Fréttablaðið - 19.03.2005, Síða 58

Fréttablaðið - 19.03.2005, Síða 58
42 19. mars 2005 LAUGARDAGUR Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið 11. hver vinnur. Eignastu hana á DVD Taktu þátt þú gætir unnið: Incredibles á DVD • Incredibles á VHS • Incredibles vasaútvarp • Incredibles Úr Aðrar DVD og VHS myndir • Kippu af Coca Cola og margt fleira. Sendu SMS skeytið BTL FBT á númerið 1900 og þú gætir unnið. Rokksveitin Guns n' Roses naut gríðarlegra vinsælda um allan heim undir lok níunda áratugarins eftir útgáfu plötunnar Appetite for Destruction árið 1987. Slagar- ar á borð við Sweet Child o' Mine, Paradise City og Welcome to the Jungle hljómuðu ótt og títt í eyr- um rokkþyrstra unglinga og svo virtist sem ekkert gæti stöðvað sveitina. Söngvarinn Axl Rose, gítarleikararnir Slash og Izzy Stradlin, Duff McKagan bassa- leikari og Steven Adler trommari höfðu heiminn í hendi sér en smám saman misstu þeir taktinn. Biðin eftir fyrstu plötu Guns n' Roses síðan 1993, Chinese Democracy, hefur breyst í söguna endalausu og nú er svo komið að fólk er farið að velta fyrir sér hvor hún muni nokkurn tímann líta dagsins ljós. Heimsfrægðin kallar Guns n' Roses gaf út sína fyrstu EP-plötu árið 1986 og í kjölfarið skrifaði hún undir samning við út- gáfurisann Geffen. Ári síðar gaf sveitin út plötuna Appetite for Destruction og fór í tónleikaferð til að fylgja henni eftir. Platan fór þó ekki að seljast að ráði fyrr en ári síðar þegar MTV fór að spila lagið Sweet Child o' Mine ótt og títt. Brátt fór platan og smáskífan í efstu sæti vinsældalista um allan heim og Guns n' Roses var orðin ein stærsta hljómsveit heims. Smáskífulagið Welcome to the Jungle, sem hafði komið út á und- an Sweet Child o' Mine, var endur- útgefið og í þetta skiptið sló það rakleiðis í gegn. Paradice City fylgdi vinsældunum síðan vel á eftir. Undir lok ársins 1988 gaf Guns n' Roses út stuttskífuna Lies sem hafði að geyma fjögur glæný lög í kassagítarútgáfum, þar á meðal Patience, sem náði miklum vinsældum. Tvær plötur í stað einnar Árið 1990 hófu meðlimir Guns n' Roses upptökur á nýrri plötu sem átti að fylgja eftir vinsældum Appetite for Destruction. Í októ- ber þetta ár var trommarinn Adler rekinn vegna eitur- lyfjafíknar og í stað hans var Matt Sorum fenginn til liðs við sveitina. Á meðan á upptökunum stóð var Dizzy Reed jafnframt bætt við sem hljómborðsleikara. Þegar upptökum var lokið hafði svo mik- ið efni verið tekið upp að platan varð að tveimur tvöföldum plöt- um sem fengu nafnið Use Your Ill- usion I og Use Your Illusion II. Komu þær út í september 1991, ári á eftir áætlun. Plöturnar sýndu að Guns n' Roses var ekki bara stór loftbóla heldur metnaðarfull sveit sem gat samið fleira en bara hefðbundna rokkslagara. Á plötunum mátti heyra fallegar ballöður, blúslög, 10 mínútna löng epísk rokklög og texta þar sem kafað var djúpt inn í sálarkimana. Lög á borð við Don't Cry, November Rain, Live and Let Die, Civil War, Knockin' on Heaven's Door og You Could Be Mine vöktu þar mesta athygli og festu Guns n' Roses enn frekar í sessi sem risa í tónlistarheiminum. Nevermind kemur út Snemma árið 1992 urðu vatnaskil í rokkinu þegar platan Nevermind með Nirvana kom út og fór beint á toppinn. Skyndilega var það sem Guns n' Roses hafði staðið fyrir orðið hallærislegt. Allt glysið sem samanstóð af uppblásnu hári, skartgripum, fáklæddum yngis- meyjum og óraunsæju andrúms- loftinu var nú orðið úrelt og í stað- inn kom grunge-senan með ná- ungum sem höfðu aðrar hugsjónir í forgrunni. Rokkið hafði þurft á nýjum hljómi að halda í nokkurn tíma og þarna var hann kominn. Axl Rose brást við þessum breytingum með því að breytast í hálfgerðan harðstjóra og fór að haga sér á sífellt undarlegri máta. Biðin eftir Chinese Democracy Izzy Stradlin tók pokann sinn í lok árs 1991 og þar með missti Guns n' Roses sinn besta lagahöfund. Tökulagaplatan The Spaghetti Incident? leit dagsins ljós árið 1993 og naut hún nokkurra vin- sælda en náði þó ekki að hækka frægðarsól sveitarinnar á nýjan leik. Lítið heyrðist til Guns n' Roses á næstunni og árið 1995 gaf Slash út plötuna It's Five O'Clock Somewhere með hliðarverkefni sínu Slash's Snakepit. Rose hafði dregið sig út úr sviðsljósinu og eyddi öllum sínum tíma í hljóðveri við upptökur á nýrri plötu. Hann fékk ýmsa tón- listarmenn til að djamma með sér en engin lög urðu til. Slash var orðin langþreyttur á stefnuleysi Guns n' Roses og sagði bless og þar með var Rose orðinn einn eft- ir af upphaflegu meðlimunum. Ekkert heyrðist í hljómsveitinni fyrr en 1999 þegar fyrsta frum- samda lagið hennar í átta ár, Oh My God, kom út og skömmu síðar kom út tvöföld tónleikaplata til að stytta biðina eftir nýrri plötu. Árið 2000 fór Rose með nýja liðs- menn í fyrstu tónleikaferð sveit- arinnar í næstum sjö ár og átti nýja platan, sem hafði fengið vinnuheitið Chinese Democracy, að koma út þá um sumarið. Ekkert varð þó af því og enn á ný þurfu aðdáendur sveitarinnar að bíða eftir nýju efni. Rose hætti við tón- leikaferð um Evrópu og lagðist í dvala á nýjan leik. Enginn ræður við Rose Undanfarin ár hafa stjórnendur Geffen og síðar Interscope beitt öllum ráðum til að fá Rose til að ljúka við gerð plötunnar, þeirrar fyrstu með frumsömdu efni síðan 1991. Eftir gífurlegan tækjakostn- að, laun til hvers upptökustjórans á fætur öðrum og svo framleiðis var reikningurinn á endanum kominn í rúmar 750 milljónir króna og er nú talað um „plötuna“ sem þá dýrustu sem aldrei hefur komið út. Kunnugir segja að Rose þjáist af fullkomnunaráráttu og mikil- mennskubrjálæði og nú er svo kom- ið að Chinese Democracy er ekki lengur á stefnuskránni hjá Inter- scope og skrúfað hefur verið fyrir allt fjármagn til söngvarans. Virð- ast forsvarsmenn fyrirtækisins hafa sætt sig við að gullkálfurinn muni ekki mjólka meira fyrir þá. Aðdáendur sveitarinnar bíða því enn eftir nýju plötunni, ef hún kemur þá nokkurn tímann út. Þó geta þeir huggað sig við þá stað- reynd að aðrir fyrrverandi með- limir Guns n' Roses eru önnum kafnir með nýrri sveit, Velvet Revolver. Þar hefur þeim loks tekist að endurvekja gömlu töfrana, sem flestir héldu að væru horfnir og kæmu aldrei aftur. ■ Það að konan eigi að hafa sama rétt og karlmaðurinn hljómar ef til vill sem sjálfsagður hlutur í eyrum flestra í dag. Barátta kvenna fyrir sjálfstæðum til- verurétti sínum verður þó að teljast ný af nálinni. Á 18. öldinni kom sú kenning fram, að konur væru stétt í samfélaginu sem hefði verið bæld niður og verðskuld- aði frelsun. Var þetta í samræmi við hugleiðingar manna um réttindi „manns og borgara“. Árið 1792 komu út tvær bækur sem falla undir þessa hugmynd og verða að teljast fyrsti vísirinn að femínisma. Önnur bókin er Decloration de Droits de la Femme et de la Citoyenne eftir franska rit- höfundinn Olympe de Gouges. de Gouges, sem féll fyrir fallöxinni árið 1793 fyrir að verja konunginn, lét hafa eftir sér að fyrst konur mættu stíga upp á aftökupallinn ættu þær einnig að mega stíga upp í dómarasætið. Hin bókin var Vindication of the Rights of Women eftir Mary Wollstonecraft, sem lést árið 1797 af barnsförum. Hún, líkt og de Gouges hafnaði hefðinni, þar sem konur voru lofaðar fyrir dyggðir sínar. Í staðinn vildi hún viður- kenna lesti þeirra og kenndi kúgun karla um. Femínismi komst aftur í hámæli á sjöunda áratug 20. aldarinnar, þegar tvær heims- styrjaldir höfðu sýnt fram á þörf fyrir framlag kvenna í þeim störfum sem höfðu áður ein- göngu verið skipuð eða ætluð körlum. Það var franski rithöfundurinn Simone de Beauvoir sem hrinti af stað hinum nýja femínisma þegar hún sagði: „Ég fór að huga að sjálfri mér og í forundran átt- aði ég mig á því að það fyrsta sem ég hafði að segja um sjálfa mig var: Ég er kona.“ Þótt margar konur fögnuðu hinum nýja femínisma voru líka aðrar sem töldu sig meðal annars glata ákveðinni tillitssemi karla og miklu óformlegu valdi. Aðrar konur bentu á að með því að fara út á vinnumarkaðinn ykist álagið til helmings, því samfara fullu starfi þyrftu þær einnig að sinna heimilis- haldinu. Þær konur sem ákváðu að helga sig eiginmönnum og börnum fundu því fyrir tvöföldum þrýstingi: kúgun karla og háði kynsystra sinna. BREYTTUR HEIMUR KVENRÉTTINDABARÁTTA Fæðing femínismans BYGGT Á BÓKINNI HUGMYNDIR SEM BREYTTU HEIMINUM SEM KOM ÚT HJÁ EDDU FYRIR SKÖMMU. EMMELINE PANKHURST Var fremst í flokki í baráttunni fyrir kosningarétti kvenna á Bretlandi í upphafi síðustu aldar. SLASH Gítarleikarinn Slash fékk nóg og yfirgaf Guns n' Roses árið 1996. Rokksveitin Guns n' Roses naut gríðarlegra vinsælda um allan heim undir lok níunda áratug- arins eftir útgáfu Appe- tite for Destruction. Bið- in eftir fyrstu plötu sveit- arinnar síðan 1994, Chinese Democracy, hefur breyst í söguna endalausu og veltir fólk fyrir sér hvort hún líti nokkurn tímann dagsins ljós. Freyr Bjarnason skoðaði feril Guns n' Roses. Dýrasta plata sem aldrei hefur komið út AXL ROSE Söngvari Guns n' Roses árið 2002 á fyrstu tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin í níu ár.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.