Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 64
48 19. mars 2005 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Fjórir hörkuleikir eru á dagskrá í kvöld og ljóst að móta- nefnd HSÍ hefur unnið gott starf fyrir mótið með uppröðun sinni á leikjum. Liðin í efstu tveimur sæt- unum, Haukar og ÍR, mætast inn- byrðis á Ásvöllum í hreinum úr- slitaleik, liðin í 3. og 4. sæti mæt- ast einnig innbyrðis, HK og ÍBV, og það sama á við um 5. og 6. sæt- ið þar sem KA tekur á móti Val. Það er ekki síður mikið í húfi hjá liðunum í 7. og 8. sæti þar sem Þórsarar fá Víking í heimsókn í leik sem gæti mögulega gefið sæti í úrslitakeppninni. „Þetta er mjög skemmtileg lokaumferð og þótt að mótafyrir- komulagið hafi verið mikið gagn- rýnt þá sést núna vel hvað það getur boðið upp á. Það er gríðar- lega spenna og það sést að þó að þetta móta- fyrirkomulag hafi sína galla þá hefur það einnig sína kosti,“ segir G u ð m u n d u r Guðmundsson en hann býst við mjög jöfn- um leik á Ás- völlum í kvöld. „Ég hreifst mjög af ÍR-ingum í bikarúrslitun- um þar sem liðið spilaði með hjartanu. Ef þeir ná að framkalla það aftur þá er aldrei að vita en ég hallast sem frekar að sigri Hauka þar sem þeir eru á heimavelli,“ segir Guðmundur. Fyrri leik lið- anna í Austurbergi fyrir rúmum tveimur vikum lauk með stórum sigri Hauka, 24-31, og segir Guð- mundur að sá leikur gæti gefið Haukum sálfræðilegt forskot. „Haukar hafa verið með yfir- höndina gegn ÍR í gegnum tíðina og haft betur í þeirra rimmum í úrslitakeppninni. En það má ekki gleyma að ÍR braut ákveðið blað með bikarsigrinum. Nú er spurn- ingin hvort leikmenn liðsins nái að fylgja því eftir það fylgir oft ákveðið spennufall slíkum sigri. En liðin hafa mjög áþekkan mann- skap og ég held að þetta verði mikill spennuleikur,“ segir Guð- mundur. Guðmundur spáir að ekki verði síðri spenna í leik HK og ÍBV. „Það er svo skrítið með HK að þeir voru ósannfærandi í bikar- úrslitunum og hafa ekki verið á réttu róli eftir hann. En það býr engu að síður mjög mikið í þessu liði og þeir hagnast af því að vera á heimavelli,“ segir Guðmundur. Lið ÍBV hefur hinsvegar verið í miklu stuði og fikrað sig upp töfl- una á síðustu vikum. „Ef Roland er í stuði er ÍBV mjög hættulegt öllum liðum en þeir sönnuðu að þeir geta vel unnið án hans. Markvarslan mun ráða miklu í þessum leik og ef Björgvin Páll Gústavsson finnur sig þá er HK í góðum málum. Ég held að HK hafi betur í þessum leik.“ Í viðureign KA og Vals segist Guðmundur halda að heimavöll- urinn muni gera útslagið. „KA-lið- ið hefur verið misjafnt en ég hall- ast að þeirra sigri því þeir hafa verið sterkir á heimavelli,“ segir Guðmundur. Hann býst við ánægju á tveimur vígstöðvum á Akureyri. „Þórsararnir hafa á köflum komið mér á óvart í vetur og eru með betra lið en ég átti von á. Vík- ingar hafa ekki mikla breidd og mega illa við því að vera án lykil- manns eins og Bjarka Sigurðsson- ar. Án hans standa þeir höllum fæti og því spái ég Þórsurum sigri.“ vignir@frettabladid.is VINNA ÞEIR DEILDINA? Guðmundur Guðmundsson spáir því að Vignir Svavarsson og félagar í Haukum muni fara með sigur af hólmi í miklu spennuleik gegn ÍR í kvöld. Heimavellirnir drjúgir Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, hallast að sigri Hauka gegn ÍR- ingum í lokaumferð DHL-deildarinnar í kvöld og að liðið tryggi sér þannig deildarmeistaratitilinn. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON STAÐAN FYRIR LOKAUMFERÐINA HAUKAR 13 8 1 4 402-378 17 ÍR 13 8 0 5 404-398 16 ÍBV 13 7 1 5 397-359 15 VALUR 13 7 0 6 356-363 14 HK 13 7 0 6 411-386 14 KA 13 5 2 6 373-389 12 VÍKINGUR 13 4 0 9 351-382 8 ÞÓR 13 4 0 9 370-410 8 Íslandsmótið í sundi: Metin byrj- uð að falla SUND Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í Laug- ardalnum í gær þar sem mættir eru til leiks um 200 keppendur sem etja kappi alla helgina. Fór mótið vel af stað og þrjú met litu strax dagsins ljós í fyrsta hlutan- um. Anja Ríkey Jakobsdóttir úr Ægi setti fyrsta metið á mótinu þegar hún synti 50 metra baksund á 30,69 sekúndum og bætti með því met Kolbrúnar Kristjánsdótt- ur frá árinu 1999, sem var 30,76. Jón Oddur Sigurðsson setti met í 50 metra bringusundi og synti á 29,13, en skömmu síðar mætti Jakob Jóhann Sveinsson til leiks og bætti nokkura mínútna gamalt met hans um tvo hund- raðshluta þegar hann synti á 29,11 sekúndum. ■ ÍSLANDSMÓTIÐ Í SUNDI Fer fram í Laugardalnum um helgina. HM í kvennafótbolta: Í undanriðli með Svíþjóð FÓTBOLTI Í gær var dregið í riðla í undankeppni Heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Kína árið 2007. Íslenska liðið hafnaði í riðli með Portúgölum, Tékkum, Svíum og Hvít-Rússum. Þetta verður fyrsta verkefni Jör- undar Áka Sveinssonar með kvennalandsliðið, sem hefur kom- ist í umspil í tveimur síðustu und- ankeppnum. Þá er einnig búið að draga í riðla í undankeppni EM U-19 ára landsliða kvenna og þar hafnaði íslenska liðið í riðli með Rúss- landi, Bosníu Hersegóvínu og Georgíu. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.