Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 28.04.2005, Qupperneq 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,48 63,78 120,64 121,22 81,97 82,43 11,01 11,07 10,08 10,14 8,97 9,02 0,60 0,60 95,92 96,50 GENGI GJALDMIÐLA 27.04.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 113,23 -0,06% 4 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðuneyt- ið spáir nær sex prósenta hag- vexti bæði í ár og á næsta ári og telur ekki útlit fyrir að hann fari lækkandi fyrr en dregur úr stór- iðju árið 2007. Eftir það á meira jafnvægi að komast á efnahags- lífið. Verðbólga verður nálægt fjórum prósentum samkvæmt spánni, 3,9 prósent í ár og 3,8 prósent á næsta ári. Stóriðjuframkvæmdir, hátt gengi krónunnar og aukið fram- boð á íbúðalánum verða til þess að viðskiptahalli eykst verulega og verður tólf prósent af lands- framleiðslu í ár að mati fjár- málaráðuneytisins. Heldur dregur úr atvinnu- leysi nái spá fjármálaráðuneyt- isins fram að ganga. Því er spáð að rúmlega tvö prósent vinnu- afls verði án atvinnu á næsta ári. Hagvöxtur nam 5,2 prósent- um í fyrra, 0,6 prósentustigum minna en síðasta áætlun gerði ráð fyrir. - bþg Evrópsk rannsókn: Hálf milljón Dana kvíðin SJÚKDÓMAR Fjórði hver Evrópubúi þjáist af sjúkdómum sem tengjast heilastarfsemi. Rannsóknir sýna að 127 milljónir Evrópubúa glíma við sjúkdóma á borð við Parkinson- veiki, kvíða eða mígreni. Í Dan- mörku er talið að 1,4 milljónir manna þjáist af sjúkdómunum. Rannsóknin sem leiðir þetta í ljós er ein sú viðamesta sem fram hefur farið á þessu sviði í Evrópu, en niðurstöður hennar voru kynnt- ar nýverið á ráðstefnu heilasér- fræðinga í Brussel. Þar kom meðal annars fram að um hálf milljón Dana þjáist af einhvers konar kvíðaröskunum. ■ RJÚPA Í VAÐLAHEIÐI Rjúpan er að mestu leyti enn í vetrarbúningi og því auðveld bráð fálka og annarra ránfugla. Norðurland: Rjúpunni fjölgar RJÚPA Meira hefur sést af rjúpu í ná- grenni Húsavíkur í vor en undan- farin ár, sem bendir til að stofninn sé í vexti á Norðurlandi. Þorkell L. Þórarinsson, forstöðumaður Nátt- úrustofu Norðausturlands, segir að í maí fari fram árleg fuglatalning á vegum Náttúrufræðistofnunar Ís- lands og þá komi í ljós hversu mikið stofninn hafi stækkað. Eitt ár er eftir af rjúpnaveiði- banninu en ef í ljós kemur að stofn- inn hafi stækkað verulega, og Al- þingi samþykkir að banna sölu á rjúpu, er líklegt að veiðar verði leyfðar að nýju í haust. - kk Í HÉRAÐSDÓMI Jón Trausti Lúthersson mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í gærmorgun þar sem þingfest var mál á hendur honum vegna meintrar líkamsárásar á starfsmann DV í október sl. Héraðsdómur Reykjavíkur: Kærður fyrir kverkatak DÓMSMÁL Þingfest var fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær mál Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Jóni Trausta Lútherssyni fyrir líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa miðvikudaginn 20. október síðast- liðinn ráðist á starfsmann DV á skrifstofu blaðsins í Reykjavík. Jón Trausti er sagður hafa tekið starfsmanninn kverkataki og hert að með þeim afleiðingum að manninum sortnaði fyrir augum, auk þess sem hann hruflaðist og marðist á hálsi. Brotið er talið varða við 217. grein almennra hegningarlaga. Dómari í málinu er Símon Sigvaldason. - óká ÓTVÍRÆ‹IR YFIRBUR‹IR Svo skaltu gera ver›samanbur›. 29.447,-* Subaru Legacy Wagon sjálfskiptur 2.460.000Ver› nú Ger›u fyrst gæ›asamanbur›. ■ ÍTALÍA STÓÐST ATKVÆÐAGREIÐSLU Ný ríkisstjórn Silvios Berlusconi stóðst atkvæðagreiðslu um stuðn- ing við hana í ítalska þinginu í gær. Berlusconi hét því í ræðu fyrir atkvæðagreiðsluna að gera mikið átak í að efla efnahagslífið og lofaði „frábærum“ árangri fyrir þingkosningar að ári. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI Ökumaður slapp ómeiddur eftir að jepplingur hans valt við Skaftárbrú á á Kirkjubæjarklaustri. Maðurinn missti stjórn á bílnum þegar hann lenti í lausamöl. Að sögn lögreglu slapp bíllinn furðu vel, þó að nokkrar rúður hafi brotnað. DÓMSÚRSKURÐI YFIR KHODOR- KOVSKY FRESTAÐ Dómstóll í Moskvu ákvað í gær að fresta því að kveða upp dóm yfir Mikhail Khodorkovsky, eiganda Yukos-olíu- félagsins, en búist hafði verið við honum í dag. Málið er talið af póli- tískum rótum runnið en það hefur valdið óróa á meðal fjárfesta, hleypt upp olíuverði og vakið efa- semdir um heilindi Pútíns Rúss- landsforseta. STÓRIÐJUFRAMKVÆMDIR Framkvæmdir fyrir austan og aðgangur að ódýrari lánum til íbúðakaupa ýta undir hagvöxt og verðbólgu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K ■ RÚSSLAND ALÞINGI „Ég tæki því að sjálfsögðu vel ef allsherjarnefnd fæli ráðu- neytinu að fara yfir fyrirliggjandi frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum, og gera síðan sínar tillögur,“ sagði Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra, spurður um afstöðu sína til þess að nefndin myndi vísa mál- inu til ráðuneytis hans. „Ráðuneytið mundi skoða mál- ið vel,“ sagði ráðherra. „Síðan yrði niðurstaða þess kynnt. Mér þætti slíkt eðlilegur gangur máls af þessum toga.“ Hann sagði að um miðjan apríl hefði komið hópur fólks til sín í ráðuneytið og kynnt sér aðgerða- áætlun gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Þar kæmu fram tillögur að úrbótum sem gagnast mættu við endurskoðun laga gegn slíku ofbeldi. Tillögurnar vörðuðu málefni sem heyrðu undir verksvið ráðu- neyta heilbrigðis-, dóms-, félags- og menntamála. Þær væru í fimm köflum. Í viðamesta kaflanum væru kynnt sjónarmið og lagðar fram breytingar sem tengdust réttarkerfinu. „Þar er meðal annars lagt til að unnið verði að heildarendurskoð- un löggjafar, meðal annars hegn- ingarlaga og laga um meðferð op- inberra mála þar sem tekið verði sérstaklega á kynbundnu ofbeldi. Í því sambandi er lagt til að kyn- ferðisbrotakafli hegningarlaga verði tekinn til heildarendurskoð- unar og lögð á það áhersla að kyn- ferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki.“ sagði ráðherra. „Ég hef til- kynnt allsherjarnefnd og for- manni hennar að ég hafi hug á því að vinna úr þessum tillögum.“ Björn kvaðst vita til þess að að- gerðaáætlunin hefði þegar verið tekin til umfjöllunar í samráðs- nefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, sem sett hefði verið á laggirnar 2003 og starfaði í um- boði félagsmálaráðuneytisins. „Þessu máli er á þennan veg farið,“ sagði ráðherra „Ég vil að litið sé á þessi mál í þessu stóra samhengi, en menn séu ekki að taka eitt mál fyrir og síðan ann- að, heldur hljóti að vera skyn- samlegt að reyna að ná utan um málaflokkinn allan og fella þá fyrningarþáttinn að heildarnið- urstöðunni.“ jss@frettabladid.is DÓMSMÁLARÁÐHERRA Björn Bjarnason hefur hug á að láta vinna úr tillögum sem liggja fyrir í ráðuneyti hans og taka meðal annars til kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Í tillögunum er lögð áhersla á að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki. Ráðuneyti skoðar fyrningarákvæði Björn Bjarnason vill að litið verði á afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum í samhengi, en í ráðuneytinu liggja fyrir tillögur í þeim efnum. Hann segist taka því vel vísi allsherjarnefnd frumvarpi sama efnis til ráðuneytisins. Fjögurra prósenta verðbólga og hærri viðskiptahalli: Spá sex prósenta hagvexti næstu ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.