Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 68
Það er ekkert meira „retro“ en appelsínuguli liturinn en hann kemur með trukki og dýfu inn í vortískuna. Tískuspekúlantar segja að appelsínugulur sé litur ársins. Það er eflaust rétt, hátísku- hönnuðirnir eru að minnsta kosti ákaflega hrifnir af honum. Þeir nota hann bæði einan og sér og svo kemur hann vel út í mynstr- um. Það er þó tæplega hægt að mæla með því að vera í appelsínu- gulu frá toppi til táar nema viðkomandi sé að sverma eftir hlutverki í Ávaxtakörfunni. Sumarið verður mjög blómlegt, sérstaklega þeg- ar kemur að mynstrum. Bæði gróf og fín blóma- mynstur ganga. Ekki er nauðsynlegt að fjárfesta í nýrri flík fyrir sumarið ef þú átt einhverja fyrir. Þegar blómamynstur eru annars vegar má tjalda því sem til er og ganga bæði fín og gróf blómamynstur. Það er mikið um rósósttar hálfgegnsæjar skyrtur, rósótta kjóla og pils með æpandi mynstri. Einnig ber töluvert á grafískum og hippalegum mynstrum. Þar er appelsínuguli liturinn algerlega á heimavelli. Þegar þessar flíkur eru skoðaðar nánar kemur í ljós að það er eins og maður hafi séð þetta allt áður. Það er líka rétt því margt af þessu er alveg klippt og límt upp úr „seventís“-tískunni. Skartið á ekki bara að vera gyllt og bronsað. Emal- erað skart er flott með þessari tísku og er það gjarnan mjög litríkt. Það er mikið fiðrildaþema í gangi og þá á ekki bara að leggja þau sem borð- skraut á fermingarhlaðborðin heldur er mjög mikið um fiðrildaskart, bæði í formi eyrnalokka og hálsmena. Þessar dúlleríspælingar gera það að verkum að það er hægt að vera ferskur og flottur án þess að það kosti fólk aleiguna. martamaria@frettabladid.is Tími táningsáranna er liðinn. Ég uppgötvaði það þó ekki fyrr en ný- lega þrátt fyrir að vera búin að plokka burt gráu hárin um nokkurt skeið. Nú hef ég lagt plokkarann á hilluna því þetta ævintýri hefði bara endað á einn veg. Með blettaskalla. Það voru þó ekki gráu hárin sem sögðu mér að aldurinn væri að færast yfir heldur óstjórn- leg löngun í ekta Chanel-tösku með löngu gylltu bandi. Fyrir nokkrum árum fannst mér svona töskur einungis vera fyrir miðaldra húsmæður eða eilífðar „eitís“-píur sem drukku Tab í baðkeravís og nældu stærstu axlapúð- unum í vængjaleðurjakkann. Chanel-taskan er þó langt frá því að vera eitthvað „eitís“-fyrirbæri því hún átti fimmtugsafmæli í febrúar. Allan síðasta áratug hefur það verið innprentað í minn litla heila að allt sem gerðist á níunda áratugnum sé slys. Ég trúði því að þau hryðjuverk sem framin voru í tískuheiminum á þeim tíma yrðu ekki endurvakin. Smám saman hefur þessi tíska níunda áratugarins þó smogið inn í tísku nútímans. Þetta hefur þó gerst svo löturhægt að við höfum látið blekkjast og varla tekið eftir þessum áhrifum. Ég veit ekki hvort þetta sé máttur tískublaðanna eða hvort ég sé búin að hanga of mikið inni á tískusíðum internetsins, en sannleikurinn er sá að ég er búin að sættast við þennan áratug. Það er svo sem ekkert skrítið við það þar sem ég var barn á þessum tíma og lifði níunda áratuginn ekki til fulls með tilheyrandi Tab-drykkju, herðapúðum og uppastælum. Á þessum tíma lifði ég mig inn í ástríðufull sam- skipti á milli Barbí og Ken á milli þess sem ég horfði á Lilla og vini hans í Brúðubílnum. Um þessar mundir er hugurinn kominn á flug og ég er farin að safna fyrir ekta Chanel-tösku. Ég læt mig dreyma um að hrasa um Chanel-gersemar í sumarfríinu. Eina vandamálið þessa stundina er hvort ég eigi að fá mér hefðbundna og klassíska í svörtum lit eða hvort ég eigi að splæsa í afmælisútgáfuna sem er eldrauð að lit í stíl við sportbílana í Miami Vice-sjónvarpsþáttunum. 52 19. mars 2005 LAUGARDAGUR Hin eina sanna lagerútsala! Hin árlega lagersala mjög þekktra merkja er núna um helgina, 18.-20. mars 2005. - Ótrúlegt úrval & Ótrúleg verð - Verðdæmi: Buxur 2.000 Bolir 1.000 Skór 500 Útsalan verður haldin að Guðríðarstíg 6-8 í Grafaholti, gengið inn að ofan. Opnunartími: Föstudagur 16:00 - 19:00 Laugardagur 12:00 - 17:00 Sunnudagur 13:00 - 16:00 Fullt af góðum skóm og fatnaði á ótrúlegu verði. Ferskjulitaður kinnalitur er einn af þeim hlutum sem eru algerlega ómissandi. Hann fer vel við flestar húðtegundir og fær hverja konu til að geisla af þokka. Fallegt er að skyggja andlitið með sólarpúðri og setja örlítið af ferskjulita kinnalitn- um ofan á kinnbeinin. Það verður þó að gæta þess að nota hóflega af kinnalitnum því enginn vill líta út eins og jólatré í júní. Flottu og frægu konurnar í hinni stóru Ameríku hafa tekið ástfóstri við ferskjulitan kinnalit, þar á meðal Sarah Jessica Parker sem allar al- vöru konur vilja líkjast. > NANNA ÓSK JÓNSDÓTTIR ER FRAMKVÆMDASTÓRI FÉLAGS VIÐSKIPTA-OG HAGFRÆÐINGA OG HEFUR YFIRUMSJÓN MEÐ DANSSTÚDÍÓI WORLD CLASS. Gerir innrás í vor- og sumartískuna. ELEY KISHIMOTO Hönnun Eley Kishimoto fæst í versluninni KRON. Appelsínugulur er liturinn BLÓMABRÓDERÍ Stígvél úr Karen Millen lífga upp á tilveruna. RÓSÓTTAR Bómullarskyrtur frá French Connection sem fást í Kultur. LITRÍKIR OG LIFANDI Þess- ir fást í Bertie í Kringlunni. GLITRANDI Eplabolur frá versl- uninni Zara í Smáralind. SKRAUTLEGIR Appelsínugulir eyrnalokkar úr TopShop. FLJÚGA BLEIKU FIÐRILDIN Fiðrilda- hálsmen úr verslun- inni TopShop. STRANDFÍLINGUR Toppur úr Karen Millen. VEGLEG TASKA Úr versluninni Zara. AFTURHVARF TIL HIPPATÍMANS Stuttur jakki með áberandi mynstri frá verslunni Zara í Smáralind. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Frísklegar kinnar Sarah Jessica Parker með ferskju- litan kinnalit. FERSKJULITUR kinnalitur frá MAC. Hann fæst í Deben- hams í Smáralind. >>> Uppáhaldshönnuðir? Prada, Roberto Cavalli, Kimoro Lee hjá Baby Phat, Selma Ragnarsdóttir og Ameríska fata- merkið Ecko Red. Hverju ertu mest svag fyrir? Ég er mikið fatafrík. Ég held mest upp á skó og töskur, en svo er ég alltaf hrifin af gallabuxum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér hlébarðapils úr satínefni og ljósan topp með gylltum þráðum sem er opinn í bakið. Toppinn keypti ég í Morganbúðinni í Lundúnum en ég hnaut um pilsið á Spáni. Hvað finnst þér mest sjarmerandi í vor-og sumartískunni? Léttur að- sniðinn fatnaður og allir þessir mjúku litir. Hvað ætlar þú að kaupa þér fyrir vorið? Ætli ég kaupi mér ekki hvítar aðsniðnar buxur með uppábroti sem eru lágar í mittið. Það er mjög fallegt að vera með ökklaband við þessar buxur og sumarskórnir fá svo sannar- lega að njóta sín við þær. Buxurnar eru kannski ekki sérlega hentugar á Íslandi en það er önnur saga. Uppáhaldsverslun? Ég versla mjög mikið erlendis og þá eru Mango-versl- anirnar í mestu uppáhaldi hjá mér. Þegar ég fer til Bandaríkjanna fer ég alltaf í Guess-verslanirnar. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Það er mjög misjafnt. Ætli ég kaupi ekki mest þegar ég fer í frí erlendis. Annars fer það bara eftir skapinu hvað ég kaupi mikið og eyði miklum peningum. Uppáhaldsflík? Tveir hvítir jakkar frá Baby Phat. Annar er úr hvítu leðri með rauðum saumum en hinn er úr kanínu- skinni. Ég vona að ég verði ekki grýtt af dýraverndunarsinnum. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ætli það séu ekki þessar blessuðu pokabuxur sem ég átti þegar ég var 16 eða 17 ára. Þær voru í anda Duran Duran-tímabilsins. Dreymir um hvítar og aðsniðnar buxur HIPPAFÍLINGUR Pilsið fæst í Zara í Smáralind. Chanel-veira á ferð MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.