Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 72
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands sl. fimmtudagskvöld voru flutt verk eftir Engelbert Humperdinck, Pjotr Tsjækofskí, Franz Liszt, Cesar Franck, Anatoly Liadov og Gustav Holst. Hljómsveit- arstjóri var Owain Arvel Hughes frá Bretlandi og einleikari á píanó Liene Circene frá Lettlandi. Af upptalningunni hér að ofan má sjá að efnis- skráin var fjölbreytt. Hvað telst klassísk tónlist er stöðugum breytingum háð og ræðst af því sem sam- staða er um á hverjum tíma. Nýtt verk getur ekki talist klassískt því reynsla er ekki komin á endingu þess. Tónlistarsagan sýnir að mjög algengt er að tón- verk fái engar eða lélegar undirtektir í upphafi, þótt síðar sannfærist menn um að þau séu klassísk. Hið öfuga er jafnal- gengt. Það eru því góð rök fyrir því að halda tónverkum í endurskoðun, þ.á m. þeim sem telja má á jaðri hins klassíska. Segja má að þetta hafi öðr- um þræði verið viðfangsefnið á þess- um tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar því sum af verkunum sem þarna voru flutt eru ef till vill ekki örugg um langlífi, enda þótt þau séu vel þekkt. Forleikur Humperdincks að óper- unni Hans og Grétu er ekki sérlega bragðmikill en lætur þekkilega í eyr- um. Vel má vera að hann endist enn um hríð því byggingin er góð og samfelld. Það verður hins vegar ekki sagt um Dauðadans Franz Liszt, sem er heldur sundurlaust verk. Það er kallað konsertmeistaramúsík þegar ytra byrði og skraut kæfir lítið inni- hald. Dauðadans er slík tónlist og gildir um það sem sum önnur verk hins mikla píanóleikara að þau eru fyrst og fremst flutt vegna þess að píanótækni Liszts er skyldufag í píanóskólum heimsins. Sú var tíðin að menn settu út á Tsjækofskí, afgreiddu hann á klæð- skeramáli og sögðu að saumarnir sæust í verkum hans auk þess sem hann væri útkjálkamaður. Tónlist hans hefur fyrir löngu hrist allt slíkt af sér. Ástæðan er einföld. Hún er sam- in af ósvikinni snilligáfu eins og mátti heyra í þáttunum úr ballettsvítunni Þyrnirós sem þarna voru fluttir. Í brúðardansinsum í fimmta þætti er laglína af því tagi sem smýgur inn í sál manns þegar í æsku og dvelur þar. Þegar hún heyrist síðar á lífsleið- inni er það eins og að hitta elskaðan nákominn ættingja. Les Djinn eftir Franck virðist skorta skýrleika og virkni a.m.k. framan af. Ekki fer þó milli mála að töluvert gutlar á höf- undinum. Hið krómatíska tónamál hans er heillandi og meginlaglínan í píanóinu er frumleg og falleg. Ekkert slíkt verður sagt um tónaljóðin tvö, Baba Jaga og Töfravatnið, eftir Li- adov. Hér er allt einfalt skýrt og einkar þekkilegt, en í heild heldur lítið við að vera fyrir hlustandann. Miðbikið á ball- ettinum úr óperunni Perfect Fool eftir Holst hljómaði einnig heldur tíðindalítið. Upphafið og endirinn er að sama skapi hressilegur og áheyrilegur með svipuðum hætti og hinar frægu Plánet- ur hans, en þó engin viðbót þar við. Liene Circene lék ein- leikshlutverkið í bæði Liszt og Franck af glæsibrag með öruggri tækni og góðum tóni. Fróðlegt gæti verið að heyra hana leika verk sem meira reyndu á túlkunarhæfileika. Hljómsveitin var óhrein á stöku stað framan af en spilaði að öðru leyti vel og óx ásmegin er á leið. Hljómsveit- arstjórinn þekkti verkin vel og stjórnaði af sannfæringu. Best hljómaði Holst. Þar voru töluverð til- þrif á köflum. ■ 19. mars 2005 LAUGARDAGUR STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Í kvöld kl 20, Su 20/3 kl 20, Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20 Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 2/4 kl 14 - Aukasýning Su 3/4 kl 14 - Aukasýning Lokasýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana. Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 15, Fi 24/3 kl 20, Lau 26/3 kl 15, Lau 26/3 kl 20 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Í kvöld kl 20, Su 20/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20 AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Su 20/3 kl 20, Su 3/4 kl 20 - Ath: Miðaverð kr. 1.500 AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson. Í samstarfi við Hið lifandi leikhús. Fi 31/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20 Síðustu sýningar ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Su 20/3 kl 21 BREYTTUR SÝNINGARTÍMI! Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 2/4 kl 20 UPPSELT, Fi 14/4 kl 20, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Í kvöld kl 20, Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 Síðustu sýningar 15:15 TÓNLEIKAR - SÓLÓ Tinna Þorsteinsdóttir Í dag kl 15.15 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar „Ég hef í nokkur ár haft mikinn áhuga á þessu fyrirbæri sem er kallað prepared piano,“ segir Tinna Þorsteinsdóttir píanóleik- ari. Hún ætlar að flytja nokkur tuttugustu aldar píanóverk á tón- leikum í Borgarleikhúsinu í dag, og bera tónleikarnir yfirskriftina „Hið vel undirbúna píanó“. Undirbúningurinn felst í því að ýmiss konar hlutir eins og til dæmis skrúfur, boltar, plast, gúmmí og strokleður eru settir á milli strengjanna í hljóðfærinu, þannig að hljómurinn verður allt annar en sá sem venjulega kemur úr píanói. „Ég hef verið að koma mér upp kittinu mínu, sem er safn af skrúf- um og alls konar furðulegu dóti til að nota við þetta. Það er voða gaman fyrir píanóleikara að fást við önnur hljóð en venjulega. Píanóið verður þá eins konar slag- verkshljómsveit.“ Á tónleikunum flytur hún verk eftir John Cage, Christian Wolff, Morton Feldman, Helmut Lachen- mann og Giacinto Scelsi. „Ég byrja á verkinu eftir Lachemann, sem er óhefðbundn- asta verkið. Þar er tónskáldið að spyrja sig hvernig maður á að spila á þetta hljóðfæri, og þar geri ég eiginlega allt annað en að spila á nótnaborðið. Ég er að berja það að utan og gera alls konar hluti.“ Í næstu tveimur verkum, sem eru eftir Cage og Wolff, spilar hún reyndar á nótnaborðið, en þá koma ekki nein hefðbundin píanó- hljóð út úr hljóðfærinu vegna þess hve vel hún hefur undirbúið það. „Síðan þoka ég mig loks ofur- hægt yfir í venjulega tónlist, ef það má kalla hana það. Það verður spurning hvað hljómar eðlilega eftir allt hitt.“ Tinna segist hafa óskaplega gaman af því að útvíkka hljóð- heim píanósins, sem hún segir vera mjög lærdómsríkt fyrir píanóleikara og víkka svolítið sjóndeildarhringinn. „Mér finnst til dæmis gaman að ímynda mér hvað myndi gerast ef píanó væri sett fyrir framan einhvern sem kæmi úr öðrum heimi. Hann sæi ekkert endilega strax fyrir sér hvernig ætti að spila á þetta stóra hljóðfæri.“ ■ Píanói breytt í slag- verkshljómsveit Ævintýraheimur H.C. Andersen Ævintýraleg leikhúsveisla! TINNA ÞORSTEINSDÓTTIR Hefur gaman af að líta á píanóið sem framandlegt fyrirbæri sem hægt væri að spila á með margvíslegum hætti. ■ TÓNLEIKAR Bland í poka TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Liene Circene Sinfóníuhljómsveit Íslands Niðurstaða: Liene Circene lék einleikshlut- verkin af glæsibrag með öruggri tækni og góðum tóni. Hljómsveitin var óhrein á stöku stað framan af en óx ásmegin er á leið. EINLEIKARINN Liene Circene lék einleik á píanó með Sinfóníu- hljómsveit Íslands á fimmtudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.