Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 8
1Hvað heitir nýkjörinn rektor HáskólaÍslands? 2Hvers konar verksmiðju á að reisa áHúsavík? 3Hvaða leikari var sýknaður af aðhafa myrt eiginkonu sína? SVÖRIN ERU Á BLS. 62 VEISTU SVARIÐ? 8 19. mars 2005 LAUGARDAGUR Ná til bænda frá Hellisheiði eystri að Skagafjarðarsýslu: Eining um sameiningu mjólkursamlaga MJÓLKURFRAMLEIÐSLA Sameining Mjólkursamsölunnar og Mjólkur- bús Flóamanna var samþykkt á aðalfundum fyrirtækjanna. Fund- ur Mjólkursamsölunnar var á fimmtudag þar sem sameining var samþykkt samhljóða en á fundi Mjólkurbús Flóamanna samþykktu 36, einn var á móti og tveir fulltrúar sátu hjá. Bjarni Jónsson, formaður stjórnar Mjólkurbús Flóamanna, segir sameiningu fyrst geta orðið um miðjan apríl. „Þetta gengur þannig fyrir sig að öðru félaginu er slitið og deildir þess félags sem ákveðið er að slíta þurfa að samþykkja samrun- ann,“ segir hann. Deildir Mjólkursamsölunnar sameinast Mjólkurbúi Flóamanna og fær félagið nýtt nafn. Vöru- merkin MS og MBF verða áfram notuð. Við sameiningu ná fyrir- tækin til allra bænda frá Hellis- heiði eystri og út Austur-Húna- vatnssýslu. Einungis bændur við Ísafjörð og nágrenni standa utan við samsteypuna. Áætlað er að ársvelta af sameinuðum rekstri verði 7,6 til 8 milljarðar króna. - gag Yfirmanni raforkurisa Rússlands sýnt tilræði: Hermaður yfirheyrður RÚSSLAND, AP Rússneska lögreglan yfirheyrði í gær fyrrverandi liðs- foringa í hernum vegna tilræðis sem Anatolí Tsjúbajs, yfirmanni rússnesku rafmagnsveitnanna, var sýnt í Moskvu á fimmtudag. Embættismenn, sem ekki vildu láta nafns síns getið, létu hafa eftir sér að svo virtist sem tilgangurinn með tilræðinu hefði verið að skjóta Tsjúbajs skelk í bringu frekar en að ráða hann af dögum. Tilræðismennirnir sprengdu öfluga sprengju og skutu síðan á bíl Tsjúbajs á leið hans til vinnu. Til- ræðið eyddi þeirri tálsýn að stöðug- leiki væri að nást í viðskiptaum- hverfinu í Rússlandi. Tsjúbajs, sem komst ómeiddur úr tilræðinu, sagðist hafa átt von á að óvinir sínir reyndu eitthvað slíkt. Tsjúbajs stýrði einkavæðingu þjóðnýttra fyrirtækja í Rússlandi fyrst eftir lok sovéttímans fyrir rúmum áratug. Það kerfi hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa komið verðmætustu eigum ríkisins í hend- ur vel valinna einstaklinga – við- skiptajöfra með góð tengsl við ráða- menn – á spottprís. ■ Undrandi á fræðimönnum Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja gagnrýnir úttekt fjögurra hagfræðinga við Háskóla Íslands á færeyska sóknardagakerfinu. SJÁVARÚTVEGUR „Það kemur mér mikið á óvart að heyra að vísinda- og fræðimenn séu ábyrgir fyrir úttekt af þessu tagi,“ segir Jörgen Niclasen, fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra Færeyja. Að hans mati koma fram ýmsar rang- færslur í erindi fjögurra fræði- manna við Háskóla Íslands um muninn á færeyska sóknardaga- kerfinu og íslenska kvótakerfinu. Úttektin sem Jörgen gagnrýnir er samantekt fjögurra hagfræð- inga við Háskóla Íslands; þeirra Axels Hall, Ásgeirs Jónssonar, Sveins Agnarssonar og Tryggva Þórs Herbertssonar, um stað- reyndir og staðleysur um íslenska kvótakerfið. Í úttektinni er gerður samanburður á færeyska sóknar- dagakerfinu og íslenska kvóta- kerfinu og þar fara þeir að mati Jörgens með slíkar rökleysur að það minnir á áróður. „Aðalatriðið er að þeir halda því fram að fiskistofnar við Fær- eyjar hafi verið ofnýttir allan tíunda áratuginn. Slíka yfirlýs- ingu geta þeir þó ekki sannað með vísindalegum rökum og málið er alls ekki svona einfalt. Staðreynd- in er í stuttu máli að sá fiskur sem veiddist kringum 1990 var afar magur, sem benti til að æti væri af skornum skammti. Á þessu gekk næstu árin, fiskurinn minnk- aði og þeim fækkaði þar sem fisk- ar borða hvern annan ef ekkert annað er á boðstólum. Fyrir því eru aðeins tvær ástæður mögu- legar. Í fyrsta lagi að mikill skort- ur hafi verið á ljósátu, sem er ein aðalfæða ungfiska. Sé það ástæð- an er ómögulegt að kenna mannin- um eða fiskiveiðistefnu um. Hin ástæðan er sú að of margir fiskar hafi verið um hituna og sé það ástæðan er ekki hægt að kenna of- veiði um heldur þvert á móti.“ Jörgen segir einnig að aðrar staðreyndavillur séu í málatilbún- aði hagfræðinganna úr Háskólan- um. „Þar er sagt að Færeyingar hafi tekið upp kvótakerfi 1992 og sóknardagakerfi ári seinna. Þetta er rangt. Kvótakerfið var tekið upp 1994 og sóknardagakerfið tók við 1996. Mér finnst eðlilegt að fræðimenn hafi slík atriði á hreinu þegar gerð er fræðileg út- tekt á málum sem þessum.“ albert@frettabladid.is Hraðlið ESB: Vilja stytta viðbragðsfrest LÚXEMBORG, AP Varnarmálaráðherr- ar Evrópusambandsríkjanna 25 sátu í gær á rökstólum um þá tillögu að stytta um helming viðbragðstím- ann sem það tekur að ræsa út sér- sveitir sem sambandið á að geta sent til að sinna bráðaverkefnum utan landamæra sambandsins. Nú þegar hefur verið komið á fót alls 1.500 hermanna hraðliði sem ESB getur ráðstafað til slíkra verkefna. Eins og er á að vera hægt að senda það á vettvang, svo sem til að stilla til friðar á átakasvæði, með tíu daga fyrirvara. Þennan frest vilja menn nú stytta niður í fimm daga. ■ ■ DÓMSMÁL Á Flú›um er tilvali› a› halda stefnumótunar- og vinnufundi fjarri ys og flys borgarinnar en samt sem á›ur í flægilegri nálæg› vi› hana. Veri› velkomin! Sími: 486 6630 www.icehotels.is 100 KM TIL REYKJAVÍKUR KYRRLÁTT UMHVERFI NÁLÆG‹ VI‹ NÁTTÚRUPERLUR GÓ‹AR VEITINGAR Nordica • Loftlei›ir • Flughótel • Flú›ir • Rangá • Klaustur • Héra› HÓTEL FLÚ‹IR E N N E M M / S ÍA / N M 15 2 4 7 fiEGAR HALDA Á GÓ‹AN FUND DEILT UM FJÁRHÆÐ EIGNAR- NÁMSBÓTA Íslenska ríkið var dæmt til að greiða tæpar 1,3 milljónir króna í bætur vegna verðrýrnunar lands sem tekið var eignarnámi undir vega- stæði. Var dómurinn í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms í sama máli. RÍKIÐ SÝKNAÐ Hæstiréttur sýknaði ríkið af bótakröfu manns sem sat um þriggja mán- aða skeið í varðhaldi áður en honum var tilkynnt að málið hefði verið látið niður falla. Ástæðan var framkoma manns- ins við handtöku og skýrslugerð og það hafi stuðlað að varðhald- inu þótt í lengra lagi hafi verið. SJÓFLUTNINGAR Jaxlinn, skip Sæ- skips í Reykjavík, hefur hafið strandsiglingar til hafna á Eyja- fjarðarsvæðinu og til Húsavíkur. Ragnar Traustason, fram- kvæmdastjóri Sæskips, segir Jaxlinn hafa verið í strandsigl- ingum fyrir vestan í tæpt ár. „Nú ætlum við að lengja rútuna og erum byrjaðir á vikulegum sigl- ingum til Dalvíkur, Siglufjarðar og Húsavíkur en munum sigla á aðrar hafnir fyrir norðan ef það svarar kostnaði,“ segir Ragnar. Sæskip hefur ekki uppi áform um að sigla til hafna á Austur- landi. - kk MJÓLKIN Í MJÓLKURSAMSÖLUNNI Við sameiningu Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna ná fyrirtækin til bænda frá Vopnafirði og að Blönduósi. Mjólkursamlag Ísfirðinga stendur eitt óhaggað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Strandsiglingar: Jaxlinn til Norðurlands JAXLINN Á þeim tíma sem Jaxlinn hefur siglt til hafna á Norðurlandi hefur mest verið flutt til Dalvíkur. ANATOLÍ TSJÚBAJS Höfundur einkavæðingar í Rússlandi stýrir nú rafveiturisa landsins. RANGFÆRSLUR Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja segir úttekt íslenskra fræðimanna á færeyska fiskveiðikerfinu bera þess merki að um áróður sé að ræða en ekki faglega úttekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.