Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 62
HANDBOLTI Fram tryggði sér sæti í úrslitakeppni DHL-deildar karla í handbolta eftir nauman 22–21 sigur á FH í lokaumferð 1. deildarinnar í Framheimilinu í gærkvöldi. Vonin er þó ekki úti hjá FH því liðið spilar umspil við liðið í sjöunda sæti í úrvals- deildinni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Leikurinn í gær var æsi- spennandi allan tímann og aldrei meira en 1-2 marka munur á lið- unum. FH-ingar byrjuðu ívið betur í leiknum og höfðu frum- kvæðið framan af, en heimamenn í Fram sigu fram úr og voru einu marki yfir í hálfleik, 12-11. Síðari hálfleikurinn bauð upp á sömu spennu og það voru heimamenn sem lönduðu sigrin- um á lokasekúndunum með marki Jóns B. Péturssonar átta sekúndum fyrir leikslok. Heimir Ríkarðsson, þjálfari Fram, var yfir sig ánægður í leikslok. „Þetta var rosalegur leikur tveggja sterkra liða. Varnar- leikurinn var góður og mark- verðirnir báðir í stuði. Ég held að það hafi sýnt sig í dag að liðin í 1. deildinni eru hörkugóð og að mínu mati verðskulda þau mun meiri athygli en þau hafa fengið,“ sagði Heimir. ■ Eiður Smári mætir Bæjurum 46 19. mars 2005 LAUGARDAGUR > Við gleðjumst með ... ... franska liðinu Lyon í Meistara- deildinni í fótbolta sem var enn á ný afar heppið með dráttinn í Meistaradeildinni og væntanlega á leiðinni inn í undanúrslitin. Lyon dróst gegn PSV. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... íslenska sundfólkinu sem er nú að keppa í fyrsta á Íslandsmeistaramótinu í nýju lauginni í Laugardal. Þrjú Íslandsmet féllu strax í undanrásum á fyrsta degi og það er ljóst að nýja laugin er að nýtast okkar fólki vel til að ná enn betri árangri en áður. Aðal frétt vikunnar Jaliesky Garcia aftur í landsliðið. Viggó Sigurðsson er búinn að gera upp málin við Jaliesky Garcia, sem er kominn aftur í íslenska landsliðið fyrir æfingaleikina gegn Pólverjum um páskanna. Þegar Viggó Sigurðsson tilkynnti lands- liðshóp sinn fyrir vináttulandsleikina gegn Pólverjum um páskana brá einum handboltamanni mikið. Sá er seinhepp- inn með eindæmum og heitir Vilhjálm- ur Ingi Halldórsson, leikmaður Vals. Hann hafði talað við Viggó í upphafi vikunnar þar sem landsliðsþjálfarinn tjáði honum að hann væri í landsliðinu. Þegar Vilhjálmur las fréttir af fundinum brá honum verulega í brún því allir fjöl- miðlar greindu frá því að hann hefði misst sæti sitt í liðinu. Skal svo sem engan undra því nafn hans var ekki á lista yfir leikmenn og því gátu frétta- menn ekki vitað betur. „Mér krossbrá þegar ég las í blöðunum að ég væri ekki í landsliðinu og hugsaði bara hvað er að gerast? Ég vissi ekki al- veg hvort mig hefði verið að dreyma símtalið við Viggó eða ekki en svo mundi ég að það var hringt úr númer- inu hans þannig að það gat ekki annað verið en þetta hefði verið hann,“ sagði Vilhjálmur en HSÍ leiðrétti þessi leiðu mistök ekki fyrr en rúmum sólarhring eftir blaðamannafundinn. Vilhjálmur reyndi strax á miðvikudagskvöldið að ná í Viggó til þess að fá svör við því hvað væri í gangi. Það gekk frekar illa og náði Vilhjálmur ekki í Viggó fyrr en á fimmtudagsmorgun. „Þetta var ekkert sérstaklega auðvelt símtal en ég spurði bara hvað ég hefði eiginlega gerst en þá sagði Viggó mér að það hefðu bara orðið mistök. Mér var mikið létt við þær fréttir,“ sagði Vil- hjálmur, sem verður vonandi skráður á skýrslu í einhverjum leikjum gegn Pól- verjum um páskana. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea mæta Bayern München í átta liða úrslitum Meistara- deildarinnar en dregið var í gær. Á Ítalíu verður risaslagur á milli erkifjendanna í Inter og AC Milan. VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON: VALINN Í LANDSLIÐIÐ EN EKKI Á LISTA VIGGÓS Hélt að mig væri að dreyma FÓTBOLTI Í gær var dregið í átta liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chel- sea mæta þýska liðinu Bayern München en Bæjarar slógu Arsenal út í sextán liða úrslitum. Það verður borgarslagur í Mílanó þar sem AC Milan og Internazion- ale mætast. Lyon, spútniklið keppninnar, mætir PSV og liðin sem mættust í úrslitaleiknum árið 1985, Liverpool og Juventus, mæt- ast. Sigurvegarar leiks Liverpool og Juventus mæta síðan sigurveg- aranum úr leik Chelsea og Bayern München og sigurvegarinn úr leik Milan-liðanna leikur við sigurveg- ara viðureignar Lyon og PSV. Úr- slitaleikurinn fer síðan fram í Ist- anbúl í Tyrklandi 25. maí næstkom- andi. Forráðamenn og leikmenn Bayern München voru hæst- ánægðir eftir dráttinn í gær og vonast til að taka „enska tvennu“ en liðið sló Arsenal út í sextán liða úrslitum. „Þetta er frábær dráttur. Chel- sea er eitt stærsta lið Evrópu í augnablikinu og ég hlakka mjög til þessara leikja. Við viljum komast í úrslitaleikinn og það þýðir að við verðum að vinna Chelsea. Við þurf- um að eiga tvo toppleiki en ég veit að við getum unnið Chelsea,“ sagði Oliver Kahn, markvörður Bæjara. AC Milan og Internazionale mættust einnig í undanúrslitunum 2003 en þá komst AC Milan áfram á mörkum skoruðum á útivelli og vann að lokum titilinn. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var ekki sáttur og sagði Internazionale síðasta liðið sem hann hefði viljað mæta. „Við vildum allir sleppa við annan grannaslag. Ég man að það var mikil pressa þegar liðin mættust fyrir tveimur árum, mun meiri heldur en venjulega, en ég vona að við séum orðnir þroskaðri og getum unnið betur úr álaginu sem fylgir þessum leikjum.“ Barátta Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar um úrslitaleik liðanna á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 áhorfendur létu lífið í óeirðum og ensk félög fengu í kjöl- farið fimm ára bann. „Ég veit ekki af hverju en ég hafði það á tilfinn- ingunni að við myndum mæta Liverpool. Þegar ég var þjálfari hjá Roma töpuðum við fyrir þeim og nú fæ ég möguleika á því að koma fram hefndum. Leikmenn Liverpool eru hættulegir í skyndi- sóknum, sérstaklega á Anfield, og við þurfum að ná okkar besta til að komast áfram,“ sagði Fabio Capello, þjálfari Juventus. ■ Almennur hluti 1b Almennur hluti 1c Þ já lf ar an ám sk ei ð Í S Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ www.isisport.is Helgina 1. – 3. apríl verður Þjálfari 1b – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið er framhald af þjálfaranámskeiði 1a – almennum hluta. Námskeiðið sem er samræmt fyrir allar íþróttagreinar er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Haldið verður áfram að fjalla um þroskaferli barna, þ.e. vaxtarþroska og hreyfiþroska. Einnig er fjallað um undirstöðuatriði kennslufræði, mikilvægi rétt mataræðis, fyrstu viðbrögð við íþróttameiðslum og fleira. Verð á námskeiðið er kr. 8.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið namskeid@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 30. mars. Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is Helgina 8. – 10. apríl verður Þjálfari 1c – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið er framhald af þjálfaranámskeiði 1b – almennum hluta. Námskeiðið sem er samræmt fyrir allar íþróttagreinar er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Haldið verður áfram að fjalla um starfsemi líkamans og íþróttameiðs og einnig verður kynning á notkun tölvu- og upplýsingatækni við þjálfun. Þátttakandi verður að hafa lokið almennum hluta 1b til að komast á þetta námskeið. Námskeiðinu lýkur með skriflegu próf. Verð á námskeiðið er kr. 8.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið namskeid@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 6. apríl. Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru gjaldgengir á Almennan hluta 1b. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Sést hér skora gegn Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildinnar en hann og félagar hans mæta Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar. Lokaumferð 1. deildar karla í handbolta í gær: Fram í úrslitakeppnina LEIKIR GÆRDAGSINS 1. deild karla í handbolta FRAM–FH 22–21 (12–11) Mörk Fram: Jón B. Pétursson 10, Hjálmar Vilhjálmsson 4, Stefán Stefánsson 3, Ingólfur Axelson 3, Þorri Gunnarsson 1, Guðjón Drengsson 1. Mörk FH: Guðmundur Pedersen 6, Hjörtur Hinriksson 5, , Arnar Pétursson 3, Heiðar Arnarsson 2, Hjörleifur Þórðarson 1, Valur Arnarsson 1, Jón Helgi Jónsson 1, Pálmi Hlöðversson 1, Brynjar Geirsson 1. STJARNAN–SELFOSS 31–34 Mörk Stjörnunar: Arnar Freyr Theódórsson 14, Gunnlaugur Garðarsson 5, Kristján Kristjánsson 5, Björn Óli Guðmundsson 3, Davíð Ketilsson 2, Gísli Björn Björnsson 1, Jakob Sigurðarson 1. Mörk Selfoss: Ívar Grétarsson 7, Ramunas Mikalonis 4, Ramunas Kalendauska 4, Ómar Vignir Helgason 3, Haraldur Þorvarðarson 3, Atli Kristinsson 3, Gylfi Már Ágústsson 2, Hörður Gunnar Bjarnason 2, Jón Pétursson 1, Karl Fróðason 1. AFTURELDING –GRÓTTA/KR 23–22(9-11) Mörk Aftureldingar: Einar Ingi Hrafnsson 5, Daníel Jónsson 4, Hilmar Stefánsson 4, Hrafn Ingvarsson 4, Ásgeir Jónsson 2, Ernir Hrafn Arnarson 2, Vladislav Troufan 2. Mörk Gróttu/KR: Davíð Ágústsson 5, David Kekelia 4, Kristján Geir Þorsteinsson 4, Kristinn Björgúlfsson 3, Þorleifur Árni Björnsson 2, Daníel Grétarsson 1, Davíð Daníelsson 1, Hörður Gylfason 1, Kormákur Friðriksson 1. STAÐAN FRAM 10 8 0 2 267–24016 FH 10 7 0 3 274–227 15 AFTURELD. 10 5 0 5 266–273 10 GRÓTTA/KR 10 4 1 5 238–243 9 STJARNAN 10 3 1 6 270–287 7 SELFOSS 10 1 1 8 255–297 3 Deildabikar karla fótbolta: KEFLAVÍK–ÞRÓTTUR 2–3 1–0 Guðmundur Steinarsson (3.), 1–1 Halldór Hilmisson (5.), 1–2 Davíð Logi Gunnarsson (75.), 2–2 Guðmundur Steinarsson (81.), 2–3 Dusan Jaic (89.). VÖLSUNGUR–FH 1–3 0–1 Atli Viðar Björnsson (52.), 0–2 Atli Viðar Björnsson (54.), 0–3 Atli Viðar Björnsson (57.), 1–3 Hermann Aðalgeirsson (88.). Í ÚRSLITAKEPPNINA Ingólfur Axelsson og félagar hans í Fram unnu FH í lokaleik 1. deildar karla í gær. Hér sækir Ingólfur hart að marki FH, en hann skoraði 3 mörk í leiknum í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.