Tíminn - 01.06.1975, Qupperneq 37
Sunnudagur 1. júni 1975
TÍMINN
37
Bœndur
/iKASTDREIFARINN ER
ri/lCOH) EKKI NEINN VENJU-
y" LEGUR DREIFARI
Áburðartrektin,
sem tekur 400
er úr Polyster
harðplasti - og
tærist því ekki
Dreifibúnaður er úr
ryðfríu stáli -
og ryðgar því ekki
Dreifibreidd 6-8 m eftir
kornastærð
Ryð og tæring áburðardreifara
hafa verið vandamál - þar til nú
íþróttir og útilíf
Tómstundaráð Kópavogs gengst
fyrir sumarnámskeiði fyrir börn
og unglinga á aldrinum 8-14 ára.
Námskeið þetta nefnist tþróttir
og útilíf og er með liku sniði og
var á s.l. sumri, en þá sóttu um
140 þátttakendur námskeiðið.
Námskeiðið mun standa yfir i 6
vikur, eða frá 2. júni til 11. júli frá
kl. 10.00-15.00 hvern virkan dag. 1
Austurbænum fer námskeiðið
fram á Smárahvammsvelli
v/Fifuhvammsveg, en i Vestur-
bænum við Kársnesskóla. Þátt-
takendur hafi með sér nesti, sem
þeir snæða i hádeginu, en fá auk
þess heita súpu.
Námskeiðið byggist fyrst og
fremst á iþróttum og leikjum, en
ýmislegt fleira fléttast þar inn i,
t.d. göngu- og hjólreiðaferðir,
ræktunarstörf, umferðarfræðsla,
heimsókn i siglingaklúbb og reið-
skóla, og rúsinan i pylsuendanum
verður 2 daga ferð að Laugar-
vatni.
2 iþróttakennarar, auk að-
stoðarfólks, munu sjá um kennslu
á hvoru námskeiði. Þátttökugjald
er kr. 2.500,-. Systkinaafsláttur er
veittur.
Innritun fer fram á Smára-
hvammsvelli og við Kársnesskóla
um leið og námskeiðið hefst.
Forstöðumaður námskeiðsins
er Guðmundur Þorsteinsson.
VERÐ KR. 77.000
Til afgreiðslu nú þegar
Globusa
LÁGMtJLI 5. SlMI 81555
Hjúk runarfélag Islands:
EINUNGIS HJÚKRUNARKONUR GEGNI
SJÁLFSTÆÐUM HJÚKRUNARSTÖRFUM
352 menntaðar hjúkrunarkonur ekki í starfi
Aðalfundur Hjúkrunarfélags
Islands var.haldinn i Reykjavik þ.
10. mai s.l.
Fundinn sátu rúmlega fimmtiu
kjörnir fulltrúar frá svæðis- og
sérgreinadeildum félagsins.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa og lagabreytinga var m.a.
fjallað um aðild félagsins að
BSRB og leyfi til að stunda sjálf-
stæð hjúkrunarstörf.
Fyrir fundinn lá ályktun frá
Reykjavikurdeild félagsins þar
sem þvi er harðlega mótmælt að
aðrir en hjúkrunarkonur og menn
gegni sjálfstæðum hjúkrunar-
störfum.
Astæða þessarar ályktunar er
sú, að á undanförnum árum hefur
það orðið æ algengara að til
hjúkrunarstarfa hefur verið ráðið
starfslið, án nauðsynlegrar
undirbúningsmenntunar. Stjórn
félagsins hafa borizt mótmæli
fjölda hjukrunarkvenna vegna
þessa. Hafa ráðamenn stofnana
og heilbrigðisyfirvöld verið hvött
til þess að leita leiða er duga
mættu til þess að fá betur notið-en
nú er, starfskrafta þeirra, er þeg-
ar hafa hlotið hjúkrunarleyfi. I
þessu sambandi má geta þess að
um s.l. áramót voru 1300
hjúkrunarkonur- og menn i
Hjúkrunarfélagi tslands, en auk
hjúkrunarkvenna sem þá voru er-
lendis og þeirra sem komnar eru
á eftirlaun voru 769 starfandi hér
á landi, þar af 480 i fullu starfi, 352
voru ekki i starfi.
Mikil óánægja kom fram á
fundinum vegna þess hvernig
styrkveitingum til framhalds-
menntunar hjúkrunarkvenna er
háttað af hálfu hins opinbera, en
framhaldsnám i flestum greinum
hjúkrunar verður að sækja til
annarra landa. Mikill skortur er
t.d. á hjúkrunarkennurum hér á
landi, en styrkir menntamála-
ráðuneytisins til hjúkrunarkenn-
aranáms, sem tekur 2 ár, nema
kr. 200.000.00.
Þá var það álit fundarins að
brýn þörf væri á þvi að gerð yrði
áætlun um heildarskipulag
Héraðsskólanum i Skógum var
sagt upp þriðjudaginn 27. mai.
Nemendur voru lengst af 120, en
114 luku prófum. Skólastarf gekk
að óskum á vetrinum. Þau tiðindi
voru merkust á lokaprófum, að
tveir nemendur hlutu ágætis-
einkunn á landsþrófi miðskóla,
sem er frábær árangur og fremur
sjaldgæft. Fimmti bekkur
starfaði við skóla^n i fyrsta skipti
mannafla heilbrigðisþjónustunn-
ar. Var á það bent að sifellt koma
fram fleiri starfshópar á vett-
vangi heilbrigðisþjónustunnar, en
ekki liggur fyrir mótuð stefna
heilbrigðisyfirvalda hér á landi i
þessum efnum.
þetta skólaár. Reyndist sú
nýbreytni vel og lofar góðu fyrir
framtiðina. Aðeins var kennt á
svo nefndu tæknikjörsviði i 5.
bekk i þetta skipti, en það þykir
henta bezt fyrir menntaskóla og
annað framhaldsnám. Vonir
standa til að hægt verði að taka
upp kennslu á fleiri kjörsviðum i
framtiðinni er betur eiga við
gagnvart ýmsu sérnámi.
Rafgeymar til sjós og
lands
'SUNNBK
rafgeymarnir
eitt þekktasta merki
Norðurlanda — fást hjá
okkur i miklu úrvali
Einnig:
Rafgeymasambönd, kaplar, skór og
kemiskt hreinsað rafgeymavatn
ARMULA 7 - SIAAI 84450
Skólauppsögn í Skógum
Framhaldsdeild starfaði í vetur
v
é '
V-lUs
Wy’’
I
tí<i
’k-M *
Fró Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti
Skólinn mun taka til starfa á komandi hausti.
Rétt til inngöngu eiga nemendur er lokið hafa 3. bekk
gagnfræðaskóla (f. 1959) og búsettir eru i Breiðholts-
hverfum.
Innritun fer fram I Fellaskóla dagana 2. og 3. júni n.k.,
kl. 14.00-18.00 báða dagana.
Umsækjendur hafi með sér prófskirteini.
Fræðslustjórinn i Reykjavik.
f
y.*
$
0.
m
’i,S-
k
§
h-M
y
‘v' > •>
>/y,
'Vyr
stf.\
€
H.f. Eimskipafélag íslands
árnar sjómannastéttinni
allra heilla á
sjómannadaginn I. júní