Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 35
iPod í bílinn Tónlistin er spiluð hátt í bílum frá General Motors. Á næstunni mun það verða leikur einn fyrir tónlistarunn- endur að taka uppáhaldslögin með sér í bíltúr. Bílaframleið- andinn General Motors er með heila línu af útvörpum í smíð- unum sem mun líta dagsins ljós í Chevy HHR og öðrum GM- farartækjum seint á vormán- uðum. Auðveldlega verður hægt að stinga iPod eða öðrum tónlist- artækjum í samband við hljóm- tækin og spila lög af þeim. „Við teljum að þessi tækni muni vekja mikla lukku meðal við- skiptavina okkar,“ segir Paul Nadeau, forstjóri General Motors, á heimasíðu fyrirtæk- isins. Nýja útvarpið verður staðal- búnaður í 2006 árgerðunum af Chevy HHR, Impala og Monte Carlo, Saturn VUE og ION, Pontiac Solstice, Buick Lucer- ne og Cadillac DTS. Á næstu árum verður útvarpinu komið fyrir í fleiri bifreiðum. ■ 3LAUGARDAGUR 19. mars 2005 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Lagt við hlustir Ég hef heyrt að margir blómaeigendur tali við blómin sín. Halda því fram að þau dafni betur. Ég veit ekki hvort hægt er að nota sömu aðferð á bíla en það margborgar sig hins vegar að hlusta á þá. Ef þú lærir að þekkja hljóðin í bílnum þínum heyrir þú strax ef aukahljóð bætist við. Aukahljóð orsakast af breytingu og breytingar í bílum eru sjaldnast af hinu góða. Byrjum á einföldu dæmi. Bíllinn startar hægt (nönn...nönn...nönn...). Hljóðið vísar til rafmagnsleysis. Annað dæmi væri ójafn gangur (brumm brumm hóst brumm). Gæti bent á ranga tímastillingu á kveikju eða vitlausa eldsneytisblöndu. Ef gangurinn er hins vegar mjög grófur og ójafn (hósthóst... hóst... hóst) er mótorinn sennilega ekki að sprengja í öllum strokkum. Þá athugar maður fyrst kerti og kertaþræði. Fjórða dæmið væri svo lágvært og ákaft tikk- hljóð framan úr vél (gliggliggliggliggligg...). Í sumum vélum er það eðlilegt, í öðrum tilfellum borgar sig að drepa strax á bílnum og athuga stöðu á smurolíu áður en vélin skemmist. Rétt er að taka fram að þetta hljóð getur líka bent á önnur og meiri vandamál ef það hverfur ekki við að bæta smurolíu á vélina. Önnur hljóð sem gefa til kynna að það sé komið að varahlutakaup- um eru til dæmis hvinur eða niður aftan úr bílnum (nnniiiiiiiiiiii), sem er merki um afturhjólalegu sem er á síðasta snúningi, og ískur í bremsum (ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ), sem getur til dæmis stafað af óhreinindum á bremsuklossum eða þá að klossarnir, bremsudiskarnir eða –skálarnar eru eyddar. Þegar ískrið í bremsunum er farið að breytast í surg (kkkggghrhhrrrr) eru bremsuklossarnir gjörsamlega búnir og ekki öruggt að keyra bílinn neitt nema á næsta verkstæði. Síðasta dæmið á þessum stutta og ótæmandi lista er gelt frá hjól- um bílsins þegar þú keyrir í holur (bonk!) en það stafar oft af ónýtum dempurum. Næst þegar þú ert að keyra skaltu slökkva á útvarpinu og hlusta á bílinn þinn. Lærðu að þekkja öll hljóð í bílnum þegar hann er í lagi. Þá er ekki ólíklegt að þú komir „eyra“ á bilun áður en hún fer að hafa veru- leg áhrif. Það getur sparað þér tíma á verkstæði og stórar fjárhæðir. www.nysprautun.is www.toyota.is Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 27 74 4 0 3/ 20 05 BETRI NOTAÐIR BÍLAR Með náin kynni í huga Volvo V70 Cross Country AWD F.skrd. 10.2002 Ekinn: 60.000 km, vél 2400cc ssk. Litur: Silfurgrár. Verð: 3.650.000 kr. Búnaður: Leður, dráttarb., sóllúga. Ford Focus Trend F.skrd. 11.2000 Ekinn: 64.500 km, vél 1600cc ssk. Litur: Ljósblár. Verð: 1.120.000 kr. Tilboð: 890.000 kr. Toyota Landcruiser 100 Bensín F.skrd. 07.2000 Ekinn: 72.000 km, vél 4700cc ssk. Litur: Silfurgrár Verð: 3.990.000 kr. Búnaður: Leður, lúga og TEMS. Lexus RX300: Sport F.skrd. 11.2001 Ekinn: 54.000 km, vél 3000cc ssk. Litur: Dökkgrænn Verð: 3.400.000 kr. Búnaður: Leður, sóllúga, vindskeið. Toyota Corolla Verso 7 manna F.skrd. 06.2004 Ekinn: 14.000 km, vél 1800cc MMT Litur. Silfurgrár. Verð. 2.250.000 kr. Lexus LS430 President F.skrd. 08.2002 Ekinn: 22.400 km, vél 4300cc ssk. Litur: Silfurgrár. Verð: 5.500.000 kr. Einn með öllu Mercedes Benz ML270 Dísel F.skrd. 09.2002 Ekinn 50.000 km, vél 2700cc ssk. Litur. Gylltur. Verð. 4.690.000 kr. Tilboð: 4.390.000 kr. Búnaður: AMG útlitspakki, leður, 7 sæta, spoiler, litað gler o.fl. Volvo S80 Turbo Diesel F.skrd. 07.2002 Ekinn: 229.000 km, vél 2400cc ssk. Litur: Silfurgrár. Verð: 2.790.000 kr. Tilboð: 2.390.000 kr. Búnaður: Leður, sóllúga, GSM o.fl. Nissan Patrol Elegance F.skrd. 06.2002 Ekinn: 140.000 km, vél 3000cc ssk. Litur: Grænn. Verð: 3.790.000 kr. Tilboð: 3.290.000 kr. Búnaður: 38" breyting, leður o.fl. Audi A6 var valinn World Car of the Year, eða heimsmeistari bíla, af dómnefnd 48 þekktra bílablaða- manna. Audi A6 sigraði 35 keppi- nauta úr öllum stærðarflokkum en verðlaunaathöfnin var haldin í febrúar í tengslum við alþjóðlegu bílasýninguna í Toronto í Kanada. Í dómnefndinni voru fulltrúar helstu svæða bifreiðamarkaðarins og leiðandi fjölmiðla á sviði bíl- greina í heiminum. Bifreiðar voru metnar, bæði á hlutlægan mæli- kvarða, svo sem eiginleika fram- leiðslunnar, og vegna „persónu- töfra“. Audi A6 hefur sópað að sér verðlaunum eins og Auto Trophy, Gullna stýrið og besti bíllinn í lúx- usbílaflokki. ■ Nýlega opnaði nýtt bílaverkstæði í Akralind 1 í Kópavogi, AB Bremsur og viðgerðir. Húsnæðið er um það bil 130 fermetrar, bjart og rúmgott, og þar er gert við allar tegundir bíla. Áhersla er lögð á góða og persónulega þjón- ustu og verkstæðið er opið alla virka daga frá kukkan 8-18 og einnig á laugardögum. ■ Nýtt bílaverkstæði í Kópavogi Alhliða viðgerðir á öllum bílum. AB Bremsur og viðgerðir í Akralind er snyrtilegt verkstæði sem býður upp á góða þjónustu. Audi A6 hefur sópað til sín verðlaunum í ár og er formlega orðinn heimsmeistari bíla. Audi bestur í heimi A6 World Car of the Year
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.