Fréttablaðið - 19.03.2005, Side 1

Fréttablaðið - 19.03.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR KEFLAVÍK MÆTIR ÍR Undanúrslit Intersport-deildar karla í körfubolta hefjast klukkan 14. Þá tekur Keflavík á móti ÍR. Keflavík sækir ÍS heim í úrslitakeppni 1. deildar kvenna klukkan 17. DAGURINN Í DAG 19. mars 2005 – 76. tölublað – 5. árgangur ÁLFYRIR- TÆKI SÝNA ÁHUGA Sex heimsþekkt álfyrirtæki hafa nú sýnt áhuga á að fjárfesta í álverum á Ís- landi, að sögn iðnaðarráðherra. Svigrúm er til að reisa eitt álver til viðbótar. Sjá síðu 2 EITURLYF Í HÁRKOLLU 64 ára gömul kona var handtekin á Leifsstöð þegar hún reyndi að smygla 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Amsterdam. Hún faldi efnið í hárkollu. Sjá síðu 2 FISCHER VERÐUR ÍSLENDINGUR Allsherjarnefnd samþykkti í gær einróma að mæla með því að Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Stefnt er á flýtimeðferð á Alþingi. Sjá síðu 4 UPPSVEIFLA Á HÚSAVÍK Hátt í 300 ný störf verða til ef þær þrjár verksmiðjur sem rætt er um að rísi á Húsavík og ná- grenni verða að veruleika. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 54 Tónlist 54 Leikhús 54 Myndlist 54 Íþróttir 46 Sjónvarp 60 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 VEÐRIÐ Í DAG NÝTT ÚRKOMUSVÆÐI er á leið yfir landið. Rigning sunnan og vestan til í dag en norðan til í kvöld. Fremur milt í veðri og hiti 2-10 stig, hlýjast syðst. Sjá síðu 4 Hugmynd að tónlistarhátíð kviknaði á fylliríi SÍÐA 38 ▲ Hlakkar til að komast aftur í „ólætin“. SÍÐA 30 ▲ Aldrei fór ég suður: Enn er beðið eftir næstu plötu Hljómsveitin Trabant: ● bílar ● dýrasta plata sem aldrei hefur komið út Willy's-jeppar langflottastir Jón Karl Snorrason: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Guns n’ Roses: ▲ SÍÐA 42 Auðun Georg Ólafsson fréttastjóri: Málið ekki í mínum höndum RÍKISÚTVARPIÐ „Málið er ekki í mín- um höndum,“ sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningar- samningi hans, en útvarpsstjóri er í útlöndum. Auðun hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla eftir að hann var ráðinn, en ráðningin hefur sem kunnugt er valdið miklu róti hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Fréttamenn Útvarps samþykktu tvívegis vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og starfsmannafundur samþykkti áskorun um að hann endurskoðaði ákvörðun sína um ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Félag fréttamanna hefur skorað á Auð- un Georg að taka ekki starfinu. „Ég hef ekkert að segja við fjölmiðla,“ sagði Auðun Georg í gær. Spurður hvort hann hygðist sleppa því að ræða þetta hitamál opinberlega og skýra sína afstöðu svaraði Auðun Georg: „Ég mun gera það síðar,“ og bætti við að málið væri ekki í sínum höndum og sleit samtalinu án þess að skýra það frekar. - jss DÓMSMÁL Hákon Eydal var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa síðastliðið sumar myrt Sri Rahmawati, barnsmóður sína og fyrrverandi sambýlis- konu. Honum var enn fremur gert að greiða börnum Sri tæpar 22 milljónir króna í bætur. Í niður- stöðu dómsins segir að Hákon eigi sér engar málsbætur. Hákon lýsti því yfir eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann hygðist áfrýja til Hæstaréttar. Ragnheiður Harðardóttir sak- sóknari segir niðurstöðuna í sam- ræmi við það sem hún hafi búist við. Brynjar Níelsson, verjandi Hákonar, segir ljóst að Hákon muni ekki geta staðið skil á bóta- greiðslunum enda séu ekki for- dæmi á Íslandi fyrir jafnháum bótum og í þessu máli. Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlög- maður segir ríkið hlaupa undir bagga og greiða hluta bótanna geri Hákon það ekki. Ef sú verði raunin fái hvert barn 600 þúsund krónur frá ríkinu því ríkið borgi ekki hærri bætur en það. Auk voðaverks Hákonar ræðst þyngd dómsins af því hvernig hann hagaði sér eftir morðið á Sri. Hákon reyndi að afmá öll sönnun- argögn og segir dómurinn með- ferð hans á líkinu smánarlega. Hákon hafi einsett sér að vera lög- reglunni erfiður en hafi mátt vita að upp um hann kæmist. Sjá síðu 12 Tuttugu milljarða króna fjárfesting í Svíþjóð: KB banki og Burðarás kaupa í Skandia VIÐSKIPTI Tvö íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum vikum eignast samtals um sex prósent í sænska tryggingafyrirtækinu Skandia. Burðarás á nú um 3,5 prósent í félaginu og KB banki um 2,5 pró- sent. Verðmæti eignar íslensku fyrirtækjanna í Skandia er tæp- lega tuttugu milljarðar króna. Fréttir um kaup KB banka á 2,5 prósenta hlut í sænska fjármála- fyrirtækinu fyrir átta milljarða króna vekja mikla athygli. Dag- blaðið Dagens Industri í Svíþjóð lýsir atburðarásinni sem stríði milli íslensku viðskiptablokkanna. Forráðamenn íslensku fyrirtækj- anna munu ekki líta málið sömu augum þótt fullyrt sé að hjá Burðarási sé takmörkuð hrifning með að KB banki sæki á sömu mið í fjárfestingum í Svíþjóð. Burðarás hefur verið að kaupa bréf í Skandia frá áramótum. Fjár- festingarbankinn Carnegie hefur séð um kaupin fyrir Burðarás en Burðarás ræður um fimmtungi hlutafjár í fyrrnefnda félaginu. Í fyrra keypti Burðarás um tíu prósenta hlut í breska bankanum Singer and Friedlander eftir að KB banki hafði keypt um tuttugu pró- sent og var talinn líklegur til að gera yfirtökutilboð. Fullyrt hefur verið að forsvarsmenn KB banki hafi ekki verið kátir með fjárfest- ingu Burðaráss í Singer and Fried- lander. Nú er það hins vegar KB banki sem eltir Burðarás í fjár- festingum sínum. - eþa NÝRÁÐINN FRÉTTASTJÓRI Auðun Georg Ólafsson sagði við Frétta- blaðið í gær að hann myndi ræða frétta- stjóramálið síðar á opinberum vettvangi. VARÐSKIPIÐ TÝR ÞRJÁTÍU ÁRA Flaggskip Landhelgisgæslunnar, varðskipið Týr, er 30 ára um þessar mundir. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Sigurður Steinar Ket- ilsson skipherra héldu ásamt fleiri starfsmönnum Gæslunnar upp á tímamótin í gær. Týr fór í sína fyrstu ferð til björgunar- og landhelgisgæslustarfa frá Reykjavík 29. mars árið 1975 undir stjórn Guðmundar Kjærnested skipherra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Jónas Kristjánsson snýr aftur á DV: Dómur fallinn í einu umtalaðasta morðmáli síðari ára: Hákon dæmdur í sextán ára fangelsi Öryggisráðið: Davíð vill sækja um STJÓRNMÁL Davíð Oddsson utanrík- isráðherra segir að stefna Íslend- inga um að sækjast eftir sæti í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi ekki breyst. Kostnaðurinn við framboðið og þátttökuna, verður á bilinu sex til sjöhundruð milljónir króna. Sjá síðu 24

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.