Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 33
7FIMMTUDAGUR 28. apríl 2005
SKARTHÚSIÐ
Laugavegi 12, s. 562 2466 Sendum í póstkröfu
Kínaskór!
EITT PAR KR. 1290-
TVÖ PÖR KR. 2000-
Litir: rauðir, bleikir, túrkis,
orange, grænir, svartir og
hvítir.
Einnig mikið úrval af
skóm með kínamunstri
Ný sending af blóma-
skóm kr. 990-
Barna- og dömustærðir
Tilboð
!"#"
$ %& ' '%&
Hvert tískuhús hefur sinn hátt á
að skera sig úr, vera einstakt. Þó
fylgja þau öll að einhverju leyti
straumum og stefnum tímans. Í
dag reyna tískuhúsin að skapa
sinn eigin heim og mynda nálægð
við viðskiptavininn. Tom Ford lét
gjörbreyta öllum búðum Yves
Saint Laurent sem til voru og þær
nýju sem opnuðu undir hans
stjórn frá 2000 til 2004 eru í anda
hugmyndar sem upprunnin er í
einkaíbúðum Yves Saint Laurent
sjálfs í París. Ford vildi endur-
skapa andrúmsloftið. Bjó til
mörg lítil herbergi þannig að við-
skiptavinurinn upplifði sig í
einkaheimsókn en ekki í verslun.
Herbergin eru klædd steini og
viði og eru með stórum legu-
bekkjum til að setjast á. Við-
skiptavinunum er boðið upp á
kaffi, gos eða jafnvel kampavín.
Þetta var ein af ástæðum þess
að upp úr slitnaði milli Francois
Henri Pinault, aðaleiganda Gucci
group (þriðju stærstu lúxussam-
steypu í heimi sem varð til 1999
er hann keypti YSL og sameinaði
Gucci ásamt Tom Ford), og fé-
laga hans Dominique de Sole. Á
endanum hafði Ford eytt öllum
peningum YSL-hlutans í búðirnar
og Pinault var orðinn langeygður
eftir hagnaði. Þess vegna hætti
Ford hjá Gucci og YSL á síðasta
ári og Pinault keypti hann út úr
Gucci. (Ef þið viljið vita meira
um Tom Ford, kíkið á bókina Tom
Ford eftir Tom Ford frá
Assouline útgáfunni.)
Tískufræðingar í dag tala um
tískuna eins og bylgjur, líkt og
jarðskjálfta. Þannig er til dæmis
um nýju Prada-búðina í Los Ang-
eles, í hjarta jarðskjálftasvæðis-
ins í Kaliforníu, sem er draumi
líkust, gerð af arkitektunum Rem
Koolhaas og Ole Sheeren. Hún
hæfir tískuhúsi sem lætur tísku-
jörðina titra á hverju ári. Í öðru
jarðskjálftalandi er annars konar
miðja í nýju Louis Vuitton búð-
inni í Omotesando í Tokyo, búð í
búð. Í henni miðri er eins konar
leyniherbergi, VIP-svæði fyrir
mikilvæga viðskiptavini, innsti
kjarni tískuhússins. En búðin
sjálf er á áttundu hæð og fleiri af
merkjum LVMH tískurisans eru í
sömu byggingu. Ein hæð er ein-
göngu með vörur sem eru í tak-
mörkuðu upplagi og tölusettar.
Chanel í Japan gengur enn
lengra og opnar bráðlega 6000
fermetra turn helgaðan hugar-
heimi Chanel með galleríi og tón-
leikasal í bland við verslunar-
rými. Þar er heil hæð lögð undir
einkasali fyrir mikilvæga við-
skiptavini. Turninn er gerður úr
gráu víravirki og steini í anda
tweed-efnisins fræga sem Coco
Chanel notaði í dragtir og er enn
notað. Ekki tískuhús heldur must-
eri.
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Í upptökum tískujarðskjálftans
Aftur systur
í Lakkrísbúðinni
EKKERT AÐ ÓTTAST ÞÓTT SYSTURNAR
SÉU FLUTTAR TIL KAUPMANNAHAFNAR.
Systurnar Bára og Hrafnhildur Hólm-
geirsdætur stofnuðu fatahönnunarfyrir-
tækið sitt Aftur árið 2000 eftir að hafa
vakið verðskuldaða athygli á tísku-
hönnunarkeppninni Futurice.
Systurnar reka nú verslun á Nörrebro,
sem er eitt skemmtilegasta og vin-
sælasta hverfi Kaupmannahafnar. Þar
selja þær eigin hönnun í bland við flík-
ur eftir aðra hönnuði, glingur og skart
og notaðan fatnað. Föt þeirra eru nú
seld í Lakkrísbúðinni á Laugavegi,
fyrsta sending kom í hús fyrir
skömmu og von er á fullt
af flottu fönkí stöffi inn-
an tíðar.
Kjóll kr. 13.900
Kjóll kr. 18.900
Mjaðmaskraut
kr. 9.500
Hettupeysa
kr. 13.900
Á LAUGARDÖGUM
Auglýsingasíminn
er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
- mest lesna blað landsins -