Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 70
Sigrún Eðvaldsdóttir kemur fram í Salnum í Kópavogi í kvöld ásamt píanóleikaranum James Lisney. Þau ætla að flytja þar verk eftir Franz Schubert, André Previn, Camille Saint-Saëns og Dímítrí Sjostakovitsj. Öll þessi verk eiga það sameiginlegt að tónskáldin hafa tileinkað þau frábærum fiðluleikurum, sannkölluðum snillingum sem hafa verið í fremstu röð fiðluleikara. Sigrún segist þó ekki hafa átt í neinum óskaplegum erfiðleikum með að tileinka sér þessi verk og æfa þau. „Nei, það hefur bara verið gaman að æfa þau. En þetta eru dálítið krefjandi verk,“ viður- kennir hún samt. „Svo er ég líka með alveg fantagóðan píanóleik- ara og það hjálpar mikið til í æfingaferlinu.“ Sigrún kynntist James Lisney píanóleikara fyrst úti á Englandi þegar hún bjó þar fyrir tólf árum. „Við byrjuðum þá að spila sam- an. Hann hafði heyrt mig spila á plötu áður en hann hitti mig svo hann vissi hvernig ég spilaði.“ Hann hefur komið nokkrum sinnum til Íslands. Meðal annars héldu þau Sigrún tónleika í Gamla bíói árið 1999. „Það er svo dýrmætt að rækta samband við svona góðan píanó- leikara, því þetta er svo lítið land.“ Sigrún er með þekktustu fiðlu- leikurum landsins, en engu að síð- ur er það ekki oft sem færi gefst til að heyra í henni á einleikstón- leikum. „Já, það er orðið dálítið langt síðan ég gerði þetta síðast. Samt er maður alltaf að einhvern veginn, en þetta er algerlega mitt eigið verkefni og mér finnst virki- lega gaman að takast á við það.“ Verkin á tónleikunum eru afar ólík innbyrðis. „Fyrstu þrjú verkin eru gleði- verk, æðislega skemmtileg og fjörug, en svo kemur langt hlé. Við þurfum að hvíla okkur vel í hléinu til þess að vera tilbúin fyr- ir allt annars konar átök, því þá kemur Sjostakovitsj. Hann er svo þungur og dramatískur, en þetta er samt brjálæðislega flott verk.“ Hugmyndin að þessum tónleik- um kviknaði á síðasta ári þegar Sigrún heyrði fiðlusónötu eftir Saint-Saëns á tónleikum. „Ég hafði þá aldrei heyrt þessa sónötu og bara varð að fá að spila hana einhvern tímann. En þá þurfti að finna eitthvað til að flytja sem passaði við hana og þá duttum við niður á þessa snilldarhugmynd. Svo fannst okkur sérstaklega gaman að hafa nýjasta verkið með, sem er eftir André Previn og samið árið 1997. Þetta er verk sem hann samdi fyrir konuna sína sem er alger snillingur, Anne-Sophie Mutter. Það er svo rómantískt eitthvað.“ ■ 54 19. mars 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… ... sýningu á verki Rúríar, Archives – Endangered Waters, sem sýnt er í Listasafni Íslands. Verkið vakti mikla athygli á Feyneyjatvíæringnum árið 2003. ... myndasögumessunni í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsinu, þar sem tugir ís- lenskra, skandínavískra og norður-amerískra myndasögu- höfunda og myndlistarmanna koma saman. ... Draumleik eftir Strind- berg í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur og Nemenda- leikhússins á stóra sviði Borg- arleikhússins. Nú um helgina verður sýningin Hugstolinn, eða Spellbound – The Raven Rhapsody eins og hún er nefnd á ensku, sýnd í Færeyjum. Færeyjar eru fyrsti viðkomustaður sýningarinnar á sýningarferðalagi til Norðurlanda. Framhald ferða- lagsins verður í haust þegar hópurinn heldur til Grænlands og Álandseyja. Hugstolinn er tónlistarleikhús (musical drama) eftir franska leikstjórann Janick Moisan við tónlist íslenskra og norrænna tónskálda. Sýningin er hugverk hennar, byggð á upplifun hennar á nátt- úru Íslands, sögnum og dulhyggju norðurslóða. Flytjendur óperunnar eru altsöngkonan Marta Hrafnsdóttir, Sigurður Halldórsson á selló og Daníel Þorsteinsson á píanó. Í tengslum við sýningarferðalagið verður unnið að gerð heimildarmyndar. Stephané Labat, doktor í mannfræði og sérfræðingur í shamanisma, mun ásamt aðstoðarmönnum festa sýninguna á filmu og líf þátttakenda á ferðalaginu um Færeyjar, Grænland og Álandseyjar. Kl. 22.00 Sjálfur Megas verður með tónleika í Stúdentakjallaranum í kvöld þar sem hann fer örugglega á kostum eins og honum er einum lagið. Meistarinn verð- ur sextugur innan fárra vikna og gæti verið að hita sig upp í kvöld fyrir afmæl- istónleika. menning@frettabladid.is Hugstolinn í Færeyjum SIGRÚN MEÐ FIÐLUNA SÍNA Hún ætlar að flytja fjögur verk á tónleikum í Salnum í Kópa- vogi. Verkin eiga það sameiginlegt að tónskáldin hafa tileinkað þau miklum fiðlusnillingum. Samið fyrir snillinga ! Leikendur: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir Atli Þór Albertsson Björn Ingi Hilmarsson Guðjón Davíð Karlsson Guðmundur Ólafsson Guðrún Ásmundsdóttir Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir Jóhannes Haukur Jóhannesson Oddný Helgadóttir Ólafur Steinn Ingunnarson Orri Huginn Ágústsson Pétur Einarsson Sara Dögg Ásgeirsdóttir Theodór Júlíusson „Algjör draumur“ MK Mbl „ ..ein skemmtilegasta leiksýning sem ég hef séð“ KHH Kistan.is Draumleikur eftir August Strindberg Leikstjóri: Benedikt Erlingsson Leikmynd: Gretar Reynisson N æ st SÝNINGAR LAUGARDAGS- OG SUNNUDAGSKVÖLD • ATHUGIÐ AÐ SÝNINGAFJÖLDI ER TAKMARKAÐUR Tríó Reykjavíkur verður með tón- leika í Hafnarborg á morgun þar sem Sigurgeir Agnarsson selló- leikari spilar með því sem gestur tónleikanna. Tríóið er venjulega skipað þeim Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Maté píanó- leikara, en á þessum tónleikum kemur Sigurgeir í staðinn fyrir Gunnar, sem ætlar að taka sér frí vegna anna við mikilvægt verk- efni á öðrum vettvangi. „Það stendur mikið til hjá Gunnari. Hann er að fara að spila allar Bach-svíturnar í lok mánað- arins og vill einbeita sér að því,“ segir Sigurgeir, sem hefur starfað sem aðstoðarleiðari í sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands undanfarin tvö ár. Á efnisskrá tónleikanna verða Fimm lög í þjóðlegum stíl eftir Robert Schumann, fyrir selló og píanó. Verkið var samið árið 1849 og tilheyrir flokki ljóðrænna smá- mynda og þótt yfirborðið kunni að virka einfalt er margt hér að finna sem stingur góðlátlega í eyru. Þá verðu flutt sónatína fyrir fiðlu og selló eftir franska tónskáldið Darius Milhaud. Lítið hefur heyrst eftir hann hér á landi, en hann var uppi á árunum 1892 til 1974. Hann hafði mjög sérstakan stíl og samdi mikinn fjölda tón- verka af flestum stærðargráðum. Sónatínan er ópus 324 og var sam- in árið 1953. Að lokum verður flutt eitt af stóru tríóum tónbókmentanna, tríó í Es-dúr ópus 100 eftir Franz Schubert. „Það hljómar klisjukennt að kalla þetta eitt af stórvirkjum tríóbókmenntanna, en það er nú samt alveg satt,“ segir Sigurgeir. „Þetta er langt og mikið verk, sem er tær snilld í rauninni.“ ■ Dixielandhljómsveitin Spari- buxurnar hans afa skorar á fólk að reyna að láta sér leiðast í Iðnó í kvöld. Margir kannast við hljómsveitina frá því á menningarnótt og 17. júní, en víst er að hún spilar eldfjöruga tónlist sem einungis afburða- þunglyndum fýlupokum getur leiðst að hlusta á. Hljómsveitin varð til fyrir um það bil tveimur og hálfu ári að frumkvæði Johns Gear trompetleikara, sem jafnframt syngur með hljómsveitinni. Auk hans verður hljómsveit- in í kvöld skipuð þeim Samúel J. Samúelssyni á básúnu, Stein- ari Sigurðarsyni á sópransaxó- fón, Hlyni Benediktssyni á banjó, Stefáni Erni Arnarssyni á kontrabassa og Finni Magnús- syni á trommur. „Á Íslandi eru til aðrar dixiehljómsveitir en þær spila allar eftir nótum. Hjá okkur er þetta allt saman spuni, þótt við styðjumst við grófan hljóma- gang.“ John Gear hefur búið hér á landi frá árinu 1996. Hann kennir tónmennt í Smáraskóla í Kópavogi, en segist reyndar hafa komið fyrst til landsins í þeim erindagerðum að fara í jeppaferðir upp um fjöll og firnindi. Sem lítill strákur á Englandi ólst hann upp við dixielandtón- list, sem nýtur mikilla vinsælda þar víða á hverfiskránum. „Þegar ég var svona tíu ára fór pabbi með mér á dixie- kvöld. Ég var þá byrjaður að læra á trompet og hann sagði mér að taka trompetið með mér.“ Ekkert var sjálfsagðara en að strákurinn fengi að grípa í trompetið á dixiekvöldinu með hinum hljóðfæraleikurunum. „Þetta er það sem strákar gera á Englandi. Þetta er mjög oft gert svona.“ Innan skamms ætlar hljóm- sveitin að halda út fyrir land- steinana. Meiningin er að heim- sækja pabba Johns, sem verður áttræður á næstunni. „Við ætlum að fara til Eng- lands til þess að spila á afmæl- inu hans.“ ■ Útilokað að láta sér leiðast SPARIBUXURNAR HANS AFA Spilar ekta Dixieland í Iðnó í kvöld, þar sem spuninn ræður ríkjum. Sammi í Jagúar spilar með þeim að þessu sinni.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T H O R ST EN H EN N Alþýðulög og meistarastykki TRÍÓ REYKJAVÍKUR Sigurgeir Agnarsson sellóleikari leikur á þessum tónleikum með þeim Guðnýju Guðmundsdóttur og Peter Maté.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.