Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 34
Á köldum degi Þegar kalt er í veðri er mikilvægt að fara fyrr út úr dyrunum á morgnana til að nægur tími sé til að skafa af bílnum. Stundum þarf líka að bursta af honum snjó, því það er mikilvægt að allar rúður séu hreinar áður en lagt er í hann. [ ] Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Partur–Spyrnan–Lyftarar Eldshöfða 10 s. 585 2500 og 567 8757 TRIO G O L F H J Ó L • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Mantra 4x4 Ræsir hf. kynnir nýjan bíl á Íslandi í apríl. Mantra 4x4 er að grunni til Mercedes Benz Sprinter af 300, 400 og 600 seríu. Bílunum er svo breytt í öflugar fjórhjóladrifsbif- reiðar hjá fyrirtækinu Achleitner í Austurríki. Mantra 4x4 er fyrst og fremst ætlað að uppfylla þarfir björgun- arsveita, hers, lögreglu, sjúkra- og slökkviliða en einnig verktaka og veitustofnana svo einhverjir séu nefndir. Bíllinn er sömuleiðis góður kostur fyrir farþegaflutn- inga í erfiðri færð. Bíllinn er væntanlegur hingað til lands í apríl og verður þá hægt að skoða gripinn hjá Ræsi hf. við Skúlagötu. ■ Mantra 4x4 er öflugur bíll sem fyrst og fremst er ætlaður í hjálparsveitarstörf og þess háttar. X5 er að sjálfsögðu með BMW-svipinn á grillinu en það er ekki bara grillið sem gerir útlit bílsins þannig að ekki gæti verið um aðra tegund að ræða. Jeppi, fólksbíll og sportbíll í senn BMW X5 Shadowline er jeppi sem hefur alla eigin- leika fólksbíls. Hægt er að breyta honum í sportbíl með einu handtaki með því að færa sjálfskiptinguna í sportstillingu. Óhætt er að fullyrða að BMW X5 sé aðlaðandi bíll. Hann er fallegur að utan sem innan og búnaður hans er ekki bara af bestu gæðum held- ur líka einstaklega aðgengilegur notandanum. BMW X5 Shadowline er lúxusbíll. Um það ber allur bún- aður hans vitni, rafstýrð sæti og stýri, sem auk þess er leðurklætt, álfelgur og hvít stefnuljós eru meðal þess sem er í Shadowline aukahlutapakkanum. Þegar rætt er um þennan bíl er kraftur þó kannski það fyrsta sem kemur upp í hugann, því á honum er ekki nokkur skortur. Shadowline er undrafljótur að ná mikilli ferð og finnur ekki mikið fyrir brekk- um. Einkennandi er þó hversu vel ökumaður finnur fyrir veginum, með öllum misfellum hans. Þetta er því ekki bíll sem gerir hraða- hindranir að engu. Hið svokallaða X-Drive er meginsérkenni bílsins. Það er skyn- vætt drifkerfi sem virkar þannig að í stað þess að bíða eftir að eitt dekk fari að spóla eða missi grip, tekur það í taumana áður, dreifir vélaraflinu til hjólanna eins og við á og heldur bílnum stöðugum við nánast hvaða aðstæður sem er. Sjálfskiptingin í bílnum er þeim eiginleikum búin að hún lag- ar sig að aksturslagi hvers og eins. Þessi eiginleiki gerir skipt- inguna einstaklega mjúka. Ef bíl- stjórinn hins vegar vill fá meiri snerpu í bílinn, eða breyta honum í sportbíl, skiptir hann yfir í sportstillinguna sem gerir skipt- inguna einstaklega snarpa og við- bragðsfljóta. Þessi eiginleiki er afar skemmtilegur og segja má að hann breyti þessum annars virðu- lega bíl í skemmtilegt leikfang. BMW X5 Shadowline er bíll fyrir þá sem hafa yndi af að aka bíl og efni á að borga fyrir hann 5.890.000 krónur. Þó að um jeppa sé að ræða og það jeppa sem ræð- ur áreiðanlega við ýmislegt þá er hér fyrst og fremst á ferðinni bíll sem nýtur sín á beinum og breið- um vegi, auk þess að vera lipur í borgarumferðinni. steinunn@frettabladid.is REYNSLUAKSTUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.