Fréttablaðið - 28.04.2005, Page 2

Fréttablaðið - 28.04.2005, Page 2
2 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR Halldór Ásgrímsson um eftirlaunalögin: Forsætisnefnd geri tillögur um breytingar EFTIRLAUNAMÁLIÐ Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra tel- ur eðlilegt að tillögur um breyt- ingar á eftirlaunalögunum verði gerðar í forsætisnefnd. „Breyt- ingar á eftirlaunalögunum voru ákveðnar með samkomulagi allra flokka á sínum tíma og mér finnst eðlilegt að þessar breyt- ingar nú verði því ákveðnar af sömu aðilum. Frumvarpið var flutt af fulltrúum í forsætis- nefnd og ég tel því eðlilegt að breytingartillögur komi þaðan líka,“ segir Halldór. Hann segir að samkvæmt ný- framkomnu lögfræðiáliti sé hægt að gera breytingar á eftir- launalögunum. „Varað er við því að gera breytingar á virkum réttindum, það er að segja rétt- indum sem þegar hafa hafist og síðan að það verði að vera ákveðinn aðlögunartími. Því liggur að mínu mati ekkert á að gera þetta á þessu vori og eðli- legt að flokkarnir hafi þetta til athugunar í sumar og við getum litið á þetta aftur í haust,“ segir Halldór. Halldór segir það vilja allra flokkanna að fara yfir málið og taka á því í ljósi möguleikans á tvöföldum launum. „Frumvarp- ið sjálft er mjög einfalt. Þegar er að finna skerðingar í lögun- um ef menn byrja að taka eftir- laun frá 55 ára aldri, sem gilda fram að 65 ára aldri. Þetta er fyrst og fremst spurning um það ákvæði. Það tekur ekki nema hluta úr degi að ganga frá frum- varpinu, það er fyrst og fremst spurning um hvað menn vilja gera,“ segir Halldór. - sda Banaslys við Egilsstaði: Kona lést í bílveltu BANASLYS Rúmlega fimmtug kona lést þegar bíll sem hún ók fór út af og valt nokkrum sinnum á Upphéraðsvegi um einn kíló- metra frá Egilsstöðum á leiðinni inn í Hallormsstað á tíunda tím- anum á þriðjudagskvöldið. Bremsuför á vettvangi benda til þess að konan hafi misst stjórn á bílnum en að öðru leyti eru til- drög slyssins ókunn. Konan var ein í bílnum. Konan hét Guðrún Sigurðardóttir. Hún var búsett á höfuð-borgarsvæðinu en var gestkomandi á Egilsstöðum. Vegfarandi gerði Neyðarlínu viðvart um slysið tuttugu mínút- ur fyrir klukkan tíu um kvöldið og var þá kvödd til lögregla og sjúkralið. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum úrskurðaði læknir konuna látna á staðnum Rann- sókn lögreglu beinist meðal ann- ars að því hvort um ölvunarakst- ur hafi verið að ræða, en bílinn hafði konan tekið ófrjálsri hendi fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Nielsen á Egilsstöðum. - óká VETTVANGUR SLYSSINS Rútan gjöreyðilagðist í árekstrinum. Árekstur lestar og rútu: Banvænn kappakstur SRÍ LANKA, AP 35 manns biðu bana þegar farþegalest ók á rútu skammt utan við Colombo, höfuð- borg Srí Lanka, í gær. Yfir 60 manns slösuðust, sumir þeirra al- varlega. Svo virðist sem bílstjóri rút- unnar hafi verið í einhvers konar kappakstri við starfsbróður sinn á annarri rútu og því ekið hratt. Þegar kom að mótum vegarins og teinanna ók rútan yfir rétt áður en hlið þeirra lokuðust en í sama vet- fangi kom lestin á fleygiferð. Við áreksturinn splundraðist rútan í smátt og lá farangur far- þeganna eins og hráviði á vegin- um. Hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús í nágrenninu. ■ VARAÐI VIÐ MORÐINU Á VAN GOGH Vitni í réttarhöldunum vegna morðsins á kvikmynda- gerðarmanninum Theo van Gogh tjáði dómurum í gær að hann hafi varað öryggislögreglu landsins við að Mohammed Bouyeri hygð- ist drepa kvikmyndagerðarmann- inn. Það kom einmitt á daginn. MEIRIHLUTI VILL ALGERA LÖG- LEIÐINGU MARIJÚANA Tvær skoð- anakannanir sem kunngjörðar voru í gær sýna að tveir þriðju hlutar Hollendinga vilja algera lög- leiðingu fíkniefnisins marijúana. Neysla efnisins er ekki lögleg en þó er það látið óátalið hafi menn lítilræði í sínum fórum eða reyki það á sérstökum kaffihúsum. Fyrningarfrumvarp: Afgreiðsla ekki útilokuð STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir ekki útilokað að frumvarp um af- nám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum verði afgreitt á þessu þingi. Í forsíðufrétt í Fréttablaðinu í gær sagði að ekki kæmi til greina að sam- þykkja frum- varp Ágústs Ólafs Ágústsson- ar en Bjarni vill taka fram að það eigi einungis við eins og það er í núverandi mynd. Hann segir allmargar athuga- semdir hafa komið fram við frum- varpið og nefndin hafi lagt um- talsverða vinnu í það. Til greina komi að vísa því til dómsmála- ráðuneytis, þar sem vinna um sama efni sé að fara í gang. - jss SPURNING DAGSINS Birkir, er peningalykt af þér? „Nei, um mig leika ferskir vindar framsóknar.“ Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, er hluthafi í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Bræðslulykt er stundum kölluð peningalykt. GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Guðrún lét lífið í umferðarslysi nærri Egilsstöðum. ■ HOLLAND HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA: „Frumvarpið sjálft er mjög einfalt. Það tekur ekki nema hluta úr degi að ganga frá frumvarpi, það er fyrst og fremst spurning um hvað menn vilja gera.“ ■ HÆSTIRÉTTUR Brot á endurskoðendalögum Aðalmeðferð í máli ákæruvalds- ins á hendur Gunnari Erni Krist- jánssyni, fyrrum forstjóra SÍF og endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna, fór fram í Hæstarétti í gær. Gunnari Erni er gefið að sök að hafa brotið lög um endurskoð- endur vegna þess að um 80 millj- ón króna fjárdráttur úr Trygg- ingasjóðnum átti sér stað í endur- skoðandatíð hans. ■ FRAKKLAND HÓTELBRUNI BANAR TVEIMUR Par lét lífið og átta aðrir slösuð- ust þegar eldur kom upp í hóteli í Nancy í Austur-Frakklandi snemma í gærmorgun. Rannsókn á upptökum eldsvoðans stendur yfir. Í eldsvoða í hóteli í París fyrir hálfum mánuði fórust 24 manns. BJARNI BENEDIKTSSON EINKAVÆÐING Almenningur ehf. sem hyggst bjóða í hlut í Símanum er í klemmu milli þess að undir- rita trúnaðareið vegna útboðs- gagna við sölu Símans og þess að upplýsa væntanlega hluthafa fé- lagsins. Söluferli Símans gerir kröfur til þess að þeir sem fá útboðsgögn Morgan Stanley skrifi undir trún- aðareið. Forsvarsmenn Almenn- ings ehf., þau Agnes Bragadóttir, Ingvar Guðmundsson og Orri Vig- fússon, hafa neitað að skrifa und- ir slíkt, enda myndi það binda hendur þeirra við að upplýsa væntanlega hluthafa um rekstur Símans, áform og aðstæður. Slíkt stangast á við lög um verðbréfa- viðskipti sem kveða á um að upp- lýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum svo þeir geti metið fjárfestingu sína verði að koma fram í útboðslýsingu. „Útboðið er greinilega ekki al- menningsvænt,“ segir Orri Vig- fússon, einn forsvarsmanna Al- mennings. „Ég vil vekja upp spurningu um hvort útboðið al- mennt standist lög og reglur. Þetta vekur upp spurningar um hvort einkavæðingarnefnd sé starfi sínu vaxin eða þá ríkis- stjórnin.“ Orri segir lögfræðinga hafa farið yfir málið með þeim og reglur útboðsins bindi hendur þeirra. Hann segir að ef sú leið yrði farin að stofna hlutafélag með útboðslýsingu, þá þyrfti að koma fram hvaða verð þau myndu bjóða. „Þá myndu allir samkeppnisaðilar okkar vita hvaða verð við værum að bjóða.“ Ein leið er fær að mati for- svarsmanna Almennings og í yfir- lýsingu segir Agnes Bragadóttir fyrir hönd stjórnarinnar: „Því sjá- um við okkur engan annan leik færan, í þeirri stöðu sem nú er upp komin, en að biðja hvert og eitt ykkar að rita okkur tölvubréf, þar sem þið með nafni, heimilis- fangi og kennitölu, veitið okkur umboð til þess að óska eftir því við Morgan Stanley og einkavæð- ingarnefnd, að í ykkar nafni, verði ofangreind trúnaðargögn afhent.“ Orri segir ekki á dagskránni að leggja árar í bát. „Þetta er catch 22, en við ætlum að gera okkar besta til þess að almenningur fái að kaupa Símann í fyrsta áfanga; ekki bíða í tvö til þrjú ár,“ segir Orri. haflidi@frettabladid.is AGNES OG ORRI VORU BARÁTTUGLÖÐ Í GÆRKVÖLDI Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon fara fram á umboð þeirra þúsunda sem hafa lýst vilja til að kaupa með þeim Símann. Þau efast um að söluferlið standist lög og almenningi sé gert erfitt fyrir að kaupa Símann eftir reglum útboðsins. Mega ekki upplýsa um rekstur Símans Almenningur ehf. biðlar til þeirra sem hyggjast kaupa með þeim Símann að veita sér umboð til að taka við útboðsgögnum. Trúnaðar er krafist við afhend- ingu gagnanna, en rík upplýsingaskylda er til hluthafa Almennings. Fjöldafæðing: Fimm á verði eins PHOENIX, AP Teresa Anderson, 25 ára gömul kona frá Phoenix, fæddi í fyrradag fimmbura. Slíkt væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að Anderson hafði tekið að sér að ganga með börnin fyrir hjón sem ekki gátu gert það sjálf. Fimm fósturvísum frá hjónun- um var komið fyrir í legi konunn- ar í þeirri von að minnsta kosti einn þeirra næði að dafna en með- gangan tókst framar vonum. Snáðunum fimm hafa verið gefin nöfnin Enrique, Jorge, Gabriel, Victor og Javier. Fyrir viðvikið fær Anderson um eina milljón króna. Hún fór ekki fram á viðbótargreiðslu þótt börnin hafi verið fleiri en í upp- hafi stóð til. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.