Fréttablaðið - 19.03.2005, Side 18

Fréttablaðið - 19.03.2005, Side 18
19. mars 2005 LAUGARDAGUR Framsókn og ESB Ljóst er að skiptar skoðanir eru orðnar á afstöðu framsóknar- manna til Evrópusambandsins (ESB) ef marka má niðurstöðu flokksþings Framsóknarflokksins nýverið. Vekur þetta furðu, ekki síst þegar horft er til þess úr hvaða jarðvegi flokkurinn er sprottinn, og hvert hann hefur löngum sótt fylgi sitt. Hinir fjölmörgu andstæðingar aðildar að ESB og sem stutt hafa Framsóknarflokkinn í þeirri góðri trú að þar væri á ferð ábyrgur og þjóðlegur stjórnmálaflokkur, hljóta því nú að skoða alvarlega stuðning sinn við flokkinn, ef fram heldur sem horfir. Menn hljóta að skipa sér í stjórnmálaflokka meðal annars eftir því hver stefna þeirra er í Evrópumálum. Spurningin um aðild Íslands að ESB á eftir að verða eitt stærsta pólitíska hita- málið á Íslandi á komandi árum. Verður Ísland áfram frjálst og full- valda ríki, með óskert yfirráð yfir sínum dýrmætu auðlindum? Eða verður það lítil áhrifalaus hjáleiga í komandi Sambandsríki Evrópu? Um þetta verður hart tekist í ís- lenskum stjórnmálum næstu ár. ■ GUÐMUNDUR JÓNAS KRISTJÁNSSON BÓKHALDARI SKRIFAR: Ákvað 6 ára að verða ríkastur JÓN ÁSGEIR STJARNA ER FÆDD SKILNAÐARBARNOG SJARMATRÖLLMEÐ SPÉKOPPA „BÍÐ Í ANGIST OG HREKK VIÐ Í HVERTSINN SEM SÍMINN HRINGIR” Bls. 20-21 Systir Kalla Bjarna í dópi og á götunni í átta ár Bls. 26-27 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 63. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 Sirrý komin í tangó og jóga Hér & nú bls. 50-53 Bls. 8 Idol-stjarna dæmd fyrir þjófnað Fimmtán ár eru liðin frá óhugnanlegastaatburði síðustu aldar. Ellefu ára drengurvarð valdur að bana tveggja sjö áradrengja á Akureyri. BjarnheiðurRagnarsdóttir syrgir enn son sinn,Bjarmar Smára Elíasson, sem hefðiorðið tuttugu og þriggja ára í þessummánuði. Hún segir sögu sína og hvernig líf hennar var laggt í rúst. Bls. 30-31 MÁLIÐ VAR ÞAGGAÐ NIÐUR Rauf skilorð þegar hann braust inn á sjúkrahúsið á Akureyri Bls. 10 ENN MEÐ FORRÆÐI YFIR DÓTTUR SRI HÁKON EYDAL Bjarmar var sjö ára þegar honum var hrint ofan í Glerá þar sem hann drukknaði Kristín Ingólfsdóttir, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, er ákaf- lega viðkunnanleg og geðþekk kona. Hún er Reykvíkingur en rekur ættir sínar til Vestmanna- eyja, þar sem faðir hennar er fæddur, og norður í Skagafjörð. Faðir hennar er Ingólfur Páll Steinsson, prentari og síð- ar auglýsingastjóri. Móðir hennar er Sól- veig Pálmadóttir en faðir hennar var Pálmi Hannes Jónsson, skrif- stofustjóri Kveld- úlfs í Reykjavík, fæddur á Nauta- búi í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði, og kona hans Tómasína Krist- ín Árnadóttir. Faðir Ingólfs var Steinn Sig- urðsson, klæð- skeri í Vest- mannaeyjum og síðar í Reykjavík, og móðir hans, Kristín Hólmfríð- ur Friðriksdóttir, var fædd i Lýtings- staðahreppi í Skaga- firði. Þannig getur nýkjörinn rektor rakið bæði föður- og móðurætt sína til Lýtinga í Skaga- firði. Fram til þessa hefur ekki mikið borið á Kristínu utan háskóla- samfélagsins. Hún er prófessor í lítilli deild og hefur stundað sínar rannsóknir af kappi, en ekki verið mikið í umræð- unni innan Háskólans. Hún er afar virkur vísindamaður, sögð heiðarleg og koma því til leiðar sem hún ætlar sér. Í kosn- ingabaráttunni um embætti rekt- ors var hún sögð óákveðin og óörugg í fyrstu, en eftir því sem á baráttuna leið sýndi hún svo sannarlega hvað í henni býr. Kristín Ingólfsdóttir verður fyrst kvenna til að taka við rekt- orsstöðu í Háskóla Íslands þegar hún tekur við embættinu af Páli Skúlasyni 1. júlí næst- komandi. Kristín er fædd 14. febrúar 1954 og fór hefðbundna leið í skólagöngu í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá eðlis- fræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1974. Kristín er gift Einari Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra hjá Flugleiðum og fyrrum fréttamanni Sjón- varps, og á með honum tvær dætur, 10 og 22 ára. Að loknu stúdentsprófi stundaði hún nám í frönsku og efnafræði í Frakklandi og nam því næst lyfjafræði við Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi við King’s College í London árið 1983 og hefur síðan starfað við Háskóla Íslands og sem prófess- or frá árinu 1997. Kristín þykir hafa verið afar virk í rannsóknum og sást þess glöggt merki í kosningabarátt- unni að henni er afar umhug- að um framtíð skólans sem r a n n s ó k n a r h á s k ó l a . Helsta stefnumál henn- ar var að stefna Há- skóla Íslands í átt til þess að vera í fremstu röð rann- sóknarháskóla á heimsvísu. Til þess að svo megi verða þarf skól- inn meira fjár- magn og nýr rektor Háskóla Íslands lítur á það sem eitt af meginverkefn- um sínum að skapa skilning í samfélaginu fyrir mikil- vægi þess að Í s l e n d i n g a r eigi öflugan r a n n s ó k n a r - háskóla. Skilning- ur fyrir mikilvæg- inu sé forsenda skiln- ings á því að auknu fé verði beint til Háskól- ans. Kristín hefur bent á það að nær sé að tala um fjárfestingu samfélags- ins en fjárveitingu þegar rætt sé um fé sem beint er í menntun og rannsóknir. Sú skoðun mótast af framtíðar- sýn hennar og sannfær- ingu um að Háskóli Ís- lands gegni lykilhlutverki í mótun framtíðarsam- félags, í framtíðarhag- vexti og mótun menningar- uppbyggingar í landinu. Kristín hefur stundað rann- sóknir um árabil á virkum lyfjaefnum í íslenskum jurtum, bæði á landi og í sjó. Meðal þess sem rannsóknir hafa verið stundaðar á eru fjallagrös og fleiri jurtir sem Íslendingar hafa notað til lækninga í ald- anna rás. Kristín lagði í kosn- ingabaráttunni ríka áherslu á að Háskólinn styrkti þau svið rannsókna þar sem Íslendingar hafa skapað sér sérstöðu og náð afburðaárangri í vísindum. Þar nefndi hún fræðasvið sem tengjast uppruna, menningu og náttúru Íslands. ■ Nýkjörinn rektor kemur sínu til leiðar MAÐUR VIKUNNAR KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR NÝKJÖRINN HÁSKÓLAREKTOR FRAMSÓKN OG ESB Höfundur telur stuðningsmenn Framsóknarflokksins þurfa að endurskoða afstöðu sína til hans ef fylgjendurm Evrópusambandsaðildar Íslands vex fiskur um hrygg í flokknum. TE IK N IN G : H EL G I S IG . – H U G VE R K A. IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.