Fréttablaðið - 28.04.2005, Side 12
12 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR
VETNISBÍLAR Tilraunaverkefni um
vetnisknúna strætisvagna lýkur
í sumarlok en frá því að það
hófst í október 2003 hafa vetnis-
vagnarnir ekið rúmlega 65 þús-
und kílómetra. Nú stendur yfir
alþjóðleg ráðstefna þar sem nið-
urstöður verkefnisins eru kynnt-
ar. Af því tilefni var fyrsti
vetnisknúni fólksbíllinn fluttur
til landsins, Mercedes Bens A-
class, sem notar svipaða gerð
efnarafala og vetnisvagnarnir og
geymir vetni undir þrýstingi.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra segir að stjórnvöld hafi
áhuga á því að hér á landi verði
haldið áfram að gera tilraunir
með vetnisknúna bíla. Hann seg-
ir að fyrir Alþingi liggi frumvarp
um að virðisaukaskattur verði
ekki innheimtur af slíkum bílum
nema að hluta til og jafnframt sé
til athugunar í efnahags- og við-
skiptanefnd að fella hann niður
að fullu.
„Við getum tekið þátt í ráðgjöf
og þróun á þessu sviði. Við erum
samfélag sem byggir að veru-
legu leyti á endurnýjanlegum
orkugjöfum og meira en nokkurt
annað land. Því er ljóst að við
getum, sem þekkingarsamfélag
á þessu sviði, tekið þátt í þessari
þróun inn í framtíðina,“ segir
Halldór. - sda
DÖGG HJALTALÍN Hagnaður Straums
fjárfestingarbanka á fyrsta árs-
fjórðungi var 4,6 milljarðar króna
og er það rúmlega tvöföldun hagn-
aðar frá því á sama tíma í fyrra.
Hagnaðurinn var í takt við spár
bankanna. Stór hluti hagnaðarins
skýrist af gengishagnaði af stórum
eignarhlutum Straums í TM og Ís-
landsbanka. Einnig fékk bankinn
tæpa 1,4 milljarða greidda í arð af
hlutabréfaeign sinni á fyrsta árs-
fjórðungi.
Heildareignir bankans í lok mars
námu 109 milljörðum króna og
höfðu vaxið um 22 prósent frá ára-
mótum. Hlutabréfaeign bankans í
lok ársfjórðungsins nam 55 millj-
örðum króna og er það 129 prósent
af eigin fé bankans.
Bankinn hefur verið að byggja
upp fjárfestingarbankastarfsemi
sína og jukust útlán bankans um 25
prósent á fyrsta ársfjórðungi.
Straumur hefur fjármagnað hluta-
bréfakaup að hluta með lántöku og
var vaxtamunur bankans því nei-
kvæður á fyrsta ársfjórðungi. ■
Umfangsmesta
friðun hér á landi
Nú eru á lokastigi umfangsmestu friðunaraðgerðir sem gerðar hafa verið hér á landi. Allt sauðfé
í Landnámi Ingólfs verður girt inni í beitarhólfum, en svæðið verður að öðru leyti friðað. Þau 20. til
30.000 tonn af hrossataði sem falla til á höfuðborgarsvæðinu geta farið til uppgræðslu.
LANDVERND „Þarna er að verða til
stærsta friðaða svæðið á landinu,“
segir Ólafur Dýrmundsson land-
nýtingarráðunautur um eitt
stærsta átak í landvernd og upp-
græðslu hér landi. Á næstunni
verður lokið við umfangsmikla
girðingarvinnu í Landnámi Ing-
ólfs. Þar með
verður allt fé á
svæðinu lokað
inni á sérstökum
b e i t a r h ó l f u m .
Allt annað land á
svæðinu verður
friðað. Unnið
hefur verið að
þessu máli í
meira en 20 ár en
nú er það á loka-
stigi. Svæðið
nær allt frá
Reykjanestá upp að Kjalarnesi,
yfir um Þingvallavatn og að Ölf-
usá. Þeir sem eiga hlut að þessu
máli eru viðkomandi sveitarfélög,
Vegagerðin, Landgræðslan og
Bændasamtökin sem veitt hafa
ráðgjöf.
„Það veit enginn hve stórt
þetta svæði er,“ sagði Ólafur, „en
þetta eru allavega einhver hund-
ruð ferkílómetra. Þarna verða all-
ir vegir friðaðir fyrir ágangi fjár.
Þá verða stór landsvæði aðgengi-
legri til skógræktar og upp-
græðslu.“
Ólafur sagði, að á nýafstöðnum
aðalfundi Landverndar hefði ver-
ið samþykkt ályktun um náttúru-
vernd á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil spjöll hefðu verið unnin
utan vega á svæðinu, bæði af tor-
færumótorhjólum og bílum. Það
vandamál hefði farið vaxandi á
síðari árum. Þá væri mikið álag af
umferð hesta. Malartekja víða á
svæðinu færi illa og í sumum til-
vikum hörmulega með landið.
„Skipuleggja þarf uppgræðslu
og ræktun þessa svæðis til fram-
tíðar,“ sagði Ólafur
Samtökin Gróður fyrir fólk
hafa beitt sér fyrir því að hrossa-
tað sem til fellur í hesthúsahverf-
unum á þessu svæði verði notað
til uppgræðslu. Það hefur verið
flutt á urðunarstaði í Álfsnesi.
Björn Halldórsson hjá Sorpu tjáði
Fréttablaðinu að magnið sem
bærist væri 20 – 30.000 tonn á ári.
Móttökugjald væri ein króna á
hvert kíló.
„Núna skapast skilyrði með til-
komu þessara girðinga til að nota
hrossataðið til uppgræðslu,“ sagði
Ólafur. „Það hefur ekki verið
hægt til þessa vegna sjúkdóma-
varna, þar sem hey hefur verið
flutt af ýmsum stöðum í hesthúsa-
hverfin. Menn hafa óttast að það
gæti dreift riðu. En nú verður
hægt að dreifa taðinu á friðuð
svæði að teknu tilliti til vatnsbóla
og annarra viðkvæmra svæða.“
jss@frettabladid.is
ÓLAFUR
Til er að verða
stærsta svæði
landsins friðað
með girðingum.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON ÓK Í NÝJA VETNISBÍLNUM Í GÆR
„Við getum tekið þátt í ráðgjöf og þróun á þessu sviði. Við erum samfélag sem byggir að
verulegu leyti á endurnýjanlegum orkugjöfum og meira en nokkurt annað land. Því er
ljóst að við getum, sem þekkingarsamfélag á þessu sviði, tekið þátt í þessari þróun inn í
framtíðina,“ segir Halldór.
LANDNÁM INGÓLFS
Fyrsti vetnisknúni einkabíllinn til landsins
Halda tilraunum áfram
ÚTLÁN AUKAST UM FJÓRÐUNG
Þórður Már Jóhannesson.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
SPÁ UM AFKOMU STRAUMS –
Í MILLJÓNUM KRÓNA
Banki Hagnaður
Íslandsbanki 3.132
KB banki 4.460
Landsbankinn 5.265
Hagnaður 4.577
Tekjur af arði 1.400 milljónir
Í takt við spár