Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2005, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 19.03.2005, Qupperneq 17
Í skoðun Fréttablaðsins 13. mars sl. tekur höfundur undir það sjónarmið Félags ábyrgra feðra að rétt sé að tekjutengja meðlagsgreiðslur. Enn- fremur að nauðsynlegt sé að rann- saka af hverju þriðjungur meðlags- greiðenda sé í vanskilum og greiðsluerfiðleikum. Því miður telur höfundur einnig að forsjárlausir feð- ur taki enga ábyrgð á börnum sínum, ekki einu sinni hina fjárhagslegu. Félag ábyrgra feðra berst fyrir fullri ábyrgð beggja foreldra á börn- um sínum, bæði í sambúð og eftir skilnað. Félagið vill að samfélagið geri báðum foreldrum það kleift að axla ábyrgð á börnum sínum. Höfundur telur meðlagsgreiðend- ur ekki búa börnum sínum heimili og að meðlag sé of lágt enda dugi það ekki nema fyrir leikskólagjöldum. Það þarf ekki að miða meðlag með 9 ára barni við leikskólagjöld eða hvað? Viðurkenningu samfélagsins skortir á að forsjárlausir feður búa börnum sínum heimili – jafnvel þótt þau deili heimilinu aðeins með föð- urnum 2 daga af hverjum 14, báðir foreldrar búa barni heimili eftir skilnað. Félag ábyrgra feðra telur nauð- synlegt að rannsaka af hverju þriðj- ungur meðlagsgreiðslna er í vanskil- um. Innheimtustofnun sveitarfélaga innheimtir meðlag af forsjárlausum. Meðlagsskuld fyrnist aldrei. Nú eru meðlagsskuldir allt að 35 ára gamlar (og elstu „börnin“ komin um fimm- tugt). Með því að afskrifa aldrei skuld nær Innheimtustofnun að ná vanskilum upp í 30% – enda ekki merkilegt að innheimtuhlutfall af venjulegum meðlagsgreiðslum sé um 90% eins og telja má líklegt að sé núna. Það er þannig kannski innri vandi Innheimtustofnunar sem við- heldur þeirri ímynd að meðlags- greiðendur skili ekki meðlaginu sínu. Félagið telur að 90% meðlags- greiðenda borgi sitt meðlag refja- laust, að 10% eigi í einhverjum erfið- leikum og að hugsanlega muni 5% aldrei geta borgað sitt meðlag. Fyrir þennan síðasttalda hóp þarf að grípa til einhverra aðgerða. Kerfið skiptir ábyrgð feðra gagn- vart börnum sínum í fjárhagslega og aðra ábyrgð. Hina fjárhagslegu tryggir löggjafinn og framkvæmda- valdið með ýmsu móti. Önnur ábyrgð skiptir hið opinbera engu máli. Hið opinbera, þ.e. dómsmálaráðuneytið, sýslumenn með úrskurðum og ráð- gjöf, og ekki síður dómstólar, hefur svipt feður í stórum stíl ábyrgð á börnum sínum. Í skoðun Fréttablaðsins er með- lag borið saman við leikskólagjöld. Félag ábyrgra feðra telur nauðsyn- legt að huga líka að því að hið opin- bera leggur af mörkum um kr. 30.000 á mánuði með hverju meðlagsskyldu barni í barnabætur og húsnæðis- eða vaxtabætur. Því má segja að með- lagsskyld börn séu í reynd frekar á framfæri hins opinbera en foreldra sinna. Úrskurður um að faðir og barn umgangist einn sólarhring á ári dugir skammt til að hvetja föður til að axla aðra ábyrgð. Félag ábyrgra feðra kallar eftir viðhorfsbeytingu kerfisins. Félagið kallar einnig eftir viðurkenningu á því að önnur ábyrgð föður á barni er eðlilegur hluti af sambandi föður og barns. Loks kall- ar félagið eftir viðurkenningu hins opinbera á fjölskyldusambandi for- eldra og barna. Félag ábyrgra feðra vill að venju- legum feðrum sé gert kleift að axla þá ábyrgð sem því fylgir að eignast og eiga barn. Eins og nú er vinnur hið opinbera gegn því. Viðhorfs- breyting er forsenda þess að feður fái að axla ábyrgð sína. ■ Feður sviptir ábyrgð á börnum sínum 17LAUGARDAGUR 19. mars 2005 Þjóðin gerð að sósíalista Það þýðir hins vegar lítið fyrir mig og aðra markaðs- og frjálshyggjumenn að hnerra yfir þessu frumvarpi. Þjóðin verð- ur að einum stórum sósíalista þegar kemur að RÚV! Hún lítur á RÚV sem „óskabarn þjóðarinnar“. Mér, eins og flestum öðrum, þykir bæði vænt um fyrirtækið og starfsmenn þess. En ég vil selja fyrirtækið á meðan það er skil- greint sem fjölmiðill. Réttlætið segir mér sem markaðshyggjumanni að ríkis- fjölmiðill skekki myndina á frjálsum markaði. Þannig er það bara. Jón G. Hauksson á heimur.is Furðuleg framtíðarsýn Nýjasta grein formanns Eyverja minnir helst á gamla lofræðu um kommún- isma í stað áramótaræðu formanns full- trúa frelsis í Vestmannaeyjum. Það er furðuleg framtíðarsýn ungra fulltrúa frelsis ef það skiptir höfuð máli hver komi með flestar karamellur í poka til Eyja. Jóhann Guðmundsson á politik.is Ríkisrekið hobbí Búskapur á Íslandi í dag minnir meira á hobbí en atvinnugrein. Ríkisrekið hobbí. Afhverju borgum við ekki bænd- um bara fyrir að spila golf? Mark- aðsvæðing landbúnaðarins hlýtur að vera eitt af þessum stóru skrefum sem þið verðið að stíga, það er að segja ef þið steinrennið ekki í drögtunum og jakkafötunum um leið og þið stígið fæti inn í Alþingishúsið. Hallgrímur Helgason á visir.is Áróðursgreiningar Að manni getur óneitanlega læðst sá grunur að stjórnendur bankanna noti greiningardeildirnar í áróðursskyni og til að hafa áhrif á markaðinn, fremur en að greina hann hlutlaust opinberlega. Önn- ur ráð séu svo gefin innanhúss. Gott dæmi um þetta er umfjöllun þeirra um starfsemi Íbúðalánasjóðs, þar sem þeir hafa grímulaust verið að fjalla um skoð- anir sínar á því fyrirbæri, fremur en að greina kosti og galla fjárfestinga í bréf- um útgefnum af þeim sjóði og þeim lánum sem þeir bjóða. Gestur Guðjónsson á timinn.is Ömurleg hnýsni Meginatriði málsins er þó vitaskuld það, eins og Sigurður Kári Kristjánsson lagði áherslu á, að þær upplýsingar sem skattstjórar hafa verið að birta árlega, eru einkamál hvers og eins. Sigurður Kári benti réttilega á að hvorki honum né öðrum kæmi við hvað menn úti í bæ væru með í tekjur. Þetta er aðalatriðið. Frumvarpið er þess vegna fagnaðarefni og verður vonandi til þess að sú ömur- lega hnýsni – sem sumir telja til frétta- mennsku – að birta lista yfir tekjuhæstu einstaklinga tiltekinna landshluta eða atvinnugreina, heyrir brátt sögunni til. Vefþjóðviljinn á andriki.is GARÐAR BALDVINSSON FORMAÐUR FÉLAGS ÁBYRGRA FEÐRA SVARAR LEIÐARA FRÉTTABLAÐSINS AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.