Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 75
Stjórnin Páskaeggjabingó Árlegt páskaeggjabingó Sjálfstæðisfélags Mosfellinga verður haldið 19. mars nk. kl. 14 í Lágafellsskóla Veglegir vinningar að vanda. Allir velkomnir. Gleðilega páska! The Bourne Supremacy sigursæl ■ TÓNLIST Það var mikið um dýrðir þegar kvikmyndablaðið Empire gerði upp kvikmyndaárið í London á sunnudaginn. Flestar stjörnurn- ar gerðu sér far um að mæta í Guildhall-höllina þó verðlaunin verði seint talin með þeim virt- ustu í heimi. Þetta var í tíunda sinn sem þessi hátíð fór fram og eru verðlaunin veitt samkvæmt kosningu lesenda blaðsins. Bár- ust yfir 12.000 atkvæði þetta árið. Afhent voru verðlaun í flokki breskra mynda og alþjóð- legra auk þess sem tveir kvik- myndagerðarmenn voru heiðr- aðir fyrir framlög sín á undan- förnum árum. Uppvakningagamanmyndin Shaun of the Dead var valin besta breska kvikmyndin en spennutryllirinn The Bourne Supremacy besta alþjóðlega kvikmyndin. Þá hirti Kate Winslet verðlaun sem besta breska leikkonan fyrir Eternal Sunshine of the Spotless Mind, en franska leikkonan Julie Delpy hlaut verðlaunin sem besta alþjóðlega leikkonan fyrir leik sinn í Before the Sunset. Delpy lét hafa eftir sér seinna um kvöldið að franskan hjá Beyoncé á Óskarsverðlaununum hefði verið skelfileg og minnt hana á kínversku. Paddy Consi- dine var valinn besti breski leik- arinn fyrir Dead Man’s Shoe en Matt Damon hlaut alþjóðlegu verðlaunin fyrir Bourne Supremacy og fékk þar með sín fyrstu verðlaun fyrir leik í kvik- mynd. Damon þakkaði vini sínum Kevin Smith, sem seinna um kvöldið var heiðraður fyrir framlag sitt til sjálfstæðrar kvikmyndargerðar. Hann sagð- ist ætla að geyma verðlaunin á áberandi stað til þess að minna sig á að einhverjum líkaði vel við hann á Bretlandi. Quentin Tarantino var heiðraður sem kvikmyndagerðarmaður áratug- arins og sagði hann Empire vera uppáhaldskvikmyndatímaritið sitt, sem kom kannski ekki á óvart í ljósi aðstæðna. Þá var leikstjórinn Brad Bird heiðrað- ur fyrir framlag sitt til breskra kvikmyndahúsa en hann er leik- stjóri kvikmyndarinnar The Incredibles sem sló svo eftir- minnilega í gegn á síðasta ári. ■ Besti nýliðinn: Freddie Highmore fyrir Finding Neverland Besta breska myndin: Shaun of the Dead Besta alþjóðlega myndin: Bourne Supremacy Besti breski leikarinn: Paddy Considine fyrir Dead Man’s Shoe Besti alþjóðlegi leikarinn: Matt Damon fyrir The Bourne Supremacy Besti breski leikstjórinn: Matthew Vaughn fyrir Layer Cake Besti alþjóðlegi leikstjórinn: Sam Raimi fyrir Spiderman 2 JULIE DELPY Franska leikkonan Julie Delpy fékk verðlaun fyrir besta leik í aðal- hlutverki og sagði seinna um kvöldið að franskan hjá Beyoncé hefði minnt sig meira á kínversku en frönsku. Finnska rokktríóið 22 Pistepirkko heldur tónleika á Nasa á laugar- dagskvöld. Tónlistarunnendur ættu að þekkja þessa hljómsveit vel, enda er þetta í þriðja sinn sem hún heldur tónleika hér á landi. Hljómsveitin var stofnuð í smábænum Utajärvi í Norður- Finnlandi 1982 og þarna eru því engir nýgræðingar á ferð. Nýjasta plata 22 Pistepirkko heit- ir Drops & Kicks og þykir hún vera prýðisgripur. Singapore Sling og stelpuband- ið Brite Light hita upp. Miðaverð er 1.500 kr. og þeir sem kæra sig um geta verið áfram á Nasa eftir tónleikana því upp úr miðnætti stígur hljómsveitin Í svörtum fötum á stokk og heldur ball. ■ 22 PISTEPIRKKO Finnska rokktríóið heldur tónleika á Nasa á laugardagskvöld. Singapore Sling og Brite Light hita upp. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Finnskt rokk- tríó á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.