Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 30
Þ etta er náttúrlega mjögspennandi verkefni og verk-svið sem ég þekki mjög vel,“ segir Jónas Kristjánsson ritstjóri um ástæður þess að hann kýs að snúa aftur í dagblaðahasarinn. „Þetta er mitt fag meðan hestageir- inn er svona meira áhugasvið,“ segir hann, en síðustu tvö árin hef- ur hann sinnt útgáfu hestablaðsins Eiðfaxa. Jónas neitar því ekki að hann hafi verið farinn að sakna þess að vinna á dagblaði. „Til að byrja með er það hvíld að hætta, en svo þegar maður er búinn að ná sér niður á jörðina og farinn að lifa heilbrigðu og eðlilegu lífi fer mað- ur að sakna ólátanna og vill komast í þau aftur. En það tekur kannski svona ár að átta sig á því að maður á heima í ólátunum.“ Spurður hversu langa viðveru hann ætli að hafa á blaðinu svarar Jónas því til að þrjú ár gætu talist hæfilegur tími. „Þetta er náttúrlega stórt spurt og fer eftir ýmsu, heilsufari og öðru slíku. En það tekur nú tíma að ná árangri í lífinu og gerist ekki allt í hvellinum. Ég gæti vel ímynd- að mér að gott væri að vera þarna í þrjú ár. Það er líka vont að vera of lengi í starfi,“ segir hann. Vildi komast ókeypis í bíó Blaðamennskuferill Jónasar hófst á Tímanum árið 1961 þegar hann var 21 árs gamall, þá háskólanemi í Vestur-Berlín í Þýskalandi. Aðeins hafði hann þó komið að skrifum áður þegar hann ritstýrði skólablaði Menntaskólans í Reykjavík. „Í skól- anum var vetrarfrí og ég hafði sam- band við Óla Gauk gítarkennara, en þá var hann blaðamaður á Tíman- um, og spurði hvort þeir vildu ekki taka við greinum frá mér um Björn- inn, kvikmyndahátíðina í Vestur- Berlín, sem þá þegar var komin af stað. Mig langaði nefnilega til að komast frítt í bíó. Það varð úr og ég fór á bíómyndir allan sólarhringinn og sendi einhverjar greinar í Tím- ann sem voru birtar.“ Í framhaldinu skrifaði Jónas svo Andrési Krist- jánssyni, sem þá var ritstjóri blaðs- ins, og spurði hvort hann gæti ekki komist að sem sumarafleysinga- maður. „Það gekk upp og ég byrjaði því sumarið 1961, en var þá búinn að vera tvö ár í námi. Úr þessum sumarafleysingum fór ég svo aldrei heldur fraus inni og varð fljótlega fréttastjóri.“ Árið 1964 færði Jónas sig svo yfir á Vísi og lauk skömmu síðar sagnfræðinámi frá Háskólan- um sem hann stundaði með vinnu. „Á þessum tíma var Gunnar Schram ritstjóri á Vísi og Þorsteinn Thorarensen fréttastjóri, en þeir höfðu nýlega tekið við blaðinu og voru að hressa upp á það. Í þá daga voru blöðin önnur en nú, bæði flokkstengd og ansi grá.“ Árið 1966 tók Jónas svo við ritstjórn Vísis og hélt þeirri stefnu að losa um pólitísk tengsl. „Ég fékk inn góðan fram- kvæmdastjóra og þetta gekk mjög vel fjárhagslega. Þannig reis Vísir úr hálfgerðri öskustó og varð út- breiddari en Tíminn, sem þá var næstútbreiddasta blað landsins,“ segir hann. Árið 1975 kom upp ágreiningur milli Jónasar og eigenda Vísis, sem voru kaupsýslumenn úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins. Jónas og framkvæmdastjóri Vísis, Sveinn R. Eyjólfsson, stofnuðu þá saman Dagblaðið og lýstu því yfir að það væri óháð öllum stjórnmála- flokkum. Dagblaðið og Vísir voru svo sameinuð árið 1981 þannig að úr varð DV eftir grimmilega sam- keppni á síðdegisblaðamarkaði. „Þar hætti ég svo í árslok 2001 og var í nokkra mánuði ritstjóri á Fréttablaðinu, en fór svo yfir í þessa hestaútgáfu sem ég er búinn að vera í í rúmlega tvö ár. Ég þarf svona mánuð til að hreinsa til þar svo að orðið geti góð skipti og þess vegna hef ég ekki störf á DV fyrr en í næsta mánuði.“ Mikael tók fyrstu skrefin hjá Jónasi Jónas segist hlakka mjög til að starfa með Mikael Torfasyni, sem nú er einn ritstjóri DV eftir að Ill- ugi Jökulsson varð útvarpsstjóri Talstöðvarinnar. „Þannig vill nú til að Mikael byrjaði sína blaða- mennsku hjá mér á Fókusi sem gefið var út með DV. Hann var mjög efnilegur í þá daga og hefur komist þetta síðan þannig að ég hlakka mikið til að starfa með svona ungum manni í þessu starfi.“ Þá segir hann að í raun fari betur á því að vera með tvo ritstjóra en einn. „Þetta er of mikið fyrir einn mann,“ segir hann, en lengst af rit- stýrði hann Dagblaðinu áður með öðrum. „Ef menn geta unnið saman er þetta allt annað líf. Hitt er eins og mara að vera einn með allt sam- an og öll þau læti og áreiti sem maður verður fyrir, hvort heldur sem er utan úr bæ eða inni á stofn- uninni. Ef það eru tveir er alltaf hægt að ná sér í hvíldartíma.“ Jónas segir ekki von á breyttri ritstjórnarstefnu hjá DV með að- komu sinni. „Á DV hefur orðið breyting, en þegar blaðið var end- urreist var tekin upp þessi nýja lína frá norrænu hádegisblöðunum og verið rekin síðan. Margir áttu erfitt með að sætta sig við þessa breytingu, sérstaklega fyrst í stað, en ég held nú að það versta sé af- staðið og fleiri sem átta sig á því að þarna er á ferð ákveðin tegund af blaðamennsku sem fyllir myndina og hjálpar fólki að átta sig á því sem er að gerast í samfélaginu.“ Hann segir þá blaðamennsku sem stunduð er á DV um þessar mundir mjög spennandi og telur að fólki muni falla hún vel þegar fram í sækir. „Ég er mjög sáttur við þessa ritstjórnarstefnu. Auðvitað eru gerð þarna mistök eins og á öðrum fjölmiðlum og kannski sérstaklega erfitt að fóta sig þegar verið er að móta nýja stefnu sem ekki hefur verið farin áður hér á landi, en þá þurfa menn bara að reka sig á og læra af reynslunni,“ segir hann og bætir við að hann hafi gert uppkast að siðareglum fyrir DV, líkt og fyrir Fréttablaðið á sínum tíma. „Munurinn á siðareglunum er reyndar ekki mikill en þó eru hlut- ir sem þurfa að vera öðruvísi. Í reglum Fréttablaðsins er mjög rækilegur kafli um nafn- og mynd- birtingar sem endurspeglar stöðu Fréttablaðsins sem blaðs sem fer inn á öll heimili. Í siðareglum DV verður hins vegar gert ráð fyrir því að yfirleitt séu nöfn og myndir birtar.“ Í þessu segir Jónas endur- speglast helsta muninn á efnis- framsetningu DV og Fréttablaðs- ins. „Hvort tveggja hefur jafn mik- inn rétt á sér. Þarna eru bara tveir fjölmiðlar sem koma að blaða- útgáfu með mismunandi hætti.“ Aðkoma stjórnmálaafla tíma- skekkja Jónas bendir á að fyrstu áratugi síðustu aldar hafi blaðamennska hér verið mun frjálslegri en síðar varð. „Þegar ég kem inn í blaða- mennsku var komin ansi mikil bóndabeygja í þetta og blaðamenn kýldir niður af stjórnmálaflokkun- um sem þá réðu fjölmiðlunum. Alls ekki mátti stuða neinn. Þá voru samdar siðareglur Blaðamanna- félagsins og þó að ég hafi á þeim tíma verið virkur í félaginu sem rit- ari og síðar formaður var ég aldrei sáttur við þær. Siðareglur Frétta- blaðsins finnst mér mun betri því þær eru ítarlegri og taka á hlutum sem ekki er minnst á í siðareglum Blaðamannafélagsins,“ segir Jónas og bætir við að við gerð siðareglna Fréttablaðsins hafi verið hafðar að fyrirmynd reglur breska dagblaðs- ins Guardian og reglur dagblaða á austurströnd Bandaríkjanna. „Það sama þarf að gera fyrir DV þannig að bæði starfsmenn viti á hvaða grunni þeir standa og lesendur blaðsins geti áttað sig á hvers vegna blaðið er eins og það er og eins hvenær það fer út af sporinu.“ Siðareglum af þessum toga segir Jónas að fylgi þannig bæði aðhald og ákveðið gegnsæi. „Fréttablaðið hefur birt sínar siðareglur og það geri ég ráð fyrir að DV geri líka. Þá sjá menn eftir hvaða reglum er unnið og hver fyrir sig meti hvern- ig til hefur tekist,“ segir hann og telur að þannig eigi öfl þjóðfélags- ins að vinna, fyrir opnum dyrum. Jónas segir greinilegt að þjóð- félagið hafi mjög mikinn áhuga á fjölmiðlum, en segir endurspeglast í lagasetningum um fjölmiðla og ráðningarmál á Ríkisútvarpinu hversu stjórnmálaöflin í landinu hafi einnig á þeim mikinn áhuga. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur í nokkuð mörg ár lagt mikla áherslu á að fá sitt fólk inn í stjórnunar- stöður á Ríkisútvarpinu og Fram- sóknarflokkurinn telur sig eiga þarna ákveðið embætti sem núna var úthlutað. Þetta eru náttúrlega leifar af gömlum tíma sem manni finnst nú að ætti að vera liðinn því það hentar ekkert þjóðfélaginu að stjórnmálaöfl séu að ráða einhverj- um hluta fjölmiðlunar,“ segir Jónas og telur að nýleg ráðning frétta- stjóra Útvarp hafi skaðað stofnun- ina mikið. „Þeir menn sem ákváðu að ráða þennan fréttastjóra hafa valdið stórtjóni sem þeir eru ekki borgunarmenn fyrir. Stofnunin naut virðingar með Kára Jónassyni sem fréttastjóra og sjaldan verið skipt um, heldur höfðu þetta verið stórmenni hver á fætur öðrum. Að lenda svo í þessari súpu er algjört ábyrgðarleysi og furðulegt að stjórnmálamenn skuli leyfa sér þetta.“ Fjöldi fréttastofa skiptir máli Þó að hér hafi á árum áður verið gefinn út fjöldi dagblaða telur Jónas ólíklegt að sá verði háttur á aftur. „Þau blöð voru náttúrlega úrelt að því leyti að þau héldu í og dóu í sinni pólitík. En þessi blöð þrjú; Fréttablaðið, DV og Morgun- blaðið, standa núna eftir og ákveð- ið jafnvægi í því. Ég geri ráð fyrir að þótt einhver áföll komi á ein- hverjum þessara staða verði auð- velt tiltölulega auðvelt að fjár- magna umbætur og breytingar og því spái ég öllum þessum dagblöð- um frekar löngu lífi. En varla gætu þau samt verið mikið fleiri en þrjú hér í landinu. Það er náttúrlega vel í borið í svona litlu þjóðfélagi að vera með þrjú dagblöð, tvær stórar fréttasjónvarpsstöðvar og eitthvað af útvarpsstöðvum,“ segir hann og áréttar um leið að mestu skipti að hafa nógu margar sjálfstæðar fréttastofur sem hver starfi á sín- um forsendum. „Til dæmis væri mjög misráðið ef DV og Fréttablað- ið hefðu samstarf um fréttir. Rétt eins og misráðið væri ef Ríkissjón- varp og -útvarp hefðu sameigin- lega fréttastofu.“ Stórfelldar breytingar hafa orð- ið á starfsumhverfi blaða, bæði með tækninýjungum á borð við Internetið og hlutum á borð við stjórnsýslu- og upplýsingalög, sem Jónas telur að hafi skilað sér í auknum gæðum fjölmiðla. „Mér finnst veruleg sígandi lukka hafa verið í þessu og fjölmiðlar hér mjög góðir miðað við það sem áður var,“ segir hann og bætir við að honum sé enda tilhlökkunarefni á hverjum morgni að taka þrjú dag- blöð og lesa. „Ég gæti varla verið til öðruvísi.“ Jónas segist þó jafn- framt nota netið mikið þegar kem- ur að erlendum fréttum. „Ég skal játa að innlenda fjölmiðla nota ég ekki til að fá erlendar fréttir held- ur skoða útlendu blöðin beint á netinu. Það er svona það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnana að athuga hvað er í frétt- um þar. Að vísu hefur maður ekki pappírinn en hann er svo lengi á leiðinni til landsins.“ Tækniframfarir létta störfin Jónas segir erlendu fréttirnar vandaðri í erlendu miðlunum en ís- lenskum fjölmiðlum. „Útlend mál eru dálítið flöt hér heima, en það er kannski vegna þess að þeir sem hafa áhuga á slíku eiga svo auðvelt með að ná sér í fréttirnar með öðr- um hætti. Þess vegna fyrirgefst kannski íslenskum miðlum því þeir sem eru hugsanlegir notendur efn- isins fá það hvort eð er annars stað- ar. En svo hefur netið hjálpað mik- ið til upp á vinnubrögð. Núna er hægt að sannreyna staðreyndir og villuhætta er mun minni en áður. Maður fær að vita hvernig heiti eru stöfuð, ártöl og fleira sem áður var fyrirhöfn að hafa rétt. Núna er þetta sáraeinfalt,“ segir hann og fagnar þægindunum sem tækni- framfarir hafa haft í för með sér. „Leiðréttingar sem stórmál var að gera þegar skrifað var á pappírs- örk eru nú leikur einn.“ Þó svo að Jónas snúi nú aftur í stól ritstjóra DV gerir hann ráð fyrir að sinna eitthvað vefjum þar sem hann hefur birt skrif sín á á netinu, en hann heldur úti vefjun- um jonas.is, traveltest.is og hest- ur.is. „Það sem ég skrifa í DV kem- ur væntanlega á netinu svona sól- arhring síðar og veitingarýni er nú bara svona eftir hendinni. Áhersl- an fer nú samt af þessu og yfir á DV. Þetta hefur meira verið til að halda mér í þjálfun. Svo veit ég ekki hversu mikinn tíma ég hef til að sinna hestamennskunni þegar þetta fer allt í gang. Það verður bara að koma í ljós.“ olikr@frettabladid.is 30 19. mars 2005 LAUGARDAGUR Á DV hefur orðið breyting, en þegar blaðið var endurreist var tekin upp þessi nýja lína frá norrænu hádegisblöðunum og verið rekin síðan. Margir áttu erfitt með að sætta sig við þessa breytingu, sér- staklega fyrst í stað, en ég held nú að það versta sé af- staðið og fleiri sem átta sig á því að þarna er á ferð ákveðin tegund af blaða- mennsku sem fyllir myndina og hjálpar fólki að átta sig á því sem er að gerast í sam- félaginu. ,, Stofnunin naut virð- ingar með Kára Jónassyni sem fréttastjóra og sjaldan verið skipt um, heldur höfðu þetta verið stórmenni hver á fætur öðr- um. Að lenda svo í þessari súpu er algjört ábyrgðar- leysi og furðulegt að stjórn- málamenn skuli leyfa sér þetta. ,, Á heima í ólátunum Jónas Kristjánsson sest aftur í ritstjórastól DV um miðjan næsta mánuð, en hann var ritstjóri blaðsins frá stofnun fyrir 30 árum síðan og fram til ársins 2001. Jónas, sem varð 65 ára fyrr á árinu, segist hlakka til að komast aftur í „ólætin“ sem fylgja dagblaðarekstri, en hann hefur ekki ritstýrt dagblaði síðan á vordögum árið 2002 þegar hann lét af ritstjórn Fréttablaðsins. JÓNAS KRISTJÁNSSON Jónas hefur stundað blaðamennsku í 44 ár, frá því að hann hóf störf á Tímanum 21 árs gamall. Þar varð hann fljótlega frétta- stjóri, en árið 1966 var hann orðinn rit- stjóri Vísis. Jónas Kristjánsson í hnotskurn Fæddur: 5. febrúar 1940. Maki: Kristín Halldórsdóttir stjórnmálakona. Börn: Kristján jarðfræðingur, Pálmi fréttamaður og sagnfræðingur, Pétur kerfisfræðingur og Halldóra líkamsræktarþjálfari. Menntun: Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1959 og BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1966. Starfsferill: Blaðamaður og fréttastjóri á Tímanum 1961 til 1964. Fréttastjóri Vísis 1964 til 1966. Ritstjóri Vísis 1966 til 1975. Ritstjóri Dagblaðsins 1975 til 1981. Ritstjóri DV 1981 til 2001. Ritstjóri Fréttablaðsins 2002. Utgáfustjóri Eiðfaxa ehf. 2003 til 2005. UNGUR FRÉTTASTJÓRI Á TÍMANUM Svona leit Jónas Kristjánsson út þegar hann var fréttastjóri á Tímanum rétt rúm- lega tvítugur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.