Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 37
5LAUGARDAGUR 19. mars 2005 Þegar Rúnar Jónsson var 15 ára byrjaði hann að keppa í ralli sem aðstoðarökumaður. Nú, tuttugu árum síðar, á hann að baki einn glæsilegasta rallökuferil lands- ins. „Íslandsmeistaratitlarnir eru orðnir 13 eða 14,“ segir Rúnar hógvær en hann keppir nú með bróður sínum Baldri sem tók við af föður þeirra, Jóni Rúnari Ragn- arssyni. „Síðasta keppnistímabil var líklega það besta til þessa. Við vorum að keppa við 10 árum yngri bíl og það átti að vera okkur óyfirstíganlegt. Við náðum samt að sigra tímabilið með yfirburð- um og freistumst til að halda að það sé mikið í okkur spunnið,“ segir Rúnar. Bíllinn sem þeir keppa á er fjórhjóladrifinn Subaru Legacy, sem er langt frá því að vera venjulegur götubíll. „Hann er sér- smíðaður úti í Bretlandi af fyrir- tækinu Pro Drive sem sér um smíði keppnisbíla, meðal annars fyrir Subaru-verksmiðjurnar. Bíllinn er 300 hestöfl eftir alþjóð- legum rallreglum. Þetta eru samt engin venjuleg götuhestöfl,“ segir Rúnar og bætir við að sérstakur gírkassi, drifhlutföll og annar drifbúnaður spili líka stórt hlut- verk í að koma bílnum áfram. Rúnar hefur keppt á fjórhjóla- drifsbílum frá 1991. Hann segir ekki hægt að líkja þeim saman við bíla á einu drifi þegar kemur að aksturseiginleikum. „Maður er með miklu betra veggrip, bíllinn verður stöðugri og kemst líka betur áfram. Bremsugripið er líka miklu betra svo að bíllinn lætur miklu betur að stjórn. Þetta á ekki bara við um rallbíla, ég keyri stundum fjórhjóladrifsbíl dags daglega og það sama á við í umferðinni,“ segir Rúnar. Það er varla vanþörf á öllu því veggripi sem fæst þegar maður svífur yfir sérleiðir á fleygiferð. Hvernig tilfinning ætli það sé að keyra rallbíl? „Maður keyrir ein- göngu eftir því sem maður heyrir. Allur aksturinn snýst um það sem aðstoðarökumaðurinn segir og því reynum við að vinna leiðarlýs- inguna mjög nákvæmlega. Ég horfi bara rétt fyrir framan bílinn og reyni að koma honum eins hratt og ég get, hægi ekkert á mér fyrr en ég fæ skilaboð frá að- stoðarökumanninum. Þegar allt er í réttum takti gengur þetta mjög vel og þá er mjög góð til- finning að keyra rallbíl,“ segir Rúnar að lokum. Góð tilfinning þegar vel gengur Rúnar Jónsson segir það góða tilfinningu að keyra rallbíl. Bræðurnir Baldur og Rúnar Jónssynir við keppnisbíl sinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J AK Almenn smurþjónusta Hjólbarðaþjónusta Sjálfskiptingaþjónusta Rafgeymaþjónusta Ísetning bremsuklossa Dempara – ísetningar o.fl. Vegmúli 4 • Sími 553 0440 Á fleygiferð er vissara að hafa nægilegt veggrip en þar segir Rúnar að fjórhjóladrifsbílar beri af. Nissan gefur í BÍLAFRAMLEIÐANDINN HEFUR OPNAÐ NÝJA OG STÓRA HÖNNUNARMIÐSTÖÐ. Bílaframleiðandinn Nissan í Bandaríkjunum hefur opnað nýja hönnunarmiðstöð í Farmington Hills í Detroit. Nú þegar er búið að hanna eina bifreið í miðstöðinni en það er Nissan Azeal coupe sem var sýndur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Nissan vill ekki gefa upp hvaða bifreiðar verði hann- aðar á staðnum en þessi nýja miðstöð gerir hönnuð- um kleift að gera allt frá því að teikna bílinn upp og til þess að framleiða hann. Miðstöðin er 14 milljóna dollara virði og er vinnupláss fyrir þrjátíu hönnuði þar. Nóg ljós kemur inn í bygg- inguna en utanaðkomandi aðilar geta ekki njósnað um nýjustu bifreiðar Nissan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.