Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 6
6 19. mars 2005 LAUGARDAGUR Listasafn Íslands fær ellefu milljónir til listaverkakaupa: Þyrfti margfalt hærri upphæð LISTIR „Fjárveiting til listaverka- kaupa fyrir Listasafn Ísland hefur í raun farið minnkandi í áratug og að okkar mati vantar þrefalt hærri upphæð til að safnið geti sinnt hlutverki sínu,“ sagði Ólafur Kvar- an forstöðumaður Listasafns Ís- lands. Í ár líkt og í fyrra er ráðstöfun- arféð tæpar ellefu milljónir. Að sögn Ólafs er algengt söluverð á nýjum listaverkum starfandi lista- manna á bilinu sex hundruð þús- und til ein milljón króna. Hann segir að þar að auki beri safninu skylda til að kaupa eldri verk og því hrökkvi peningarnir skammt. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands, tekur dýpra í árinni og segir að það mætti byrja á því að fimmfalda þessa upphæð svo að íslendingar þyrftu ekki að skammast sín en réttast væri að tífalda hana svo að Listasafn Íslands gæti sinnt hlut- verki sínu með sóma. Til saman- burðar segist hann hafa heimildir fyrir því að safnaðarnefnd við kirkjusókn í úthverfi Óslóar hafi svipaða upphæð til ráðstöfunar í menningarmálum. - jse Kvartanir til Landlæknisembættisins: Langmest kvartað vegna Landspítala HEILBRIGÐISMÁL Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á ár- inu 2004 var vegna Landspítala – háskólasjúkrahúss, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu. Næstflestar voru vegna þjónustu á einkastofum sérfræðinga í læknisfræði og heilsugæslustöðv- ar voru í þriðja sæti. Alls bárust 244 kvartanir og kærur til Landlæknisembættisins á síðasta ári. Er það nokkru meira en undanfarin ár. Árið 2003 voru þær 220 talsins og 224 árið 2002. Um mánaðamót febrúar- mars hafði embættið lokið við að afgreiða 106 kærur, en af- greiðslu var enn ólokið í 38 mál- um frá síðasta ári. Í 121 máli hafðist embættið ekki að. Það sendi viðkomandi ábendingar í 50 málum og beinar aðfinnslur í 26 málum. Langflestar kvartanir voru vegna ófullnægjandi eða rangr- ar greiningar, meðferðar eða eftirlits. Í 27 tilvikum var um samskiptavandamál að ræða. - jss Hátt í 300 ný störf á Húsavík Hátt í 300 ný störf verða til ef þær þrjár verksmiðjur sem rætt er um að rísi á Húsavík og nágrenni verða að veruleika, að sögn formanns verkalýðsfélagsins. Bjartsýni ríkir á staðnum og fasteignaverð hefur rokið upp að undanförnu. ATVINNUMÁL Hátt í 300 ný störf verða til ef þær þrjár verksmiðj- ur, sem nú er rætt um að rísi á Húsavík og nágrenni, verða að veruleika, segir Aðalsteinn Bald- ursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Þessar þrjár verksmiðjur sem um ræðir eru lyfjaverksmiðjan (glúkósamínverksmiðja), sem greint var frá í Fréttablaðinu í gær, polyol-verksmiðja sem er á teikniborðinu og loks álver. Polyol er flokkur efna sem unnin eru úr sykri í stað olíu eins og áður var, að sögn Tryggva Finnssonar framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Þingey- inga. Hann sagði að framleiðslan væri í tilraunaferli erlendis eins og er, en mikla orku þurfi til fram- leiðslunnar. Þar kæmi Húsavík inn í myndina. Bjarni sagði að rík- ið myndi verja hluta af andvirði Kísiliðjunnar til þessarar verk- smiðju. „Ef það rís glúkósamínverka- smiðja hér er það mjög gott mál,“ sagði Aðalsteinn Baldursson. „Auk allra annarra kosta þá verð- ur rækjuhratið, sem menn þurfa að urða með ærnum tilkostnaði í dag, notað við framleiðslu á kítíni og síðar glúkósamíni. Við svona verksmiðju skapast atvinna fyrir allan skalann, allt frá sérfræðing- um til almennra verkamanna.“ Varðandi staðsetningu álvers benti Aðalsteinn á að kjöraðstæð- ur væru fyrir það á Húsavík. Þar væri gott land, góð höfn sem tilbú- in yrði á næsta ári, auk þess sem stutt væri í orkuna. Ýmsir hafa sýnt áhuga á því að reisa álver á þessum slóðum, mismikinn þó. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Norðurál talið þar fremst í flokki, en fulltrúar þess hafi verið mikið á ferðinni á Húsa- vík til að skoða aðstæður, síðast nú í vikunni. „Við viljum að orkan sé nýtt hér heima fyrir,“ sagði Aðal- steinn. „Við erum tilbúnir til að taka við þessum fyrirtækjum. Við erum hér með öflugar sveitir og við sjáum fyrir okkur að þau hefðu svo mikil margfeldisáhrif að þau myndu styrkja landbúnað- inn. Með öðrum orðum, menn gætu unnið með búskapnum sem hefur ekki rekstrarlega góða stöðu í dag. Við erum bjartsýnir hér, sem sýnir sig í því að hér er mjög lífleg sala í húsum og fast- eignaverð hefur rokið upp að undanförnu.“ jss@frettabladid.is GLATT Á HJALLA Írar hylltu heilagan Patrek í gær en sumir notuðu tækifærið og blótuðu Bakkus í leiðinni. Patreksdagur: Mikil ölvun á Írlandi DUBLIN, AP Yfir 700 manns voru handteknir víðs vegar um Írland í fyrrakvöld, á degi heilags Pat- reks, verndardýrlings landsins. Ölvun var afar mikil, slagsmál brutust víða út og eignaspjöll voru unnin. Flestar voru handtök- urnar í Dyflinni en ástandið var einnig slæmt í Cork. Áður fyrr voru hátíðahöld í til- efni dagsins hófstillt enda voru öldurhús lokuð. Batnandi efna- hagur og minnkandi ítök kirkj- unnar hafa hins vegar valdið því að hátíðin er orðin fjörugri en góðu hófi gegnir. ■ VÖXTUR FISKELDIS Framfara- félag Dalvíkurbyggðar stendur fyrir málþingi um líftækni, fiski- rækt og sjávarnytjar. Á þinginu mun Skúli Skúlason, rektor Hóla- skóla, meðal annars fjalla um vöxt fiskeldis á Íslandi og ný tækifæri til að auka verðmæta- sköpun úr auðlindum sjávar og vatna. Málþingið er í Árskógi og hefst klukkan 13.30. Önundafjörður: Útihús fuku VEÐUR Björgunarsveitir víðs vegar um land kepptustu við að bjarga verðmætum í hvassviðrinu sem gekk yfir landið í fyrrinótt. Björgunarsveitir frá Flateyri og Hnífsdal voru kallaðar út að bænum Sæbóli í norðanverðum Önundarfirði, en þar fauk úti- hús.Unnu þær fram á nótt við að ferja þakplötur og hluta úr útihús- inu og gekk björgunarstarfið vel. Einnig voru björgunarsveitir á Seyðisfirði og Egilsstöðum kallað- ar út og fóru þær á tveimur bílum og hjálpuðu bíl sem var í vand- ræðum á Fjarðarheiði. - gg Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið LAUGARDAG Tilboð stórlúða 1.490,- humar 1.290,- rækjur 990,- ■ ÁRSKÓGSSTRÖND Notarðu internetið daglega? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á ekki að kosta neitt að hafa börn í leikskóla? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 4% 96% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN LISTASAFN ÍSLANDS Þyrfti tífalt meira ráðstöfunarfé til að gegna hlutverki sínu með sóma, segir Guðmundur Oddur Magnússon prófesor við Listaháskóla Íslands. LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Hafðist ekki að í 121 máli af 244. KVÖRTUNARÞOLAR ÁRIÐ 2004 Landspítali – háskólasjúkrahús 84 Einkastofur sérfræðinga 42 Heilsugæslustöðvar 29 Tannlæknastofur 11 Dvalar- og hjúkrunarheimili 11 Einkastofur annarra 9 (sjúkraþjálfun o.þ.h.) Annað 58 Samtals 244 M YN D /AP Þúsundir Svía fengu óvæntan glaðning: Fengu óvart pening SVÍÞJÓÐ, AP Um tíu þúsund Svíar fengu óvæntan glaðning inn á bankareikninga sína í vikunni þegar tölvuvilla olli því að ríkis- sjóður greiddi út sem nemur nærri tíu milljörðum íslenskra króna of mikið í vexti af spariskír- teinum. Í gær var gefin út áskorun til allra sem orðið höfðu hins óvænta glaðnings aðnjótandi að skila hon- um hið snarasta, ellegar ættu þeir „lagalegar aðgerðir“ yfir höfði sér. Tölvuvilla olli því að vextirn- ir voru greiddir út þrisvar. ■ HÚSAVÍKURHÖFN Höfnin á stóran þátt í því að laða fyrirtæki að staðnum, en orkan vegur þó þyngst. M YN D /G U Ð RÚ N K R IS TÍ N ÓHRESS MEÐ ÚRSKURÐINN Alessandra Mussolini segist viss um að um pólitískar ofsóknir gegn sér sé að ræða. Úrskurður: Mussolini ekki í kjöri RÓM, AP Áfrýjunardómstóll í Róm hefur úrskurðað að hægriflokkur Alessöndru Mussolini, barnabarns fasistaleiðtogans Benito Mussolini, megi ekki bjóða fram í héraðskosn- ingum í landinu í næsta mánuði. Flokknum er gefið að sök að hafa falsað undirskriftir á meðmæl- endalistum sem skila verður með framboðinu. Mussolini hafði mótmælt fyrri úrskurði, sem var á sömu leið, með því að fara í hungurverkfall. Drakk hún einungis þrjá bolla af cappuccino-kaffi á meðan á því stóð. Þegar henni voru tilkynnt tíð- indin brást hún reið við og fleygði farsíma sínum í húsbíl sinn. ■ M YN D A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.