Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 53
Mara Salvatrucha-gengið á rætur sínar að rekja til níunda áratugarins þegar borgarastyrj- öldin í El Salvador geisaði. Meira en hundrað þúsund manns létust í styrjöldinni og milljón manna flutti til Bandaríkjanna, stór hluti ólöglega. Flestir innflytjendanna fóru til Kaliforníu og settust að í Los Angeles, sem oft hefur verið nefnd höfuðborg götugengjanna. Þeir komu sér þaki yfir höfuðið í spænskumælandi hverfum borgarinnar. Þar urðu þeir hins vegar fyrir aðkasti mexíkóskra gengja og annarra. Sér til varnar stofn- uðu þeir sér því sitt eigið gengi. Við Pico Union í Los Angeles varð sem sagt til gengið Mara Salvatrucha sem þýðir einfaldlega gengi drengja frá El Salvador. Gengið gengur einnig undir heitinu MS 13. Mara Salvatrucha átti síðan eftir að vaxa hraðar en nokkurn óraði fyrir og nú er svo komið að það telur um 50 þúsund meðlimi víðs vegar um Mið- Ameríku og í Bandaríkjunum á jafn ólíkum stöðum og Alaska og Flórída. Mara Salvatrucha er því ólíkt öðrum götugengjum í Bandaríkjunum að því leyti að það teygir anga sína til annarra landa og hefur náin tengsl við El Salvador. Mara Salvatrucha er glæpagengi með stóru G. Gengið smyglar eiturlyfjum í stórum stíl frá Mexíkó til Bandaríkjanna og hefur tengsl við stóra eiturlyfjahringi í Suður-Ameríku. Gengið smyglar einnig fólki og vopnum yfir landamærin og stelur þúsundum bíla í Bandaríkjunum á hverju ári. Sam- kvæmt upplýsingum frá saksóknara í Orange-sýslu í Kaliforníu er talið að um 80 prósentum allra bíla í El Salvador hafi verið stolið í Bandaríkjunum. Með- limir Mara Salvatrucha hafa einnig verið dæmdir fyrir fjölmörg morð í Bandaríkjunum, sem og mútur, nauðganir, fíkniefnasölu, innbrot, rán og ólöglega sölu vopna og fleira. Þeir hafa jafnvel gengið svo langt að leggja „skatt“ á fíkniefnasölu og vændi sem stundað er á svæðum sem þeir ráða yfir. Nýlegt dómsmál í Virginíu, þar sem meðlimur Mara Salvatrucha var dæmdur fyrir morð, veitti ákveðna innsýn í starfsemi gengisins. Í vitnaleiðsl- um kom fram að meðlimir gengisins eiga beinlínis refsingu yfir höfði sér, ráðist þeir ekki á meðlimi úr öðrum gengjum. Þannig upplýsti eitt vitnið að ef meðlimur Mara Salvatrucha gerðist uppvís að því að ráðast ekki gegn óvininum kæmu foringjar MS 13 upp sérstökum dómstóli götunnar. Viðkomandi væri síðan dæmdur til að þola harðar barsmíðar í 13, 26 eða 39 sekúndur. Meðlimir Mara Salvatrucha eru alræmdir fyrir að nota handsprengjur, sveðjur og hríðskotabyssur gegn óvinum sínum. Eitt af vörumerkjum þeirra er að skera eistun undan mönnum sem þeir telja sig eiga sökótt við og gefa hundunum sínum þau. Gengið sýnir lögreglunni enga virðingu og hafa meðlimir þess meðal annars tekið þrjá bandaríska alríkis- lögreglumenn af lífi. ■ LAUGARDAGUR 19. mars 2005 37 Allir meðlimir Mara Salvatrucha eru húðflúraðir og flestir í bak og fyrir. Al- gengast er að þeir séu með bókstafinn „M“ húðflúraðan á sig eða „MS“. Talan „13“ er einnig algengt húðflúr sem og spænska orðið „sureno“ eða styttingin á því „sur“. Sureno þýðir sá að sunnan. Margir meðlimir gengisins eru einnig með orðin „Salvadorian Pride“, sem þýðir stolt El Salvador, húðflúruð á lík- ama sinn. HÚÐFLÚRAÐIR Ónafngreindur með- limur Mara Salvatrucha. Robert F. Clifford heitir maðurinn sem stjórnar sérsveit bandarísku alríkislög- reglunnar (FBI) sem vinnur að því að uppræta götugengið Mara Salvatrucha. Að vissu leyti er hann að feta í fótspor hins fræga Eliot Ness, sem á fyrri hluta síðustu aldar elti mafíósann Al Capone uppi og kom honum í fangelsi. Clifford hefur unnið fyrir alríkislögregl- una í sautján ár og er mikilsvirtur inn- an stofnunarinnar. Hann hefur að mestu unnið í málum sem snerta hryðjuverk og hryðjuverkasamtök. Hann vann meðal annars að öryggis- málum á Ólympíuleikunum í Aþenu. Á meðan hann var í Grikklandi komst hann á slóð hryðjuverkasamtakanna „17. nóvember,“ sem framið hafa fjöldamörg hryðjuverk í Evrópu. Upp- lýsingarnar sem hann náði leiddu til þess að síðla árs 2002 voru nítján meðlimir hryðjuverkasamtakanna handteknir. Nokkur leynd hefur hvílt yfir sérsveit- inni, sem á næstu mánuðum mun ein- beita sér að því að ná lykilmeðlimum Mara Salvatrucha. Hún var stofnuð fyrir tveimur mánuðum. Clifford hefur lítið viljað tjá sig um sérsveitina sjálfa. Á blaðamannafundi nýverið vildi hann ekki einu sinni svara því hversu margir væru í sveitinni. Eliot Ness 21. aldar NÁÐI CAPONE Eliot Ness var maðurinn sem kom mafíósanum Al Capone bak við lás og slá. Bíómyndin The Untouchables var gerð eftir sögu Ness. Merktir genginu Hrottalega grimmir strákar frá El Salvador
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.