Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2005, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 19.03.2005, Qupperneq 59
LAUGARDAGUR 19. mars 2005 Einræðisherrar eru aldrei góðir gengnir og ávallt illir aftur fengnir. En taka stundum uppá því að ganga aftur sem aðrir draugar. Jafnvel þeir sem löngu eru komnir undir græna torfu. Eða undir marmara- hellu í gólfum háreistra grafhvelf- inga. Einsog Francisco Franco á Spáni. Hann liggur undir einni slíkri við háaltari basilíkunnar í Dal hinna föllnu, hins faraóska kaþólsk- fasíska mannvirkis sem hann neyddi pólitíska fanga til að sprengja inní granítfjall skammt norðan Madrídar í tvo áratugi eftir spænska borgarastríðið 1936-39. Liggur undir hellunni en þó ekki al- veg grafkyrr þessa dagana. Því veldur stytta: sú síðasta af honum hér í Madríd en hún var fjarlægð af almannafæri í vikunni. Þar mátti sjá Franco ríða fögrum fáki, með einhvern plaggvöndul í hendi, og hafði sú bronssteypta reið hans staðið í 45 ár fyrir framan um- hverfisráðuneytið á Torgi Jóhann- esar af Krossi. Síðari ár hafði þó lít- ið borið á honum þar, horfnum í borgarlandslagið, horfnum Spán- verjum úr huga. Nema nokkrum hægriofsamönnum með blóm handa honum annnaðslagið. Komm- um með rauðar málningarskvettur á hann stundum. Og dúfum með drit yfir hann sífellt. En aðfaranótt fimmtudags, að fengnu leyfi til að fjarlægja skraut af torginu vegna endurbóta á því, mættu menn með tól og tæki, krana og flutningabíl, að fjarlægja styttuna. Þetta var gert að fyrirskipan þróunarráðu- neytisins en það mun teljast eig- andi hennar. Mennirnir skáru hana með logsuðutækjum af stalli, brugðu stroffum undir og lyftu síð- an einræðisherranum með hrossið í klofinu uppá bílinn, breiddu dúk yfir hann sem lík á morðstað, og fluttu hest og herra í lögreglufylgd í geymslu. Og Franco á varla aftur- kvæmt á torgið. „Tími til kominn láta helvítið hverfa“ sögðu sumir fagnandi. „Hversvegna er verið að þurrka út sögulegar menjar?“ spurðu aðr- ir undrandi. „Franco, Franco...!“ æptu enn- aðrir, fáeinir, sem birtust á staðn- um um nóttina, heilsuðu fasista- kveðju, sungu gamla fasista- söngva. Daginn eftir söfnuðust einir 700 slíkir aftur saman við styttulausan stöpulinn, endurtóku kveðjur og söngva og slógust við lögguna: þeir (fáu) sem enn sjá sjö augunum eftir einræðinu. Íhaldsmenn í Lýðflokknum, í stjórnarandstöðu síðan í fyrravor, kölluðu stjórnarliða sósíalista rót- tæklinga sem mændu á fortíðina í stað þess að horfa til framtíðar. Fleiri Francoar finnast enn á almannafæri í landinu. Systur- stytta þeirrar madrísku stendur ennþá á aðaltorginu í Santander á N-Spáni. Skjótt brotthvarf er boð- að. Sú þriðja er í Guadalajara, borg rétt austanvið Madríd. Hún hverf- ur líka bráðlega. Í haust samþykkti Spánarþing einnig, með jái allra nema Lýðflokksmanna sem sátu hjá, að hvetja ríkisstjórnina til að láta fjarlægja allar menjar um ein- ræði Francos af opinberum bygg- ingum og almannafæri fyrir 2008. Stjórnin segist sömuleiðis ætla að skoða málefni Dals hinna föllnu og hvernig virða megi minningu þeirra lýðveldismanna sem þar þrælkuðu og/eða eru grafnir þar í óþökk ættingja. Að lýðræði endurreistu á Spáni á síðari hluta áttunda áratugarins voru fjölmörg tákn einræðisstjórn- arinnar tekin burt. Og stræti og torg fengu aftur þau nöfn sem þau höfðu borið fyrir borgarastríðið. En ekki þó öll. Í Madríd munu enn vera um 170 götur með nöfnum tengdum einræðisstjórninni. Lýðflokksmenn hafa stýrt borg og héraði um árabil og hafa ekki viljað hrófla við þeim. En það er þó einkum í Galisíu, á NV- Spáni, þar sem teikn Francos finn- ast enn. Þar fæddist hann. Og þar hafa íhaldsmenn ráðið lengstum síðustu áratugi, með Manuel Fraga, fyrrverandi ráðherra í stjórnum Francos, nú á níræðisaldri, í broddi fylkingar. Í haust verða 30 ár liðin síðan Franco lagði upp laupana 22. nóv- ember 1975. Þá lauk nær 40 ára einræði hans og lýðræði var end- urreist á Spáni. Samt leikur hann semsagt nokkuð lausum hala þessa stundina. Veldur dragsúg og draugagangi. Vekur gamlar minn- ingar, gamlar irringar. ■ Skámáni frá Spáni KRISTINN R. ÓLAFSSON SKRIFAR FRÁ MADRID Dragsúgur og draugagangur FRANCO Enn er verið að afmá vegsummerki einræðisherrans alræmda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.