Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2005, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 19.03.2005, Qupperneq 54
Á kaffihúsinu Langa Mangaá Ísafirði sitja RagnarKjartansson og Örn Elías Guðmundson ásamt hliðarsjálfum sínum Rassa Prump og Mugison. Fjórmenningarnir eru staddir vestur á fjörðum til að kynna Aldrei fór ég suður – Rokkhátíð alþýðunnar, sem haldin verður í annað sinn um helgina. Örn og Ragnar eru potturinn og pannan í hátíðarundirbúningum í ár rétt eins og í fyrra. Hugmyndina að hátíðinni fékk Örn þegar hann var fullur (það er algengur inngangur í frásögnum hans) ásamt föður sínum í London. Ragnar slóst seinna í hóp- inn ásamt hljómsveit sinni Trabant og boltinn fór að rúlla. Það er ekki langt síðan Ragnar og Örn kynntust á Innipúkahátíð í Reykjavík, en þeir ná vel saman og Ragnar segist strax hafa orðið hrifinn af þessum „laptop Elvis,“ eins og hann kallar Mugison. Sín hvor hliðin á sama peningnum Til marks um hversu vel þeir Ragnar og Örn Elías ná saman sömdu þeir lagið Gúanóstelpan mín, hátíðarlag Aldrei fór ég suður, í félagi en Örn á afar erfitt að vinna með öðrum og er „sjúklega meðvit- aður“ ef hann veit af fólki í grennd- inni þegar hann er að semja. „Ég var einu sinni í hljómsveit þar sem var hlegið að hugmyndum manns og sagt að lögin væru illa samin. Þá gafst ég upp á hljómsveitardæm- inu og á bágt með að vinna með öðrum núna án þess að verða bara reiður. En þetta er að lagast, ég er farinn að geta unnið með Pétri vini mínum og Rúnu kærustunni minni og það var gaman að semja þetta lag með Ragga.“ Ólíkindatólið Ragnar hefur hins vegar ekkert við hljómsveit- arformið að athuga, er bæði í Trabant og „sparihljómsveitinni“ Funerals. Hann fær útrás fyrir sólóistann í myndlistinni en segir hljómsveitirnar frekar vera félagslegan vettvang fyrir sig. „Ég hef verið í svona hljómsveit- um þar sem það var gert grín að manni; ég var uppnefndur Valgeir Guðjónsson ef lögin mín féllu í grýttan jarðveg. En svo lendir maður kannski í hljómsveit þar sem maður fær mikið til baka og það hleðst utan á hugmyndina. Þannig er þetta í Trabant, þar sem skapast oft ótrúleg orka sem rífur mann áfram eins og maður sé í orgíu. Þetta fer aldrei yfir á það stig að vera yfirþyrmandi; það leiðinlegasta á æfingum er ef ein- hver er ekki í stuði, þá gerist ekki neitt. Það gerist svo sem oft í Trabant, biddu fyrir þér, en þegar orkan kemur er þetta geðveikt.“ Að hafa efni á prinsippum Það kemur óneitanlega spánskt fyrir sjónir að sjá Örn og Ragnar spila lagið um gúanóstelpuna um- kringda lógóum frá Símanum, Flugfélagi Íslands og Íslands- banka, styrktaraðilum hátíðarinn- ar. „Jú, það er kannski rétt,“ kink- ar Örn kolli, „en þetta gerir okkur kleift að gera svo mikið fyrir svo marga, sem er auðvitað bara flott.“ Ragnar segir að það sé til marks um tíðarandann að fyrir- tæki séu orðin miklu opnari fyrir því að setja peninga í listir, þar á meðal tónlist sem hvarvetna ann- ars staðar þætti vera á jaðrinum. „Það eru risin upp ofurveldi sem eiga drungalega mikið af pening- um og komnir til sögunnar svona velunnarar listanna í anda Med- ici-ættarinnar í Flórens. Þetta er auðvitað gott að mörgu leyti, en verður kannski til þess að maður er feimnari við að vera með stæla. Ég sem síður reiðilegt baráttulag ef það er hætta á að það komi illa við fyrirtækið sem styrkir mig.“ Örn segir að staðan sé einfald- lega sú að maður verði að hafa efni á að hafa prinsipp. „Ég seldi lag í auglýsingu og var virkilega komplexaður yfir því. Ég hitti mann sem sagði mér að það hefði eyðilagt lagið fyrir sér að heyra það í jólaauglýsingu frá einhverj- um banka. Þetta hafi verið uppá- halds ríðulagið sitt en nú gat hann ekki riðið við það án þess að hugsa um yfirdráttinn,“ segir Örn og hlær. „En án gríns, þá eyðileggur maður vissulega ákveðinn anda í laginu með þessu, en á móti kem- ur að ég átti fyrir salti í grautinn í tvo mánuði og notaði þann tíma til að taka upp tónlistina fyrir Næs- land. Það er búið að innræta manni að það sé ekki flott að selja tónlistina sína í auglýsingar, en þetta er líka spurning um hvort maður þurfi að hækka yfirdrátt- inn eða ekki. Maður þarf að hafa efni á að eiga svona prinsipp.“ Ragnar bendir á muninn á myndlist og tónlist í þessum efn- um. „Þegar maður selur myndlist- arverk stendur það enn sem sjálf- stætt verk, en í músík er verið að kaupa lag inn í eitthvað annað sem getur auðvitað gjörbreytt því.“ Klíkuskapurinn hættur að vera vandræðalegur Erni finnst að feitir ríkisstyrkir til einstakra tónlistarmanna eigi ekki að þó vera valkostur fyrir tónlistarmenn. „Hverjir eru það sem myndu útdeila slíkum styrkj- um? Það er alltaf eitthvað klíku- mynstur í gangi á Íslandi og það er fyrir löngu hætt að vera vand- ræðalegt. Ég held að enginn geti sagst aldrei hafa fengið neitt út á það að þekkja einhvern. Þetta er orðið partur af þjóðarvitundinni og einu skiptin sem maður kippir sér upp við þetta er þegar maður sér stjórnmálamenn redda ein- hverjum úr klíkunni sinni vinnu. Hættan er hins vegar sú að þetta taki allt pönkið úr tónlistinni.“ Ragnar tekur undir þetta og segir að ef til vill megi rekja það til klíkumeðvirkni hins fámenna Íslands að það eru fá pólitísk bönd starfandi. „Mér finnst ótrú- lega virðingarvert að gera póli- tíska tónlist en ég skil að menn séu hræddir við að vera með stæla ef þeir ætla að sækja um styrk í tónlistarsjóð menntamála- ráðuneytisins. Mér fannst rappið lofa miklu sem vettvangur fyrir pólitíska tónlist en það hefur snú- ist upp í það að menn gera ekkert nema að kalla hver annan hálf- vita.“ „Mér finnst að yrkisefnin mættu vera pólitískari,“ samsinn- ir Örn. „Nóg geta tónlistarmenn baktalað hvorn annan.“ Rassa finnst að ríkið eigi hins vegar að styrkja tónlistargeirann. „Það er enginn skortur á íþrótta- mannvirkjum, en ef þú ert í tón- list er það stöðugt basl að finna æfingahúsnæði.“ Örn bætir því við að forgangsröð stjórnvalda í þessum efnum sé fáránleg. „Ég tók þátt í þessu Parísarrugli á vegum menntamálaráðuneytis- ins. Þar voru peningarnir ekki sparaðir, en þetta reyndist vera allsherjar brandari. Tónlistar- menn mættu á eigin forsendum til að spila fyrir embættismenn sem var boðið en ekki fólk sem kom gagn- gert til að hlusta á tónlistina. Tónlistin var algjört aukaat- riði.“ Ragnar segir það oft hjákát- legt að fylgjast með stjórnmála- mönnum, sem hafa lítið vit á hvað er að gerast í íslensku tónlistar- lífi, hampa tónlistarmönnum á tyllidögum. „Einn ráðherra sem lætur þessi mál sig varða hélt þar til fyrir skömmu að Smekkleysa væri hljómsveit!“ Tommy Lee í fósturstellingu Ragnar og Örn hafa báðir verið kenndir við „krúttkynslóðina“ svokölluðu. Þeir segja að þetta helgist af ákveðinni þörf hjá fólki til að stimpla allt. „Öddi er orðinn ofurmannlegi og vinalegi gaur- inn og við í Trabant erum flipp- uðu týpurnar sem spiluðu á Bessastöðum og erum geðveikt klikkaðir. En þetta er auðvitað rulla sem við höfum leikið okkur með; Trabant eru óttalegir sirkusapar, en hafa fulla inni- stæðu fyrir tónlistinni.“ Örn viðurkennir að hann sé jafnvel farinn að gangast upp í hlutverki einlæga rokkarans. „Ég stóð í röð fyrir utan Kaffibarinn um daginn og dyravörðurinn spurði hvort ég vildi ekki koma fram fyrir. Mér leist ekkert illa á það en fór fljótlega að hugsa að ég ætti bara að standa í röðinni eins og annað fólk. Ég held að það hafi verið ofurmeðvitund og hræsni sem réð þessu frekar en viljinn til að vera alþýðuhetja og maður fólksins.“ „Ég held að þetta með krútt- kynslóðina sé tilraun til að svipta mann kúl- inu,“ segir Ragnar. „Það er verið að reyna að draga úr okkur tennurnar og gera okkur mein- laus. Ég skil þetta samt ekki alveg, það var ein- hver grein í DV um dag- inn þar sem furðulegasta fólk var kallað krútt, til dæmis Urður í Gusgus, einhver mesti sóðakjaft- ur sem ég þekki. Þetta er ágætur brandari og hvað getur maður svo sem gert. Ég man reyndar eftir viðtali við Tommy Lee, úr Mötley Crüe, þar sem hann sagðist alltaf leggjast í fóst- urstellinguna þegar hann hlustaði á Sigur Rós. Ef það er eitthvað sem má kalla sigur krúttkynslóð- arinnar þá er það Tommy Lee í fósturstellingunni.“ ■ 38 19. mars 2005 LAUGARDAGUR Ólíkindatól og einlægir rokkarar Örn Elías Guðmundsson og Ragnar Kjartansson tylltu sér niður á kaffihúsi á Ísafirði og tóku upp spjall. Bergsteinn Sigurðs- son hleraði samtalið og skráði niður. RAGNAR KJARTANSSON OG ÖRN ELÍAS GUÐMUNDSSON Ragnar og Örn kynntust á Innipúkahátíð fyrir að verða tveimur árum síðan og náðu strax vel saman. Ragnar var fljótur að stökkva á tækifærið þegar Örn nefndi hugmyndina um að halda rokkhátíð á Ísafirði fyrir ári síðan. Myndin er tekin á Gráa kettinum. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM Aldrei fór ég suður – rokkhátíð alþýðunnar fer fram í annað sinn hinn 26. mars. Fyrsta og síðasta regla hátíð- arinnar er að það má enginn græða á henni og allan ágóða skal láta renna til góðgerðarmála. Tónleikarnir verða haldnir í frystiklefanum í Edinborg, stærsta timburgrindahúsi landsins. Tæplega þrjátíu lista- menn koma fram á hátíðinni og komust fleiri að en vildu. Flytjendur eru bæði heima- og aðkomumenn og geta allir búist við að fá að heyra eitthvað nýtt eða eitt- hvað gamalt. Meðal þeirra sem koma fram eru Mugison, Trabant, Hjálmar, Nine Elevens, Írafár, Strengjasveit Tón- listarskóla Ísafjarðar, Þórir og síðast en ekki síst Djazzband Villa Valla. Svo gripið sé til orða Mugisons: „Það geta allir rekið ættir sínar vestur og ættu því að fletta í símaskránni, bjalla í frænku og frænda, fá að gista, skella tannburstanum í brjóstvasann, pakka vonda skap- inu í tösku og senda á Akureyri, klæða sig í góða skapið og bara kýla á’ða...“ Aldrei fór ég suður – rokkhátíð alþýðunnar Ég hitti mann sem sagði mér að það hefði eyðilagt lagið fyrir sér að heyra það spilað í jóla- auglýsingu frá einhverjum banka. Þetta hafi verið upp- áhalds ríðulagið sitt en nú gat hann ekki riðið við það án þess að hugsa um yfir- dráttinn. ,, Öddi er orðinn ofur-mannlegi og vina-legi gaurinn og við í Trabanterum flippuðu týpurnar sem spiluðu á Bessastöðum og erum geðveikt klikkaðir. En þetta er auðvitað rulla sem við höfum leikið okkur með; Trabant eru óttalegir sirkusapar, en hafa fulla innistæðu fyrir tónlistinni. ,,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.