Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 26
Grænmetisstaðurinn Grænn kost- ur er tíu ára í dag. Eigandi staðar- ins, Hjördís Gísladóttir, segir að margt hafi breyst á þessum tíu árum varðandi mataræði Íslend- inga og þeir séu farnir að borða mun meira af grænmeti. Í tilefni af afmælinu ætlar Hjördís að selja rétt dagsins á 450 krónur en það er sama upphæð og skammt- urinn kostaði fyrir tíu árum síðan. „Ég ætla líka að gleðja starfsfólk- ið með því að fara með það út að borða. Við ætlum að byrja í for- drykk heima hjá Ölmu Olsen dótt- ur minni og svo munum við tromma niður á 101 hótel þar sem við ætlum að fá okkur að borða,“ segir Hjördís, sem er mjög stolt á þessum tímamótum. Kúnnarnir á Grænum kosti eru langt frá því að vera allir grænmetisætur heldur fólk sem hefur bætt grænmetis- fæði við mataræði sitt. Maturinn á Grænum kosti hefur alltaf verið ger-, hveiti- og sykurlaus og mjólkurvörur hafa ekki verið brúkaðar nema í sósur og þá hefur AB mjólk orðið fyrir valinu. Hjördís segir að grænmetisbuffin hafi í gegnum tíðina verið vinsæl- asti maturinn á staðnum en segir að brokkolíbaksturinn sé að ná miklum vinsældum núna. „Í stað þess að nota mjöl í botn- inn erum við farin að búa hann til úr byggi, linsum og hrísgrjónum sem gerir matinn kolvetnissnauð- ari. Fólk er farið að spá svo miklu meira í hvað það lætur ofan í sig. Íslendingar eru mjög hrifnir af grænmetisréttum með ítölsku ívafi og því eru þystilhjörtu og sólþurrkaðir tómatar mikið notað- ir ásamt ítölskum kryddjurtum,“ segir hún. Uppáhaldsmatur Hjör- dísar eru próteinbollur með kasjúhnetusósu sem er nýr réttur á matseðlinum. Aðspurð um kúnnahópinn segir Hjördís hann vera mun breiðari núna heldur en hann var þegar staðurinn opnaði. „Eldra fólk sást ekki hérna áður fyrr en núna er það farið að sækja staðinn og unglingsstúlkur eru farnar að koma einar sem voru vanar að koma með mömmum sínum þegar þær voru litlar. Mér finnst það skemmtileg þróun. Lykilinn að velgengninni er að vera alltaf með góðan mat, ein- hverjar nýjungar og að passa vel upp á hráefnið,“ segir Hjördís, sem lítur björtum augum til fram- tíðar og er langt frá því að setjast í helgan stein. ■ 26 19. mars 2005 LAUGARDAGUR DAVID LIVINGSTONE (1813-1873) fæddist þennan dag. TÍMAMÓT:VEITINGASTAÐURINN GRÆNN KOSTUR ER TÍU ÁRA Í DAG „Ég hef ákveðið að ég ætla ekki að nema staðar fyrr en ég hef náð á leiðarenda og markmiði mínu.“ Frægastur er trúboðinn og landkönnuðurinn skoski frá Viktoríutímanum fyrir orðin sem hrutu af vörum Henrys Mortons Stanley þegar fundum þeirra bar saman í myrkviðum Afríku; „Doktor Livingstone, vænti ég“. Dag- blaðið New York Herald hafði gert Stanley út af örkinni árið 1869 til að finna Livingstone, sem hafði veikst og misst samband við umheiminn þar sem hann leitaði að uppruna Nílar. timamot@frettabladid.is Hópur Argentínumanna flaggaði þjóðfána sínum á bresku nýlend- unni Falklandseyjum þennan dag árið 1982. Viðræður á milli þjóðanna höfðu staðið yfir í New York í tvo mánuði en þeim var ýtt til hliðar og Argent- ínumenn sögðust ætla að reyna að leysa málið á annan hátt. Um fimmtíu manna hópur, sem tal- inn var vera kominn til að hreinsa upp brotajárn á eyjunni Suður- Georgíu, reisti fána og lýsti yfir sjálf- stæði eyjunnar. Bresk stjórnvöld töldu í fyrstu að um auglýsinga- brellu væri að ræða. Hópurinn var þó bara byrjunin á því sem koma skyldi því tveimur vikum síðar réðst argentínskur her inn í Port Stanley. Bresk stjórnvöld létu ekki vita af innrásinni í heimalandi sínu fyrr en tveimur dögum eftir hana og nokrum vikum síðar lést fyrsti Bret- inn sem búsettur var á Falklandseyjum í átökum við argentínska herinn. Þann 25. apríl kom breskur her til Falklandseyja og létust 655 argent- ínskir hermenn og 255 Bretar. Fyrsta maí sama ár létu Breatar sprengjum rigna yfir Port Stanley og þann 14. júní gafst argentíski herinn upp. Argentínumenn kalla eyjurnar Islas Malvinas og hafa gert tilkall til þeirra frá því að yfir- ráðum Spánverja lauk þar. Bretar hertóku Falklandseyjar árið 1833. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1859 Óperan „Faust“ eftir Charles Gounod er frum- sýnd í París. 1908 Bríet Bjarnhéðinsdóttir tek- ur til máls á bæjarstjórnar- fundi í Reykjavík, fyrst kvenna. Tillaga hennar um fjárveitingu til sundkennslu fyrir stúlkur var samþykkt. 1917 Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfestir að vinnudagurinn við lagningu járnbrauta skuli vera átta tímar. 1925 Hveragos hefst á Reykja- nesfjallgarði. 1953 Sjónvarpað er í fyrsta sinn frá Óskarsverðlaunahátíð- inni, gamanleikarinn Bob Hope er kynnir. 1971 Tollstöðvarhúsið í Reykjavík tekið í notkun. 1995 Snjóflóð fellur á verk- smiðjuhús Vestdalsmjöls á Seyðisfirði. Ellefu starfs- menn sluppu naumlega. Argentíski fáninn á Falklandseyjum FRÁ FALKLANDSEYJUM Vegna útfarar okkar ástkæra sonar, bróður, barnabarns og frænda, Árna Jens Valgarðssonar viljum við þakka innilega fyrir allan þann samhug og kærleik sem okkur hefur verið sýndur á þessum erfiðu tímum. Með kærri kveðju. Valgarður, Þóra, Guðmundur Elvar og Daníel frá Sigurðarstöðum Melrakkasléttu, Brynja Vala, afar, ömmur og aðrir aðstandendur. Matarvenjur hafa breyst mikið Í dag verður efnt til mótmæla í Reykjavík og á Akureyri undir slagorðinu „Höfnum stríði!“ Til- efni mótmælanna er að núna um helgina eru liðin tvö ár liðin „frá því að ólöglegt árásarstríð Bandaríkjastjórnar og banda- lagsríkja hennar í Írak hófst,“ eins og segir í tilkynningu. Þar kemur fram að um heim allan efni andstæðingar stríðsrekst- urs og vígvæðingar til aðgerða af þessu tilefni. Í Reykjavík verður stutt dag- skrá á Ingólfstorgi klukkan tvö, en að öðru eru aðgerðirnar sagð- ar táknrænar, þar sem athygl- inni verður beint að þeim tug- þúsundum sem látið hafa lífið vegna stríðsins. Áréttuð verður krafan um að hernáminu í Írak ljúki tafar- laust, írösku þjóðinni verði falin stjórn eigin mála og refsað verði fyrir þá stríðsglæpi sem framdir hafa verið. „Á sama tíma koma stríðsandstæðingar á Akureyri saman á Restaurant Karólína. Þar verður efnt til fundar, þar sem Kristinn H. Gunnarsson alþingsmaður og Anna Rögnvaldardóttir mennta- skólanemi flytja ávörp.“ Frekari upplýsingar um aðgerðir dags- ins er að finna á vefsíðunni fridur.is/19mars/. ■ AFMÆLI ANDLÁT Einþór Jóhannsson, bifreiðarstjóri, Heiðarvegi 8, Reyðarfirði, lést þriðjudag- inn 15. mars. Ari Magnússon, frá Miðhúsum, Strand- götu 32, Neskaupstað, lést miðvikudag- inn 16. mars. Helga Sigríður Gísladóttir, Hæðargarði 2, Reykjavík, lést miðvikudaginn 16. mars. Gréta Emilía Júlíusdóttir, húsfrú, Helgamagrastræti 19, Akureyri, lést fimmtudaginn 17. mars. JARÐARFARIR 11.00 Guðmunda Jóhannsdóttir, Hlíf 2, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísa- fjarðarkirkju. 11.00 Hjalti Þórðarson, frá Reykjum á Skeiðum, Engjavegi 43, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju. 13.30 K. Hartmann Antonsson, Ljós- heimum á Selfossi, verður jarð- sunginn frá Selfosskirkju. 14.00 Freddý Friðrik Þórhallsson, Rán- argötu 10, Grindavík, verður jarð- sunginn frá Grindavíkurkirkju. 14.00 Magnús Pálsson, Syðri-Steins- mýri, Meðallandi, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju. 14.00 Magnússína Guðbjörg Nancy Magnúsdóttir, frá Stapa í Vest- mannaeyjum, Kambahrauni 30, Hveragerði, verður jarðsungin frá Þorlákskirkju. 16.00 Örn J. Jóhannsson, vélvirki, Höfðastíg 8, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bol- ungarvík. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1873 Max Reger, tónskáld. 1936 Ursula Andress, leikkona. 1947 Glenn Close, leikkona. 1955 Bruce Willis, leikari. 1956 Alina Castro, dóttir Fídels. 1969 Michael Bergin, fyrirsæta og leikari. 1976 Rachel Blanchard, leik- kona. Sigurður Björnsson óperusöngvari er 73 ára í dag. Friðrik Pálsson hótelhald- ari er 58 ára í dag. Leoncia India Martin (Leoncie) söngkona er 52 ára í dag. Valgerður Matthíasdóttir (Vala Matt) arkitekt og sjón- varpskona er 52 ára í dag. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Am- nesty International, er 51 árs í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, er 47 ára í dag. Björgólfur Thor Björgólfsson umbreyt- ingafjárfestir er 38 ára í dag. Kristján Rúnar Kristjánsson stærðfræð- ingur er 35 ára í dag. Sindri Páll Kjartansson kvikmyndagerð- armaður er þrítugur í dag. Jakobína H. Árnadóttir, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustofnun, er 28 ára í dag. Hjónin Bogi Pétursson, fyrrum for- stöðumaður á Ástjörn, og Margrét Magnúsdóttir bjóða vinum og fjöl- skyldu til kaffisamsætis í sal Glerárkirkju í dag frá klukkan fjögur til sex, í tilefni af 80 ára afmæli Boga hinn 3. febrúar og 75 ára afmæli Margrétar hinn 5. apríl. WWW.MARCH19TH.ORG Á þessari vef- síðu er fjallað um mótmæli vegna Íraks- stríðsins sem fram fara um allan heim núna um helgina í tilefni af því að tvö ár eru síðan innrásin hófst. Upplýsingar um mótmæli hér er að finna á slóðinni fridur.is/19mars/. Íraksstríðinu mótmælt í dag HJÖRDÍS GÍSLADÓTTIR Stofnaði Grænan kost fyrir tíu árum. Hér er hún ásamt dóttur sinni, Ölmu Olsen, sem er rekstrarstjóri staðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.