Tíminn - 01.06.1975, Qupperneq 30

Tíminn - 01.06.1975, Qupperneq 30
30 TÍMINN Sunnudagur 1. júni 1975 i ÉG segi eins og skáldið sagði: „I.iðið er hátt á aðra öld..”, þar eð ekki hefur neinn dómur hirzt uin hið nýja verk Zeppelin- báknsins, þrátt fyrir það, að liðnireru rúmlega tveir mánuð- ir, siöan platan kom út. Ef eitt- hvert land ætti að vera land Zeppelinismans, þá er það Is- land. En á þcim 5-6 árum, sem hljómsveitin hefur verið á toppnum, hefur undirritaður ekki lesiö stafkrók um hana á siðum islenzkra biaða. Hyggst hann þvi bæta úr skortinum og ræða aimennt um fyrirbærið og Physical Graffiti. Til þess að skilja plötuna, verða menn aö þekkja til fyrri platna Zcp. Einnig skulum vér gera oss grein fyrir tónlist hljómsveitarinnar, breytingum i fiutningi hennar og yfirleitt hvar Zep. stendur meðal ann- arra hljómsveita. List hennar skiptist i tvo snara þætti i tón- listarlifi tuttugustu aldar: blues og rokk. BLUES. Það eru tiltölulega fáir, sem vita hvað blues er. Margir setja orðið i samband við hávær og löng gitarsóló..En blues þekk- ist fyrst og fremst af textanum, sem fjallar yfirleitt um dapur- legt ástand andlegs, likamlegs eða félagslegs eðlis. Þessi út- breidda stefna á rætur sinar að rekja til sönglistar blökku- manna Ameriku, og átti sér sennilega blómaskeið á dögum þrælaverzlunar Bandarikja- manna. Blues er blanda af jazzi, sálmum og e.t.v. sönglist Af- rikuþjóða. Þessa blöndu tóku meðlimir Zeppelin upp á arma sina og gerðu sitt til þess að betrumbæta hana. Einkenni Zep-bluesara eru glögg: þeireru þungir textarnir, mála svarta mynd af einhverju ástandi. Plant syngur af innlif- un og með örvæntingarrómi, séu lögin þess eðlis. Trommu- slagið er þungt og oft óreglulegt, bassinn er hávær og reikull, og leikur stundum sinn þátt aleinn, þ.e. fráhverft rythma og trommum. Þessir bluesarar hafa breytzt með timanum. Ef við berum saman Dazed and Confused og No Quarter, sjáum við nokkurn mun. Gitarinn leik- ur minna hlutverk nú en áður. Aður voru lögin sundurliðuð af einleikum, t.d. á munnhörpu, orgel eða gitar. Nú er litið um slikt. 1 No Quarter er reyndar mellotron-einleikur, en hann er það fastur i myndinni, að litt ber á honum. Leikurinn er ekki eins þungur og hann var forðum, en lagiö hefur jafnmikil, ef ekki meiri áhrif eftir sem áður. Allt yfirbragð hefur og tekið stakka- skiptum. Mörg blues-laganna eru origi- nal-stykki, sem félagarnir út- setja á ný eftir eigin höfði. Dæmi eru til þess að þeir hafi sótt lög allt aftur til 1920-30 eða enn lengra aftur. Nefna má When the Leave Breaks og Gall- ows Pole. 1 ameriskri bók stendur skrif- að: „Blues er raunveruleikinn. Samkvæmt stjórnarskránni á sérhver íslendingur rétt á aðfá að njóta menningar og lista: Þeir hafo sennileaa átt við Zeppelin... höfðaði sérstaklega til tilfinn- inga minna þá er ég nam það i fyrsta skipti. Hvers vegna, ...væri drambssemi að upp- visa. Það er erfitt að færa rök fyrir þvihvers vegna Led Zeppelin er bezta hljómsveit veraldar...Ég get nefnt nokkur atriði, sem hafa sannfært mig i mörg ár: 1) Tvær stefnur, sem báðar fylla hæstu gæðakröfur, óma frá hörpustrengjum Zep. Allar aðr- ar hljómsveitir hafa e:na. 2) öll lög eru frumleg og eiga sér enga fyrirmynd. 3) Faðir og leiðtogi hljómsveitarinnar, Jimmy Page, er bezti gitarleikari ver- aldar. Hann hefur samið sér- stæðustu lög, sem við lýði hafa verið frá upphafi Homo Erec- tus. (Afgangur rökfærslu minn- ar er háður smekk minum og er niöurstaðan þvi e.t.v. einnig háð honum) 4) I hljómsveitinni er raddfegursti og sérstæðasti söngvari veraldar, Robert Plant. Hann hefur sungið feg- urstuljóð popp-timans, auk þess að yrkja þau sjálfur. 5) Trommusláttarmaður Zep., John Bonham, er sá kröftugasti, en um leið sá vandvirkasti, sem litiðhefur dagsins ljós. Hann er fullkominn!! 6) Bassaleikarann veit eg liprastan I sólkerfinu: John Paul Jones. Auk þess er hann gæddur þeirri náttúru að spila undurvel á hljómborðs- hljóðfæri. Niðurstaða min virðist vera óvinsæl, hvar sem ég birti hana: Led Zeppelin er bezta hljóm- sveit veraldar. Hún var kosin bezta hljómsveitin i kosningum NME 1975, sem þykja mjög áreiðanlegar. Auk þess var hún kosin bezta hljómsveit heims 1970 (og e.t.v. oftar). Það sýnir að Zeppelin tilheyrir Beatles, Rolling Stones o.fl. Með orðum minum hef ég sennilega vakið upp grimmd, skelfingu, blóðsúthellingar og hatur. Mig langar einungis til þess að leiðbeina ykkur skræl- ingjunum inn i ljósið eða eins og Robert Plant segir: „Every- body Needs the Light.” Sam- kvæmt stjórnarskránni á sér- hver tslendingur rétt á að fá að njóta menningar og lista. Þeir hafa sennilega átt við Zeppe- lin.. Ég vil i lokin itreka að Physi- cal Graffiti virðist i fyrstu, ósköp venjuleg plata. En er eyru hlustandand taka að venj- ast henni, sér hann meira og meira af gullstyttunni... Zeppelinskur aiþýðumaður Ef þú kannt ekki við hann eins og hann er, þá skaltu ekki fást um hann. „Þetta er satt að vissu marki, ég ráðlegg öllum að hlusta á blúes. Til þess þarf þolinmæði og fordómalausa hugsun. En þú uppskerð riku- lega fyrir þá þolinmæði, sem þú sáir. (1 þessu sambandi má geta þess virðingarleysis, sem gætir meðal þjóðarinnar fyrir mesta skáldi siðari tima, Bólu-Hjálm- ari. E.t.v. á það virðingarleysi rætur að rekja til þess að Bólu- Hjálmar orti aldrei þjóðrembu- kviðlinga á borð við þá Matta Joch,og Nasa Hall. Ljóðasmið- ar hans eru raunsæjar þjóðlifs- lýsingar þeirra tima og i ætt við blues-ljóð þrælatimabilsins i Ameriku. Niðurlæging og þján- ing manna er eftir allt sama eins, hvar sem er á jörðinni. Dæmi Hjálmars og Zeppelin eru lik: enginn skilur list þeirra. Ég vona að ég móðgi engan þótt ég beri þessa óliku listamenn sam- an.). A tslandi eru margir haldnir fordómum gagnvart fordómum vegna þess að þeir skilja ekki tónlist Zeppelin. Þessi treggáfa hefur orðið alþýðuskáldinu Macmillan yrkisefni: Sit eg hér að sumbli og sulla í vfn. Astæðan er ekkert grin: enginn skilur Zeppelin. HOKK. Rokkið, sem Zep. flytur oss á silkipúðum hljóðfæra sinna, er algerlega frumlegt. Þegar fél- agamir komu fram meö þessa stefnu árið 1968, voru Bitlarnir og Steinarnir staðnaðir. Þetta varð til þess að blása nýju lifi i tóniistarlifið og i dag starfa hundruð hljómsveita á þeim grundvelli sem Zeppelin lagði fyrirsjöárum. En margar þess- ara hljómsveita eru virtar sem brautryðjendurá hinu eða þessu sviði innan þunga rokksins, meðan Zep eru hataðir fyrir að stela tónlist þeirra. Fólk athug- ar ekki að Led Zeppelin eru höf- undar þunga rokksins. Einhver ómerkilegur rass i Reykjavik gerðist eitt sinn svo djarfur að bera saman Zeppelin og Bad Company, með það I huga að Company væru erfingjar Zeppe- lin-stórveldisins. Ég bendi i þvi sambandi á tvö lög, sem gætu skýrt málið: Whole Lotta Love og I Can’t Get Enough. Hvaða heilbrigðum manni dytti i hug að bera þau saman? Rokk-tónlist Zeppelin markaði stefnuþunga rokksins þegar á fyrstu plöt- unni. Nokkuð er þó um að blues og rokki sé blandað I eitt þar. Nú i seinni tið eru þessar tvær stefnur vei aðgreindar með ein- kennum þeirra. Á annarri plöt- unni sigldu þeir upp og settust ofan á rokk-tind þann, sem áður höfðu á troðið Rolling Stones, Chuck Berry og Bill Haley. A næstu plötum héldu þeir áfram að hlaða undir sig á tindinum. Undirritaður tTeystist litt til þess að ákveða, hver sé hæsti punkturinn, en sennilega er það Led Zeppelin 4... A ferli hljómsveitarinnar hef- ur rokkið einnig tekið breyting- um. Gitarinn hefur haldizt að mestu, en þó eru sólóin mest neðanjarðar. Það ber ekki eins á þeim og gerði fyrr. Einnig hefur hljómur gitarsins breytzt og verið að breytast alla tið. — Trommuslagið er alveg jafn- þungt og fyrr, en alltaf jafn- breytilegt og frumlegt t.d. I Four Sticks eða The Crunge. Slikt gerist hvergi nema hjá Zep. — Rödd Plants hefur breytzt og söngurinn. Fyrrum lagði hann mikið upp úr þvi að ná háum tónum og helzt syngja hærra en hljómsveitin gat spilað (sem hann og gerði). 1 seinni tið hefur þetta minnkað og á nýj- ustu plötunni gerir hann mikið af þvi að koma inn i lögin þar sem gitarhljómur hættir eða er ekki til staðan Svo er um Cust- ard Pie. Um rokkið má segja eins og um bluesinn að það hef- ur tekið stakkaskiptum á ferlin- um. Munurinn á blues og rokki hljómsveitarinnar er skarpur. Blues-lögin einkennast fyrst og fremst af textanum, en einnig eru þau þyngri heldur en rokkið og oft hrárri. Einnig eru þau lengri, vegna þess að blues er texti plús tilfinning (feeling). A Physical Graffiti eru tvö beztu lögin bluesarar: Kashmir og In My Time of Dying. Þau eru torskilin mjög og langt frá þvi að vera kúlutyggjórokk, sem flýtur inn, i Tiu á toppnum. Það er ekki nóg að hlusta tvisvar á þau, ár ætti að nægja, séhver dagur nýttur til hins ýtr- asta. — Á plötunni eru mörg góð rokk-lög t.d. Custard Pie, The Rover og Trampled Under Foot. Það yrði of langt mál að nefna sérhvert lag i þessu tveggja platna albúmi og kveða upp dóm um það. Athyglisverðustu lögin að mati neðanskráðs eru áður nefnd lög, sem öll eru á fyrri plötunni. Siðari platan er sizt verri, þar eru lögin all- sundurleitog minnir á úrvalið á þriðju plötu hljómsveitarinnar. Þetta albúm Led Zeppelin er sem sagt gott. Hins vegar skal ekki dulið, að það er fyrir neðan þann standard, sem hljómsveit- in setti fyrr á ferlinum með út- gáfu þriðja og fjórða albúmsins, en það eru sigrar, sem fáum mun nokkurn tima heppnast að klekkja á. Ég ætla að minnast á eitt lag enn: Bron-Yr-Aur, sem rihrc tANi K sEn[,a t- %

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.