Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 24
Markús Örn sendiherra Þeim dásamlegu kenningum er nú haldið á lofti að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri muni taka við starfi Þor- steins Pálssonar sem sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Eins og fram hefur komið hefur Þorsteinn sagt starfi sínu lausu frá og með næsta hausti. Þá losnar staða sem Davíð Oddsson mun skipa í og segir sagan að Markús Örn eigi inni sendiherra- starf. Honum hafi verið lofað því fyrir fjöl- mörgum árum en Jón Baldvin Hannibalsson hafi á sínum tíma neitað því að ráða Markús Örn sendi- herra í nokkru landi. En nú ræður Jón Baldvin engu lengur. Samsæriskenningarsmiðir bæta enn í með því að halda því fram að ákvörðun Markúsar Arnar að ráða Auðun Georg sem fréttastjóra útvarps hafi verið tekin í þessu samhengi. Markús Örn hafi ekki viljað styggja stjórnvöld og hafna Auðuni þegar loks sé komið að því að hann fái að komast á kampavínsspenann eftirsótta. Þorsteinn á Morgunblaðið Þorsteinn Pálsson lýsti því yfir í viðtali í Fréttablaðinu í nóvember síðastliðnum að hann ætlaði ekki aftur í pólitík. Þær kenning- ar eru hins vegar á sveimi að Þorsteinn muni gerast ritstjóri Morgunblaðsins þegar hann lýkur störfum sendiherra. Þorsteinn starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu áður en hann varð ritstjóri Vísis, en því starfi gegndi hann á árunum 1975 til 1979. Spurningin er aðeins sú, hvort hann hafi fyrirgefið Morgun- blaðinu fyrir að hafa gagnrýnt hann í kjölfar ríkisstjórnarslitanna 1987. Hann er einnig sagður hafa orðið sár út í Morgunblaðið fyrir að hafa ekki staðið með sér í aðdraganda slagsins við Davíð um formannssæt- ið 1991. Það er þó ekki hægt að minnast á endurkomu Þorsteins í íslenskt þjóðlíf í haust án þess að nefna kenningar um að Þorsteinn muni taka við af Markúsi Erni Antonssyni út- varpsstjóra. Það yrði nú aldeilis sniðug flétta. 24 19. mars 2005 LAUGARDAGUR Davíð Oddsson utanríkis- ráðherra segir að stefna Íslendinga um að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi ekki breyst. Hann segir að talið sé að kostnaður- inn við framboðið og þátttökuna, nái Ísland kjöri, verði á bilinu sex til sjöhundruð milljónir króna. ÖRYGGISRÁÐIÐ „Það er skylda Ís- lendinga að axla þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við erum þátttakendur og nánast stofn- aðilar að Sameinuðu þjóðunum og það horfir undarlega við ef við erum nánast eina þjóðin í heiminum sem ekki vill axla þá ábyrgð að eiga þarna setu að minnsta kosti einu sinni,“ segir Davíð. „Við erum ekki í þessu einir heldur í samráði við hin Norður- löndin. Ísland er það ríki Norð- urlandanna sem sækist eftir setu í ráðinu nú með stuðningi allra hinna. Þetta er ekki okkar ákvörðun einna,“ segir Davíð. Hann bendir á að ákvörðunin hafi verið tekin 1998. Hugmynd- in hafi hins vegar komið frá Geir Hallgrímssyni í utanríkis- ráðherratíð hans á árunum 1983 til 1986. „Við höfum verið lengi að hugsa okkur um og erum ekki að ana út í þetta. Það fer hins vegar að líða að þessu og því höfum við verið að fara yfir fjármálin og kanna hverjir möguleikar okkar séu,“ segir Davíð. Hann segist hafa kynnt í utanríkismálanefnd áætlun yfir kostnað sem hlytist af framboð- inu og rekstrarkostnað ef Ísland hlýtur kosningu í ráðið. „Það er afskaplega erfitt að ábyrgjast einhverjar tölur í þessu sam- hengi þótt kostnaðurinn hafi verið áætlaður á bilinu sex til sjöhundruð milljónir. Ég hef óttast það að talan kunni að hækka þegar við erum komnir í slaginn,“ segir Davíð. Hann bendir jafnframt á að staða Íslands hafi breyst frá því að ákvörðunin var tekin og því hafi málið verið skoðað vandlega að undanförnu. „Í staðinn fyrir að við töldum að við yrðum aðeins tvær þjóðir frá þessu svæði, þá verða þær þrjár, en auk okkar hafa Tyrkir og Austurríkismenn tilkynnt að þeir muni sækjast eftir sæti,“ segir Davíð. Spurður hversu mikla þýð- ingu það hafi fyrir Íslendinga að ná sæti í öryggisráðinu segir hann að það sé metnaðarmál flestra ríkja. „Það hafa miklu fátækari og minni ríki en við axlað þessar byrðar. Aðeins örfá ríki hafa ekki viljað axla þá ábyrgð sem fylgir setu í örygg- isráðinu í tvö ár,“ segir Davíð. „Það er ekki endilega víst að það verði okkur alltaf til fram- dráttar því fulltrúi okkar yrði að taka ákvarðanir sem yrðu kannski óvinsælar á köflum. Menn geta verið að styggja hina og þessa eftir því hvernig atkvæði myndu falla hverju sinni þannig að það má deila um það hvort við græðum á þessu,“ segir Davíð. sda@frettabladid.is „Við erum þjóðin sem safnar dót- inu. Við erum hin mikla dótaþjóð, eins og einhver sagði, og sá vinn- ur sem á mest dót þegar hann deyr. Þetta er viðhorfið sem víða er, því miður. Ef við ættum minni bíla og færri, byggjum í minni húsum og ættum minna dót liði okkur miklu betur. Það er hin mikla eyðsla samfélagsins, þessi ofboðslega eyðsla sem er að sliga samfélagið þannig að öll barátta fyrir því að menn eyði minni pen- ingum er sú barátta sem mun hjálpa skuldurunum. Við þurfum mjög á því að halda í þessu mjög svo timbraða samfélagi.“ Einar Oddur Kristjánsson á Alþingi 15. mars í umræðu um afnám verð- tryggingar á fjárskuldbindingum. „Hjá Framsóknarflokknum hefur verið talað um Kasper, Jesper og Jónatan sem meðreiðarsveina hæstvirts forsætisráðherra. Mér sýnast Rip, Rap og Rup vera hér nú sem hafa farið með þessar miklu tillögur sem eru svo ekki neitt neitt.“ Kristján Möller á Alþingi 17. mars í umræðu um sveitarstjórnarlög. „Var þessi Evrópulopi beint af spunarokkum vikapiltanna í kringum forsætisráðherra og til þess ætlaður fyrst og fremst að draga athyglina frá valdabaráttu og innanflokksátökum og tryggja að ekki yrði rætt of mikið um óþægileg mál eins og Írak eða einkavæðingu Landssímans á flokksþinginu – eða hvað?“ Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi 15. mars í umræðu um Evrópumál. „Við heyrðum hér sjálfskipað- an djúpsálarfræðing þingsins [Ögmund Jónasson] ljúka ræðu sinni. Það var sögulegt upphaf að utandagskrárum- ræðu sem hófst hér með fleiri „efum“ og „mundi“ og „skyldi“ en ég hef nokkru sinni heyrt áður í utandagskrárumræðu á Alþingi eins og kom fram hér hjá háttvirtum þingmanni, Steingrími J. Sigfússyni. Ef öll þessi ef og kannski og skyldi og einlægur, mér liggur við að segja sjúklegur áhugi hans á Framsóknarflokknum væri tekin burt úr ræðunni ímynda ég mér að hún fjalli eitthvað um Evrópusambandið, hvort við viljum ganga inn í það eða hvort við viljum ekki ganga inn í það.“ Hjálmar Árnason á Alþingi við sama tækifæri. stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Davíð vill í öryggisráðið nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, Hvernig í ósköpunum er hægt að eyða jafnmiklum tíma og byggja upp jafnmiklar væntingar í frumvarp sem í ljós kemur þegar það er loksins kynnt að hvorki er fugl né fiskur eins og frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið hefur reynst vera? Menntamálaráðherra hefur algjörlega mistekist helsta ætlunar- verk sitt með frumvarpinu, að skilgreina skyldur almennings- útvarps og hverjar þær eru umfram fjölmiðla í einkaeign. Eins og frumvarpið lítur út nú má halda að skilgreining á skyld- um Ríkisútvarpsins sem almenningsútvarps hafi eingöngu verið til þess gerð að friðmælast við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sem hefur haft stofnunina til athugunar. ESA hefur bent á það að hugsanlega megi teljast vafa- samt að Ríkisútvarpið njóti opinberra styrkja undir því yfirskyni að það þurfi að uppfylla þær skyldur sem almenningsútvarpi beri að gera, þar sem þær skyld- ur séu hvergi útlistaðar í lagatextum. Menntamálaráðherra bætti heldur betur úr því í nýja frumvarpinu sínu. Hún setti einfaldlega í lög að Ríkisútvarpið „mætti gera allt“, eins og hún orðaði það sjálf. En hver er tilgangurinn? Er tilgangurinn einfaldlega sá að komast hjá því að íslenska ríkinu verði stefnt fyrir EFTA-dómstólinn á þeim forsendum að hafa veitt ólögmæta ríkisstyrki – án þess þó að breyta á nokkurn hátt fyrirkomulagi RÚV? Er tilgangurinn sá að spara ríkinu rúmar 800 milljónir króna á ári sem Ríkisútvarpið nær inn í auglýs- ingatekjur þrátt fyrir að bent hafi verið á að sú upphæð muni að öllum líkind- um sparast sjálfkrafa þurfi RÚV ekki að fjárfesta í dýru erlendu afþreyingarefni til að ná sem mestu áhorfi svo stofnunin megi keppa á auglýsingamarkaði? Eða hvað? Hvar eru merki hins metnaðarfulla menntamálaráðherra sem hét því að loksins yrði tekið á málefnum Ríkisútvarpsins? Fáum hefur tekist að lesa út úr frumvarpinu neinar breytingar sem tekur að nefna. Enn sitjum við uppi með Ríkisútvarp sem rekið er af opinberu fé en keppir samt sem áður við fyrirtæki í einkaeign. Eina afsökunin fyrir því að reka fjölmiðil fyrir almannafé er sú að honum sé ætlað að sinna hlutverki sem öðrum fjölmiðlum tekst ekki að sinna. En gerir Ríkisútvarpið það? Nei, ekki eins og stendur. Vonir stóðu hins vegar til þess að með nýju frum- varpi yrði séð til þess að afsökunin væri réttmæt. Þær vonir urðu þó að engu þegar frumvarpið leit dagsins ljós. Engu hefur verið breytt. Skyldur RÚV eru áfram hinar sömu. Og að auki hinar sömu og allra annarra fjölmiðla. Hvorki fugl né fiskur VIKA Í PÓLITÍK SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR UMMÆLI Á ALÞINGI ,, UMMÆLI Á ALÞINGI ,, Óteljandi möguleikar DAVÍÐ ODDSSON UTANRÍKISRÁÐ- HERRA Í GÆR Spurður hversu mikla þýðingu það hafi fyrir Íslendinga að ná sæti í öryggisráðinu segir hann að það sé metnaðarmál flestra ríkja. „Það hafa miklu fátækari og minni ríki en við axlað þessar byrðar. Aðeins örfá ríki hafa ekki viljað axla þá ábyrgð sem fylgir setu í öryggisráðinu í tvö ár,“ segir Davíð. „Ég minnist þess ekki að Framsóknarflokkurinn hafi nokkru sinni um það fjallað að koma einhverjum tilteknum kandidat í stöðu fréttastjóra – hvorki á flokksþingi sínu, innan þingflokks né á öðrum stöðum innan flokks.“ Hjálmar Árnason á heimasíðu sinni 13. mars. „Stjórnmálamenn er ekki unnt að dæma af framtíðinni, af því að enginn veit, hvað hún ber í skauti sér. Þá er hins vegar unnt að dæma af fortíðinni. Stundum að minnsta kosti hræða sporin.“ Björn Bjarnason á heimasíðu sinni 12. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.