Fréttablaðið - 28.04.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 28.04.2005, Síða 44
10 ■■■ { LANDBÚNAÐUR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Myndarlega er byggt á Hóli í Svarfaðardal. „Ég býst alveg eins við að verða bóndi. En auðvitað horfir maður á það hvort sveitirnar verði sterkar í byggð. Það skiptir svo miklu máli,“ segir Karl Ingi og bætir við: „Það er ekki skemmtilegt að sjá alla tínast í burtu og verða einn eftir.“ Hann segir fólkinu heldur hafa fækkað á bæjunum frammi í botni dalsins á síðustu fimm árum. „Þar er snjó- þyngra og svo bjó þar eldra fólk en enginn til að taka við. En það er blómlegur búskapur hér á mörgum bæjum og sumir búa í dalnum en sinna öðru, eins og ferðaþjónustu og verkstæðisvinnu.“ Á Hóli er um 200 þúsund lítra mjólkurkvóti. Þrátt fyrir að myndar- lega sé byggt segir Karl Ingi ekki hafa verið farið út í miklar fram- kvæmdir síðustu árin og fjósið sé án nýjustu tækja til mjalta og gjafa. Hins vegar sé allur vélakostur búsins góður. „Þar eru nú frekar öfgarnar en hitt,“ segir hann hlæjandi. „Faðir minn hefur löngum þótt nokkuð tækjaglaður!“ Fáeinar ær eru á Hóli. Karl Ingi segir allt hafa verið skorið niður 1987 vegna riðu og fátt fé hafi verið tekið aftur. „Menn þorðu ekki að treysta á sauðfjárræktina,“ segir hann. Karl Ingi er ánægður í dalnum sínum og segir þar ágætt félagslíf. Auk þess skreppi hann til Akureyrar til að skemmta sér. En hann er ekki viss um að hann verði bóndi. „Ég veit ekki alveg hvað verður. Hefðirðu komið fyrir ári síðan hefði ég örugg- lega verið með stórar yfirlýsingar en er aðeins meira hikandi núna,“ segir hann brosandi. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /G U N Býst eins við að verða bóndi Hunangsflugan veit hvað vorinu líður. Hún heyrist suða á hlaðinu á Hóli í Svarfaðardal þar sem blaðamaður hitti Karl Inga Atlason, 27 ára búfræðing og stúdent, sem sinn- ir stóru búi með foreldrum sínum. Hér eru þau hjón Elías og Sigríður með eitt af sínum djásnum, stóðhestinn Blæ undan Andvara frá Ey og Perlu frá Ási I. Víðidalur í Húnavatnssýslu Fr ét ta bl að ið /G un Snorri Páll er 18 ára nemandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hann á heima í Hvammi við Kjarnaskóg en er að plægja akur í landi Kropps sem Hvammsbúið hef- ur aðgang að. Hverju skyldi hann ætla að sá? „Faðir minn ætlar að sá byggi hér í þágu kornræktarinnar,“ segir hann brosandi og bætir við að þetta sé fjórða árið sem kornrækt sé stund- uð í Hvammi. „Við höfum verið með akrana heima við en ætlum að færa þá hingað og því er verið að brjóta þetta land í fyrsta skipti,“ segir hann og upplýsir blaðamann um að í Hvammi sé 40 kúa bú og kýrnar kunni vel að meta byggið. Það spari líka kjarnfóðurkaup. Snorri Páll er á Massey Ferguson dráttarvél, módel 1998, og segir hana flott tæki, góða í jarðvinnslu og hvað sem er. Plógurinn er í eigu búnaðarfélags sveitarinnar og því sameign bænda. Hann kann vel við sig í vélavinnunni og segir jarð- yrkju mikilvægan part af búskapn- um sem hann hafi mikinn áhuga á, enda séu framtíðaráformin þau að verða bóndi í Eyjafirði. En getur hann lært eitthvað í búfræði í Verk- menntaskólanum? „Nei, ekki beint, en þó læri ég málmiðn þar sem nýt- ist að vissu leyti. Annars er það bara Hvanneyri í framtíðinni,“ svarar hann. Áður en hann er kvaddur er forvitnast um hvort hann hlusti á útvarpið þegar hann er á vélinni. „Nei, ég vel mér tónlist til að hafa í eyrunum. Það eru Dátar, Nýdönsk og fleira. Eitthvað íslenskt og gott.“ Eitthvað íslenskt og gott Kornakrar eru að verða æ algengari sjón í sveitum landsins að sumrinu enda hefur viðr- að vel til kornræktar síðustu ár. Snorri Páll Harðarson var ónáðaður þar sem hann var að búa jarðveginn undir sáningu í vesturhlíðum Eyjafjarðarsveitar. Víðidalurinn í Húnavatnssýslu kemur vel undan vetri eins og aðrar sveitir landsins. Víðidalsáin bugðast eftir honum miðjum og setur á hann glæsilegan svip. Að Stóru-Ásgeirsá búa Elías Guðmundsson og Sigríður Magnúsdóttir. Þau reka þar myndarlegt kúabú og hestakosturinn er ekkert slor, minnast má heimsmeistarans Gordons sem frá þeim var kominn. Snorri Páll hefur skýr framtíðaráform. Hann ætlar að verða bóndi í Eyjafjarðarsveit. Akurinn plægður.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.