Tíminn - 01.06.1975, Side 29

Tíminn - 01.06.1975, Side 29
áíCf !n<ii .t iúíjr.bMflnua Yi i5'! I iVI i11 'i Sunnudagur 1. júni 1975______________________________________________________________TÍMINN_____________________________________________________________________________________29 Frank Sinatra og Dean Martin hafa veriö nánir vinir i mörg ár og þeir hafa lika troftiö upp saman. tilviljun á snoftir um, að hann hafði I kyrrþey sent mikla pen- ingaupphæð til manns, sem lá á sjúkrahúsi með mikil brunasár. Blaðafrétt kom honum til að gera þetta og hann þekkti ekki mann- inn. En i greininni stóð, að læknis- meðferðinyröi löng og kostnaðar- söm og að maðurinn væri illa staddur fjárhagslega. Það var Sinatra nóg. — Slikt á Frank enn til, sagöi einn af riturum hans mér undir fjöguraugu. —En skrifið ekki um það, og minnist ekki á það við hann! Það versta sem hann veit er auglýsingastarfsemi. Sinatra hefur gefið fólki, sem átt hefur erfitt, milljónir. Hann hefur einnig gefið fé til málefna sem honum fannst verðskulda stuðning. Hve margar milljónir dala hér er um aö ræða skal látið ósagt. Hann veit það ekki einu sinni sjálfur. Og það skiptir held- ur engu. FRANK Sinatra er margbrotinn maöur. Og ég játa fúslega að ég skil hann ekki. En hann er sér mjög meðvitandi um dugnað sinn. Um langt skeið hefur hann verið konungur kvikmynda og skemmtanaheimsins, og hann gengur sjálfsagt út frá því að hann sé jafnoki annarra konunga — iðnaöarins, fjármála og stjórn- mála. Þegar minnzt er á stjórnmál. Arið 1960 var Sinatra ákafur fylgismaður John F. Kennedy, og hann tók virkan þátt i kosninga- baráttunni. Samt sem áður hefði hann innst inni eflaust kosiö heldur Hubert Humphrey, gaml- an vin sinn, sem var forsetafram- bjóðandi demókrata þaö ár. Sinatra var frjálslyndur að eðlisfari. A árunum 1940—1960 studdi hann kröfuna um full borg- araréttindi til handa blökku- mönnum, sem var mjög umdeilt atriði. Eftir að Kennedy hafði unnið kosningarnar, lét Sinatra sig dreyma um að taka á móti honum sem gesti á glæsilegu heimili sinu I Palm Springs. Hann áleit að hann verðskuldaði þann heiður eftir að hafa stutt hann heilshugar i kosningabaráttunni. En þegar nýi forsetinn kom til Kalifomiu, kaus hann að búa hjá Bing Crosby. Sinatra leit á þetta sem ófyrirgefanlega móðgun — hann varð ofsareiður. Og ekki rannhonum reiðin við það, að Ro- bert Kennedy hafði ráðið þessu vali forsetans. Dómsmálaráð- herrann hafði getið þess við bróð- ur sinn að i ráðuneytinu heföu menn vissar grunsemdir i sam- bandi viö Sinatra. — Frank hefur aldrei neitað að þekkja ýmsa „svarta sauði”, sagði einn af trúnaðarvinum hans, en gleymið ekki að hann hefur lika átt að málvinum tvo eða þrjá páfa og marga þjóðhöfö- ingja! Sinatra var særöur og auð- mýktur og hann hefndi sin 1966. Þá var leikarinn Ronald Reagan i framboði fyrir repúblikana sem landstjóri i Kaliforniu, og Sinatra hneysklaöi demókrata með þvi aö tilkynna opinberlega að hann styddi Reagan ákaft. — Hann er vinur minn, — og þar að auki er hann einmitt landstjórinn, sem við þurfum. Menn komu þessu ekki saman og heim. Ronald Reagan var beinharður ihaldsmaður, en Sinatra haföi aldrei farið dult með frjálslyndar skoðanir sinar. En Sinatra fékk þarna loks Itök á valdastað — þótt ekki væri það I Hvita húsinu i Washington. En þvi má heldur ekki gleyma, að menn verða oft Ihaldssamari með árunum — og þar er Frank Sinatra engin undantekning. Hann skipti um lifsmáta. Hann leysti upp hinn illræmda hóp, sem hann hafði verið potturinn og parinan i. t honum voru m.a. Dean Martin og Sammy Davis yngri og þeir höfðu oft gert góð- —®----------------------------- borgurum gramt I geði. Hann fór að láta sauma fötin sin i London. Markvisst vann hann að þvi að öðlast virðingu. Þetta átti sér stað, þegar bandariskt samfélag logaði af ó- kyrrðog andstæðum. Sinatra tók af allan vafa um hvoru megin hann stóö — hann fylgdi heilshug- ar „kerfinu”. Samt tók hann sig til og kvænt- ist Miu Farrow, 19 ára stúlku, sem hann átti litið sem ekkert sameiginlegt með. Mia var hrifin af Rolling Stones, og hlynnt upp- reisnargjörnum jafnöldrum sin- um, klæddist kæruleysislega og hafði megnustu fyrirlitningu á virðuleikablænum, sem maður hennar sóttist eftir. Þegar Mia flaug til London til að hefja leik i kvikmynd, fundu allir aö hjónabandið var I raun búið, jafnvel þótt nokkur timi liði þangaö til gengið var frá skilnaði lagalega. Eldur og vatn eiga illa saman. Hversvegna giftu þau sig? Ég veit ekki svarið við þeirri spum- ingu, sem hlýtur að koma i hug- ann, og ef til vill vita þau það ekki sjálf. Það eina sem ég veit er að Sinatra á það til aö gera óvænta hluti — það er þáttur i marg- slungnum persónuleika hans. SUMARIÐ 1971 hafði hann fengið sig fullsaddan af að vera „á eftir- launum”. Hann kunngerði á- kvörðun sina um svipaö leyti og Spiro Agnew hafði spilað rassinn úr buxunum sem varaforseti. Var þama um samhengi að ræða? í Hollywood voru menn þeirrar skoöunar — Frank hafði veðjað á rangan hest, sagði þekktur leik- stjóri mér, — og nú vildi hann sýna öllum heimi að hann væri ekki búinn að vera, þótt vinur hans Agnew væri það. Hann vildi sýna, að hvorki aldurinn né sorg- legt fall náins vinar bryti hann sjálfan á bak aftur! Ég vil ekki taka þessa skýringu góða og gilda umsvifalaust. Frank Sinatra er gáta og ekki er hægt að skýra allt i framferði hans. Staðreyndin er sú, að hann hef- ur ekki brugðizt Spiro Agnew — þótt næstum allir aðrir hafi gert þaö. Hann er og verður vinur vina sinna, þegar þeir eiga erfitt, eins og hann hefur alltaf verið. Stóra gestahúsið á landareign Sinatra I Palm Spring heitir Agnew húsið — og þvi nafni heldur það. Sinatra hefur safnað peningum fyrir Agnew til að greiöa lögfræðingum sinum og notað áhrif sin til að hjálpa honum einnig á annan hátt. BLAÐAMENN skipa háan sess hjá Sinatra. í raun og veru er undarlegt að hann skuli hafa svo neikvæöa afstöðu, þvi að honum er ljóst, hve fjölmiölarnir eru listamönnum mikilvægir. Hvernig hefði honum fallið að blööin heföu látið eins og hann væri ekki til. Tæpast sérlega vel. Ég held, að það hafi veriö smá- munir, sem komu hneykslinu i Astraliu af stað. Blaðakona, sem vann fyrir þá sem stóöu að tón- leikunum i Melbourne, sagöi við hann: —Þéreigið aðhalda blaða- mannafund! Enginn segir Sinatra fyrir verkum. Það fékk blaðakonan að vita meö orðum og framkomu, sem ekki var hægt aö misskilja, og til viðbótar fékk hún aö heyra hvað hún sjálf ætti aö gera. 1 leið- inni notaði hann tækifæriö til að segja skoöun sina á ástralskri blaðamannastétt i heild. Konan kvartaði við blaöamannasam- bandið og svo fór snjóboltinn að hlaöa utan á sig. Onnur stéttarfé- lög gengu I lið með blaðamönn- um, og Sinatra varð fyrir alls- herjaraðgerðum, sem hann réði ekki við. 1 eitt sinn varö hann að biöjast afsökunar á þvi opinber- lega að hafa látiö skapið hlaupa með sig i gönur. Aströlsk blöð komu með ásak- anir um aö „lifverðir” Sinatra hefðu verið harðhentir vift frétta- menn. Söngvarinn visaði þessum fullyrðingum á bug og kvaðst ekki hafa um sig lifvörö. — Einungis tónlistarmenn eru i fylgd með mér og þeir geta varla passað sjálfa sig ... hvað þá mig. Þeir drekka sig fulla á hverju kvöldi. Ég tók mér fyrir hendur aö lesa mikið af þvi sem skrifað hefur veriö um Frank Sinatra I blöð og timarit, og mér virðist alls ekki að hann hafi orðiö fyrir skipu- lögöum ofsóknum, eins og hann fullyröir sjálfur. Vissulega eru íkki öll skrif um hann jákvæð — en hvaða frægur maður getur bú- izt viö hrósi og blómum ein- göngu? Sérstaklega ef hann hefur hegöað sér vægast sagt óvenju- lega? List hans hefur alltaf verið vel metin, eftir þvi sem ég hef komizt næst. ^rinarlanm FERÐÍR mupmanwhöfn rGA RDA iIGNANft ERIYÐAR AÐ VELJ -íðeins P-y <=.?nnuf aft>?9^ SUNNU FERÐINA. MEÐ Þúsundir ánægðra viðskiptavina velja SUNNUFERÐIR ár eftir ár. Feröafréttir Sunnu eru komnar út! Fjölbreytt feróaval. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Lækjargötu 2 símar 16400 12070

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.