Fréttablaðið - 28.04.2005, Síða 55

Fréttablaðið - 28.04.2005, Síða 55
27FIMMTUDAGUR 28. apríl 2005 ódýras ti mega Fyrir fólk með liðkvilla vegna slitgigtar eða yfirálags Fæst í apótekum FORSTJÓRI NÝHERJA Þórður Sverrisson. Öll viðskipta- vild afskrifuð Eigið fé lækkar um 17 milljónir vegna reglu- breytinga. Viðskiptavild Nýherja, sem metin var á tæpar 45 milljónir króna í upphafi árs, var verðlaus í lok fyrsta ársfjórðungs. Skýrist það af upptöku nýrra reikningsskila- staðla. Þeim fylgir að viðskipta- vild er metin af óháðum aðilum og afskrifuð í takt við þær niðurstöð- ur. Þær 45 milljónir sem við- skiptavildin lækkaði um var gjaldfærð á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og því hafa breyting- arnar engin áhrif á afkomu ársins. Viðskiptavildin varð til við kaup á dótturfélagi í árslok 2003 en í ljós hefur komið að virði þess var lægra en bókfært verð og lækkar eigið fé um 45 milljónir vegna þess. Þróunarkostnaður sem hafði verið eignfærður var breytt í kostnað og lækkar eigið fé vegna þess um 36 milljónir. Á móti þess- um niðurfærslum eru 52 milljónir sem var skattur sem ekki er talinn koma til greiðslu. Eigið fé lækkar um 17 milljón- ir í heild vegna breytinga á reikn- ingsskilareglum. - dh Fasteignagjöld vega þungt. Skattbyrði fasteignafélaga er 68 prósent hagnaðar hér á landi og er það mun meira en í nágrannalönd- um okkar. Meðal annars er tekið tillit til tekjuskatts, eignaskatts og fasteignagjalda. Fasteignagjöld vega þungt og hafa þau aukist mikið í kjölfar hækkana á fasteignaverði. Fast- eignagjöldin eru reiknuð út frá fasteignamati eigna. Fasteigna- matið tekur mið af markaðsverði fasteigna og hefur því hækkað mikið að undanförnu án þess að leigutekjur hafi aukist mikið. Skattbyrði fasteignafélaga er minnst í Noregi eða 29 prósent af hagnaði. Í Bretlandi og Danmörku er 30 prósent hagnaður á fast- eignafélög. Frönsk fasteignafélög borga næstmest í skatta eða 51 prósent af hagnaði. Þessar niðurstöður komu fram í könnun Deloitte á skattlagningu fyrirtækja í níu mismunandi lönd- um í samráði við skattahóp Sam- taka atvinnulífsins. - dh Bakkavör birtir þriggja mánaða uppgjör í dag eftir lokun mark- aða. Áætlaður hagnaður félagsins er tæpar fjórar milljónir punda. Hagnaðurinn á fyrstu þremur mánuðum ársins 2004 var 2,2 milljónir punda og eykst því um tæp 70 prósent ef spár bankanna ganga eftir. Velta félagsins verður í kringum 40 milljón pund. Hluthafar Geest hafa sam- þykkt kaup Bakkavarar á Geest og verða félögin sameinuð um miðjan maí. Þetta er því síðasta uppgjör Bakkavarar í núverandi mynd en velta næsta ársfjórðungs verður mun meiri. - dh ÍSLENSK FASTEIGNAFÉLÖG Borga 68 prósent hagnaðar í skatta. Íslensk fasteignafélög borga háa skatta Ágúst Guðmundsson stjórnarformaður og Lýður Guðmundsson forstjóri. HAGNAÐARSPÁ Á FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGI – í milljónum punda Íslandsbanki 4,5 Landsbanki 3,6 KB banki 3,0 Meðaltal: 3,7 Bakkavör spáð auknum hagnaði

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.