiðleikum
með sölu á nautakjöti. Af þess-
um ástæðum datt mér i hug að
skýra frá litilli nautakjötssögu,
en það eru samskipti Kanada og
Bandarikjanna i verzlun með
nautakjöt og nautgripi á fæti.
Of mikið nautakjöt
Árið 1973 var sett hámarks-
verð á nautakjöt framleitt i
Bandarikjunum. Framleiðend-
ur þar i landi voru sáróánægðir
og reyndu að takmarka slátrun i
þeirri von, að verðið yrði gefið
frjálst. Minni slátrun í Banda-
rikjunum varð til þess, að inn-
flutningur frá Kanada var stór-
aukinn. Samtimis urðu veruleg-
ar verðhækkanir á matvöru i
Kanada og þar með á nauta-
kjöti. Rfkisstjórnin I Kanada
ákvað þá að gripa til sinna ráða
og draga úr útflutningi á nauta-
kjöti, þvi varð að sækja um út-
flutningsleyfi frá og með 14.
april 1973. Þann 12. september
1973 var ákvæðið um bámarks-
verð i Bandarikjunum afnumið,
samtimis var útflutningur gef-
inn frjáls i Kanada. Tollur hafði
verið á innfluttu kjöti til Banda-
rikjanna, þvi ákvað rikisstjórn
Kanada að setja á toll á inn-
flutning á nautgripum og nauta-
kjöti frá Bandarikjunum. t
febrúar sama ár hafði þessi toll-
ur verið afnuminn i Kanada.
Tollurinn var jafnvirði isl. kr. 12
á kg af nautakjöti, en um 6 kr. á
kg nautgripa á fæti. Þar sem
mjög mikið framboð var á
nautakjöti i Bandarikjunum og
markaður þar yfirfullur, var
mikil aukning á innfluttu nauta-
kjöti frá Bandaríkjunum til
Kanada. Þá ákvað rikisstjórn
Kanada að setja á auka toll á
innflutta nautgripi, upphæð 24
kr á hvert kg lifandi vigt.
Þann 4. janúar 1974 tilkynnti
fjármálaráðherra Kanada, að
tollurinn yrði afnuminn. Það
skeði 10. febrúar. Mánuði siðar
eða 15. marz 1974 samþykkti
rikisstjórn Kanada að styrkja
nautakjötsframleiðendur þar i
landi. Ástæðan fyrir styrknum
var stóraukinn innflutningur frá
Bandarikjunum á sláturgrip-
um, sem leiddi af sér verðlækk-
un i Kanada. Þann 9. april 1974
setti ríkisstjórnin bann á inn-
flutning á kjöti eða sláturgrip-
um, sem gefið hafði verið hor-
mónar til að örva vöxt þeirra.
Með þessu banni var stöðvaður
innflutningur frá Bandarikjun-
um. Þann 12. ágúst 1974 var
ákveðið að tryggja framleið-
endum I Kanada lágmarksverð
fyrir nautgripi. Veröiö var
ákveöið 180 kr á kg lifandi vigt
eða um 360 kr. á kg sláturvigl.
Ef markaðsverðið var lægra,
var greitt úr rikissjóði það sem
á vantaði. Jafnhliða voru settar
á ennþá strangari reglur um
innflutning til Kanada. Rikis-
stjórn Bandarikjanna greip þá
til gagnráðstöfunar og settar
voru reglur, sem takmörkuðu
innflutning frá Kanada. Til-
gangur var augljós, það átti að
þvinga Kanadamenn til að af-
nema magn-takmörkun á inn-
flutningi.
Þann 15. des. 1974 voru settar
ákveðnar reglur fyrir útflutn-
ingi á sláturgripum og kjöti frá
Kanada til Bandarikjanna. Þær
áttu að tryggja, að aðeins þaö
kjöt eða sláturdýr yrðu seld
þangaö, sem hæsta verð fengist
fyrir. Þannig átti að nýta sem
bezt þann kvóta, sem Kanada
var úthlutaö til innflutnings á
kjöti. Þar sem verð á afsláttar-
kúm hafði lækkað verulega i
Kanada, ákvað rikisstjórnin að
t^yggja bændum lágmarksverð,
sem svaraði til i isl. kr. 60 á
hvert kg lifandi vigt eða um 120
kr. á kg sláturvigt fyrir ákveö-
inn hluta af kúastofni hvers
framleiðanda. Hámarksfjöldi
afsláttarkúa, sem þetta verð
var greitt fyrir, mátti ekki fara
yfir 5% af kúnum á timabilinu
frá 16. nóvember sl. fram til 30
april n.k. þannig að ekki kæmi
til stórfelld fækkun á kúnum
vegna yfirstandandi erfiðleika.
Samtimis var af opinberum
aðilum hafinn áróður fyrir auk-
inni neyzlu á unnum kjötvörum
úr nautakjöti og áætiun gerð
um, að framlag Kanada til gjaf-
ar á matvælum til þróunarland-
anna væri að hluta niðursoðiö
nautakjöt. Lágmarksverð á I.
flokks nautakjöti, sem er 180 kr.
á kg lifandi vigt, mun veröa í
gildi þetta ár, en gæti tekið
breytingum með hliðsjón af
breyttum framleiðslukostnaði
og bættri markaðsaðstööu.
i ýmsum fylkjum Kanada eru
greiddir styrkir út á kálfa, sem
settir eru á. Þessir styrkir eru
mismunandi háir.
Vonandi er þeim, sem hafa
lesið þetta yfirlit um nauta-
kjötsstrið Bandarlkjanna og
Kanada, Ijóst eftir lesturinn að
þrátt fyrir mikla hagræðingu i
landbúnaði geta komið upp
vandamál, sem erfitt virðist
vera að leysa. t framhaldi af
þessari frásögn þykir mér rétt
aö fræöa lesendur blaðsins litið
eitt um útflutningsuppbætur á
landbúnaðarafurðir I Dan-
mörku.
útf lutningsuppbætur
i Danmörku.
A s.l. ári fengu Panir greitt úr
sameiginlegum landbúnaðar-
sjóði Efnahagsbandalagsins
(FEOGA) 1,4 milljarð Dkr, en
þaö jafngildir um 42 milljörðum
Isl. kr. Þar af var greitt vegna
útflutnings til landa utan Efna-
hagsbandalagsins 662 millj.
Dkr. Langstærsta upphæðin var
greidd með útflutningi á smjöri
Ókr. 564 millj. Utflutningsupp-
bætur á ost voru Pkr 182 millj.
en um 152 millj. Pkr vegna ann-
arra mjólkurafurða. Þetta var
það helzta um útflutningsupp-
bætur hjá Pönum. Það er rétt að
geta þess, ef það gæti glatt cin-
hvern, að nú hefur veriö ákveðið
aö styrkja grasmjölsframleiðsl-
una i Efnahagsbandalags-
löndunum. Beinn styrkur hefur
verið ákveðinn sem svarar isl.
kr. 180 á hver 100 kg.
verziun með lifandi pening hefur tiðkazt lengi yfir landar.æri
Kanada og Bandarfkjanna.
Spariö
þúsundir!
NMHIIEIIA
HJðLBABDAR
VERÐTILBOÐ!
STÆRÐ: 825-20/12 Kr. 22.470
825-20/14 26.850
900-20/14 28.300
1000-20/14 34.210
1000-20/16 35.630
1100-20/14 35.900
1400-24/16 52.440
TÉKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOÐ/Ð
Á ÍSLANDI H/F
AUÐBREKKU 44-46 SÍM/ 42606
Garðahrcppur: Hjólbarðoverkstæöið Nybarði
Akuroyri: Skoda verkstæðið a Akureyri h.f. Oseyri 8
Egilsstaðir: Varahlutavcrzlun Gunnars Gunnarssonar
AUGLÝSIÐ í TÍMANUM