Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 20
Tilraun til Kauphallarbyltingar Á yfirborðinu ríkti mikil eindrægni og ánægja á að- alfundi Kauphallar Íslands, enda afkoman góð og Kauphöllin þroskast vel á undanförnum árum. Fyrir fundinn var hins vegar stormur meðal hluthafa Kauphallarinnar. Landsbankinn, sem leynt og ljóst hefur reynt að komast til áhrifa í Íslandsbanka, reyndi að beita sér fyrir því að Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, yrði ekki endurkjörinn stjórnarformaður Kauphallarinnar. Mikið gekk á þegar af þessu fréttist, en Landsbankamenn leit- uðu stuðnings meðal annarra hluthafa. Stuðning- urinn fékkst ekki og lætin eru fremur talin til þess fallin að veikja stöðu viðskiptabankanna í stjórn Kauphallarinnar en að styrkja hana. Hrífa í stað vopns Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson þykir hafa farið nokkra sneypuför með fjárfestingarfélagið Gretti inn í Ker. Í viðskiptalífinu glotta margir yfir því vanmati á Ólafi Ólafssyni sem tilraunin sýndi. Ef Björgólfsfeðg- um og Gunnlaugi Sævari hefði tekist að kaupa Árna Vilhjálmsson og Kristján Loftsson út úr Keri hefðu þeir náð yfirráðum yfir Samskipum og Essó og ýtt Ólafi út úr íslensku viðskiptalífi. Telja menn furðu- legt vanmat Gunnlaugs Sævars að halda að Árni Vil- hjálmsson hefði viljað loka glæsilegum ferli í við- skiptalífinu með því að stinga Ólaf í bakið eftir ára- langt samstarf. Niðurstaðan er hins vegar sú að Gunnlaugur leggur Ólafi til tíu milljarða í hlutafé sem Ólafur getur farið með nánast að vild. Ólafi var lítið skemmt við innkomu Grettis og er talinn munu hafa gaman af að pína Gunnlaug Sævar og Björg- ólfsfeðga í áhrifalausum minni- hluta. Er þessu jafnað saman við það þegar Grettir Ás- mundarson kom til Íslands og vildi verða hetja, en var í stað vopna rétt hrífa. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.907 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 243 Velta: 3.714 milljónir +0,10% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Dótturfyrirtæki SH á Spáni, Icelandic Iberica, hefur gert samning um kaup á Ecomsa S.A. sem er framleiðslu- og sölufyrir- tæki. Kaupverðið er ríflega þrjú hundruð milljónir króna. Straumur hefur selt víkjandi skuldabréf fyrir fimm milljarða króna. Salan fór fram í lokuðu út- boði. Á aðalfundi SÍF í gær var sam- þykkt að fækka sjórnarmönnum úr sjö í fimm. Ólafur Ólafsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Guð- mundur Hjaltason, Hartmut Kramer og Nadine Deswasiere voru kjörin í stjórn. FTSE-vísitalan í Lundnúnum hækkaði um 0,02 prósent í gær og þýska Dax vísitalan um 0,26 prósent. Í Japan hækkaði Nikkei um 0,89 prósent. 20 19. mars 2005 LAUGARDAGUR Iðnaðarráðherra vill skoða hvort breyta eigi skattalögum til að gera fjárfestingar í nýsköpun- arfyrirtækjum áhuga- verðari fyrir lífeyrissjóði. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skoða þurfi hvort unnt sé að aðlaga skattaumhverfið þannig að lífeyris- sjóðir hafi hvata til þess að fjárfesta í nýsköpun í atvinnulífinu. Kom þetta fram í ræðu hennar á iðnþingi í gær og er í samræmi við yfirlýs- ingar Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra á flokksþingi Fram- sóknarflokksins og aftur við opnun Nýsköpunarþings 3. mars síðastlið- inn. Aðspurð segir Valgerður þessa leið vera til skoðunar en engar ákvarðanir hafi verið teknar á vett- vangi ríkisstjórnarinnar. Iðnþingið var helgað fyrirtækj- um í hátækniiðnaði. Vilmundur Jós- efsson, formaður Samtaka iðnaðar- ins, sagði sárvanta fjármagn til fjárfestinga í nýsköpun og veikasti hlekkurinn væri að fá fjármagn á fyrstu stigum ferilsins. Efla þyrfti Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og þar hefði ríkið veigamiklu hlutverki að gegna. Fjárfestingar á markaði réðu ekki við nauðsynlegar en áhættusamar nýsköpunar- og sprotafjárfestingar. - bjg vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,60 +0,74% ... Atorka 6,05 - 0,82% ... Bakkavör 31,90 – ... Burðarás 14,00 +0,36% ... Flaga 5,50 – ... Flugleiðir 14,25 -0,35% ... Íslandsbanki 12,10 – ... KB banki 534,00 – ... Kögun 60,10 +1,52% ... Landsbankinn 14,85 +0,34% ... Marel 57,00 – ... Og fjarskipti 4,06 -1,69% ... Samherji 12,00 – ... Straumur 10,20 +0,49% ... Össur 81,50 Lífeyrissjóðir fjár- festi í nýsköpun Kögun 1,52% Actavis 0,74% Straumur 0,49% Síminn -2,86% Og fjarskipti -1,69 % Atorka -0,82% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Opnar á Eystrasalt Í ræðu Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, á aðalfundi félagsins í gær ítrekaði hann þá stefnu bankans að byggja upp starfsemi sína á á núverandi markaðssvæðum bankans. KB banki hefur einkum beint sjónum sínum að Norðurlöndum og Bretlandi og skilgreinir það sem sinn heimamarkað en í ræðu sinni í gær sagði Sigurður einnig að til greina kæmi að auka starf- semina á svæðum í grennd við helstu markaðssvæði. Þetta gefur til kynna að KB banki líti til dæmis til Eystrasaltsríkjanna eft- ir hugsanlegum tækifærum til vaxtar. KB banki skilaði ríflega fimmt- án milljarða hagnaði á síðasta ári og í ræðu sinni þakkaði Sigurður starfsmönnum fyrir árangurinn. Hann tilkynnti einnig að ákveðið hefði verið að greiða öllum starfs- mönnum, sem ekki njóta nú þegar kaupauka, 220 þúsund króna bón- us. Helmingur þeirrar upphæðar verður greiddur út í reiðufé en hinn helmingurinn sem hlutafé í fyrirtækinu. - þk/- hh VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR „Nýr markaður, innan Kauphallarinnar, fyrir óskráð félög er sérstaklega mikilvægur fyrir ný fyrirtæki og lítil og meðalstór fyrirtæki sem þurfa á vaxtarfé að halda.“ FORMAÐUR OG FORSTJÓRI Þeir Sig- urður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri gerðu á aðalfundi í gær hluthöfum í KB banka grein fyrir rekstrinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H LE M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.