Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 1. júnl 1975 TÍMINN 19 r Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóh'annsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjaid kr. 600.00 á 'mánuöi. -• ' Blaöaprent h.f. V_________________________________________J Aldraða fólkið Um götur og þjóðvegi ekur fólk i blóma aldurs sins i dýrum ökutækjum. Á öllum skemmtistöðum svokölluðum er kvöld hvert iðandi kös ölvaðs eða hálfdrukkins fólks, og langar halarófur i biðstöðu utan dyra, ef opnast kynni smuga til þess að kom- ast inn. Annars staðar er fólk i öðrum sporum. Það sést sjaldan á ferli, þvi að það hefur aðeins með naum- indum ferlivist, og sumt alls ekki. Þetta er gamalt fólk og útslitið, sem býr i einsemd i herbergiskytr- um og gömlum ibúðum, og hvergi einangraðra en þar, sem fjölmennið er mest, þvi að þar hverfur einstaklingurinn svo auðveldlega sjónum annarra. Sumt hefur jafnvel legið rúmfast árum saman i heimahúsum, þar sem nauðsynleg hjúkrun verður torveldlega látin i té, jafnvel þótt einskis sé látið ófreistað og allrar alúðar gætt. Þetta er rif jað upp hér og nú sökum þess, að þeir dvalarstaðir aldraðs fólks, þar sem flestir hafa notið athvarfs, Hrafnista og elliheimili Gisla Sigurbjörnssonar, eru fullsetnir og jafnvel meira en það, og af hálfu Hrafnistu hefur beinlinis verið tilkynnt nú fyrir skemmstu, að fólk, sem vistar kynni að óska, verði ekki tekið á biðskrá næstu misserin. Oti um land munu slik vistheimili einnig fullsetin, svo að segja alls staðar, og sums staðar eru þau alls engin til, svo að þaðan hefur gamalt fólk orðið að hrekjast á alókunnar slóðir, ef það hefur ekki átt að vandamenn eða vini með aðstöðu til þess að hlynna að þvi, og einhverjar dyr hafa opnazt til ellidvalar i fjarlægð. Oft er farið um það fjálglegum orðum, hvernig sú kynslóð, sem kom til starfa i mannfélaginu upp úr siðustu aldamótum, gekk að þvi berum höndum að reisa allt frá grunni. Þvi er lýst, og með sanni, hvernig hún byggði landið, ræktaði það og vegaði, kom upp nýjum skipastól i stað opinna árabáta og lagði yfirleitt grunninn að öllu þvi, sem áunnizt hefur og til frambúðargagns er. Það gerðist ekki með þeim hætti, að þessi kynslóð, sem nú er ekki verkfær lengur, sigldi laufseglum i ljúfum byr á hægum sjó. Hún varð að vinna hörðum höndum myrkranna á milli og neita sér um margt, svo að hún gæti sem mestu skilað i hendur þeim, er áttu að erfa landið, eins og svo hátiðlega er að orði komizt um nýjar kynslóðir. Það er þess vegna óneitanlega hart aðgöngu, ef arfþegarnir, nútimakynslóðin, sem sjálf virðist eiga einna bágast með að neita sér um nokkuð það, er hún girnist, hefur ekki aura aflögu eða vilja til þess að sinna málefnum þeirra, sem þrotnir eru að orku, svo að viðhlitandi geti heitið. Hin aldna kyn- slóð hefur til allt annars unnið með öllu sinu ævi- striti i þágu framtiðarinnar, og það er ómennska, vanþakklæti og gæfuskortur, ef öllu aldurhnignu fólki, hvar á landinu sem það hefur alið aldur sinn, er ekki búið eins notalegt ævikvöld og verða má, og breytir þar engu, þótt við sitt hvað mótdrægt sé að striða i samfélaginu nú um stundar sakir. í allri okkar sundurþykkju og togstreitu um lifsgæðin, sem svo er oft sóað á báðar hendur i blindni, ættum við að hafa þá sómatilfinningu að gera hlut hinna öldruðu þolanlegan. —JH ERLENT YFIRLIT Nýr kvenskörungur á Bandaríkjaþingi Hún segir konur heiðarlegri en karlmenn Miiiicent Fenwick ÞAÐ ER ekki venjulegt, aö nýjum þingmönnum á Banda- rikjaþingi takist að vekja á sér verulega athygli fyrsta árið, sem þeir sitja á þingi. Nokkr- ar undantekningar eru þó frá þessari venju. Ein undantekn- ingin er frú Millicent Fenwick, sem tók sæti i fulltrúadeild Bandarikjanna i byrjun þessa árs. Þó er hún elzt nýliðanna þar, eða 65 ára gömul. Hún hefur þegar látiö ýms mann- réttindamál og mannúðarmál til sin taka og hún beitti sér eindregið gegn allri hernaðar- aöstoð við Saigon-stjórnina meðan það mál var á dagskrá. Einkum gerði hún þaö þó eftir að hafa gist Suður-Vietnam siöastl. vetur nokkru áður en sókn þjóðfrelsishreyfingar- innar hófst. Það hefur orðið til að auka athyglina á frú Fenwick, að hún kann vel að koma fyrir sig orði. Þekkt er sú saga, að hún flutti eitt sinn á fylkisþinginu i New Jersey tillögu, sem fjall- aöi um jafnrétti kvenna. Einn þingmanna úr hópi karlmanna reis þá til andmæla og kvaðst ekki geta fallizt á þessa til- lögu, þvi að hann hugsaði einkum um konur sem kyssi- legar, faömmjúkar og lyktar- góðar verur. Frú Fenwick svaraöi jafnharðan: Þannig hefi ég lika hugsað um karl- menn, en ég vona að háttvirt- ur ræðumaður hafi ekki orðið eins oft fyrir vonbrigðum og ég- Loks vekur þaö svo nokkra athygli á frú Fenwick, að hún er eina konan á þinginu, sem reykir pipu, og gerir það viö flest tækifæri. FRC Fenwick berst ekki fyrir málum fátæklinga, gamalmenna og sjúklinga vegna þess aö hún eöa kjós- endur hennar tiiheyri öreigun- um. Hún er sjálf milljóna- mæringur og hún er fulltrúi þess kjördæmis I New Jersey, þar sem velmegun er talin mest. Það er hins vegar áhugamál hennar, aö sýna I verki, að republikanar hafi ekki minni áhuga á umrædd- um málum en demókratar. Þvi hefur veriö sagt um hana, aö skoðanir hennar séu runnar frá Eleanor Roosevelt, þótt hún minni meira á Katharine Hepburn I útliti og framkomu. Faðir hennar var banka- stjóri i New York, en móðir hennar var komin af ætt landeigenda. Hún fórst með Lúsitania, sem þýzkur kafbát- ur sökkti 1915. Skólagöngu frú Fenwick lauk, þegar hún var 15 ára gömul, en þá var faðir hennar skipaður sendiherra Bandarikjanna i Madrid. Stjúpmóöir hennar taldi hana ekki hafa þörf fyrir frekari skólagöngu, enda var ekki al- gengt þá aö konur þreyttu langa skólagöngu. Hún las hins vegar mikið og lærði f jög- ur tungumál. Um skeiö lagöi hún stund á heimspeki undir leiösögn Bertrands Russels. Hún kom heim til Bandarikj- anna, þegar kreppan mikla var i algleymingi og fékk at- vinnu sem fyrirsæta, m.a. hjá blöðunum Vogue og Harper’s Bazaar. Clare Boothe Luce, sem siðar varö þingmaður og sendiherra, var þá einnig fyrirsæta, og hafa þær þekkzt siðan. Ariö 1934 giftist hún Hugh Fenwick, en þau skildu aö fjórum árum liönum, eftir aö hafa eignazt tvö börn. Landeignir þær, sem hún haföi erft, gáfu þá af sér litlar tekj- ur, en þær áttu eftir að gera hana að milljónamæringi sið- ar. Hún varð þvi að vinna fyrir sér og börnunum. Á árunum 1938-’52 vann hún sem blaöa- maður og tizkuteiknari hjá Vogue og reit m.a. á þeim ár- um Book of Etiquette, sem Vogue gaf út. Arið 1952 lagði hún blaðamennskuna á hill- una, enda höföu eignir hennar margfaldazt á þessum tima að verömæti og gáfu af sér rifleg- ar tekjur. 1 kosningabarátt- unni á siðastl. ári gaf hún itar- lega skýrslu um fjárhag sinn og eignir, sem hún taldi metn- ar á 5.1 milljón dollara. FRC FENWICK haföi ekki mikil afskipti af stjórnmálum fyrr en hún hætti starfi sinu hjá Vogue. Fyrst kvaö að henni aö ráði á stjórnmála- sviðinu, þegar hún geröist sjálfboðaliði hjá Clifford P. Case, er hann bauð sig fyrst fram til öldungadeildarinnar 1954. Case náði kosningu og hefur siðan átt sæti i öldunga- deildinni, en hann hefur verið meðal frjálslyndustu þing- manna þar. Hann var t.d. i hópi fyrstu öldungadeildar- þingmanna, sem snerust gegn þátttöku Bandarikjanna i Vietnamstyrjöldinni. Næstu árin tók frú Fenwick mikinn og vaxandi þátt i flokksstarfi republikana i New Jersey-riki og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum i þágu flokksins. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1969, þegar hún var 59 ára gömul, sem hún gaf fyrst kost á sér til fram- boðs. Hún bauö sig þá fram til fylkisþingsins i New Jersey og náði kosningu. Hún var endur- kosin 1971 og 1973, og átti þvi sæti á fylkisþinginu þangaö til hún náði kosningu til fulltrúa- deildar Bandarikjaþings á siðastl. ári. A fylkisþinginu lét hún eink- um ýms félagsleg málefni til sin taka. Hún beitti sér m.a. fyrir löggjöf um útrýmingu fá- tækrahverfa i stórborgum. Þá lét hún málefni neytenda sig miklu varða og stjórnaöi um skeiö sérstakri stjórnardeild, sem Cahill rikisstjóri kom á fót og hafði það verkefni aö stuðla að bættri þjónustu við neytendur. Hún þótti vera röggsöm i þvi starfi, en hún afsalaði sér þvi, þegar hún bauð sig fram til fulltrúa- deildarinnar á siðastl. ári. Frú Fenwick heldur sér vel, þrátt fyrir aldurinn, og sinnir þingmennskunni af mikilli kostgæfni. Hún fer venjulega á fætur klukkan 6 og er mætt á skrifstofu sinni i þinginu um sjöleytið. Oft heldur hún ekki heimleiðis fyrr en um mið- nættiö. Hún reynir aö kynna sér sem flest þingmál af kost- gæfni, þótt mannréttindamál- in og mannúðarmálin eigi helzt hug hennar. Frú Fenwick heldur þvi m.a. fram, að þaö mæli með konum til stjórnmálastarfa, og raunar stjórnarstarfa yfir- leitt, að þær séu heiðarlegar. Meö þvi gefur hún óbeint i skyn, að konur séu heiöarlegri en karlmenn. Hún segir, að t.d. sé erfitt eða útilokað aö finna dæmi þess, aö konu, sem tók þátt i stjórnmálum, hafi verið mútaö. Konur eru lika yfirleitt ekki hafðar með i ráð- um, þegar verið er aö brugga einhver launráð. Þaö stafar af þvi, aö þær eru heilar og hreinskilnar. Viö veröum að vona, segir frú Fenwick, aö þessi eiginleiki þeirra haldist. þótt þær veljist fleiri til trúnaöarstarfa. Frú Fenwick telur sig hafa rekið sig óþægilega á þaö i þinginu, hvernig karlmenn móta flestar venjur. Hún keypti sér forlátafagran hatt um þaö leyti, sem hún tók sæti á þingi. Þessi hattur átti ekki sizt að prýöa hana i þingsaln- um, en þá rak hún sig á þá venju, að enginn má bera höfuðfat i þingsalnum. Konur voru nauðbeygöar til að taka ofan þar, eins og karlmenn. Þannig drottna karlmenn enn á þingi. Sá dagur kann þó aö koma, að konur megi bera hatt á þingi ékki siöur en i kirkju! t reynd væri það ef til vill ekki svo ómerkur sigur i jafnréttisbaráttu þeirra! Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.