Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 10
19. mars 2005 LAUGARDAGUR Utandagskrárumræður á Alþingi: Óeðlileg samkeppni við Pólverjana SKIPASMÍÐAIÐNAÐUR Alþingis- menn vilja að kannað verði hvort tilboð pólsku skipasmíða- stöðvarinnar Morska í endur- bætur á varðskipum Landhelg- isgæslunnar samræmist reglum á EES-svæðinu. Einnig er vilji fyrir því að Ríkisendurskoðun kanni endanlegan kostnað og fari yfir það hvort endurbæt- urnar verði hagstæðari þegar upp er staðið en hefði verið á Ís- landi. Þetta kom fram í utandag- skrárumræðum um stöðu ís- lensks skipasmíðaiðnaðar á Al- þingi. Jón Bjarnason, þingmað- ur Vinstri grænna, óskaði eftir umræðunni. Til andsvara var Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra. Valgerður fór yfir þróunina í skipasmíðaiðnaði síðustu árin og sagði að framkvæmdastjórn ESB hefði samþykkt nýjar regl- ur 2003 þar sem heimilt var að greiða niður allt að 20 prósent af þróunarkostnaði við nýsmíði. Þetta gæti gert íslenskum skipa- smíðastöðvum erfiðara fyrir. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi að nýtt styrkjakerfi Evrópusambands- ins gæti nýst í óeðlilegri sam- keppni við Slippstöðina á Akur- eyri. - ghs Jackson-réttarhaldið: Hömlulaus ærsl á Neverland BANDARÍKIN, AP Fyrrverandi hús- hjálp á búgarði Michaels Jackson, Neverland, sagði frá því fyrir rétti að hún hefði kallað búgarð- inn „unaðseyju Gosa“ vegna þess að börn fengu að ærslast þar hömlulaust án eftirlits fullorð- inna. Húshjálpin, Kiki Fournier, bar vitni í máli Jacksons á fimmtudag, en hann er ákærður fyrir að hafa leitað kynferðislega á ungling. Hún sagðist ítrekað hafa séð börn láta þannig að álykta mætti að þau væru undir áhrifum áfengis. Fo- urnier, sem starfaði á Neverland á tímabilinu 1991-2003, nefndi í þessu sambandi níu drengi, sem allir voru á aldrinum tíu til fjórtán ára. Þar á meðal var barnastjarn- an Macaulay Culkin, sem dvaldi mikið á Neverland. Fournier sagð- ist þó aldrei hafa orðið vitni að því að Jackson gæfi börnum áfengi. Hún lýsti Jackson sem mjög und- anlátssömum gestgjafa og gaf í skyn að börnin hefðu fært sér undanlátssemi hans í nyt. Fournier sagði drenginn, á hvers vitnisburði ákæran gegn Jackson er byggð, og bróður hans hafa gengið berserksgang í her- bergjum sínum áður en fjölskylda þeirra flutti af búgarðinum fyrir tveimur árum. Verjendur Jacksons segja drenginn hafa skáldað upp söguna um kynferðis- legu áreitnina í hefndarskyni, en fjölskylda hans hefði gert sér von- ir um að geta búið til langframa á Neverland þegar henni var gert að flytja þaðan. ■ Bankaránstilraun tölvuþrjóta Breska lögreglan kom upp um tilraun tölvuþrjóta til að ræna andvirði millj- arða króna af bankareikningum japansks banka í Lundúnum. BRETLAND, AP Breska lögreglan kom upp um tilraun tölvuþrjóta til að stela andvirði mörg hundruð milljóna króna af reikningum jap- ansks banka í Lundúnum, að því er greint var frá á fimmtudag. Að- ferðin sem beitt var við þjófnað- artilraunina var að sögn sú að þrjótarnir brutust inn í tölvukerfi bankans og gátu þannig safnað upplýsingum um bankareikninga með tilheyrandi aðgangs- og lykil- orðum. Lögregla í Ísrael handtók á miðvikudag í samstarfi við breska kollega sína mann sem grunaður er um að hafa með þessum aðferð- um reynt að ræna háum upphæð- um af reikningum Sumitomo Mitsui-bankans. Lögregla í Lundúnum staðfesti að gerð hefði verið „misheppnuð þjófnaðartilraun“ í fyrra í Lund- únaútibúi Sumitomo Mitsui, en vildi ekki gefa upp hve háar upp- hæðir hefði verið um að tefla né hvaða aðferðum hefði verið beitt. Talsmenn bankans staðfestu einnig að tilraun til þjófnaðar hefði verið gerð, en sögðu ekkert nánar um aðferðina. Bankinn hefði ekki orðið fyrir neinu fjár- hagstjóni. Í tilkynningu ísraelsku lögregl- unnar segir að hinn handtekni, sem er 32 ára gamall ísraelskur ríkisborgari, væri grunaður um að hafa reynt að „þvo“ 20 milljón- ir evra, andvirði um 160 milljóna króna. Hátækniglæpadeild bresku lögreglunnar hóf rann- sókn í október í fyrra, eftir að tölvuþrjótar brutust inn í tölvu- kerfi Sumitomo-bankans í Lund- únum. Þeir reyndu að millifæra 219 milljónir evra, um 17,5 millj- arða króna, af reikningum bank- ans á tíu reikninga í bönkum víðs vegar um heim, en handtekni Ísraelinn kvað vera skráður fyrir einum þessara reikninga. Samkvæmt heimildum breska blaðsins Financial Times reyndu þjófarnir að ræna 220 milljónum sterlingspunda, hátt í 25 milljörð- um króna, af reikningum jap- anska bankans. Að sögn blaðsins notuðu tölvuþrjótarnir laumufor- rit sem gerði þeim kleift að fylgj- ast með öllu því sem notendur net- bankaþjónustu bankans slógu inn á lyklaborðið hjá sér. Þannig gátu þeir komist yfir upplýsingar um reikningsnúmer, aðgangsorð og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Steve Purdham, forstjóri SurfControl plc, sem sérhæfir sig í öryggi netnotenda, segir að þessi ránstilraun ætti að verða mönnum áminning um hættuna sem stafi af njósnaforritum. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðarráðherra styður þá hugmynd að kannað verði hvort tilboð Pólverja í endur- bætur á varðskipunum samræmist reglum á EES-svæðinu. SUMITOMO-BANKINN Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á tilraun tölvuþrjóta til stór- fellds bankaráns. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P HÚSHJÁLP BER VITNI Kiki Fournier mætir í réttarsal í Santa Maria í Kaliforníu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.